Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 Fréttir Slæptir slökkviliðsmenn eftir sólarhring í stórbruna: Atök f eldlínunni - vatn á flöskum og parketið eins og mauk Mokaö út Stórvirk grafa var notuö tii þess aö moka niöur meö kjallara byggingarinnar í Fákafeni þar sem síðan var rofiö gat á kjallarann. Þannig tókst mönnum aö komast niöur aö hinu brennandi rými. þangað mætti fara niður vonum ekki rótt þegar enn var þeirri DV-MYNDIR PJETUR Slökkviliðsstjórinn Hrólfur Jónsson slökkviliösstjóri útskýrir fyrir blaöamönnum DV stööu mála, en hans menn unnu viö afar erfiöar aöstæöur aö slökkva eldinn í Fákafeni. Slökkviliðsmenn sem stóðu vakt- ina í Fákafeni í eftirmiðdaginn i gær voru þreytulegir þar sem þeir voru á vettvangi eins mesta elds- voða sem orðið hefur i Reykjavík siðustu misserin. Þegar tíðinda- menn DV komu á vettvang var lið- inn tæpur sólarhringur frá því eld- urinn kom upp og menn voru því skiljanlega slæptir. Og þyrstir. Vatn í tveggja lítra kókflöskum var eftir- læti þeirra; nokkuð sem þeir notuðu til að slökkva þorsta sínum. Ekki teflt í tvísýnu Slökkvistarf var að mestu afstað- ið í gærmorgun, en áfram stóðu menn þó vaktina. í þeim enda húss- ins í Fákafeni þar sem eldurinn varð mestur var búið að grafa niður með húsinu og rjúfa op að kjallara þess. Með stórvirkum ámokst- urstækjum var mokað út úr kjallar- anum þvi sem þar var ínáanlegt. Þar á meðal teppi og parket, sem virtist þó ekki vera orðið annað en óhrjálegt mauk. Enda ekki nema von, svo miklu vatni haföi verið dælt inn í húsið til að slökkva eld- inn. Fyrir utan húsið stóðu þeir Hrólf- ur Jónsson slökkviliðsstjóri og Jón Viðar Matthíasson varaslökkviliðs- stjóri. Þeirra menn höfðu staðið í stórræðum við afar erfiðar aðstæð- Parket á pallinn Meö stórvirkum vinnuvélum var mokaö út úr kjallara byggingarinnar í Fákafeni, m.a. var þar mikiö afpark- eti og gólfteppum. ur. Slökkt mikinn eld „í gegnum bréfalúgu", eins og Jón Viðar komst að orði í ljósvakaviðtali. Þeir sögðu að ekki væri á þessari stundu hægt að meta skemmdir á nokkum hátt eða draga lærdóm af. Hitt virðist þó ljóst að eldvamir hafa ekki verið sem bestar í Fákafeni - og hlutir ekki alveg eftir reglum, eins og nán- ar er sagt frá annars staðar í blað- inu í dag. Það var í vesturenda hússins sem eldurinn varð mestur - og í kjallara þar undir voru eldsupptökin að talið er. Gríðarlegur hiti myndaðist í kjallaranum og óttuðust slökkvi- liðsmenn að gólfplata milli fyrstu hæðar og kjallara gæti hranið. Því tefldu menn ekki í neina tvísýnu og ætluðu ekki að senda menn niður í kjallarann fyrr en búið væri að tryggja allt öryggi með því að setja upp stífur sem tryggt gætu að gólf- platan hryndi ekki niður. Eiríki var ekki rótt Annars staðar í húsinu voru svo geymd verk í eigu Listasafns Reykjavíkur, svo sem höggmyndir eftir Ásmund Sveinsson auk fjölda annarra verka. Sakir áðurnefndra aðstæðna var ekki farið niður í kjallarann í gær til að aðgæta um þau verk. Þess var þó vænst að fyrr. Mátti sjá á Eiríki Þorlákssyni, forstöðumanni safnsins, sem stadd- ur var á brunastað, að honum var spurningu ósvarað hver hefðu orðið örlög ómetanlegra listaverka. -sbs Vissi ekki hvort ég átti að setja einvígið eða aflýsa því - segir Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrv. forseti Skáksambandsins Málþing um heimsmeistaraein- vígið í skák 1972, þar sem áttust við Borís Spasskíj og Bobby Fischer, fer fram í Þjóðmenn- ingarhúsinu á morgun, með þátt- töku nokkurra lyk- ilmanna sem að þvi komu. Má þar nefna Spasskíj, fyrrum heimsmeistara, og Lothar Schmid aðaldómara. Búast má við fróðlegum og skemmtilegum upprifjunum á þessum sumardögum þegar einn stærsti viðburður skáksög- unnar var að gerast hér á íslandi, austrið og vestrið mættust og allt var á suðupunkti. Guðmundur G. Þórarinsson var for- seti Skáksambands íslands 1972 og stóð í eldlínunni þegar einvígið var haldið. Hann er einn þeirra sem heldur erindi á málþinginu, tekur þátt í pallborðsum- ræðum og svarar fyrirspumum. Hann segir að á sínum tíma hafi sér fundist dálítið glannalegt að kalla heimsmeist- araeinvígið 1972 „einvígi aldarinnar" en sé nú kominn á þá skoðun að rétta nafnið sé „einvígi allra tíma“, enda telji hann aldrei munu skapast slíkar að- stæður sem þá voru. Sovétrikin töpuðu í þjóðaríþrótt sinni fyrir einum manni og spennan var slík að ekkert varð samt á eftir. Þetta varð heimssögulegt. Fischer neitaði að koma Lengi vel var