Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 Rafpostur: dvsport@dv.is - keppni í hverju orði Óvissa með Bjarka Það gæti farið svo að Bjarki Gunnlaugsson yrði ekki meira með Skaga- mönnum í sumar en hann þarf að taka sér hvíld frá boltanum vegna þeirra meiðsla sem hafa verið að hrjá hann undanfarin ár. Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, sagði að framhaldið væri mjög óljóst en ekki þarf að taka fram hversu mikiil missir þetta er fyrir fslandsmeistarana sem eiga erfíða baráttu fram undan. Bjarki hefur gert sjö mörk í sjö deildarleikjum fyrir f A í sumar. -Ben ? * SÍMA DEILDIN Fylkir 12 7 3 2 23-14 24 KR 12 7 3 2 17-11 24 KA 12 5 4 3 12-10 19 Grindavík 12 5 3 4 21-19 18 FH 12 4 4 4 20-20 16 ÍA 12 4 2 6 21-19 14 Keflavík 12 3 5 4 15-20 14 Fram 12 3 4 5 15-19 13 iBV 12 3 3 6 14-16 12 Þór, Ak. 12 2 3 7 16-26 9 Markahæstir: Sævar Þór Gíslason, Fylki ........9 Grétar Hjartarson, Grindavík .... 8 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR . . 8 Bjarki Gunnlaugsson, ÍA...........7 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, iBV . 6 Jóhann Þórhallsson, Þór, Ak.......6 Jónas Grani Garðarsson, FH........5 Steingrímur Jóhannesson, Fylki .. 5 Adolf Sveinsson, Keflavtk.........4 Hjörtur Hjartarson, ÍA ...........4 Orri Freyr Óskarsson, Þór, Ak. . . . 4 Óli Stefán Flóventsson, Grindavík . 4 Næstu leikir: 13. umferð ÍBV-Grindavík . . lau. 10. ágúst 14.00 KA-KR .........sun. 11. ágúst 18.00 Fram-Fylkir . . . sun. 11. ágúst 18.00 Keflavík-Þór, Ak. sun. 11. ágúst 18.00 FH-ÍA .........mán. 12. ágúst 19.15 DEILD KARLA Vlðlr-Léttir...................1-1 Haraldur Axel Einarsson - Engilbert Friðfinnsson Leiknir R.-Tindastóll..........O-l Davfð Þór Rúnarsson Njarðvik-Selfoss ..............4-0 Sverrir Þór Sverrisson, Eyþór Guöna- son, Bjarni Sæmundsson, Guðni Er- lendsson KS-VöIsungur ...............2-0 Grétar Örn Sveinsson, Steindór Birg- isson HK 13 10 2 1 25-11 32 Njarðvík 14 9 3 2 40-13 30 KS 14 9 2 3 36-18 29 Selfoss 14 6 2 6 27-28 20 Völsungur 14 5 4 5 36-27 19 Víöir 14 6 1 7 17-19 19 Tindastóll 14 6 1 7 29-25 19 Leiknir, R. 14 4 2 8 23-35 14 Léttir 14 3 3 8 16-36 12 Skallagr. 13 1 0 12 11-47 3 Markahæstir: Eyþór Guðnason, Njarðvík ......15 Siguröur Þorvaröarson, Selfossi . 11 Sævar Gunnarsson, Njarðvík ... 11 Ragnar Hauksson, KS ...........10 Petar Rnkovic, KS...............8 Ari Már Arason, KS..............7 Ásmundur Amarson, Völsungi ... 7 Hörður Már Magnússon, HK........7 Þorsteinn M. Gestsson, Tindastóli 7 Birkir Vagn Ómarsson, Tindastól . 6 Davíð Þór Rúnarsson, Tindastól . . 6 Einar Ottó Antonsson, Selfossi ... 6 Hörður Már Magnússon, HK........6 ;; l.DEHDmHNA B-riöill Sindri-Leiknir F..............6-0 Jóna Benny Kristjánsdóttir 3, Guö- rún Ása Jóhannsdóttir 2, Margrét Kristinsdóttir. Huginn/Höttur-Fjarðabyggð . 1-4 Sandra Sigþórsdóttir - Ragnheiður Björg Magnúsdóttir 2, Sonja Glsla- dóttir, Ásta Hulda Guömundsdóttir Staðan: Fjarðab. 9 7 0 2 36-18 21 Tindastóll 8 6 1 1 34-16 19 Sindri 11 6 0 5 37-20 18 Hug/Höttur 10 3 1 6 20-35 10 Leiknir, F. 8 0 0 8 5-43 0 Markahæstar: Jóna Benny Kristjánsd., Sindra .. 