Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 Skoðun Hvað langar þig að verða þegar þú ert orðinn stór? Spurt á leikjanámskeiði Ársels Silja Stefánsdóttir, 9 ára: Mig langar að veröa iæknir. Hendrik Daði Jónsson, 6 ára: Söngvari, af því aö ég kann svo mikiö af lögum. Yrja Sigurðardóttir, 9 ára: Söngkona, vegna þess aö Jóhanna Guörún er í uppáhaldi hjá mér. Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 6 ára: Tannlæknir. Tómas Tryggvason, 8 ára: Byggingarmaður, mér finnst svo gaman aö byggja. Magnús Kári Einarsson, 7 ára: Lögga, þaö er örugglega gaman aö vera lögga. Umsátursástand á Álftanesi Guðrún Guðmundsdóttir skrifar: Sérsveit lögreglunnar Maöur sóttur í hús á Álftanesi. Sérsveit lögreglunnar er einmitt sá aðili sem sendur er á vettvang séum vopn að rœða hjá þeim sem skakka þarf leikinn hjá. Maður sem er vopnaður byssu á heimili sínu og er bæði ölvaður og æstur getur unnið illvirki þótt ekki sé það ætlun hans við eðlilegar að- stæður. Allur er því varinn góður og til þess höfum við lögreglu að kalla á hana ef vafi leikur á því að ekki sé allt með felldu. Það verður að gilda um einn sem alla, og jafnt þótt um íbúa í öðru húsi sé að ræða, ef menn hafa grun um að voveifleg- ur atburður sé í uppsiglingu. Það er annars undarlegt hve margir Islendingar eru tilbúnir að verja mann og annan ef þeir halda að það þjóni hagsmunum aðstand- enda, vitandi að um alvarleg tildrög er að ræða. Það væri kannski frið- vænlegra í umhverfi okkar hér á landi ef fólk léti sig varða meira at- burði sem sýnast ætla að verða al- varlegir, t.d. slagsmál á almanna- færi, tilefnislausa áreitni og annað sem vissulega gefur ærna ástæðu til að kalla á verði laganna. Það var vissulega tilefni til þess á Álftanesi sl. mánudag. Það var snemma morg- uns á frídegi verslunar- manna að sérsveit ríkislög- reglustjóra var kölluð út að húsi við Túngötu á Álftanesi til að yfirbuga mann nokkurn sem var mjög æstur og ölvaður í þokkabót. Fréttir af þessu máli hafa vægt til orða tekið verið furðulegar og sagt að mað- urinn sé sykursjúkur, eins og það bæti eitthvað um fyrir manninum. Stað- reyndin er sú að maðurinn var vopnaður haglabyssu og hafði verið með háreysti og því var kallað á lögregl- una. Sérsveit lögreglunnar er einmitt sá aðili sem sendur er á vettvang sé um vopn að ræða hjá þeim sem skakka þarf leikinn hjá. Um þetta þarf ekki að deila eða bera brigður á með nokkrum hætti. En um það gengu einmitt fréttir, t.d. í sjón- varpsviðtali sl. þriðjudags- kvöld. Talað var við nokkra íbúa í grennd við húsið sem atburðurinn átti sér stað í og var helst á þeim að heyra (að undanskilinni einni konu) að umstang lögreglu hefði verið óþarft, hún hefði gengið fram af offorsi og eiginlega ekki þurft að mæta á staðinn. Þessi eina kona sem var því ekki sammála sagði hins vegar sem rétt er, að lögreglan hefði einungis gert það sem gera þurfti - reynt fyrst að tala manninn til, en svo ráðist til inngöngu til að sækja manninn. Hvað átti lögreglan að gera annað? En hvers vegna var þá kallað á aðstoð lögreglu yfirleitt? Var það kannski líka óþarfi? Auðvitað ekki. Hæfir til að kaupa banka? Vidskiptavinur ríkisbanka skrifar: Það ætla ég að vona að ríkis- stjórnin, með forsætisráðherra í far- arbroddi, beri gæfu til þess að selja ekki mönnum á borð við