Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Síða 11
11
FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002
x>v
Viðskipti
HEILDARVIÐSKIPTI 1.625 m.kr. |
Hlutabréf 994 m.kr.
Ríkisbréf 282 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
J Húsasmiðjan 678 m.kr.
Rugleiðir 138 m.kr.
Össur 88 m.kr.
MESTA HÆKKUN
ORugleiðir 5,9%
©Nýherji 3,2%
QOpin kerfi 3,0%
MESTA LÆKKUN
©Eimskip 2,9%
©Afl 2,7%
©ísl. hlutbrsj. 2,7%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.264
- Breyting -0,06%
Landssíminn
selur hlut
sinn í eMR
- nýir eigendur
koma úr starfs-
mannahópi eMR
í kjölfar þess að Búnaðarbankinn
gerði kauptilboð í öll hlutabréf hug-
búnaðarfyrirtækisins eMR, sem sér-
hæfir sig í hugbúnaðargerð fyrir
heilbrigðisgeirann, hefur komist
skriður á hluthafalista félagsins en
það er þó ekki vegna áhuga á boði
Búnaðarbankans sem hljóðaði upp
á gengið 1,5. Stærstu eigendur fé-
lagsins eru íslensk erfðagreining
með 32% hlut, eignarhaldsfélagið
FTI, sem á 25% hlut, og Landssími
íslands sem átti 18,62% hlut í eMR
þangað til í síðustu viku þegar
Landssiminn seldi allan sinn hlut
til eignarhaldsfélagsins Eldi ehf.
Alls er um að ræða tæplega 16,8
miUjónir króna að nafnverði og ef
miðað er við tilboð Búnaðarbank-
ans hefur hluturinn ekki farið fyrir
minni pening en 25 milljónir króna.
Athygli vekur að kaupendur að
baki hlutar Símans eru þróunar-
stjóri eMR, Ingi Steinar Ingason, og
markaðsstjóri eMR, Ólafur Guð-
geirsson, sem ásamt eiginkonum
sinum, auk Guðmundar Sigurðsson-
ar, eiga eignarhaldsfélagið Eldi ehf.
Sú blokk sem ræður ríkjum í eMR í
dag er íslensk erfðagreining og eign-
arhaldsfélagið FTI. Eigendur að
hinu síðamefnda eru Ágúst Guð-
mundsson, forstjóri eMR, og Eggert
Claessen, íjármálastjóri eMR, en
saman hafa þeir rekið fyrirtækið
Tölvumiðlun.
Stefnt er að því að halda stjórnar-
fund í eMR næstkomandi þriðjudag
þar sem ný stjórn verður kosin í
ljósi þess að fulltrúi Landssímans
mun nú vikja úr sæti.
Mannabreytingar
hjá Pharmaco
Balkanpharma Holding AD, dótt-
urfyrirtæki Pharmaco hf., hefur
ráðið Peter Baumgartner sem svæð-
isstjóra á Moskvuskrifstofu félags-
ins og Kenneth Peterson hefur verið
ráðinn í nýja stöðu sem svæðisstjóri
yfir Vestur- og Mið-Evrópu og fyrir
nýja markaði. Gueorg Tzvetanski,
aðstoðarforstjóri Balkanpharma
Holding AD, hefur látið af störfum
hjá félaginu en hann seldi á dögun-
um allan hlut sinn (5,14%) í
Pharmaco. Með brotthvarfi hans sit-
ur enginn Búlgari lengur í fram-
kvæmdastjórn félagsins.
