Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Síða 17
16
FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002
17
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyrí: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Vaxtarsproti í sjávarútvegi
Spennandi er að fylgjast með þeim tilraunum sem
gerðar eru til þorskeldis á nokkrum stöðum á landinu.
DV hefur undanfarna daga greint frá þeim eldistilraun-
um en þar er um að ræða svokallað áframeldi þorsks sem
veiddur er sem þyrsklingur, alinn í kvíum og slátrað þeg-
ar hann hefur tvöfaldað þyngd sína. Tilraunirnar tengj-
ast verkefni tveggja manna um áframeldið, þá nemenda
í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri, en fyr-
ir það fengu þeir Nýsköpunarverðlaun forseta íslands.
Þeir gerðu tilraunir með fóður, vöxt, svelti, hráefnisgæði
og fleira.
Sjávarútvegsráðuneytið fylgdi málinu eftir með úthlut-
un þorskkvóta til nokkurra sjávarútvegsfyrirtækja, víða
um land, þar sem miðað var við veiðar á smáfiski sem
síðan er alinn til sláturstærðar. Starfsmenn Hraðfrysti-
húss Eskifjarðar, sem meðal annarra stunda þessar til-
raunir, segja að vöxtur þorsksins hafi verið meiri en
áætlanir gerðu ráð fyrir. Því ríki bjartsýni vegna þessa
vaxtarsprota í íslenskum sjávarútvegi.
íslendingar, sem leiðandi sjávarútvegsþjóð, eiga að
vera i forystu slíkra tilrauna. Takist vel til getur þorsk-
eldi orðið prýðileg hliðarbúgrein. í vinnslu fyrirtækj-
anna getur verið gott að grípa til hráefnisins meðfram
þeim afla sem sóttur er með hefðbundnum hætti á mið-
in. Menn fara, að fenginni reynslu, með gát í fiskeldi og
tilraunum því tengdu og fá ekki glýju í augun þótt fyrstu
skref tilraunaverkefnisins gefi góða raun. Það er rétt hjá
Einari K. Guðfinnssyni, formanni sjávarútvegsnefndar
Alþingis, að ekkert gullæði mun fylgja þorskeldinu en
með útsjónarsemi og þróunarstarfi getur það orðið góð
aukabúgrein. Hann nefnir sem dæmi að fyrirtæki í fersk-
fiskútflutningi verði að geta treyst á stöðugt hráefnis-
framboð og það geti þorskeldi tryggt.
Þótt áframeldi á þorski sé spennandi og sjálfsagt að
þróa það áfram er seiðaeldi hins vegar framtíðin, nái
menn tökum á þvi. Björn Gíslason, annar handhafi Ný-
sköpunarverðlaunanna, segir seiðaeldi stærsta verkefn-
ið. Eigi þorskeldi að dafna, segir hann, verður seiðaeldi
að vera til staðar. Hann segir slíkt seiðaeldi enn vera á
rannsóknarstigi og niðurstöður hafi verið upp og ofan,
jafnt hérlendis sem erlendis. Því sé ekki gott að segja hve
langan tíma þróunarstarf í þorskeldinu taki. Björn segir
þó að þekking hafi stóraukist undanfarin ár og spáir því
að innan tíu ára verði seiðaeldi þorsks komið í góðan far-
veg, að því gefnu þó að menn sinni rannsóknarvinnunni.
Það er það sem íslendingum ber að gera og fylgja
þannig eftir góðum árangri í áframeldi þorsksins. Áhugi
og þekking er til staðar hjá vísindamönnunum og greini-
legur vilji sjávarútvegsfyrirtækjanna að halda þróunar-
starfinu áfram. Síðast en ekki síst veltur framgangur
málsins á skilningi og stuðningi stjórnvalda. Þar lofar
góðu framtak Alþingis sem samþykkti sérstaka 500 tonna
kvótaúthlutun vegna eldistilraunanna. Eftir þeirri sam-
þykkt fór sjávarútvegsráðherra þegar hann úthlutaði 385
tonna þorskkvóta vegna verkefnisins. Sömu fyrirhyggju
þarf gagnvart seiðaeldinu.