Eirík Jó- hannsson og Jóhannes Geir Sigur- geirsson undirstöðufyrirtæki eins og Landsbanka íslands eða Búnað- arbankann. Þetta eru mennirnir sem eru í forsvari fyrir Kalbak sem sækir nú stíft, samkvæmt fréttum undanfarið, að kaupa annan eða báða þessa banka. Mennirnir gengu út úr rekstri KEA með neikvætt veltufé frá rekstri upp á meira en 600 milljónir króna. Það runnu sem sé rúmlega 600 milljónir króna í gegnum fmgur þeirra út í sandinn. Þeir, og þá sér- „Nú er svo komið málum að KEA er nánast alls stað- ar í minnihlutaeign. í Kaldbaki á KEA einungis tœplega 47% (samkvœmt fréttum) og bara tvo stjórnarmenn ..." staklega Eiríkur, hafa verið að leika sér með annarra fé - fé félagsmanna og hluthafa í KEA. Annars staðar en á íslandi væri það brottrekstrar- sök frá féumsýslu fyrirtækis. Þeir hafa hins vegar látið þau orð falla að þeir séu ánægðir með rekstur- inn! Nú er svo komið málum að KEA er nánast alls staðar í minnihluta- eign. í Kaldbaki á KEA einungis tæplega 47% (samkvæmt fréttum) og bara tvo stjórnarmenn. Það hent- ar þeim vel að vera í minnihluta- eign fyrirtækja og félaga til þess að þurfa ekki að gera félagsmönnum grein fyrir rekstri þeirra. Þeir hafa hins vegar lagt sig í líma við að telja félagsmönnum og hluthöfum í KEA trú um að fé þeirra sé best varið svona. Er hægt að trúa svona mönn- um? - Er ekki kominn tími til að fólk vakni og sjái hvað gerst hefur? Eitt get ég fullyrt: Kaupi Kaldbak- ur Landsbankann eða Búnaðar- bankann með þessa menn í farar- broddi, þá er eins gott fyrir þá sem eiga peninga þar að flytja þá annað, áður en þeir glatast. Munum eftir hrægömmunum eins og það væri skárra að þeir gráðugu reyndu að fara leynt með það! Sú mynd er dregin upp af persónum og leik- endum í viðskiptalífmu að þar séu hrægammar á ferð. Oft ratast kjöftugum satt orö á munn - Fátt er vinalegra en auglýsingar sem gjarnan hljóma á öldum ljósvakans þegar jörð er snævi þakin, þar sem fólk er hvatt til að „muna eftir smáfuglunum". Það þarf að gefa þeim korn í kuldanum, blessuðum. Samúðin með þeim sem höllum fæti standa er sterkur þráður í eðli flestra manna. Að sami skapi er mörgum mikið tilflnningamál að ráðast á þá sterku. Ekki er gott að segja hvort genin ráða þessu, hvort þetta er innbyggt í mannskepnuna eða áunnið. En mikið óskaplega er þetta þreytandi árátta. Gammarnir gráðugu Undanfamar vikur hefur hver páfa- gaukurinn á fætur öðrum sprottið fram í opinberri umræðu og gagnrýnt siðferði í íslensku viðskiptalífi. Þeir virðast hafa lært það i bemsku, að það eitt að einn reyni að hafa annan undir jafngildi því að við- komandi hafi gefið út skotleyfi á sjálfan sig. Einkum er það græðgin sem er gagnrýnd. „Grímulaus græðgi" er versta lýsing sem gauk- amir geta hugsað sér að klína á nokkum mann, jafnvel páfagaukum - því þeir sem sæta gagnrýni þeirra eru ekki ránfuglar sem ræna ungum og eggjum heldur miklu fremur hrægammar sem gera sér að góðu það sem getur ekki lengur gengið fyrir eigin afli - eða það sem enginn á. Gammarnir góðu Og græðgi þeirra kemur ekki niður á neinum, nema þá helst öðram hrægömm- um. Þvert á móti hreinsa þeir upp leifam- ar sem annars myndu bara þvælast fyrir. Þeir eru vistvæn endurvinnslusveit. Og ekki keppa þeir við smáfuglana um korn- ið. En samúð eiga þeir enga. Kannski vegna þess að