Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 DV Fréttir DV MYND NJÓRÐUR HELGASON Auður stóll Stóll bæjarstjóra Árborgar er sem fyrr auöur og yfirgefinn og bíöur eftir nýjum notanda. Árborg: Segir pólitísk átök skaða bæjarfélagið Á fundi bæjarráðs Árborgar í gær- morgun var samþykkt tillaga for- manns bæjarráðs um að hafna öllum umsóknum um starf bæjarstjóra Ár- borgar eins og sagt var frá í DV í gær. Var samþykkt að fela forseta bæjar- stjómar og formanni bæjarráðs að leita annarra leiða við val á bæjar- stjóra. Ingunn Guðmundsdóttir, áheymar- fulltrúi minnihluta, lagði fram bókun vegna málsins. Þar segir að bæjarfull- trúar minnihluta hafi ekki fengið að sjá lista yfir umsóknir um starf bæjar- stjóra fym en tíu dögum eftir að um- sóknarfrestur rann út. Þá segir í bók- un Ingunnar að samkvæmt bæjar- málasamþykkt Árborgar ráði bæjar- stjóm bæjarstjóra. Meirihlutinn getur því ekki afgreitt umsóknir um stöðu bæjarstjóra bak við tjöldin án þess að leggja þær fyrir bæjarstjórn. Að lokum segir í bókun Ingunnar: „Ég geri alvarlegar athugasemdir við þessi ólýðræðislegu vinnubrögð Sam- fylkingar og Framsóknarflokks í mál- inu. Ég tel að pólitísk átök um ráðn- ingu bæjarstjóra skaði hagsmuni bæj- arfélagsins. Slík átök em auk þess ekki traustvekjandi fyrir íbúana sem byrjun á samstarfi nýs meirihluta." Fulltrúar meirihlutans bókuðu á móti að ekki hafi verið óeðlilegur dráttur á vinnu við umsóknir um embætti bæjarstjóra. Aldrei hafi ann- að staðið til en að bæjarstjóri yrði ráð- inn af bæjarstjórn Árborgar sam- kvæmt bæjarmálasamþykkt. -NH Framburður framkvæmdastjóra BYKO um timburkaup Árna Johnsens: Annað hljóð í strokk- inn eftir að DV hringdi - saksóknari segir svikin hafa verið fullframin - verjandi Árna mótmælir Skömmu áður en fyrsta fréttin birtist um meint misferli Áma Johnsen síðasta sumar, spurði framkvæmdastjóri BYKO Áma að því hvort hann hefði þá verið nýbú- inn að taka út timbur fyrir Þjóðleik- húsið eða hvort það átti að vera til einkanota. Framkvæmdastjórinn sagði fyrir dómi í gær að hann hefði tjáð Áma að blaðamaður DV væri þá búinn að hringja í sig og spyrja hins sama. Framkvæmdastjórinn sagöi viðbrögð Áma hafa verið á þá leið að slæmt væri að fjölmiðlar „væru komnir í þetta“. Árni hefði svarað því til að timbrið og ýmsar aðrar vörur fyrir rúma milljón króna væru til einkanota þó svo að starfsmenn BYKO beri að efnið hefði átt að skuldfæra á Þjóðleik- húsið. Framkvæmdastjórinn segir að einn af þeim starfsmönnum BYKO sem afgreiddu Áma hefði gert at- hugasemdir við úttektina - sá starfsmaöur hefði „fullyrt það alveg klárt og hvitt“ að Ámi hefði ætlast til að vörumar yrðu skuldfærðar á Þjóðleikhúsið. Fjármálastjóri BYKO sem einnig kom fyrir dóminn í gær sagðist hafa hringt sérstaklega í Þjóðleikhúsið vegna þessarar úttektar til að kanna Verjandi og sakbomingur Jakob R. Möller lögmaöur og Árni Johnsen í réttarsalnum Óttar Sveinsson blaöamaöur hvort Ámi hefði heimild til að taka út vörur fyrir bygginganefnd Þjóð- leikhússins. Því hefði verið svarað játandi. Fullframiö eða ekki? Framkvæmdastjórinn sagði dóm- inum frá því í gær að þegar hann hefði greint Áma frá hringingu og fyrirspum blaðamanns DV, og þing- maðurinn þá sagt að vörumar væm til einkanota, hefði framkvæmda- stjórinn spurt hvort Ámi myndi ekki greiða fyrir vörumar. Það hefði Árni svo gert með tékka sem geyma átti fram i tímann. Þegar hann var svo leystur út reyndist hann innstæðulaus og upphæðin færð á fit-reikning Árna. Nokkrum dögum síðar greiddi Ámi upphæð- ina til bankans. Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari sagði að í þessu tilviki sé ljóst að um fullframinn verknað hefði verið að ræða, fjárdrátt - Árni hefði beöið um að efhið yrði skuld- fært á Þjóðleikhúsið og það hefði verið gert. Engu breytti að Áma hefði snúist hugur er hann fékk upplýst að DV hefði hringt. Verj- andi Árna, Jakob Möller, sagðist al- gjörlega ósammála þessu - vöramar hefðu ekki verið skuldfærðar á Þjóðleikhúsið, umbjóðandi hans hefði einfaldlega greitt þær. Því hefði ekki verið um fullframið brot að ræða. Dómarinn, Guðjón St. Marteins- son, óskaði sérstaklega eftir að fá framangreinda tvo starfsmenn BYKO, til að taka allan vafa af um framburð þeirra. Hér var þó einung- is um aö ræða einn lið af þeim 27 sem Ámi er ákærður fyrir. Dómur gengur í máli hins fyrrum þing- manns og fjögurra annarra sakbom- inga á miðvikudag klukkan tíu. Úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg: Reynt að stöðva meintar ólöglegar veiðar Belise-togara Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur farið þess á leit við ís- lensk stjómvöld að þau leiti allra leiða til þess að stöðva ólöglegar úthafskarfa- veiðar fimm togara á Reykjaneshrygg sem skráðir eru undir hentifána frá Belise. íslensk stjómvöld em hvött til þess að að fá því framgengt innan NEAFC, Norðaustm-Atlantshafsfisk- veiðiráðsins, að veiðar skipanna verði stöðvaðar. LÍÚ óttast að skipum á Reykjaneshrygg, sem skráð em undir Belise-fána, eigi eftir að fjölga. Friðrik Amgrímsson, forstjóri LÍÚ, segir að LÍÚ hafi ekki nein úrrræði sem þau geti bent stjómvöldum á og það skorti lagaheimild til þess að taka þessa togara og færa þá til hafhar. Þjóð- arréttur bjóði ekki upp á það í dag. Þessir togarar muni ekki landa í aðild- arríkjum NEAFC heldur selja aflann í sérstök flutningaskip sem komi vænt- anlega á Reykjaneshrygg en það verði fylgst með löndun þessara flutninga- skipa og reynt að rekja hvert karfmn fari og hvort reynt verði að koma hon- um á Evrópumarkað inn um bakdym- ar eða jafnvel ólöglega. Fundur verður haldinn í NEAFC í haust en Friörik Amgrímsson er ekki mjög bjartsýnn á að umræður þar leiði til þess að gripið veröi til róttækra aðgerða gegn þessum skip- um, s.s. að færa þau til hafnar. Frið- rik segir þó fullvíst að þau muni ekki fá neina þjónustu hérlendis leiti þau hafnar vegna bilunar en auðvitað muni þau fá neyðarþjónustu eins og ef skipin teljist í sjávarháska eða ef slys ber að höndum um borð í þeim. -GG Landsmót 2002 að Vindheimamelum í Skagafirði: Mikil örtröð verður á fjöllum - hestamenn úr öllum fjórðungum ríða á mótið RIM6 á landsmót Hestamenn úr öllum landsfjóröungum ætla aö fjölmenna ríöandi á Landsmót 2002 í Skagafiröi. Hestamenn úr öllum landsfjórð- ungum ætla að fjölmenna ríðandi á Landsmót 2002 í Skagafirði sem hefst 2. júlí. Örtröð verður á fjöllum nú síðustu dagana fyrir mót, samkvæmt upplýs- ingum sem DV aflaöi sér í gær. Hjá Ferðafélagi ís- lands fengust þær upp- lýsingar að allir skálar á vegum þess sem væra í reiðleið væru fyrir löngu uppbókaðir og jafnvel yfirbókaðir dag- ana fyrir mót. Sama máli væri að gegna dag- ana eftir landsmótið, þegar móts- gestir héldu til sins heima. Skálana á Hveravöllum og í Hvítámesi er hægt að panta með allt að árs fyrir- vara. Bókanir eru þó ekki skráðar fyrr en í janúar á hverju ári. Greini- lega hafa margir haft vaðið fyrir neðan sig því bókanir streymdu inn þegar í janúar. Þeir sem ekki náðu að bóka í tíma hyggjast gista á tjald- stæðum við skálana. Einhverjir eru svo með tjaldvagna í farteskinu. Kjalveg ríða einkum hópar af Suð- urlandi. „Þetta eru heilu hópamir sem hafa bókað í skálunum, en þeir eru þá á leið norður Kjalveg," sagöi Dagbjört Tryggvadóttir hjá Ferðafé- laginu við DV í gær. „Fólk er enn að hringja og spyrja. Flest- ir vilja bæta fleirum inn, en þeir fara þá á biðlista. Það veröur líf og flör á fjöllunum þessa daga.“ Hópar af Austurlandi eru á leiðinni á móts- stað nú. Að sögn Stefáns Sveinssonar, sem rekur ferðaþjónustu á Útnyrð- ingsstöðum, fara hóp- amir yfirleitt yfir Fljótsdalsheiði og yfir á Jökuldal. Síðan er haldið í Möðrudal, Mývatn, Bárðardal og þar norður. Þetta ferðalag tekur um þaö bil viku og leiðin sem farin er er mjög skemmtileg. Sjálfur fær Stefán fólk með beinu flugi frá Dusseldorf. Eftir sex daga hestaferð um Austfirði fer hann með hópinn akandi á Landsmót. Snæfellingar láta sitt ekki eftir liggja. Hópar hestamanna úr Grand- arfirði og Stykkishólmi ætla að leggja af stað á laugardaginn. Að sögn Halls Pálssonar, formanns hestamannafélagsins Snæfellings, fara þeir líklega um Dalina, Mið- fjörðinn og Hópið. Vestfiröingar æfla einnig að ríða á mótsstað. 