Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 Tilvera DV ggg Liberty Stands Still ★★ Vel undirbúin hefnd í spennumyndinni Liberty Stands Still er sá sem hótar glæpnum líkast til sá best inn- rætti af öllum aðalper- sónunum. Sá er i mikl- um hefndarhug og teygir sig nokkuð langt tii að geta réttlætt hefndina. Þegar myndin hefst er vopnaframleiðandinn Liberty Wailace (Linda Fiorentino) á leið til elskhuga síns, leikara sem þegar er tengdur við sprengju og er neyddur til aö leiða Liberty í gildru i almenningsgarði. Þar er henni sagt í símtali að hlekkja sig við pylsuvagn einn. Sá sem hefur haft fyrir því að setja þennan há- dramatíska leikþátt á svið heitir Joe (Wesley Snipes) og kennir hann Liberty og eiginmanni hennar um dauða dóttur sinnar sem var skotin til bana. Joe telur réttilega að þau hjón selji hverjum sem er vopn og skiptir þá ekki máli hvort þau séu látin í hendurnar á hættulegum morðingj- um. Það sem Joe krefst er að lögum verði breytt þannig að almenningur geti ekki keypt skotvopn. Smám sam- an vefur málið upp á sig, lögreglan reynir að skerast í leikinn án árang- urs, enda er Joe, sem er fyrrum leyni- þjónustumaður, með alla hnúta rammfasta. Þegar eiginmaður Liberty (sem í raun er nokkuð sama hvað verður um eiginkonu sína) mætir á svæðið flækist málið enn frekar. Það verður að segja Liberty Stands Still til hróss að óvenjuleg er hún. Sögusviðið er þröngt og hefði myndin hæglega getað orðið eins og sviðsett leikrit. Leikstjórinn, Kari Skogland, leysir vel úr þessu vandamál. Á móti kemur að sagan er öll hin ótrúverðug- asta og leikarar oft ekki með á nótun- um. -HK Útgefandi: Myndform. Leikstjórl: Kari Skogland. Bandaríkin 2001. Lengd: 92 mín. Leikarar: Wesley Snipes, Linda Fior- entino og Oliver Platt. Bönnuð börnum innan 16 ára. Hard Cash ★i Síðasta ránið Sumum kvikmyndum er ætlað mun meira en að fara beint á mynd- bandamarkaðinn. Þeir sem stóðu að gerð Hard Cash hafa örugglega talið sig gulltryggða fyr- ir slíkum örlögum með Val Kilmer, Christian Slater og Daryl Hannah innanborðs. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Hard Cash er mislukkuð og var að velkjast uppi í hillum áður en hún var sett á markað- inn. Nú er það svo að Hard Cash er ekki alslæm kvikmynd. Hún er harðsoðin spennumynd um hóp af þjófum sem eru alls ekki sammála um aðferðir og þvi síður treysta þeir hver öðrum. Einstaka atriði bera það með sér að einhver metnaður var á bak við gerð hennar en segja má að leikstjóri myndarinnar sé ekki vandanum vax- inn. Christian Slater leikur aðalpersón- una, Thomas Taylor, sem er foringi glæpahóps. Þegar allt fer úrskeiðis við rán eitt sem hann hefur skipulagt fómar hann sér fyrir aöra og er sett- ur í fangelsi. Þegar út kemur ákveður hann eitt rán í viöbót og svo á að setj- ast í helgan stein. Taylor hefði betur strax sest í helgan stein því það er ekki nóg að peningamir sem á að ræna eru ekki það ránsfé sem hann hélt heldur eru skúrkar innan lögregl- unnar einnig á eftir peningafúlgunni auk annarra glæpamanna. Það verður því varla þverfótað fyrir ræningjum sem reyna að bregða fæti hver fyrir annan. Þrátt fyrir allan hamaganginn er spennan í lágmarki og stóru nöfnin hafa öll gert mun betur. Er ég viss um að þau munu vilja gleyma myndinni sem fyrst. -HK Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Predrag Antonijevic. Bandaríkin 2001. Lengd: 90 mín. Leikarar: Christian Slater, Val Kilmer og Daryl Hannah. Bönnuð börnum innan 16 ára. mmmmm Snæfell táknar fegurð og tign - segir Sigríður María Magnúsdóttir Snæfell, sem