Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Qupperneq 2
2
FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002
DV
Fréttir
Tíu sendiherrum verður hrókerað í haust:
Jón Baldvin til Helsinki
- Þorsteinn Pálsson færður til Kaupmannahafnar
Stórfelldar hrókeringar sendi-
herra fara fram í haust, samkvæmt
heimildum DV. Alls verða sjö sendi-
herrar færöir til á póstum sínum.
Jón Baldvin Hannibalsson, sendi-
herra íslands í Washington og fyrr-
verandi formaður Alþýðuflokksins,
veröur færður til Helsinki í nóvem-
ber. í stað hans sem sendiherra í
Bandaríkjunum mun Helgi Ágústs-
son koma. Helgi rýmir sendiráðið í
Kaupmannahöfn fyrir Þorsteini Páls-
syni, sendiherra í London og fyrrum
formanni Sjálfstæðisflokksins. Sverr-
ir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneyt-
isstjóri utanríkisráðuneytisins, mun
láta af þvi starfi til að setjast á stól
sendiherra í London. Komelíus Sig-
mundsson, sendiherra í Helsinki,
mun rýma fyrir Jóni Baldvin og
verður fluttur heim til Islands.
En það eru fleiri sendiherrar sem
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra flytur til.
Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri EFTA og áður for-
maður Alþýðuflokksins, flyst til
Brussel og verður sendiherra íslands
hjá Evrópusambandinu í stað Gunn-
ars Snorra Gunnarssonar sem kem-
ur heim til íslands. Einnig verða
sendiherraskipti hjá Atlantshafs-
bandalaginu þvi að Gunnar Pálsson
sendiherra verður samkvæmt heim-
ildum DV kallaður heim til að rýma
fyrir nafna sínum, Gunnari Gunn-
arssyni sendiherra sem næstu árin
mun sinna samskiptunum við
NATÓ.
DV tókst ekki að fá upplýsingar um
það hver tæki við sendiráði íslands í
Kína í stað Ólafs Egilssonar sem er
væntanlegur heim. Lengi var um það
rætt að Jón Baldvin færi til Kína en nú
er komið á daginn að hann mun fara til
Finniands. Heimildir DV herma að
hann sé sáttur við þann flutning enda
heyra Eystrasaltsríkin undir sendiráð-
ið í Finnlandi. í þeim rikjum er Jón
Baldvin þjóðhetja eftir framlag sitt til
sjálfstæðisbaráttu landanna þegar
hann var utanrikisráðherra íslands.
Meðal annars er hann heiðursborgari í
Litháen en þeim titli fylgir að hann fær
frítt í almenningsvagna fyrir lífstíð og
aukinheldur ókeypis jarðarför.
Aftur á móti herma heimildir DV að
Þorsteinn Pálsson sé ósáttur við flutn-
inginn til Kaupmannahafhar þar sem
hann sé í raun settur niður með því.
Heimildir DV innan úr utanríkis-
ráðuneytinu herma aftur á móti að all-
ir þeir sem sæta flutningi séu sáttir.
Ánæstu vikum verður endanlega
gengið frá flutningi sendiherranna og
tekin ákvörðun um það hver fer til
Kína. En áður en það verður gert opin-
bert þarf að tilkynna viðkomandi ríkj-
um um breytingamar. -rt/sbs
Fákafenið hafði frest eldvarnareftirlits:
Listaverkin sluppu
- tjónið ekki óbætanlegt, segir forstöðumaður
Slökkviliðsmenn stóðu í morgun
vaktina í Fákafeni og unnu við að
dæla vatni úr kjallara hússins sem
skemmdist mikið í eldsvoða í fyrra-
dag. Ljóst er aö mikið verk er fyrir
höndum þar. Þá hafa verið settar
upp stífur til að styrkja milligólf
kjailara og jarðhæðar - og þannig
hafa menn verið að fikra sig áfram
inn í kjallarann þar sem eldurinn
var mestur. Óvarlegt hefur þótt að
senda menn niöur í kjallarann
vegna hættunnar á því að miiligólf-
ið hryndi.