20 Inga Bima Friðjónsd., Tindastóli . 11 Margrét G. Vigfúsd. Tindastóli . .10 Fyrsta úrvalsdeildarmark Heimis í flögur ár: Sóttum án afláts Heimir Guðjónsson átti mjög góð- an leik á miðjunni hjá FH gegn Fram í gær og stjómaði og stillti af hverja stórsóknina á fætur annarri hjá Hafnarfjarðarliðinu sem hefur skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum sínum. Heimir skoraði sjálf- ur eitt mark í leiknum og kom það úr vítaspymu en þetta var hans fyrsta úrvalsdeildarmark í rúm fjög- ur ár og vom 58 leikir síðan hann komst á blað. „Jú, það var langt síðan ég hafði skorað. Ég var á leiðinni í Þórsleik- inn á dögunum með strákinn minn og þá spurði hann mig hvort ég ætl- aði ekki að fara að skora. Ég svaraði því að bragði að ég ætlaði að gera það í þeim leik en þá svaraði gutt- inn: Pabbi, það eru tíu ár síðan þú skoraðir síðast. Það voru því örugg- lega komin nokkur ár síðan ég setti hann inn síðast. Mér fannst við spila mjög vel í þessum leik og það var mjög gott tempó í leik okkar. Viö sóttum án afláts, fengum ótal færi, skoruðum þrjú mörk og hefðum getað gert fleiri og þetta var bara mjög sann- gjam sigur og liðsheildarbragur á þessu hjá okkur,“ sagði Heimir. Spilum fínan sóknarbolta „Við spilum fótbolta og þá er gott að vera á svona velli sem er stór og breiður og sléttur. Ég held að við höfum sýnt það gegn Þór og Fram í síðustu tveimur heimaleikjum að við höfum verið að spila fínan sókn- arbolta og höfum skorað átta mörk í þeim og átt möguleika á því að skora miklu fleiri. Þetta var lykil- leikur fyrir okkur því við vinnum okkur upp í fimmta sætið með þess- um sigri og getum aðeins andað létt- ar. Við eigum Skagann á heimavelli í næsta leik og það er vonandi að við höldum áfram að spila svona þá,“ sagði Heimir aö lokum. -ÓÓJ FH - Fram 3-1 (0-0) 1- 0 Jónas Grani Garðarsson (61., lyfli yflr Gunnar út teignum eftir langa sendingu Freys) 2- 0 Heimir Guðjónsson (67., úr víti eftir að Sævar Guðjónsson felldi Jón Þorgrím) 2- 1 Sævar Guðjónsson (73., pot úr markteig eftir að Daði missti homspyrnu Ágústs) 3- 1 Atli Viðar Bjömsson (74., skot úr markteig eftir skalla Jónasar og fyrirgjöf Hilmars) FH (4-3-3) Daði Lárusson...........4 Hilmar Björnsson .......4 Ásgeir Ásgeirsson ......4 Magnús Ingi Einarsson ... 3 Freyr Bjamason .........3 Baldur Bett ............4 Heimir Guðjónsson ......5 Jónas Grani Garðarsson .. 4 Calum Þór Bett .........4 (90., Guðmundur Sævarsson -) Atli Viðar Björnsson....3 (82., Jóhann Georg Möller . -) Jón Þorgrímur Stefánsson . 4 Dómari: Ólafur Ragnarsson (3). Ahorfendur: 750. Gul spjöld: Freyr B. (11.), Magnús Ingi (81.), FH. Rauft spjöld: Engin Skot (á mark): 24 (14)-15 (9) Horn: 9-4 Aukaspyrnur: 17-15 Rangstöður: 3-4 Varin skot: Daði 5 - Gunnar 11 Fram (4-4-2) Gunnar Sigurðsson .......4 Sævar Guðjónsson..........2 Eggert Stefánsson .......3 (75., Bjami Hólm Aðalsteinss. -) Ingvar Ólason ...........4 Bjami Þór Pétursson.......2 Freyr Karlsson ..........4 Ágúst Gytfason ..........3 Viðar Guðjónsson ........2 (68., Ómar Hákonarson ... 4) Daði Guðmundsson ........2 Þorbjöm Atli Sveinsson ... 