Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Side 15
15
FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002
X>V_______________________________________________________________________________________________________________________Menning
Umsjón: Jón Knútur Ásmundsson jonknutur@dv.is
Ungar ástir annó 1960
Ég las Ást á rauðu ljósi
eftir Jóhönnu Kristjónsdótt-
ur (eða Hönnu Kristjánsdótt-
ur eins og hún nefndi sig) í
fyrsta skipti í rútu frá
Blönduósi heim til Reykja-
víkur í jólafrí frá kennslu.
Þá var bókin orðin þriggja
ára og ég nákvæmlega jafn-
gömul söguhetjum og höf-
undi þegar hún skrifaði sög-
una. Ég man vel hvað sagan
gagntók mig gersamlega; og
enn reyndist ég kunna sum
samtölin nærri þvi utanbók-
ar núna þegar ég las nýja út-
gáfu á sögunni. Fastast sat í
minninu frábært samtal
stjúpfeðginanna Maríu
Sjafnar og Brynjólfs þegar
hann vill sofa hjá henni og
hún minnir hann í sífellu á
móðurina sem er nýdáin.
IMffiBSafÍ-:
Hvers vegna skyldi þessi
saga hafa haft svona mikil
áhrif á reykviska stúlku
eins og mig sem hafði þó les-
ið margar bækur - og hvers
vegna varð hún eins vinsæl
og raun bar vitni? Við end-
urlestur kemur í ljós undir
eins á fyrstu blaðsiðum að
einfaldasta svarið er: af því
að hún er svo góð. Þetta er
vel sögð saga, stíllinn hrað-
ur, hvorki sagt of né van og
orðaskipti einstaklega lipur.
Það kemur á óvart núna hve
tungumálið er enn eðlilegt,
þrátt fyrir árin íjörutíu og
tvö milli útgáfna, fyndni og
tvíræðni skila sér fullkom-
lega.
En fyrst og fremst var al-
veg ómótstæðilegt að fá í
hendur sögu sem gerðist í
Reykjavík samtímans og
fjallaði um (tiltölulega)
venjulega unga stúlku. Það
var enginn vandi að verða
aukapersóna í bókinni og
elta Mariu Sjöfn úr einum
stað í annan. Þótt ýmislegt
sé nú framandi í þessari fertugu Reykjavík, til
dæmis þéringamar, barir sem er lokað klukkan
hálftólf og utanlandsflug frá Reykjavíkurflug-
velli, er annað býsna nútímalegt, til dæmis pró-
sentan sem sýningarsalurinn tekur af sölu Mar-
íu Sjafnar á hennar fyrstu málverkasýningu. Og
fólkið er enn þá samt við sig.
Persónur eru ekki stórbrotnar við fyrstu sýn:
María Sjöfn, ung skrifstofustúlka með lista-
mannsdrauma, Þorkell, pilturinn hennar sem er
samband mæðgnanna, Maríu
Sjafnar og móður hennar. Þar
er brugðið upp mynd af sam-
bandi alkóhólista og barns sem
alls ekki var komið í almenna
umræðu um 1960. Geðsveiflum
stúlkunnar sem móðirin stýrir
svo örugglega er skínandi vel
lýst án málalenginga.
Saga sem heitir Ást á rauðu
ljósi og er eftir tvítuga konu er
eðlilega stimpluð ástarsaga -
en er hún það? Dagný Krist-
jánsdóttir tekur titil hennar
traustataki í greininni „Ást á
grænu ljósi“ í tímaritinu 19 .
júní í ár sem fjallar um ein-
kenni ástarsagna, en ræðir þó
ekki söguna sjálfa, enda rúm-
ast hún illa í flokknum. Að
vísu skortir ekkert á það skil-
yrði að lesandi samsami sig
með söguhetju eða hinn góða
endi, en þó að við séum spennt
að vita hvort María Sjöfn og
Þorkell nái saman er okkur
meira í mun að María Sjöfn
komist í listnám til Parísar og
geti notað styrkinn sem þýski
listannandinn býður henni.
