Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Side 28
28
FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002
Sport
Torfæran að byrja aftur:
Allt
galopið
Vegna mikils afls hefur Gunnar Gunnarsson átt í erfiöleikum meö aö stýra Trúönum í keppnum sumarsins en með
breyttri fjöðrun vonast Gunnar til aö vera búinn aö komast fyrir það vandamál. DV-mynd JAK
'í:
„Ég er vel hvOdur og tilbúinn í
slaginn,“ sagði Gísli Gunnar
Jónsson þegar DV hafði samband
við hann á miðvikudagskvöldið en
torfæran fer nú aftur af stað eftir sjö
vikna sumarfrí mótshaldara, kepp-
enda og aðstoðarmanna þeirra. „Ég
vinn þessa keppni, ef Arctic Trucks
Toyotan bilar ekki,“ bætti Gísli við
en hann var að yfirfara bílinn og
undirbúa fyrir keppnina.
Gísli og Haraldur Pétursson eru
jafnir og efstir að stigum í
torfærunni eftir að þrjár umferðir
hafa verið eknar. Þrjár næstu
keppnir gefa stig, bæði í
íslandsmeistaramótinu og Heims-
bikarmótinu en að þeim loknum
verða eknar tvær umferðir sem gefa
einungis stig í Heimsbikarmótinu.
Spennan eykst því með hverri
keppni og hvert stig er verðmætt.
Bilanir og óhöpp hafa nokkuð
einkennt keppnimar sem búnar eru
og hefur það oftar en ekki haft áhrif
á úrslitin.
Hver hangir í lagi?
„Þetta snýst alltaf um að bíllinn
sé í lagi og virki,“ sagði Haraldur
Pétursson en hann hefur einmitt
lent í bilunum með Mussoinn.
Haraldur hefur notað sumarhléið til
að breyta stýristjakknum í bílnum
en hann lenti nokkrum sinnum í
því að aka út úr braut þegar
Mussoinn lét ekki að stjórn.
Haraldur taldi sig í vikunni vera
búinn að komast fyrir það vanda-
mál og var alls ekki sammála því að
Gísli myndi sigra í næstu keppni.
Breytt fjöðrun
I Götubílaflokki leiðir Ragnar
Róbertsson á Pizza 67 Willysnum
með 5 stiga forskot á Gunnar
Gunnarsson á Trúðnum. Ragnar
notaði fríið til að fara til Banda-
ríkjanna og kynna sér „Rock
Crawling“-torfærukeppnir í Moab,
nærri Salt Lake City, en allt útlit er
fyrir að Ragnar muni taka þar þátt
í slíkri keppni í haust. Ragnar lætur
sér þvi nægja að gera við startarann
og blöndunginn í Willysnum fyrir
þessa keppni en Gunnar hefur hins
vegar nýtt tímann til að breyta
fjööruninni í Trúðnum. Gunnar jók
verulega aflið í Trúðnum í vetur
með því að setja innspýtingu á
vélina og annan Converter í skipt-
inguna. I kjölfarið lenti hann í því
að Trúðurinn reif framhjólin upp
þegar Gunnar gaf jeppanum inn svo
að hann náði ekki að stýra honum.
Með fjöðrunarbreytingunni hyggst
Gunnar færa meira grip frá aftur-
hjólunum á framhjólin.
Keppt á Blönduósi
Að þessu sinni fer keppnin fram á
Blönduósi og er þetta í annað sinn
sem þar er keppt. Keppendur voru
himinlifandi með aðstæðumar í
malargryfjunum þar í fyrra og
rómuðu hversu keppnin hefði verið
skemmtileg.
Helsta einkenni gryfjanna er
hversu efnið er fast fyrir svo að
brautimar breytast lítið þegar farið
er að keyra þær. Rásröðin í
keppninni skiptir því ekki eins
miklu máli eins og þar sem
brautimar breytast mikið. Keppnin
hefst að vanda kl. 13 og eiga tor-
færuáhugamenn von á spennandi
og skemmtilegri keppni.
-JAK
Séra Gunnlaugur Stefánsson meö fallegan lax í gær sem tók maökinn í
Glerá í Dölum. Hann var kominn meö 20 laxa á land í gærkvöld.
Á innfelldu myndinni er stærsti laxinn úr Breiödalsá sem veiddist í gær í
Einarshyl. DV-mynd G.Bender
Mikið er af laxi í lóninu en hann
hefur tekið illa hjá veiðimönnum.
20 punda í Breiðdalsá
f gær veiddist 20 punda lax í
Breiðdalsá í Einarshyl og þar var
erlendur veiðimaður sem veiddi
fiskinn á flugu, líka veiddust í gær
Glerá í Dölum:
Veiðin tók
„Það er gaman þegar vel veiðist,
við erum búin að fá 10 laxa á þrem-
ur dögum, bæði á maðkinn og flug-
una,“ sagði séra Gunnlaugur Stef-
ánsson en hann var við veiðar í
Glerá í Dölum í gær. Með honum á
stönginni var presturinn og eigin-
kona hans, Sjöfn Jóhannesdóttir.
„Við fengum laxana á víð og dreif
í ánni en engan uppi í fossinum.
Þetta hefur verið skemmtilegt,"
sagði Gunnlaugur rétt eftir að hann
landaði einum af þessum 10 löxum.
Glerá í Dölum hefur gefiö 20 laxa
og hafa flestir veiðst í fossinum,
sem er gjöfulasti veiðistaðurinn í
ánni og hefur gefið þá langflesta í
gengum árin.
Vatnið hefur aukist verulega í
Glerá og það hefur greinilega hleypt
lífi í veiðiskapinn. Þetta hefur gerst
víða á þessu svæði, 122 laxar hafa
komið á land í Laxá í Dölum. Veiði-
menn voru að reyna á tveimur stöð-
um í Haukadalsá og í Fáskrúð var
líka veitt. í Flekkudalsá hefur verið
ágæt veiði, sömu sögu er að segja af
Krossá og Búðardalsá.
Góð bleikjuveiði hefur verið í
Hvolsá og Staðarhólsá en aðeins
eru komnir fimm laxar á þurrt.
kipp
14 og 11 punda laxar auk fleiri
minni. Nokkir 20 punda hafa kom-
ið á land í sumar en Selá í Vopna-
firöi hefur enn þá vinninginn yfir
þann stærsta, 29 punda bolta sem
var sleppt aftur í ána.
-G.Bender
Stórlaxinn á lelöinni í kistuna viö Breiödalsá í gærdag, 20 punda stórfiskur.