Takist vel til mun umtalsverð verðmætaaukning fylgja
þorskeldinu og það mæta aukinni eftirspurn eftir fiski.
Síldarvinnslan á Neskaupstað er meðal þeirra fyrirtækja
sem nú stunda tilraunir með þorskeldi. Sindri Sigurðs-
son, umsjónarmaður með þeirri starfsemi, bendir rétti-
lega á að fiskistofnarnir komi ekki til með að anna auk-
inni eftirspurn. Að því verðum við, sem matvælafram-
leiðsluþjóð, að hyggja, þjóð sem byggir afkomuna að
mestu á fiskveiðum og vinnslu sjávarfangs.
Jónas Haraldsson
FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002
DV Skoðun
Ljótleiki sveitanna
Rúnar Helgi
Vignisson
rithöfundur
Fögur er hlíðin, hugsar
maður, þreyttur á nið
rennireiða, nöldri ná-
granna og kveðandi kirkju-
klukkna. Best að fara upp
í sveit. Og vonglaður ekur
maður af stað, burt frá
ferköntuðum veruleika
áleiðis að ávalara lands-
lagi, hlíðunum fögru, lund-
unum Ijúfu.
Á endanum fmnur maður jú það
sem leitað er að, ef þolinmæði er í
farteskinu, en iðulega þarf að fara
um svæði sem mannshöndin ís-
lenska hefur krukkað í. Þegar feg-
urðarskynið er ekki tengt notagildi
og hagnýtingu verður ljótleiki sveit-
anna sums staðar átakanlegur og
ljóst að hlíðin væri víða snöggtum
fegurri ef íslendingar hefðu aldrei
komið nálægt henni.
Maður þolir einatt önn fyrir að
keyra um landið, ekki sist ef útlend-
ingar eru með í fór, xeynir að aka
sem hraðast um kvöldustu svæðin og
halda gestunum uppi á snakki svo að
þeir setji ekki á sig örin í landinu.
Og húsakosturinn til sveita, maður
lifandi; tóftimar eru iðulega skástar.
Sveitapiltsins martröð
Það er orðið langt síðan Halldór
Laxness úthúðaði íslenskum bænd-
um fyrir sóðaskap. Slíkar ofanígjafir
hafa verið fáar í seinni tíð, enda flest
gerilsneytt sem frá bændum kemur
núorðið, nema ef vera skyldi
kjúklingar. Eigi að síöur á sumt enn
„Madur þolir einatt önn fyrir að keyra um landið, ekki síst ef útlendingar eru með í
för, reynir að aka sem hraðast um kvöldustu svœðin og halda gestunum uppi á
snakki svo að þeir setji ekki á sig örin í landinu. Og húsakosturinn til sveita,
maður lifandi; tóftirnar eru iðulega skástar. “
við sem Halldór skrifaði fyrir 60
árum. Þannig þarf ekki að fara langt
út fyrir þéttbýliskjarna til að ljótleiki
sveitanna blasi við. Sums staðar eru
úr sér gengnar vélar og áhöld á víð
og dreif umhverfis bæina, útihúsin
skökk og skæld og iðulega illa mál-
uð, opnir skurðir hér, órækt þar,
bæjarhlaöið svað. Vitnisburður um
misheppnaða landbúnaðarstefnu?
Um tímana tvenna? Um sveitapilts-
ins martröð?
Og svo eru það blessaðar girðing-
amar. Ef einhvers staðar fmnst skiki
virðist þurfa að girða hann og þá
jafnan með sundurleitum girðingum
sem ekki er haldið almennilega við
og verða að ryðbrunnum gaddavírs-
flækjum fyrr en varir. Meira að segja
í sumarhúsabyggðum, þar sem feg-
urðin ætti að vera í fyrirrúmi, eru
girðingar svo vel útilátnar að vart
verður gengið lengur en í fáeinar
mínútur án þess að koma að víra-
virki.
Stundum er engu líkara en maður
sé í fangabúðum. Látum vera þótt
rafmagnslínur komi einatt eins og
skrattinn úr sauðarleggnum inn í ís-
lenskt landslag, en hvað með alla
staurana sem hafa dagað uppi línu-
lausir? Því verður ekki neitað að
maður rekur upp stór augu verði fal-
legur bóndabær á vegi manns. Þaö er
reyndar kostur sem ber síst að van-
meta.
