Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Side 9
FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002
DV
Fréttir
Leiðrétt gengi og stór-
iðjuáform lyfta krónunni
Krónan styrktist á miðvikudag
um rúmlega eitt prósent í viðskiptum
sem námu rúmum fimm milljörðum
króna. Fyrir helgi veiktist hún nokk-
uð í kjölfar fréttar frá Seðlabanka Is-
lands um að hann hygðist auka gjald-
eyrisforða sinn. Allt lítur þó út fyrir
að markaðurinn hafi endurheimt
traust sitt á krónunni. Samkvæmt
greiningadeild Kaupþings geta horfur
um stóriðjuframkvæmdir á næstu
árum þar hafa átt hlut að máli. Grein-
ingadeildin segir hins vegar að erfitt
sé að segja til um hvernig flæðistölur
á markaði hafa verið að þróast en eft-
ir mjög jákvæð vöruskipti í upphafi
árs virðist innflutningur heldur hafa
verið að taka við sér. Krónan hefur
verið að hækka jafnt og þétt undan-
farna mánuði en hún er nú tæpum
17% sterkari en þegar hún fór í
veikasta gildi sitt í lok nóvember á
síðasta ári.
Mjög skiptar skoðanir eru á meðal
hagfræöinga um hvað veldur mestu
um gengisþróun gjaldmiðla og eru
nefnd tO sögunnar vaxtamunur, við-
skiptaflæði, almennar efnahagsvænt-
ingar og mismunandi verðbólga milli
landa. Þá kemur fram hjá greiningar-
Bender. Guðmundsson.
deild Kaupþings að þróun krónunnar
sé í fullu samræmi við þessar kenn-
ingar þar sem mjög góð verðbólguspá
ætti að vega upp hóflega lækk-
un vaxtamunar við útlönd
og að auki séu væntingar
um stóriðju að aukast
með hverjum degi.
Már Guðmundsson,
aðalhagfræðingur Seðla-
banka íslands, segir að
styrking krónunnar und-
anfama mánuði sé al-
mennt jákvæð þróun og stafi
aðallega af þremur ástæðum.
„Þetta mikla undirskot sem var í krón-
unni í fyrra hefur verið að leiðréttast. í
öðru lagi er það mikia ójafnvægi sem
hér var á hröðu undanhaldi, viðskipta-
halli hefur stórminnkað og verðbólga
lækkað. í þriðja lagi hefur aukin bjart-
sýni um að af stóriðjuframkvæmdum
verði haft áhrif til gengishækkunar
krónunnar. Tíminn mun síðan leiða í
ljós hvort fúll innstæða sé fyrir þessari
bjartsýni," segir Már.
Ingólfur Bender, hagfræðingur hjá
greiningardeild fslandsbanka, segir
að almennt séð sé styrking krónunnar
jákvæð og endurspegli bættar horfur í
efnahagsmálum landsins. „Ástæður
fyrir styrkingu krónunnar eru m.a.
umræður á auknum líkum á stóriðju-
framkvæmdum sem og einka-
væðing ríkisbankanna á
þessu kjörtímabili, sem
gæti fylgt innflæði er-
lends fjármagns," segir
Ingólfur. Þó segir
! Ingólfur að styrking
krónunnar sé ekki ein-
ungis af hinu góða þar
sem augljóst sé að ekki
fáist eins mikið fyrir út-
fluttar vörur, s.s. fiskinn. „Við
fáum þó á hinn bóginn innfluttar vör-
ur á betra verði en ella,“ segir Ingólf-
ur. -ss
Gert við Fryssa
Nú standa yfir viðgeröir á listaverkinu Fyssu eftir Rúrí en Vatnsveita Reykjavíkur reisti það árið 1995 og gaf Reykjavíkurborg. Lista-
verkinu var valinn staður í miðjum Grasagarðinum í Laugardal. Ekkert vatn er nú á milli veggja verksins eins og venja er þar sem
grindin, sem er yfir gryfjunni í kringum listaverkið, var farin að gefa sig. Gryfjan, sem er um fjögurra metra djúp, var því orðin mikil
slysahætta og þá sérstaklega fyrir börn. Áætlað er að viðgerðum verði lokiö eftir um tíu daga.
Fjölmenni við messu í Ábæ í Skagafirði:
Hringjari sóttur suður á land
- eina guðsþjónusta ársins
Fjölmenni var í hinni árlegu
messu í Ábæjarkirkju í Austurdal í
Skagafirði sl. sunnudag. Það var
sóknarpresturinn, séra Ólafur Hall-
grímsson, sem predikaði - og Helga
Rós Indriðadóttir, söngkona frá
Hvíteyrum, söng einsöng. Hún
starfar nú við óperuna í Stuttgart í
Þýskalandi en er hér heima í sum-
arfríi.
