Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Síða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002
DV
Fréttir
Baráttan harðn-
ar í Fjarðabyggð
Sveitarstjómar-
kosningamar 1998
voru þær fyrstu í
hinni nýstofnuðu
Fjarðabyggð en
sveitarfélagið varð
til við sameiningu
Eskifjarðarkaup-
staðar, Reyðar-
fjarðarkaupstaðar
og Neskaupstaðar.
Fjarðabyggð er
enn sem komið er
stærsta sveitarfé-
lag á Austurlandi
en nokkuð hefur
fækkað þar undan-
farin ár.
Niðurstaða sið-
ustu kosninga var
Eifgerandi sigur
Fjarðalistans sem
með nokkurri ein-
foldun má segja að
sé arftaki Alþýðu-
bandalagsins í
Neskaupstað en
það hafði setið við
völd þar í bæ síð-
an 1946. Kjörtíma-
bilið sem er að
líða hefur verið
fjörugt og þar ber
auðvitað hæst hiö
svokallaða „álvers-
mál“ en þessi fjög-
ur ár hafa líka
reynst góður tími
til þess að meta
kosti og galla sam-
einingarinnar sem
var mjög umdeild
á sínum tíma.
Kjörtímabilið
hefur ein-
kennst af upp-
byggingu
Að mati Smára
seta bæjarstjórnar og oddvita
Fiarðalistans, hefur sameiningar-
ferlið og atvinnumálin einkennt síð-
asta kjörtímabil. „Við höfum verið
að vinna að því að búa til nýja
stjómsýslueiningu sem að mörgu
leyti hefur gengið vel. Bæjarfélagið
vinnur einnig hörðum höndum að
einu viðamesta atvinnuverkefni
sem unnið hefur verið að hérlendis
og þá á ég vitanlega við undirbún-
ingsvinnu við álver. Við höfum
einnig verið að virrna að öðrum
smærri verkefnum," segir Smári.
Aðgerðaleysi á öllum sviðum
Magni Kristjánsson, sem situr í
fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins, tel-
ur að þetta kjörtimabil sé markað af
gegndarlausri skuldasöfnun og að-
gerðaleysi á öllum sviðum. „Ég er
ósáttur við eyðslusemina og skuld-
setninguna. Allar framkvæmdir,
Þorbergur
N. Hauksson.
Magni
Kristjánsson.
Helgl
Seljan.
Geirssonar, for-
Neskaupstaður
/ síöustu sveitarstjórnarkosningum var í fyrsta sinn kosiö sameiginlega í sveitarfélögunum
Neskaupstaö, Eskifiröi og Reyöarfiröi. íbúafjötdi í Fjaröabyggö er um þrjú þúsund manns.
smáar sem stórar,
eru á eftir áætlun.
Ekkert stenst, hvort
sem átt er við pen-
inga eða tíma, og
stafar þetta fyrst og
fremst af óstjóm og
ómarkvissri vinnu,“
segir Magni.
Þorbergur N.
Hauksson, sem leiðir
lista framsóknar-
manna, telur það
vera lykilatriöi að
spara i yfirstjóminni
og nauðsynlegt sé að
yfirstjómin sé undir
einu þaki. Annað sé
of dýrt.
Helgi Seljan, odd-
viti Biðlistans, telur
að síðasta kjörtíma-
bil hafi einkennst af
ofuráherslu á stór-
iðjumál. Einnig sé
skuldastaðan mikið
áhyggjuefni og
Biðlistinn leggi
áherslu á að vinna á
því vandamáli.
Smári segir um-
ræðu um skuldastöðuna afskaplega
ósanngjarna. Stór hluti af skuldum
Fjarðabyggðar eigi rætur sínar að
rekja til fjárfestinga gömlu sveitar-
félaganna þriggja fyrir sameiningu.
Sameiningu er ekki
lokið
Eins og áður sagði hefur
þetta kjörtímabil verið
ákveðinn reynslutími fyr-
ir sameininguna. Oddvitar
flokkanna virðast allir
telja að þessi sameining
hafi verið nauðsynleg en
greinir á um hvort vel hafi
til tekist.