2 Haukur Snær Hauksson .. 3 (61., Kristján Brooks ....2) (61., Kristján Brooks ......2) Maður leiksins hjá DV-Sporti: Heimir Guðjónsson, FH Atli Viðar Björnsson skoraði í öðrum heimaleik FH í röð og sést hér fagna marki sínu sem kom FH í 3-1 gegn Fram og gulltryggði sigurinn. DV-mynd Teitur FH kvaddi botninn - komst í fimmta sætið með sannfærandi 3-1 sigri í frestuðum leik gegn Fram Hafi FH-ingar ekki sýnt það í síð- ustu leikjum að þeir eiga ekki heima í fallbaráttu Símadeildar karla þá sönnuðu þeir það endanlega í gær. Með 3-1 sigri liðsins á Fram komst Hafnarfjarðarliðið upp í 5. sætið. Leikurinn í Kaplakrika skipti bæði liö gífurlegu máli enda með sigri höfðu bæði komist upp í efri hluta deildarinnar en tap þýddi áframhald á hatrammri botnbaráttu deildarinnar. Framarar fengu ágæt tækifæri úr skyndisóknum í báðum hálfleikjum en FH-ingar réðu lengstum lögum og lofum inni á vellinum og sóknar- pressa þeirra jókst með hverri mín- útu. Eftir markalausan fyrri hálfleik og góða byrjun FH-liðsins í seinni hálfleik varð eitthvað að láta undan og það var Jónas Grani Garðarsson sem kom liðinu á bragðið eftir að hafa farið illa með mörg færi fyrr í leikn- um. Framarar komu sér reyndar inn í leikinn á ný þegar þeir minnkuðu muninn í 2-1 en þeir fengu strax á sig mark í bakið og þá var sanngjam sig- ur FH-liösins nánast í höfn. Sigurður Jónsson, þjálfari FH, þurfti að fylgjast með liðinu úr stúkunni þar sem hann var í leik- banni en tók það ekkert á? „Nei, ég hafði svo góða tillfinningu fyrir þessum leik af því að við höfum verið að spila sannfærandi í síðustu leikjum. í hálfleik fannst mér við vera með það mikla yfirburði að þetta hlyti að koma í þeim seinni. Það má ekki slá slöku við núna því það er enn stutt í fallbaráttuna og þó að við séum aðeins komnir með svigrúm til að anda þá er það fljótt að breytast. Við höfum verið á fínu róli síðan við unn- um okkur frá Evrópukeppninni. Við erum að spila „blússandi" sóknarleik og sköpum okkur fullt af færum,“ sagði Sigurður sem gegnir einnig starfi vallarstjóra og það er ekki hægt að segja annað en að hann geti verið stoltur bæði af vellinum og liðinu í fyrstu tveimur leikjum á honum. „Það er draumur að spila á þessum velli. Hann er alveg frábær og það er vel hugsað um hann og það munar miklu um hann fyrir okkur sem erum með vel spilandi lið. Það hentar okk- ur mjög vel að spila á góðum völlum því við erum með mjög frambærilega knattspyrnumenn," sagði Sigurður og hann hefur líka Heimi Guðjónsson á miðjunni sem stjórnar fljótum og frískum félögum sínum með mjög góð- um árangri. Framarar eiga aftur á móti erfiðara verkefni fram undan enda enn fastir í fallbaráttunni. „Þessi leikur skipti gríðarlega miklu máli en við náðum ekki að klára þetta. Við erum alltof mikið jó- jó-lið. Við vinnum góða sigra en töpum líka og erum rosalega köflóttir. Við erum búnir að endurheimta okk- ar sterkasta lið og vonandi náum við að spila á þvi áfram og þá er öruggt að við hölum inn fullt af stigum til við- bótar,“ sagði Ágúst Þór Gylfason, fyr- irliði Framara eftir leikinn. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.