Raunar er miklu fleira ólíkt
en líkt með Ást á rauðu ljósi og
hefðbundnum ástarsögum, og
vegur þyngst samband
stúlkunnar og
stjúpans, hinn
tragíski þáttur
sögunnar sem
gerði hana svo
óttalega í augum
prúðra lesenda árið
1960. Ekki ættu þeir
siður nú að hneykslast
á girnd karlsins og
spyrja hvort það hafi
kannski alltaf verið dóttir-
in sem heillaði þó að hann
giftist móðurinni. Jóhanna
hafði lika aðrar fyrirmyndir
en ástarsögur; Öskjuhlíðar-
ganga Maríu Sjafnar og angist
hennar frammi fyrir sínu ör-
lagaríka vali minnir (með
lúmsku háði) á smásögur Ástu
Sigurðardóttur og líka hefur
Jóhanna gjóað auga á hina frönsku Frangoise
Sagan sem var eftirlæti ungra borgarbúa á meg-
inlandinu á þeim tíma. Ást á rauðu ljósi er bara
miklu skemmtilegri en sögur Sagan, og ég óska
henni ótal nýrra lesenda.
Silja Aðalsteinsdóttir
Hanna Kristjánsdóttir / Jóhanna Kristjónsdóttir: Ást á
rauöu Ijósi. Fyrsta útg. 1960. Önnur útg. Bókaútgáfan
Sagan 2002.
Ást á rauöu Ijósi
Þaö var enginn vandi aö veröa aukapersóna í bókinni og elta Maríu Sjöfn úr einum staö í ann-
an. Þótt ýmislegt sé nú framandi í þessari fertugu Reykjavík, til dæmis þéringarnar, barir sem
er lokaö klukkan hálftólf og utanlandsflug frá Reykjavíkurflugvelli, er annaö býsna nútímalegt.
að taka stúdentspróf í bókarbyrjun, mæöur
þeirra beggja, hennar drykkfelld fyrrum vændis-
kona, hans voldugur og ríkur forstjóri fjölskyldu-
fyrirtækis, stjúpinn Brynjólfur, efnaður sjómað-
ur á millilandaskipi, og vinimir, Karólína, hin
litríka og fyndna besta vinkona, Pési hennar og
Dísa, einstæða móðirin.
En þegar gætt er að eru persónurnar ekki bara
hver fyrir sig; í samskiptum stækka þær og
verða flóknari og er ég þá einkum að hugsa um
Gróska í djassinum
íslensk djasstónlist virðist vera að ná sér á
strik eftir nokkur dapurleg ár þó mæting á djass-
tónleika sé enn dræm. Ástæðan fyrir því er þó
ekki skortur á sköpunargleði og skemmst er að
minnast stórgóðrar plötu Davíðs Þórs Jónssonar,
Rask, sem kom út fyrr í sumar. Ekki eru neinar
skýringar á áhugaleysi almennings haldbærar en
eflaust eru ýmsar ástæður fyrir þeim fjölda
ungra íslenskra djassara sem komnir eru fram.
Ein þeirra er vafalítið sú að tónlistarskóli FÍH
hefur alið af sér heila kynslóð tónlistarmanna
sem eru óhræddir við að prófa sig áfram með
djassformið sem sumir töldu löngu staðnað.
Saxófónleikaramir Haukur Gröndal og Ólafur
Jónsson hafa verið áberandi í hópi ungra djass-
ara en hljómsveitin þeirra, „Jónsson/Gröndal
Quintet", hefur nýlokið tónleikaferð um landið.
Ferðin gekk vel að sögn félaganna en fólk úti á
landi virðist ekki síður vera hriflð af djasstónlist
og mæting var að öllu jöfnu mjög góð. í Mjóm-
sveitinni era, auk þeirra, Kjartan Valdemarsson
píanóleikari, Daninn Morten Lundsby leikur á
kontrabassa og á trommur spilar Svíinn Eric
Qvick. Á tónleikaferðinni léku þeir frumsamda
tónlist sem þeir kalla sjálfir „hardbop" en þeir
lýsa tónlistinni sinni sem framsækinni djasstón-
list sem hafi sterk tengsl við hefðina eins og
nafngiftin „hardbop" gefur til kynna.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að hlýða á djass-
skotna tónlist er hægt að sjá Hauk Gröndal á
næstunni með sinni dönsk/íslensku klezmer-
sveit spila þjóðlög gyðinga en hljómsveitin hefur
verið að gera það gott í Kaupmannahöfn. Þeir
munu spila í Reykjahlíðarkirkju viö Mývatn á
laugardag klukkan níu. Klukkutíma síðar leika
þeir í Hótel Reynihlíð við Mývatn. Á sunnudags-
kvöldinu verða þeir á Húsavík og leika á Salka
Kaffihúsinu klukkan tíu. Síðan verða þeir í Stúd-
entakjallaranum í Reykjavík næstkomandi mið-
vikudag og hefjast tónleikamir þar klukkan hálf-
tíu.