Á forsendum smekkleysunnar
Umgengni um þjóðgarða viröist
hafa batnað tO muna, en betur má ef
duga skal. Flest er einhvem veginn
gert af vanefnum með þeim afleiðing-
um að ljótleikinn heldur innreið sína
þar sem síst skyldi. Og þetta sérís-
lenska: Verkin eru ekki kláruð. Þaö
er hróílað upp heOum sumarhúsa-
þorpum, en aldrei gengið almenni-
lega frá. Lagðir ljótir slóðar mOli
húsa, vart meira en ruðningar, og
skOin eftir gapandi sár í landinu.
Svo ekki sé nú talað um aOa vegar-
slóðana og jeppafórin um viðkvæmar
hlíðar, grjótnámumar og skurðina.
Stundum er engu líkara en markmið-
ið sé að gera landið sem ljótast.
Kannski er það stOl, en ekki er hann
fágaður.
Það er stundum léttir að koma tO
byggða aftur. Fögur er hlíðin, gæti
maður sem best sagt og horft yfir
gróðursæl og snyrtOeg hverfin. Sam-
bærOeg snyrtimennska mætti ríkja
víðar í sveitum, enda getur varla
verið mikO framtíð í því að reka
menningartengda ferðaþjónustu á
forsendum smekkleysunnar.
Þvtlík þjáning
pólað og snýr nú í austur. Fáræði og
þjófatak hvOir nú á flestu eigulegu í
Rússlandi og einstakir menn hafa
náö undir sig helstu auðlindum.
Rússinn Chodorkowski, sem sölsaði
undir sig Jukos-olíurisann, var
spurður hvort hann væri ræningja-
barón. „Á sama hátt og olíukóngar
USA í lok 19du aldar voru. Amerísk-
ur prófessor sagði, að mér hefði tek-
ist það á fáum árum sem tók
RockefeOer-ættina þrjár kynslóðir."
svaraði hann. I miOibOsástandi síð-
asta áratugs ríktu sannarlega lög-
mál frumskógarins þar.
Ef reynt er að átta sig á því hvar
ísland er nú á austur-vestur skalan-
um í „síðsápuspiOingunni“ frá USA
og leitað að nýjum hústöku- eða
Kambránsmönnum, virðist mega
fmna landið á honum miðjum, en
löggjafinn stenst ekki snúning öOum
nýjum hugmyndum um yfirtökur af
ýmsu tagi, fjandsamlegar eða ekki.
Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur
sá fyrst almennOega tO himins þeg-
ar hann hafði yfirgefið þingið og
fært sig um set við AusturvöO.
Jónas
Bjarnason
efnaverk-
fræöingur
„Þaö er verst með
brennivínið, að rónarnir
hafa komið óorði á það“
var haft eftir Árna Páls-
syni prófessor.
Bandariski rithöfundurinn M.
Crichton sagði, að munurinn á því að
eiga nóg og mikið meira en nóg væri
mjög lítiO. Tveir menn stórhögnuð-
ust á því að framleiða bjór handa
Rússum, en það er í sjálfu sér gust-
ukaverk því bjórinn þeirra var
hræðilegur, en vOja nú kaupa stóran
hlut í ríkisbanka. Geta menn ímynd-
að sér skemmtilegri iðju en þá að
sitja mánaðarlega stjórnarfundi í
banka og ræða um gjaldskrármál og
ráða bankastjóra, sjálfir sitjandi í
þungum leðurstólum í hálfrökkri og
talandi gáfulega um vexti?
Fénýting allra hluta
Ætli íslendingar hafi ekki fyrstir
fundið upp kvótakerfi, en lesa má
um það í Landnámabók Islands;
sumir telja að hún sé tilkomin að
frumkvæði öflugra landeigenda tO
aö tryggja eignir sínar, eins konar
þinglýsing þeirra daga. Hugmyndin
um að geta numið land, sem tak-
markaðist af getu manna við að
teyma kvígu um daglangt fyrir sól-
arlag, er frumleg og snjöO, jafnvel í
samanburði við kvótakerfið í sjávar-
útvegi og yfirtöku þess.