þeir eru heldur Ijótir í framan og alveg grímulausir. Þeim er raunar alveg sama; þeir þurfa ekki samúð heldur frið fyrir tilefnislausri skothríð. Réttast væri líklega að friða þá til að forða þeim frá útrýmingu. Garri gerir sér vonir um að fólk passi nú bet- ur upp á að páfagaukarnir sleppi ekki úr búrun- um - og hvetur menn til að _ muna eftir hrægömmunum. Fimm stofnfjáreigendur SPRON Krefjast upplýsinga um launaliði og skutdastöðu stjórnar? Skuldastaða SPRON-manna Jón Árnason skrifar: Nú hafa þeir sem vilja hafa milli- göngu um sölu á stofnfé SPRON fund- ið veikan blett á stjórnendum og for- svarsmönnum nefndrar lánastofnun- ar, samtals sjö aðilum. Þannig hafi laun og þóknanir til þessara manna numið rúmum 52 milljónun króna á ársgrundvelli og séu þó aðeins tveir þeirra í fullu starfi. Einnig hafi þess- ir menn fengið ótæpileg lán og sé skuldastaða sumra þeirra geigvænleg og nemi nú um 42 milljónum króna. Þetta hlýtur að verða upplýst á fund- inum 12. ágúst. Ef ekki óumbeðið þá með fyrirspurn úr sal. Hvílík rýmingarsala Eydis hringdi: Ég sá auglýsingu í Fréttablaðinu sl. miðvikudag frá Heimilistækjum þar sem auglýst var rýmingarsala (rýmum fyrir nýjum vörum, hundruð frábærra tilboða, o.s.frv., o.s.frv...) Þama voru talin upp ýmis tæki sem áttu að sýna þetta líka hagstæða verð. Það var heimabíósett á tilboði á 100 þúsund, var sagt áður á 139.900, það var 28 tommu sjónvarp á tæp 80 þús. kr. (áður á tæp 100 þús.) Kenwood hrærivél á 34.900 (áður sögð á 49.900) og þvottavél á tæpar 45 þús. (áður sögð á 64.900). Mér finnst þetta ekki vera neitt „rým- ingarsöluverð". Það er hægt að fá þessi tæki og svipuð á jafnvel lægra verði, t.d. í Elkó og víðar. Það þýðir ekkert að vera að reyna að blekkja fólk lengur, það þekkir verðlagið hér of vel. Frá réttarhöldum í Árna-máli Áfrýjað til refsiþyngingar. Árnadómi áfrýjaö Kristín Björnsdóttir sFrifar: Ákvörðun ríkissaksóknaraembætt- isins um að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms til refsiþyngingar í máli Áma Johnsens alþm. og fjögurra ann- arra tengdum þessu máli sýna meiri alvöru og ábyrgð i réttarkerfinu en sumir hafa þóst greina. Hér er þó um fjárdrátt, rangar skýrslur, mútuþægni, umboðssvik og alvarleg auðgunarbrot að ræða, og þar eiga menn að sæta þungri refsingu. Var ekki þingmaður- inn með beiðnablokk frá Istaki upp á vasann og gat því tekið út vörur hjá Húsasmiðjunni í viðskiptareikning ístaks? Er eðlilegt að sýkna vegna að- ildar að þessum málum? Það er sann- arlega um tímamótaákvörðun að ræða þegar ríkissaksóknari áfrýjar til refsi- þyngingar í svo viðamiklu máli. Myndlist í sjónvarp Þór hringdi: Ég tel að sjónvarpsstöðvamar gætu auðveldlega aukið vinsældir sínar meðal áhorfenda með nýjum áherslum af ýmsu tagi, ekki síst i menningar- geiranum. Á einni þýskri sjónvarps- stöðinni (WDR) er t.d. myndlistarþátt- ur þar sem kennari í myndlist sýnir fólki hvemig farið er að því að gera einfaldar en fallegar landslagsmyndir. Hann málar þama á 30 mínútum eina mynd í olíulitum og er unun á að horfa. Svona efni er fyrir sjónvarp, ekki bara tal og umræður um list. Líka hvemig listin verður tU. Málara- listin er kjörin fyrir sjónvarp. DVI Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24,105 ReyKlavik. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.