12-14 manna hópur ætl- ar aö láta keyra hesta sína í Hrúta- fjörðinn og riða þaðan. Lagt verður upp frá Kolbeinsá og riöið sem leið liggur. Einhverjir Sunnlendingar verða einnig í hópnum, en hesta- menn fara gjaman með gæðinga sína til kunningja og riða með þeim til móts. Meö því sameina þeir góð- an félagsskap og nýjar reiðleiðir, sem þeir hafa ef til vill aldrei farið áður. -JSS LANDSMÓT Malbikunarframkvæmdir: Kostnaður hefur aukist „Malbikun er í meiri kantinum í ár og við erum að eyða um 330-340 millj- ónum í ár. Það er svona heldur i hærri kantinum en engin bylting frá því sem áður hefur verið,“ sagði Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri þegar DV innti hann eftir þvi hvort malbikunar- íramkvæmdir væru mem nú en undanfarin ár. Sig- urður segir að Gatnamálastofiiun hafi og sé enn að vinna að nýju kerfi og það hafi aukið kostnaðinn undanfarin ár. Notuð var ný steintegund frá Noregi í malbikunarframkvæmdunum i Ár- bæjarbrekkunni i fyrradag. Sigurður segir þetta nýtt efrii á markaðnum og mjög slitsterkt. „Menn gátu núna gert mjög hagkvæm kaup í Noregi og er þetta grjót talið vera með mjög góða eiginleika. Við reiknum með að það sé eins slitsterkt og þær steintegundir sem við höfum notað fram að þessu, ef ekki sterkara," segir Sigurður. Nýlagða malbikið er nánast svart á lit og virðist dekkra en malbikið hin- um megin við götuna. Segir Sigurður það aðeins vera tímabundið. „Þetta verður mun ljósara og verður alls ekki ósvipað hinum helmingi götunnar. Nú er örþunnt tjörulag á yfirborðinu sem slitnar af á næstu vikum og þegar það er farið kemur sjálft steinefiúð i ljós og það er ljóst á lit. Notkun á ljósu mal- biki hefur aukist og það er kannski fýrst og fremst vegna lítils verðmunar á milli tegunda. Auk þess teljum við þægilegra að keyra á ljósu malbiki en dökku.“ -vig Austfirðingar: Vilja göngin aftur á vegaáætlun Hópur fólks sem lætur sér velferð og framtíð Austurlands varða gengst fyrir almennum fundi í Sólbrekku í Mjóafirði á morgun, laugardag. Þar verða stofiiuð samtök eða félag sem hefur það að markmiði að koma jarðgöngum á Mið- austurlandi aftur inn á vegaáæflun, jarðgöngum sem tengja munu helstu þéttbýlisstaði á Miðausturlandi, þ.e.a.s. Egilsstaði, Seyöisfjörð, Neskaupstað, Eskifjörð, Reyðarfjörð við Mjóafjörð saman í eitt atvinnu- og kjamasvæði. „Gangahugmynd þessi er búin að vera i umræðunni í meira en 20 ár. Einu sinni komst hún það langt að fara inn á langtímaáæflun Vegagerðar ríkis- ins. Árið 1993 var tillaga jarðganga- nefndar sú að þessi göng yrðu fyrst í for- gangsröðinni um jarðgöng á Islandi," segir í fréttatilkynningu frá undirbún- ingshópnum. Töluverðar rannsóknir hggja fyrir um þessi göng. Þau voru fyrst tekin til rann- sóknar á árunum 1983-84 siðan aftur 1989-93.11. mars 1999 var samþykkt á Al- þingi þingsályktun um jarðgangagerð á Islandi. Tillagan olh því að umrædd jarð- göng duttu út, þau eru ekki inni í mynd- inni í dag. Þessu á að breyta með stofiiun samtakanna um helgina. -JBP Akureyri: Kona í fangelsi fyrir skjalafals Kona frá Akureyri hefur verið dæmd í 10 mánaða fangelsi fyrir skjalafals. Mestur hluti refsingarinnar er skilorðs- bundinn, eða níu mánuðir, en Héraðs- dómur Norðurlands eystra gerir kon- unni einnig að greiða skaðabætur, sem og allan málskostnað. Árið 1999 falsaði konan nafiiritun fyrr- verandi eiginmanns síns sem sjálfskuld- arábyrgðaraðila á skuldabréf að fiárhæð kr. 280.000 sem hún gaf út til íslands- banka. Þá viðurkenndi hún fjársvik með þvl að gefa upp númer greiðslukorts fýrr- um eiginmanns og láta skuldfæra and- viröi vöru á kort hans. Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkis- ins hefur konan tvívegis áður hlotið refsingar fyrir skjalafals og dæmir hér- aðsdómur aukna hegningu þar sem hún rauf skilorð með brotum sínum. -BÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.