Auðvitað hafa menn ætíð deOt um
land og gera enn, nú um mörk þjóð-
lendna. Vatns- og veiðiréttindi hafa
sífeOt verið bitbein; mesta furða er
að kaldavatn tO neyslu í bæjum
landsins hafi ekki verið skattlagt á
snjaflari hátt en nú er; sjálfsagt með
hlutafélögum skráðum á verðbréfa-
markaði.
En nú tekur út ytir aflan þjófa-
bálk þegar slegist er um banka og
sparisjóði. Varla er hægt að minnast
á SPRON ógrátandi og alla þá fórn-
fúsu einstaklinga sem gera tilkaO tO
sjóðsins og vOja selja hann undir
viðskiptabanka, ekki síst vegna þess
að honum fylgir vald sem ekki má
ganga sjálfala, eða það sem verra er,
í röngum höndum.
Sjálfsagt er að fylgjast vel með og
afla reynslu um hvemig má komast
yfir sjálfseignarstofnanir, en þær
eru margar, sérstaklega á heObrigð-
issviðinu. í framhaldinu geta menn
alveg aflagt áform um slíkar stofn-
anir og gert aflt að hlutafélögum,
Mæðrastyrksnefnd, Rauða krossinn,
Reykjalund, Hrafnistu, HeOsustofn-
un NLFÍ, Sólheima, án Péturs Svein-
bjarnasonar, og aðrar sem eru í fé-
lagaeigu án eldskýrra fyrirmæla um
beitingu valds.
Villta vestrið
„Get ég selt Amarhólinn eða
Austurvöll?" spurði Matthías Jo-
hannessen, skáld og ritstjóri. Þessi
„Varla er hœgt að minn-
ast á SPRON ógrátandi og
alla þá fómfúsu einstak-
linga sem gera tilkall til
sjóðsins og vilja selja
hann undir viðskipta-
banka, ekki síst vegna
þess að honum fylgir vald
sem ekki má ganga
sjálfala, eða það sem
verra er, lenda í röngum
höndum. “
spurning hefur greinOega bara gOdi
sem viðfangsefni heimspekinga eða
siðferðispredikara. Þaö sem mestu
skiptir er miklu fremur hvað maður
getur eða kemst upp með; Jörundur
hundadagakonungur var ekki
spurður um ríkisfang eða ættboga
þegar hann fór sínu fram.
VOlta vestrið hefur nú verið um-
Sandkom
sandkorn@dv.is
Ritstjórakandídat
Sem kunnugt er vinna kappsamir Akur-
eyringar að því að stofna sérstakt staðarblað
þar í bæ sem Kaupfélag Eyflrðinga myndi
leggja hlutafé tO. Undirbúningsstarf hefur
verið í gangi í aOt sumar og nú er svo komið að menn
nyrðra eru famir að bollaleggja hver gæti orðið ritstjóri.
Ýmsir eru þar nefndir til sögunnar en Sigurður Þór Sal-
varsson heyrist öðrum oftar nefndur. Hann hefur tO
skamms tíma verið forstöðumaður Ríkisútvarpsins á Akur-
eyri en nú er þar kominn köttur í ból Bjarnar, Jóhann
Hauksson sem jafnframt er forstöðumaður Rásar 2.
Hvar eru Möller og Svanfríður?
Hinn baráttuglaði össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, er nú á ferð um Austurland þar sem
hann stofnar ný flokksfélög á báðar hendur, i hverri byggð
og firði. Með honum í fundaferð eystra eru þeir Einar Már
Sigurðarson, þingmaður í Neskapstað, og hinn þingeyski
lögfræðingur, Örlygur Hnefifl Jónsson. Á hinn bóginn
vekur athygli að ekki skuli vera með í fóruneytinu hinir
þingmenn Samfylkingarinnar í Norðurkjördæmi, þau
Svanfríður Jónasdóttir og hinn íðOskarpi málafýlgju-
maður frá Siglufirði, Kristján L. MöUer. Draga menn af
þessu þá ályktun að tvö teymi þingmanna flokksins í kjör-
dæminu séu að myndast, ellegar sé um að ræða hreinan og
kláran klofhing.