Gjaldeyrisforðinn
jókst um 1,1 milljarð
Umsjón: Viðskiptablaöið
Gjaldeyrisforði Seðlabankans
jókst um 1,1 milljarð króna í júlí og
nam 36,4 milljörðum króna í lok
mánaðarins en það er jafnvirði 427
mOljóna Bandaríkjadala á gengi í
mánaðarlok. Erlend skammtímalán
bankans hækkuðu um 4,7 milljarða
króna í mánuðinum og námu 20
milljörðum króna í lok hans. í frétt
frá Seðlabanka íslands kemur fram
að þessar breytingar megi rekja til
lánahreyfinga ríkissjóðs og lækkun-
ar á inneign ríkissjóðs á gjaldeyris-
reikningum. Gengi íslensku krón-
unnar styrktist í mánuðinum um
1,9% og hefur þar með styrkst um
tæp 12% frá áramótum.
Markaðsskráð verðbréf í eigu
bankans námu 4,7 milljörðum
króna í júlílok miðað við markaðs-
verð. Þar af námu markaðsskráð
verðbréf ríkissjóðs 1,7 milljörðum
króna.
Kröfur Seðlabankans á innláns-
stofnanir drógust saman um 0,3
milljarða króna í júlí og námu 83,1
milljarði í lok mánaðarins. Kröfur á
aðrar fjármálastofnanir breyttust
lítið í mánuðinum og námu 5,6
mfiljörðum króna í mánaðarlok.
Nettókröfur bankans á ríkissjóð
og ríkisstofnanir hækkuðu um 1,8
milljarða króna í júlí og voru nei-
kvæðar um 27,5 milljarða í lok mán-
aðarins, þ.e. nettóinnstæður ríkis-
sjóðs námu 27,5 milljörðum króna.
Grunnfé bankans dróst saman
um 1,1 milljarð í júlí og nam það
38,8 milljörðum króna í mánaðar-
lok.
Yfirtakan á Húsasmiðjunni:
Kaupin fullfrágengin
Kaup Áma Haukssonar og fjár-
festa á 70% hlutafjár í Húsasmiðj-
unni hf. eru frágengin og stefna
nýju meirihlutaeigendurnir að því
að gera öðrum hluthöfum yfir-
tökutilboð á genginu 19,0 fyrir lok
ágústmánaðar. Heildarkaupverð
Húsasmiðjunnar er um 5,3 milljarðar
króna sem verður, að sögn Árna
Haukssonar, fjármagnað með lántöku
og sölu eigna. Þetta kom fram í Við-
skiptablaðinu sem kom út í gær.
Kaupendurnir, sem eru tvö hluta-
félög í eigu Áma Haukssonar og
Hallbjöms Karlssonar, fjármála-
stjóra Húsasmiðjunnar, og Baugur -
Fjárfesting og þróun, reiða fram um
einn milljarð króna í eiginfjárfram-
lagi í kaupunum. Siðan er ætlunin
að selja fasteignir félagsins sem
metnar em á um þrjá milljarða
króna. Til viðbótar mun Húsasmiðj-
an losa um viðskiptakröfur fyrir lið-
lega einn milljarð. Alls verða því
seldar eignir fyrir rúma fjóra millj-
arða króna. Heimildir Viðskipta-
blaðsins herma að unnið sé að sölu
fasteignanna til fasteignafélagsins
Stoða-Þyrpingar sem er að stærst-
um hluta í eigu Kaupþings, en það
hefur ekki fengist staðfest.
„Við erum afar ánægðir með
Nýir eigendur
Kaupendurnir, sem eru tvö hlutafélög í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns
Karlssonar, fjármálastjóra Húsasmiöjunnar, og Baugur - Fjárfesting og þróun.
hvemig til hefur tekist til þessa,“
segir Ámi. „Húsasmiðjan er öflugt
fyrirtæki og við sjáum hér tækifæri
til þess að létta á efnahagsreikningi
félagsins, án þess að það hafi nein
neikvæð áhrif á daglegan rekstur."
Stefnt er að afskráningu hluta-
bréfa Húsasmiðjunnar hf. af Kaup-
höll íslands í haust.