er á hálendinu norðan Vatnajök- uls og rís 1.833 metra yfír sjávarmál, er eftirlæt- isfjall Sigríðar Mariu Magnúsdóttur, kennara við Lundaskóla á Akureyri. Er Snæfell hæsta fjall landsins utan jökla. „Ástæðan fyrir því að fjallið skipar þennan heiðurssess hjá mér er sú að ég gekk einu sinni á fjallið en tek fram að sökum skýjahulu, sem lagðist yfir þegar stutt var eftir og tindurinn blasti við lauk ég ekki upgöngunni. Mín biður því það verkefni að reyna aftur við Snæfell, hvenær sem það nú veröur," segir Sig- ríður í spjalli við DV Væntingar mínar brugöust ekki Sigríður segir að sér sé fjallgangan minnis- stæð, hún hafi verið löng og nokkuð ströng. „En aðallega man ég eftir útsýninu sem er víðfeðmt og ægifagurt. Norðausturhluti landsins liggur fyrir fótum manns: Fjarðafjöllm, Lónsöræfm, Ódáðahraun og Vatnajökull. Veðrabrigði geta veriö snögg á leiðinni upp á fjallið og því er nauð- synlegt að vera vel búinn. Hafa verður með sér hlý föt og jafnvel mannbrodda því efst eru fannir og raunar jökull," segir Sigríður. Hún bætir því við að þegar hún fór í Snæfells- göngu sína hafi hún aldrei áður komið á hálend- ið norðan Vatnajökuls. Því séu sínar fyrstu minn- ingar tengdar fjallinu úr þessari ferð „í æsku hafði ég oft heyrst sögur um fegurð þessa umhverfis og um margfrægar hreindýra- slóðir sem eru í nágrenni Snæfells. Ég hafði því löngu áður meðtekið virðingu fyrir Snæfelli og ákveðið að þangað lægi leið mín. Væntingar mín- ar brugðust ekki.“ Hamrar, fannir og jökulhetta DV-MYND ÖK. Fjallgöngukona og kennarl „En aðallega man ég eftir útsýninu sem er víðfeömt og ægifagurt. Norðausturhluti landsins liggur fyrir fótum manns. Fjarðafjöllin, Lónsöræfin, Ódáðahraun og Vatnajökull," segir Sigríöur María Magnúsdóttir. Snæfell Hæsta fjall á íslandi utan jökla. Áður eldfjall sem af er afar víöfeömt út- sýni. Eldstöð og ein- stakt gróðurfar Snæfell er 1833 metrar á hæð, hæsta fjall utan jökla á íslandi. Fjallið sést víða að og útsýni þaðan er afar víðfeðmt. Snæfefl er fomt eldfjall en hefur ekki bært á sér síð- ustu tíu þúsund árin. í fjallinu er töluvert líparit og er það talið vera lítfl megineldstöð. Snæfell er lang- yngst eldstöðva á Austurlandi, myndað seint á ísöld, en ísöld lauk fyrir um tíu þúsund árum. Vegna mikillar hæðar eru ávallt fannir i tindi þess og ganga skriðjöklar nið- ur hlíðamar. Fjölmargar gönguleið- ir eru á Snæfell og nágrenni þess, en þar er einstakt gróðurfar, sér- stakt landslag og meginslóðir hrein- dýra á íslandi sem vert er að gefa gaum. Að mati Sigríðar er Snæfell fyrir margra hluta sakir merkilegt að öðru leyti en því að vera hæsta fjall landsins utan jökla. Það sé til dæmis hægt að spá fyrir um veður með því að líta til íjallsins. Á Fljótsdalshéraði sé talið að ef bjart sé yfir Snæfelli að kvöldi boði það gott veður að morgni. í þessu sambandi megi einnig geta þess að fom munnmæli hermi að enginn mætti ganga á fjáflið, yrði það gert yrði refsað fyrir þá of- dirfsku með illviðri. „Þetta er fjall fegurðar og tignar í mínum huga. Það er mikil litadýrð efst i Snæfelli, ljósbleikt líparit ásamt dökkum hömrum, fonnum og efst er hvít jökulhetta," segir Sigríður María. - Aðspurð um önnur fjöll segir hún að löngum hafi Herðubreið heillað sig og í raun skipi þessi tjöll sama sessinn í sínum huga. Draumur Bíógngnrýni sinn hafi löngum verið sá að ganga á þessa drottningu íslenskra fjalla - og vonandi sé ekki langt í að hann rætist. Stefni á Súlur „Þá vil ég einnig nefna Súlur sem eru tveir tjallstindar sunnan og vestan við Ak- ureyri. Það er