Kirkjuklukkum hringdi Sveinn
Skúlason, bóndi í Bræðratungu í
Biskupstungum, sem kom akandi
yfir Kjöl þá um morguninn til að
sækja messu í Ábæ - og kvaðst hafa
verið um þrjá tíma í förum. Er þetta
í þriðja skiptið sem Sveinn hringir
kirkjuklukkum við messu í Ábæjar-
kirkju og gat sóknarprestur þess í
messulok að óvenjulegt væri að
menn kæmu sunnan af landi tfl að
hringja kirkjuklukkum í Skagafirði.
Sveinn er kirkjubóndi í Bræðra-
tungu og hringir að sjálfsögðu
klukkum þar í sinni heimakirkju.
Ábæjarkirkja er 80 ára um þessar
mundir en hún var vígð 6. ágúst
1922. í tOefni afmælisins voru kirkj-
unni færðar góðar gjafir. Að lokinni
Ábæjarkirkja í Austurdal í Skagafiröi
Messað hefur veriö í Ábæjarkirkju einu sinni á ári í meira en 60 ár.
Ábæjarmessu buðu systkini Helga
heitins öUum kirkjugestum í kaffi
heim að Merkigili eins og þau hafa
gert undanfarin fimm ár ár. Messað
hefur verið í Ábæjarkirkju einu
sinni á ári í meira en 60 ár og jafn-
an er þar fjölmenni á messudegi.
Ekkert sóknarbarn er lengur í
Ábæjarsókn, en sóknin fór í eyði
1997 við lát Helga á MerkigUi. -sbs
9
•'tíA' I
Glæsileg rúmteppi
Á lokadegi
úfsölunnar bjóðum
viS nýja sendingu
af glæsilegum
rúmteppum með
25%afslætti.
RB rúm, Einstök sæla
Kaupendur á
RB rumum fá "
30%
afslótt
af rúmteppum.
Sælurúm og satin sængurver
Himnesk sængurver
iSLAN D SÆKJUM ÞAÐ HEIM
Sængurver unnin úr 100% egypskum bómul. Þétt ofin, mjúk
og endingargóS. Einnig satín sængurver í miklu úrvali.
Líttu við hjá okkur að Bæjarlind 12 og verslaðu
þér gæði á góðu verði. Vörur með allt að
50% afslætti
& \>o3ía,
Bæjarlind 12 • Sími: 565-4300 • vov@vov.is
Rafdrifnu sælurúmin hafa slegið í gegn svo um munar enda vel
bólstruð og endingargóð. Með hveriu sælurúmi fylgir hágæða
satín sængurver til að fullkomna sæfuna.
Ferðamálaráð Islands
býður til samstarfs
um auglýsingar á
íslenskri ferðaþjénustu
Ferðamálaráð íslands hefur ákveðið að bjóða íslenskum
fyrirtækjum til samstarfs um gerð og birtingar auglýsinga
sem hvetja landsmenn til ferðalaga innanlands. Um er að
ræða framhald af herferðinni „ísland - sækjum það
heim" og er gert ráð fyrir að útlit og efnistök auglýsinga
taki mið af því sem gert hefur verið til þessa.
Ferðamálaráð hyggst verja tíu milljónum króna til
verkefnisins á tímabilinu 1. sept. 2002 til 15. maí 2003.
Hér með er auglýst eftir fyrirtækjum sem hafa áhuga á að
leggja fram fé á móti Ferðamálaráði og auglýsa þjónustu
sína á framangreindu tímabili. Skilyrði er að viðkomandi
fyrirtæki sé starfandi í ferðaþjónustugeiranum og
reiðubúið til að auglýsa í fjölmiðlum sem ná til allra
landsmanna.
Fjármunum Ferðamálaráðs er skipt í 16 hluta,
fjóra að fjárhæð 1.000.000 króna og tólf að fjárhæð
500.000 krónur. Lágmarksframlag þeirra sem vilja taka
þátt er jafnhá upphæð í hverjum hluta. Hver aðili getur
einungis boðið í einn hlut. Samstarfsaðilar verða valdir
með hliðsjón af fjárframlögum og fyrirhugðum
kynningarverkefnum hvers og eins.
Tekið er við skriflegum umsóknum um samstarf til
20. ágúst nk„ á skrifstofu Ferðamálaráðs íslands,
Strandgötu 29, 600 Akureyri.