Þorbergur telur að fólk
þurfi að sjá einhvern hag
af þessari sameiningu.
„Við þurfum skilvirkari
stjómsýslu og meiri hag-
ræðingu í nýtingu tækja
og mannskaps. Að mínu
mati snúast kosningamar
um þetta, þ.e. að klára
sameininguna. Við þurf-
um að sýna meiri samstöðu og átta
okkur á því að við erum eitt sveitar-
félag," segir hann.
Magni álítur að þetta mál verði
aö skoða út frá þeim væntingum
sem menn höfðu og raunin sé sú að
ýmisleg hafi ekki gengið eftir sem
lofað var.
Smári segist vera sammála þvi að
enn sé langt í land en hins vegar sé
hann sannfærður að sameiningin
hafi þegar verið bæjarfélaginu til
hagsbóta. „Því til stuðnings get ég
nefnt að þessi sameining er í raun
ein af forsendum þess að hér mun
risa álver í náinni framtíð," segir
hann.
Um hvað snúast þessar
kosningar?
Að áliti Magna snúast þessar
kosningar um breytingar. „Við vilj-
Jón Knútur Ásmundsson
fréttaritari
um að Fjarðabyggð verði snúið frá
þeim doða sem einkennt hefur síð-
asta kjörtímabil. Fólk myndi taka
fljótt eftir breytingum," segir
Magni.
Helgi tekur undir með Magna og
telur hann að sérstaklega þurfi
stjómkerfið að vera opnara. „Aðal-
málið er aö efla samstarf bæjar-
stjórnar og bæjarbúa. Ég vil helst
sjá fólkið í bænum í meirihluta,"
segir hann.
Smári telur að þessar kosningar
snúist um hvort fólk ætli að vera
með traust forystuafl í Fíarðabyggð
og eina aflið sem geti veitt þá for-
ystu sé Fjarðalistinn. „Minnihluta-
flokkamir sem átt hafa fulltrúa í
bæjarstjóm hafa verið veikir og
ekki getað starfaö saman í ýmsum
málum,“ segir hann.
Hugsanlegt
meirihlutasamstarf
Oddvitar flokkanna útiloka ekki
samstarf við neinn ef meirihluti
Fjarðalistans skyldi falla. Aðspurð-
ur hvort Sjálfstæðisflokkurinn
myndi fara í samstarf við sinn höf-
uðandstæðing, Fjarðalistann, segir
Magni stefnu síns flokks vera lengst
frá stefnu Fjarðalistans og í því ljósi
sé samstarf við Fiarðalistann að
loknum kosningum versti kostur-
inn.
Smári vildi eingöngu láta hafa
eftir sér að vitanlega væm þeir
flokkar sem byðu fram misjafnlega
gimilegir samstarfsaöilar.
Lífleg kosningabarátta
Kosningabaráttan í Fiarðabyggð
hefur verið með líflegra móti og er
það ekki síst vegna tilkomu kosn-
ingavefsins Austurland.net en þar
hafa átt sér stað lífleg skoðanaskipti
að undanfomu. í vikimni, fyrir
kosningar verða svo haldnir opnir
fundir í öllum hverfum Fjarða-
byggðar þar sem framboðslistar
kynna sín helstu stefnumál.