í gærkvöld var farið niður í það
rými kjallarans þar sem geymd
voru verk í eigu Listasafns Reykja-
víkur eftir Ásmund Sveinsson og
ýmsa fleiri listamenn. „Þarna hefur
orðið mikið tjón, en það er ekki
óbætanlegt eins og væri ef listaverk-
in hefðu fariö,“ sagði Eiríkur Þor-
láksson, forstöðumaður safnsins, í
samtali við DV í morgun. Hann
sagði að í geymslurýminu í kjallar-
anum væri afit fullt af sóti, vatni og
reyk. Þó virtist sem eldur hefði að-
eins komist í gegnum vegg á tveim-
ur stöðum, þannig að umbúðakass-
ar heföu sviðnað, en beint bruna-
tjón hefði ekki orðið. „Við munum
fara þama aftur niður í dag og
kanna aðstæður betur," sagði Eirík-
ur.
Eldvarnareftirlit gerði í lok maí
ýmsar athugasemdir viðvíkjandi
kjaliaranum í byggingunni í
Fákafeni sem stórskemmdist í
bruna í fyrradag. Veittur var
þriggja mánaða frestur til úrbóta og
höfðu eigendur hússins því enn
svigrúm til að koma málum í lag
þegar þessi mikli eldsvoði kom upp.
„Þegar aðstæður eru metnar lífs-
hættulegar lokum við húsnæði taf-
arlaust en þegar gera þarf aðrar úr-
bætur og vægari er veittur frestur
eins og var í þessu tilviki,“ sagði
Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri í
Reykjavik, í samtali við DV.
Athugasemdirnar sem gerðar
voru við húsið í Fákafeni voru fyrst
og fremst vegna viðvörunarkerfis.
„Við vildum einnig fá að sjá teikn-
ingar eða brunahönnun sem gætu
sannfært okkur um að þessi mál
væru þama í lagi,“ sagði Hrólfur
Jónsson. -sbs
DV-MYND: PJETUR
A vettvangi
„Þarna hefur oröið mikiö tjón, en er ekki óbætanlegt eins og væri ef lista-
verkin heföu fariö, “ sagöi Eiríkur Þorláksson, forstööumaður Listasafns
Reykjavíkur. Hér er hann, til hægri, á vettvangi á brunastaö í gær.
íslensk-rússneskur togari kyrrsettur í Noregi vegna skulda:
Safnað fyrir mat handa
svöngum Rússum
- rússnesk stjórnvöld lýsa af sér ábyrgð
Togarinn Pechenga, sem áður hét
Klara Sveinsdóttir SU, hefur legið
bundinn við bryggju í norska bænum
Sortland í rúmlega eitt ár. Skipið er nú
gert út af rússneska útgerðaríyrirtæk-
inu Sarmat Nord en eigandi skipsins er
íslenskur útgerðarmaður sem einnig
mun vera hluthafi í útgerðinni. Upp-
haflega stóð til að togarinn lægi aðeins
stuttan tíma við bryggjuna í Sortland
meðan útgerðin væri að útvega meiri
kvóta. Vegna gamalla skulda og óreiðu
gekk illa að fá keyptan þann kvóta sem
útgerðin óskaði sér. Hafnargjöld í
Sortland, mannakaup, tryggingar og
annar kostnaður hefur hlaðist upp
þann tíma sem skipið hefur legið í höfh
og nú er það talin borin von að útgerð-
in geti leyst skipiö tii sín aftur. Útgerð-
armaðurinn íslenski hefur ákaft reynt
að selja skipið á undanfömum mánuð-
um en ekkerí gengur i þeim efnum.
Á hafnarskrifstofunni i Sortland
fékk blaðið þær upplýsingar að hafhar-
yfirvöld hefðu engin samskipti við út-
gerð skipsins og bentu á fyrirtækið
Álesund Seafood sem hefði með skipið
að gera í Noregi. Nú hefur fyrirtækið
tekið sjóveð í skipinu og sleppir því
ekki frá bryggju fyrr en allar skuldir
við það em greiddar. Búnaðarbankinn
og Olíufélag íslands eiga einnig háar
fjárhæðir inni hjá útgerðinni. Sam-
kvæmt heimildum DV er nánast óger-
legt að ná skipinu frá Noregi öðruvísi
en að nýir eigendur kaupi skipið og
greiði upp skuldir útgerðarinnar.
Áhöfn togarans, þ.e.a.s. rússnesku
undirmennirnir, hefur ekki fengið
greidd laun frá því i janúar síðastliðn-
um og býr við slæma vist um borð í
skipinu. Nú er svo komið að Igor Bo-
harkin, aðalræðismaður Rússlands í
Kirkenes í Noregi, ætlar að fara til
Sortland á næstu dögum til að aðstoða
áhöfnina, m.a. að safha peningum til að
hún geti keypt sér mat.
