Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Side 1
Brtesku hvalaferðamenn- irnir vorui skoðunarferð í nótt og áttu síst von á því að skipið strandaði. Björg- unarskipið Ásgrímur S. Björnsson flutti ferðamenn- ina í land og er góðviöri þakkað að ekki fór verr. DV-mynd KÖ Stórfelldar tilfærslur sendiherra fram undan: Þorsteinn og Jón Engey: Breskir hvalatúrist- ar í strandi 22 breskir ferðamenn voru um borð í hvalaskoðunarskip- inu Eldingu II sem strandaði við Engey um miðnætti í nótt. Björgunarsveitin Ársæll í Reykjavík var kölluð út og fóru tveir björgunarbátar ásamt tveimur slöngubátum á strandstað. Ferðamennirnir voru selfluttir á bátunum um borð í björgunarskip. Ferðamennimir sýndu flestir yfirveg- un þegar strandið bar að en voru nokk- uð skelkaðir eftir á. Talið er Ijóst að um mannleg mistök hafi verið að rœða. Baldvin færðir til „Það eru breytingar í skoðun,“ sagði Atli Ásmundsson, blaðafulltrúi utanríkisráðuneytis, í samtali við DV í morgun. Miklar hrókeringar í utan- ríkisþjónustunni, þar sem sjö sendi- herrar verða fluttir til, standa fyrir dyrum og koma þær til framkvæmda á næstu mánuðum. Atli sagði að á þessari stundu væri ekki hægt af ráðuneytisins hálfu að staðfesta hvers eðlis þessar breytingar væru, meðal annars vegna diplómatískra hefða þess eðlis að viðkomandi ríki þarf að gefa grænt ljós á þann sendi- herra sem væntanlegur er. Stóri punkturinn viðvíkjandi hrókeringar þessar eru tilfærslur þeirra tveggja sendiherra sem áður voru i eldlinu íslenskra stjórnmála, Jón Baldvin Þorsteinn Hannibalsson. Pálsson. þeirra Þorsteins Pálssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Þorsteinn fer frá London til Kaupmannahafnar og Jón Baldvin frá Washington til Helsinki. I Þorsteins stað í Lundún- um kemur Sverrir Haukur Guðlaugs- son, sem nú stýrir utanríkisráðu- neytinu. Sendiherra íslands í Wash- ington verður Helgi Ágústsson, sem nú situr i Kaupmannahöfn. Kornelí- us Sigmundsson, sendiherra í Helsinki, kemur til starfa heima, rétt eins og Ólafur Egilsson, sendiherra í Kína. Þá sendir Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra nýjan sendiherra til starfa í Brussel óg þeir sem þar hafa verið síðustu árin koma heim. „Þú verður að spyrja ráðherra um allar svona breytingar," sagði Þor- steinn Pálsson í samtali við DV frá Lundúnum í morgun. Hann hefur verið sendiherra íslendinga í Lund- únum í rúmlega þrjú ár og sagðist þar af leiðandi..að sjálfsögðu“ vera kominn að þeim tímamörkum sem ís- lenskir sendifulltrúar sitja á hverjum stað. Aðspurður hvort hann væri sáttur með þá tilhögun að fara frá Lundún- um til Kaupmannahafnar svaraði Þorsteinn því til að hann hefði sjálf- ur....ekkert um það að segja hvort ég er að fara héðan eða ekki,“ eins og hann komst að orði. Ekki náðist í Jón Baldvin Hanni- balsson, sendiherra í Washington, vegna þessa máls í morgun, en hann er nú staddur í sumarleyfl hér á landi. -sbs ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 2 í DAG Gott veður var þegar strand- ið varð og gerði það björgun einfaldari og aðstæður hættu- minni. Skipið, sem er 14 metra langt, stóðst álagið og ekki hefur orðið vart við leka. Björgunarbáturinn Ásgeir M kom Eldingu II á flot á ný og liggur hún nú í Reykjavíkur- höfn. Skemmdir verða metnar síðar. Ferðamennimir sýndu flest- ir yfirvegun þegar strandið bar að en voru nokkuð skelk- aðir eftir á. Talið er ljóst að um mannleg mistök hafi verið að ræða en það hefur enn ekki verið rannsakað. Skipið var á leið i land þegar það sigldi upp á malarkant á svonefnd- um Engeyjarboða. Snöfurmannlegum við- brögðum björgunarsveitar- manna og starfsmanna skips- ins er þakkað að ekki fór verr. -jtr KVADDI BOTNINN: Sann- færandi sigur FH á Fram 26 FÓKUS í MIÐJU BLAÐSINS í DAG: Held við höfum ekki klúðrað kvikmyndinni | 2 POTTADAGAR 9.til 11. agust. M SPMa METRO SUn. lo til 14. Skeífan 1 ■ Sími 828 0S00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.