Eskifjörður:
Algjör um-
snúningur
Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. var
rekið með 901 milljónar krónu
hagnaði á fyrstu sex mánuðum árs-
ins. Á sama tíma í fyrra varð 171
milljónar krónu tap af rekstrinum
þannig að hér er um verulegan við-
snúning að ræða.
Rekstrartekjur fyrirtækisins
námu 2.285 milljónum króna á tíma-
bilinu sem er 27% aukning frá fyrra
ári. Rekstrargjöld voru 1.450 millj-
ónir og hagnaður fyrir afskriftir var
835 milljónir króna eða 36,6% af
veltu. Veltufé frá rekstri var 733
milljónir.
í frétt frá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar
kemur fram að veiðar og vinnsla upp-
sjávarfisks eru mikilvægustu tekju-
þættir í rekstri félagsins og gekk
vinnsla á loðnu, sfld og kolmunna vel á
fyrri hluta ársins. Verð á fiskimjöli og
lýsi hefúr haldist nokkuð stöðugt og
leggur það, öðru fremur, grundvöllinn
að góðum árangri nú. Hins vegar hefúr
afurðaverð rækju haldist lágt og erfitt
er um vik í þeim hluta rekstursins.
Bolfiskvinnsla hefur gengið á vana-
bundinn hátt og birgðavelta er góð.
Niðurstaða tímabilsins er í takt við
áætlanir félagsins, að undanskildum
jákvæðum fjármagnsgjöldum er nema
tæpum 495 milljónum króna. Kemur
þar til bókhaldslegur hagnaður af
vaxtaskiptasamningi og lækkun er-
lendra skulda vegna styrkingar ís-
lensku krónunnar. Hvað seinni hluta
rekstrarársins varðar er gert ráð fyr-
ir að framlegð dragist saman er liður
á árið með minnkandi veiðum og
vinnslu. í rekstraráætlun félagsins er
gert ráð fyrir að hlutfallsleg framlegð
af vergum rekstrartekjum verði um
33% á árinu öllu.
"the pe ‘rfect pizza"
John Baker
BYKO opnar nýja
verslun
Upp úr næstu mánaðamótum
hyggst BYKO opna nýja og glæsi-
lega byggingar- og heimilisvöru-
verslun í Breiddinni, nánar tiltekið
í næsta húsi við það sem hýsir
verslun BYKO í dag. Þetta kom
fram i Viðskiptablaðinu sem kom út
í gær. Um verður að ræða rétt tæp-
lega 7000 fermetra verslun, sem að
sögn Eggerts Kristinssonar, versl-
unarstjóra hjá BYKO, verður
stærsta byggingar- og heimilisvöru-
verslun sem opnuð hefur verið á ís-
landi. Undirbúningur við opnunina
er nú í fullum gangi en meðal þeirra
nýjunga sem bryddað verður upp á
í versluninni nefnir Eggert að bætt
verður við vöruflokkum, auk þess
sem öll þjónusta við viðskiptavin-
inn verður aukin verulega. „Af
þeim vöruflokkum sem við ætlum
að bæta við má nefna að nú munum
við bjóða húsgögn til sölu, auk bús-
áhalda fyrir heimilið og annað
slikt,“ er eftir honum haft í Við-
skiptablaðinu.
„Auk þessa höfum við i hyggju að
stórbæta þjónustu okkar við við-
skiptavininn, bæði með almennri
verslunarþjónustu og eins ætlum
við að einbeita okkur í auknum
mæli að iðnaðarmönnum. Það
hyggjumst við gera með því að bæta
aðgengi iðnaðarmanna að nýju
versluninni og vöruúrval. Eins má
nefna að afgreiðslutíminn verður
lengdur frá því sem nú er,“ bætti
hann við.
520 3500
Gnoðavogur
Brekkuhús
SPARII
DAGAR
MojAFSLATTUR
AF HEIMILIS- OG
RAFTÆKJUM
BRÆÐURNIR
ORMSSON
tCMULA 8 • SIMI 530 2800