vinsælt að ganga á Súlur og fallegt útsýni af þeim. Ég stefni þangað upp í sumar og hef þá í huga þær ljóðlínur Tómasar Guðmundssonar að í fjallgöngum er ekkert bratt, bara mismunandi flatt," segir Sigríður María að síðustu. -sbs Smárabíó/Regnboginn - The Sweetest Thing: ★ i Meira súrt en sætt Sif Gunnarsdóttir skrífar gagnrýni um kvikmyndir. The Sweetest Thlng Christina (Diaz), Courtney (Applegate) og Jane (Blair) eru þrjár partíglaðar stelpur sem finnst gaman að dansa og daöra og hafa engan áhuga á „aivöru langtímasamböndum “ - eða það halda þær. Christina (Diaz), Courtney (App- legate) og Jane (Blair) eru þrjár partíglaðar stelpur sem finnst gam- an að dansa og daðra og hafa engan áhuga á „alvöru langtimasambönd- um“ - eða það halda þær. Þær virð- ast búa saman í íbúð í San Francisco og virðast vera í afar fm- um vinnum en það er aukaatriði. Hér skiptir aðeins máli hvað gerist utan vinnutíma og það er sem sagt partí partí partí og að leika sér við sæta stráka. En í einu klúbbpartí- inu hittir Diaz draumaprinsinn, Peter (Thomas Jane). Þau rífast að vísu en finna bæði að það er greini- lega eitthvað meira á milli þeirra en bara loft. Samt lætur hún hann sleppa án þess að fá hjá honum heimilisfang, símanúmer eða tölvu- póstfang og eyðir því sem eftir er af myndinni í að leita að honum. Sú leit felur í sér eitt ferðalag og ótal atriði með þeim Diaz og Applegate á nærbuxunum. Handritshöfundurinn Nancy M. Pimental og leikstjórinn Roger Kumble hafa hér ætlað að gera neð- anbeltishúmormynd, ætlaða kven- þjóðinni frekar en strákunum, en notast við hinn fræga Farelly- húmor: Allir líkamsvessar eru geð- veikt fyndnir! Þaö er eins og þau hafi viljað sanna það að stelpur geti talað eins mikið um typpi og píkur, fullnægingar, sáðlát og fjölmargt fleira fróðlegt og skemmtilegt og strákar. „Opinská" umræða um kynlíf kvenna er jú m.a. það sem gert hefur sjónvarpsþættina Sex in the City vinsæla svo hvers vegna ekki sjóða saman heila kvikmynd þar sem þrjár sætar og lögulegar leikkonur stunda kynlíf, tala um það, dreymir um það og syngja um það. Ef það væri einhver söguþráður í myndinni, eða ef einhver léki vel eða ef það væri ekki alltaf verið að reyna að reka brandarana ofan í kok á manni, þá heföi hún ef til vill getað orðið ágæt. En myndin er bara samsettir sketsar (misfyndnir) þannig að okkur er nokk sama um persónumar og uppátæki þeirra og gæti ekki verið meira sama þótt hin berorða og daðrandi Christina væri tilbúin til að leggja dansskóna og töffaraskapinn á hilluna og ganga inn í hinn eina sanna draum allra góðra stúlkna um að gifta sig hvít- klædd og jómfrúarleg góðum manni. Diaz hefur oftar en ekki sýnt að hún er prýðileg leikkona (t.d. frá- bær í Being John Malkovich) en ég þurfti verulega að minna mig á þá staöreynd því hér fær hún ekkert að gera nema að dilla laglegum bossan- um og brosa hringinn. Sjónvarps- leikkonan Applegate (Jessie) er ósköp frosin og Blair (Legally Blonde) sætir auðmýkingum sem engin leikkona ætti aö þurfa að þola. Handritið er einfaldlega þunnt og leikstjómin vond. Samt sem áður eru nokkur veru- lega fyndin atriði sem koma manni til að hlæja upphátt en of mörg eru bara pinleg eða fara langt út yfir landamæri hins fáránlega. Senni- lega er best að fara á The Sweetest Thing við skál með hóp af stelpum - í gæsapartíi kannski? Aöalleikarar: Cameron Diaz, Christina Applegate, Thomas Jane, Selma Blair, o.fl. Lelkstjóri: Roger Kumble Framleió- andi: Cathy Konrad Handrit: Nancy M. Pi- mental

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.