tvísýnt um að af ein- víginu yrði vegna þess hve örðugt var að semja við lögfræðinga Fischers. Jafnvel þegar setningarathöfn fór fram var Fischer ekki kominn - og neitaði að koma. Guðmundur rifjar upp þá stund: „Þegar ég gekk inn á sviðiö til að setja einvigið, að viðstöddum forseta íslands, ambassadorum og öðmm tign- um gestum, vissi ég ekki hvort ég ætti að setja einvígið eða aflýsa því. Það síð- Borís Spasskíj og Bobby Rscher. asta sem ég hafði heyrt frá lögmönnum Fischers, nokkmm minútum áður, var að hann kæmi ekki og við gætum blás- ið þetta af. Þegar ég átti metra eftir í pontuna tók ég þá ákvörðun að halda setningarræðu, vitandi að hægt væri að aflýsa siðar.“ Glæfraspil Um tima var áformað að skipta ein- víginu milli Júgóslaviu og íslands en Júgóslavar hættu viö. Guðmundur tel- ur sakleysi íslendinga og meðfædda áhættusækni hafa fleytt þeim áfram. „Eftir á finnst mér þetta hafi verið glæfraspil því að Skáksambandið var ekki fjáð. En fjöldi fólks gaf vinnu sína og fyrirtæki og einstaklingar lögðust á eitt til þess að dæmið gengi upp,“ segir hann og minnist þar meðal annars breska auðmannsins James Slaters sem tvöfaldaði verðlaunaupphæðina. Sæmundur Pálsson lögregluþjónn var vinur Fischers og gerði allt sem hann gat til að gera honum lífið bærilegt. Enda þakkaði Fischer honum sigurinn. Guðmundur segir að þótt skákeinvígið sé sveipað ævintýraljóma í augum okk- ar Islendinga og margra annarra eigi það líka sínar skuggahliðar. „Spennan var magnþrungin og einvígið markaði ótvíræð tímamót í lifi þeirra manna manna sem háöu leikinn. Spasskíj dró sig í hlé og tefldi aldrei af sama þrótti eftir þetta og Fischer einangraði sig og tefldi ekki eina einustu skák opinberlega í 20 ár. Því er ekki bara birta yfir þessu ein- vígi. Það er líka harmur." -Gun. Skólastarf að hefjast - eftir 2-3 vikur Það er af sem áður var að sumar- leyfi grunnskólanema lyki í byrjun september. Skólastarf hefst æ fyrr og nú er undirbúningur fyrir skóla- starf vetrarins að komast á fullt enda mæta flestir nemendur í skól- ann eftir 2-3 vikur. Misjafnt er þó hvernær starfið hefst. í einstökum bæjarfélögum hefst skólastarf á sama tíma í öllum skólum en í öðr- um er það misjafnt milli skóla. í Reykjavík er meirihluti grunn- skóla settur 22. ágúst en Háteigs- skóli og Suðurhlíðarskóli 23. ágúst og Breiðholtsskóli, Fellaskóli, Foldaskóli, Hólabrekkuskóli, Réttar- holtsskóli, Seljaskóli, Ölduselsskóli, Landakotsskóli og Waldorfskólinn Sólstafir eru allir settir 26. ágúst. Hlíðarhúsaskóli og Skóli ísaks Jóns- sonar byrja 28. ágúst og skólastarf hefst svo þann 30. ágúst í Einholts- skóla. Grunnskólar Kópavogs hefja starf 22. ágúst en grunnskólar i Garðabæ 26. ágúst. í Mosfellsbæ verða skólam- ir settir 21. ágúst og Mýrarhúsaskóli á Seltjarnarnesi verður settur þann dag en Valhúsaskóli degi síðar, eða 22. ágúst. Sex grunnskólar í Hafnarfirði hefja vetrarstarfið 23. ágúst en starfið í Lækjarskóla hefst 22. ágúst. -ÓSB Mildi að ekki fór verr; íkveikjur í Skeifunni Kveikt var í tveimur aðskildum brettastöflum í Skeifunni og Faxafeni snemma í nótt. Slökkviliði var tilkynnt um fyrri brunann þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í eitt. Tæpum 20 mínútum síðar varð slökkviliðið vart við annan eld í Faxafeni. Þar hafði ver- ið kveikt í upp við húsvegg og mikil mildi að ekki hlaust af meira tjón. „Við vorum heppnir að vera á staðnum. Þama eru einhverjir vitleysingar á ferðinni sem leika sér að því að kveikja í,“ sagði slökkviliðsmaður við DV í morgun. -jtr Mætir til leiks Lothar Schmid, fyrrum yfirdómari einvígisins, veröur meöal ræöumanna. Málþing um ein- vígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák sem hér var haldið fyrir þrjátíu árum verður umræðuefni opins, al- þjóðlegs málþings í Þjóðmenningar- húsinu á morgun. Meðal ræðu- manna eru Lothar Schmid, fyrrum yfirdómari einvígisins, sem kom til landsins í nótt og Boris Spasskíj, fyrrum heimsmeistari, sem er vænt- anlegur nú síðdegis. Sigurvegari einvigisins, Bobby Fischer, er hins vegar fjarri. Það er Skáksamband íslands sem stendur að samkom- unni eins og einvíginu á sínum tíma. Málþingið hefst kl. 13.30 og mælt verður á enska tungu. í tilefni þess verður sett upp svokallað hneftafl í Þjóðmenningarhúsinu en það er eitt af elstu töflum sem fund- ist hafa. Á sama stað eru nú sýning- arnar Skákarfur Islendinga og Ein- vígi aldarinnar. -Gun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.