Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Side 8
8
FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002
DV
Fréttir
Matsmenn rannsökuðu tilurð íslendingabókar íslenskrar erfðagreiningar:
Ekki taliö að um
ritstuld sé að ræða
- nú bíður dómstóla að úrskurða varðandi 600 milljóna kröfu Genealogia Islandorum um bætur
Fór ilia.
Stórar hugmyndir um Genealogia Islandorum fóru í vaskinn á örfáum mánuö-
um. Fyrirtækiö fór í 400 milljóna króna gjaldþrot eins og kunnugt er. Vonir
stóðu til aö bætur fengjust frá ísl. erfðagreiningu og Friöriki Skúiasyni.
Greinargerð sem tveir fræðimenn
gerðu fyrir tilstuðlan þrotabús Genea-
logia Islandorum liggur nú tyrir. Lög-
menn þrotabúsins
vildu fá úr því
skorið hvort um
væri að ræða rit-
stuld af hálfu Frið-
riks Skúlasonar hf.
og íslenskrar
erfðagreiningar
við gerð hinnar
miklu fslendinga-
Skúlason. bókar sem ÍE nýtir
í vísindalegum til-
gangi við gerð
gagnagrunnsins,
en í honum eru
upplýsingar um
666 þúsund fslend-
inga. Krafa þrota-
búsins á hendur
þessum tveim aðif-
um er upp á nær
600 miiljónir
króna. Greinar-
gerðin átti að kosta 1,5 milfjónir króna
en þegar upp er staðið er kostnaðurinn
nær 5 milljónum og greiöist úr þrota-
búi Genealogia Isfandorum.
En hver er niðurstaða þeirra Gunn-
laugs Haraldssonar, þjóðháttafræðings
og ættfræðings, og Helga Þorbergsson-
ar, dósents og tölvunarfræðings?
„íslendingabók er sem ættfræði-
grunnur grundvölluð á upplýsingum
úr frumheimildum en við gerð hennar
hefur einnig verið nýtt mikið magn
prentheimilda eða útgefinna rita. Hvar-
vetna er vísað til þeirra heimilda sem
notaðar hafa verið. Þetta vinnulag ber
vitni fræðilegum vinnubrögðum og
samræmist því besta sem ættfræðingar
seinni tíma hafa viðhaft við samantekt
rita sinna,“ segir í niðurstöðum fræð-
inganna. „Sú aðferð sem notuð hefur
verið við gerð íslendingabókar staðfest-
ir jafnframt að með kerfisbundnum
innslætti á upplýsingum úr öllum til-
tækum frumheimifdum (s.s. manntöl-
um, kirkjubókum og þjóðskrám) er
unnt að skrásetja nánast hvem einasta
íslending sem fæðst hefur eða búið í
landinu frá 1801,“ segja þeir Gunnlaug-
ur og Helgi og benda á að útgefm ætt-
fræðirit auki eðlilega við upplýsingar í
skráninguimi. Þá segir að ef valin hefði
verið hin leiðin, að byggja gagnasafnið
fyrst og fremst með kerfisbundnum
innslætti úr útgefnum ritum, sem sið-
an heföu verið bomar saman við frum-
heimildir, þá hefði það reynst afar tor-
sótt leið. Það vinnulag hefði aldrei skil-
að heildstæðri skrá yfir landsmenn á
þessu tímabili eða öðrum öldum ís-
landsbyggðar.
Greinargerð þessi mun nú fara fyrir
héraðsdóminn. Friðrik Skúlason er
ekki í vafa um niðurstöðu greinargerð-
arinnar: „Þetta kemur mér ekki á
óvart. Matsmennimir komast að raun
um að íslendingabók byggist á frum-
heimddum sem auðvitað er aðalatriði
málsins," sagði Friörik Skúlason í sam-
tali við DV í gær.
Helgi Jóhannesson hæstaréttarlög-
maður er bústjóri þrotabús Genea-
logia Islandorum: „Nú liggur fyrir
hvemig gögnin eru fengin. Spuming-
in er síðan hvort þessi gagnasöfnun
er í lagi. Það er sagt að gagnasöfnun-
in sé eins og hún hefur alltaf verið.
Þetta er lögfræðUeg spuming sem
blasir við - spuming um hvort þessi
aðferð er í lagi eða ekki,“ sagði Helgi
í gær. Helgi sagði enn fremur að ef-
laust yrði reynt að ná sátt í málinu.
-JBP
50 evrur á mann:
Engin trygging,
ekkert hótel
ÚtskrUtarferðir menntskælinga hafa
verið vinsælar í þó nokkum tima. Far-
ið hefur verið á helstu sólarstrendur
Evrópu og flestir skemmt sér vel,
stundum of vel. Ekki er óalgengt að
stólar, borð, gluggar og heUu hurðimar
hafi brotnað vegna gauragangs og oft
komið tU rifrUdis þegar reikningurinn
hefur verið gerður upp. Síðasta ár var
óvenju slæmt fyrir hótelin Golden Bay
og Poseidon á Krít en umgengnin var
síður en svo tU fyrirmyndar eftir að ís-
lensku gestimir höfðu gist þar.
PáU Þór Ármann, markaðsstjóri hjá
Úrvali-Útsýn, segir að stjómendur hót-
elanna hafi ákveðið að skólakrakkar
frá íslandi fengju ekki að vera á hótel-
inu þetta árið nema tryggingarfé yrði
borgað. „Hver og einn þurfti að borga
um 50 evrur í tryggingu ef eitthvað
eyðUegðist á meðan á dvöl stæði. Ef
ekkert eyðUeggst fá nemendur pening-
ana sína tU baka,“ segir PáU.
Þá segir PáU aö þetta fyrirkomulag
hafi gengið vel þar sem umgengni hafi
snarbatnað og segir hann bæði hótelin
og nemendur sátt við þennan samning.
Eins og stendur era nemendur frá
Menntaskólanum í Reykjavík á Krít og
nemendur Menntaskólans við Sund
em í þaxm mund að gera sig klára að
fara tU Krítar þar sem þeir ætla að
ganga vel um. -ss
Helgi
Jóhannesson.
KLIKKAÐ TILBQÐ!!!
Efþú safnarfimm nýjum áskrifendum
mÉmi.
1
1F- &
/
færð þu gefins
Aiwa TVC-140014”sjónvarp
ísl. textavarp - A/V-tengi
Euro scart-tengi -fuilkomin fjarstýring.
/ „*.;
550 5000