FJARÐABYGGÐ
- úrslit kosninga 1998
W4
- w
r J
r 1
H
f
I/
Fjarðabyggð
Framboðs-
listar
Framsóknar-
flokkur
1. Þorbergur Níels Hauksson
slökkviliðsstjóri
2. Eiður Ragnarsson sölustjóri
3. Svanhvít Aradóttir
forstöðuþroskaþjálfi
4. Jón Ingi Kristjánsson
verkalýðsforingi
5. Guðmundur Frímann
Þorsteinsson flokksstjóri
6. Bjarney Hallgrímsdóttir
forstöðumaður
7. Guðrún Jóhanna Kjartansdóttir
bóndi
8. Sigrún Júlía Geirsdóttir
skrifstofumaður
9. Þórhallur Ámason
lögregluvarðstjóri
10. Guðmundur Bjamason
verslunarstjóri
¥Sjálfstæöis-
flokkurinn
1. Magni Kristjánsson
skipstjóri
2. Andrés Elísson
rafíðnfræðingur
3. Hallfríður Bjamadóttir
hússtjómarkennari
4. Pétur Karl Kristinsson
húsasmiður
5. Sævar Guðjónsson rafvirki
6. Samúel Karl Sigurðsson
umboðsmaður
7. Benedikt Jóhannsson
framleiðslustjóri
8. Árdís G. Aðalsteinsdóttir
húsmóðir
9. Guðrún B.Víkingsdóttir
hárgreiðslumeistari
10. Sindri Karl Sigurðsson
sjávarútvegsfræðingur
Fjarðalistinn
1. Smári Geirsson
framhaldsskólakennari
2. Guðný Björg Hauksdóttir
stjómmálafræðingur
3. Ásbjöm Guðjónsson
bifvélavirkjameistari
4. Guðmundur R. Gíslason
veitingamaður
5. Gísli A. Gíslason
fiskeldisfræðingur
6. Hildur Magnúsdóttir
kennari
7. Hildur Vala Þorbergsdóttir
kennari
8. Aðalsteinn Valdimarsson
skipstjóri
9. Katrín D. Ingvadóttir
leikskólakennari
10. Dagbjört Lára Ottósdóttir
afgreiðslumaður
Dagskrárstjórastaða Rásar 2 auglýst tvisvar:
Fleiri hafa bæst í pottinn
- ekki vantraust á fyrri umsækjendur að sögn framkvæmdastjóra
Fleiri umsækjendur hafa bæst í
hópinn um dagskrárstjórastöðu
Rásar 2 eftir að frestur var fram-
lengdur. Þetta staðfestir Dóra
Ingvadóttir, framkvæmdastjóri
hljóðvarps hjá Ríkisútvarpinu, en
hún segist ekki geta gefið upp hve
margir hafa sótt um síðan Ríkisút-
varpið ákvað að framlengja um-
sóknarfrestinn. Fimm sóttu um
dagskrárstjórastöðuna þá. Þeir eru
Sigurður Þór Salvarsson, Hjálmar
Hjálmarsson, Bjami Th. Magnús-
son, Helgi Már Barðason og Vigfús
Ingvarsson.
Samkvæmt
heimildum DV
er mjög óvana-
legt innan
stjórnsýslunn-
ar að umsókn-
arfrestur sé
framlengdur
undir þessum
kringumstæðum en það er út-
varpsstjóri sem ræður í starfið.
Aðspurð hvort stjóm RÚV hafl
ekki sýnt fyrri umsækjendum
ákveðið van-
traust með því
að auglýsa aft-
ur og fram-
lengja umsókn-
arfrest segir
Dóra svo ekki
vera. Bréf hafi
verið sent þeim
öllum með
skýringum á því að Ríkisútvarpið
vildi kanna hvort fleiri vildu ekki
sækja um og umsækjendur hefðu
verið beðnir að greina frá því ef
þeir hygðust hætta. Enginn hafi
tilkynnt um slíkt.
Dagskrárstjóri Rásar 2 á að starfa
á Akureyri, miðstöð svæðisútvarpa,
og mun hann samkvæmt áætlun
taka til starfa strax um miðjan
næsta mánuð. Ríkisútvarpið hyggst
einnig ráða í stöðu dagskrárstjóra
Rásar 1 innan tíðar en í því tilviki
var aðeins auglýst einu sinni. Um-
sóknarfrestur um dagskrárstjóra-
stöðu Rásar 2 rennur út um helgina.
-BÞ
Biðlistinn
1. Helgi Seljan
verkamaður.
2. Ásmundur Páll Hjaltason
stuðningsfulltrúi.
3. Smári Jensen Jónasson
netagerðamemi.
4. Sigríöur Rósa Kristinsdóttir
fiskverkakona.
5. Þorvaldur Einarsson
pítsusmiður.
6. Elías Geir Eymundsson
svæðisstjóri.
7. Heiðar Már Antonsson
umsjónarmaður.
8. Pétur Wilhelm Jónasson
launþegi.
9. Þórarinn Einarsson
ferðamaður.
10. Vignir Öm Ragnarsson
kartöflubóndi.