Vegna boðaðrar komu rússneska að-
alræðismannsins í Kirkenes sagði
varafiskimálaráðherra Rússlands að
útgerð togarans Pechenga væri ekki á
ábyrgð rússneskra stjómvalda og því
kæmi ekki til greina af þeirra hálfu að
borga uppihald sjómannanna í
Sortland.
Þess má geta að 14 skip liggja víðs
vegar i höfnum Noregs af sömu ástæðu
og Pechenga.
Ekki náöist í Káre Ekrem hjá
Álesund Seafood til að fá frekari upp-
lýsingar um líöan rússnesku sjómann-
arrna eða hver staða útgerðarinnar
væri nú. -GÞÖ
HEFUR »Ú PRðm
VISTA FILMUNA
frA AGFA # ?
H w °
it 00
I *\Ö ií
KJöRIN BESTA FILMAN
í EVRÓPU 2001 OG 200?
Qæða firamköilun HEIMSMYNDIR
Sm^jiuvegí tt-guígata % 200 K0p*vc®ur, sim* 544 4131
Ágústi Guð-
mundssyni kvik-
myndaleikstjóra
hefur verið boðið
að leikstýra kvik-
mynd í Bandaríkj-
unum. Myndin er,
að því er Mbl. hefur
eftir leikstjóranum,
gamansöm ástarsaga sem gerist í
New York. Ágúst er á leið utan til
viðræðna við framleiðandann á
næstunni.
Til New York
Forseti í heimsókn
Forseti Lettlands, Vaira Vike-
Freiberga, og eiginmaður hennar
koma hingað til lands í opinbera
heimsókn í næstu viku, eða þann
11. ágúst. Forsetinn mun meðal ann-
ars funda með íslenskum ráða-
mönnum, sitja viðskiptaráðstefnu
og skoða Þingvelli.
Fiskidagurinn mikii
Mikið verður um dýrðir á Dalvík
á morgun þegar þar verður haldinn
Fiskidagurinn mikli. Hann sóttu
um 6000 gestir í fyrra og er búist við
fleiri nú. Sitthvað er í boði, en ber
þar hæst fjöldann afian af gómsæt-
um fiskréttum, svo sem þorsk i
tómatívafi, steinbítur í sítrónupipar
og lax í súrsætri sojasósu.
Norrænu miðar vel
Smíði nýrrar Norrænu miðar vel
í skipasmíðastöð í Lúbeck í Þýska-
landi. Brúin var sett á skrokk skips-
ins á mánudag. Skipið verður sjó-
sett samkvæmt áætlun 24. ágúst
næstkomandi. Nýsmíðin verður af-
hent eigendum í mars á næsta ári.
Barist í Heimdalli
Tveir gefa kost á
sér til formennsku í
Heimdalli, félagi
ungra sjálfstæðis-
manna í Reykjavík,
en kosning til emb-
ættisins fer fram í
kvöld. Þeir sem
berjast eru þeir
Gylfason, fram-
SUS, og Þórlindur
Kjartansson, starfsmaður í fjár-
málaráðuneytinu.
Magnús Þór
kvæmdastjóri
Gæsluvarðhald framlengt
Framlengt hefur verið gæsluvarð-
haldi yfir hnifamanni sem veitti
sambýliskonu sinni alvarlega
áverka á hálsi. Vegna alvarleika
málsins verður maöurinn í haldi
þangað til dæmt veröur í máli hans.
-sbs/h
helgarhlað
Nekt, fótbolti og
Skeljagrandabræður
Ásgeir Davíðsson er jafnan nefhdur
Geiri á Maxim’s. Hann er einn þeirra
sem hefúr haft lifibrauð sitt af rekstri
nektardansstaða síð-
ustu árin. Hann ræð-
ir í viðtali við Helgar-
blað DV um flóttann í
Kópavog, nektina,
vændið og móður-
missinn.
Fylgst er með degi
í lífi Dagbjarts Ein-
arssonar sem er einn af þekktustu út-
gerðarmönnum landsins og brjálaður
stuðningsmaður knattspyrnuliðs
Grindavikur. Rætt er við Guðnýju
Halldórsdóttur um hinn íslenska kvik-
myndaheim og fjallað er um
Skeljagrandabræðuma sem sitja í
gæsluvarðhaldi vegna hrottalegrar
líkamsárásar. Má láta braka í liðum?
Má lesa i myrkri?Þessum spumingum
og mörgum fleiri sem brunnið hafa á
mannkyninu frá örófi alda verður svar-
að í Helgarblaði DV á morgun.