Ragnarök 2002
Leiksýningin
Ragnarök verð-
ur frumsýnd á
morgun. Það er
Leiksmiðjan
Lab Loki sem
unnið hefur að
sýningunni og
efniviðurinn er
að mestu sóttur
í eddukvæðin
en innblástur-
inn er m.a. sótt-
ur í smiðju japanska leikhúslista-
mannsins Tadashi Suzuki. Aðferðir
hennar miða að því að beisla orku
og auka samhæflngu og áhrifamátt
leikarans á sviði en þessi aðferð er
jafnan kölluð Suzuki-aðferðin. Með
þessari nálgun vill Lab Loki þróa
nútfmalega aðferð til að túlka
menningararfinn og blása nýju lífi í
gamla texta á borð við eddukvæðin.
Meðal leikara á sýningunni eru
Ingvar Sigurðsson, Margrét Vil-
hjálmsdóttir og Hedda Sjögren, sem
einnig annaðist Suzuki-þjálfunina.
Sýningin er sýnd í Smiðjunni - leik-
húsi Listaháskóla íslands við Sölv-
hólsgötu 13 og byrjar klukkan 21.
Dansleikhús
með Ekka
Dansleikhús með Ekka vinnur nú
að uppsetningu á verkinu Eva3 sem
unnið er úr leikritinu Garðveislu
eftir Guðmund Steinsson. í fréttatO-
kynningu frá hópnum segir að
markmiðið með verkefninu sé að
„taka næsta skref í þróun íslenskra
danleikhúsverka með því að vinna
út frá leikriti". Danshöfundar
verksins eru þær Erna Ómarsdóttir,
Karen María Jónsdóttir og Margrét
Sara Guðjónsdóttir.
Félagsskapurinn var stofnaður
árið 1996 af Emu og Karen Maríu,
leikurunum og dönsurunum Aino
Freyju Jarvelá, Kolbrúnu önnu
Bjömsdóttur og Hrefnu Hallgríms-
dóttur. Á undanfornum árum hefur
hópurinn fest sig i sessi í leikhús-
heiminum og vakið athygli fyrir
frumlegan og kraftmikinn stíl. Eva3
verður frumsýnd 16. ágúst.
Dido og Eneas frum-
sýnd á morgun
Óperan
Dido og Eneas
eftir Purcell
verður frum-
sýnd í Borgar-
leikhúsinu
annað kvöld.
Það er Sumar-
ópera Reykja-
vikur sem
stendur fyrir
sýningunni í
samstarfi við Borgarleikhúsið og
Reykjavíkurborg. í aðalhlutverkum
eru Ásgerður Júníusdóttir, Ingveld-
ur Ýr Jónsdóttir, Hrólfur Sæmunds-
son og Valgerður Guðnadóttir. Leik-
stjóri er Magnús Geir Þórðarson.
Miðasala er í Borgarleikhúsinu en
einnig er hægt að nálgast miða í 12
tónum á Skólavörðustíg 15.
Lokatónleikar í
Reykholtskirkj u
Á morgun
klukkan 16
verða lokatón-
leikar í tón-
leikaröð þessa
sumars við org-
elið í Reykholts-
kirkju. Það er
Kjartan Sigur-
jónsson, fyrrum
organisti í
Reykholti nú
organisti við Digraneskirkju og for-
maður Félags íslenskra organleik-
ara, sem lýkur tónleikaröðinni, en
tónleikamir hafa verið haldnir til
styrktar orgeli kirkjunnar í sam-
vinnu við Félag íslenskra organleik-
ara. Áður hafa leikið þau Lára
Bryndís Eggertsdóttir, Friðrik
Vignir Stefánsson, Guðný Einars-
dóttir, Haukur Guðlaugsson og
Marteinn H. Friðriksson. Á efnis-
skránni verða verk eftir Bach,
Buxtehude, Pachelbel, Rheinberger,
Reger, Jón Ásgeirsson, Jón Þórar-
insson og Pál Isólfsson.