Hringt í sendiherrann
Hermt er þessa dagana að síminn í sendi-
herrabústað íslands í Lundúnum hringi ótt
og títt og séu þá á hinum enda línunnar
áhyggjufuflir sjálfstæðismenn á Suðurlandi.
Mun þá fýsa að fá sinn flúna foringja burt úr
fjarlægðinni til að fyUa í skarð verðugs forystumanns í sín-
um röðum, eftir að Árni Johnsen varð að segja af sér þing-
mennsku á síðasta ári. Á hinn bóginn mun sendiherrann
gefa lítið fyrir þennan mikla áhuga á að fá sig aftur til bar-
áttu á sviði stjómmálanna, enn sem komið er...
Ummæli
Brotlending fjöldans og
hundraða fyrirtækja
Allt til alls nema tilgang í lífinu
„í þekktustu dæmisögu sinni segir Kristur frá týndum
syni. Og svo vel vfll þar tO að drengurinn finnst, kemur
heim og er reynslunni ríkari. Mér
fannst lengi undarlegt að hann segði
bara sögu af týndu bami - en ekki
týndum foreldrum. Sögu um foreldra
sem eru of uppteknir og fjarlægir barn-
inu sínu. En sú saga er líka í guðspjöll-
unum. Þið munið eftir sögunni um ríka
unglinginn. Hann kom tO Jesú af því að
hann vissi og fann að eitthvað vantaði - ekki fjármuni,
ekki þekkingu, ekki afþreyingu. Kristur sá það strax
hvað var að. Hann vantaði kærleika. Hann hafði ekki
lært að láta sér þykja vænt um annað fólk. Hann hafði
ekki komist í snertingu við hinn lifandi kærleika. Það
sem er ekki lært af bókum - sannleikann sem er ekki í
bókum, ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í fólki
með gott hjartalag - eins og Halldór Laxness segir svo
réttilega. Ríki unglingurinn, sem á bræður og systur á Is-
landi í dag - hann hafði aUt tO aUs nema tOgang í lífinu.
Markmið, sem væri þess virði að keppa að og lifa fyrir. „
Hjálmar Jónsson I prédikun í Dómkirkjunni.
„Ríkisstjóm sem sífeUt gumar af því að hún sé svo
ofsalega klár í efnahagsstjómun ætti ekki að óttast af-
nám verðbóta. Og ríkisstjóm sem tal-
ar um snertilendingu í efnahagslíflnu
og boðar að aUt sé í stakasta lagi hlýt-
ur að geta aihumið þetta hataðasta
fyrirbæri í lánakerfi peningalífsins.
Þetta vita aUir.
En málið er bara það að ríkisstjóm-
in þorir ekki að afnema verðbæturnar
af því að hún treystir ekki eigin efnahagsstjómun.
„Við skulum hafa verðbætumar, svona tU öryggis,"
segja ráðherrarnir sin á miUi, gæti ég trúað. Hin
mjúka „snertUending" er í raun „brotlending“ hund-
raða fyrirtækja og þúsunda einstaklinga og jafnvel fjöl-
skyldna. Endalausar okurdráttavaxtagreiðslur, okur-
vaxtagreiðslur, okurlántökukostnaður, verðbætur og
stöðugar skattahækkanir eins og eldri borgarar sýndu
nýlega fram bera þvi vitni.“
Karl V. Matthíasson í grein á bb.is
Hneykslið sem gufaði upp
Hvað gerist þegar
hneyksli gufar upp? Verð-
ur þá ekkert eftir? Eða
heldur gufan áfram að
vera móða á þjóðarsálinni
uns hún lætur hana ekki í
friði og krefst uppgjörs?
í öUu faUi er hneyksli sem gufaði
upp skyndUega komið í blöðin aftur.
Gjaldþrot Hafskips er óuppgert
hneyksli sem þjóðin ákvað að
gleyma en birtist nú eins og fortíð-
ardraugur og mörgum spumingum
reynist ósvarað.
Hafskip að sökkva?
Þessari fyrirsögn fylgdi áhrifa-
mikO mynd af sökkvandi skipi og
þannig hófst „Hafskipsmálið" í
Helgarpóstinum. Ritstjóri hans lýsti
þessu máli síðar sem hátindi ís-
lenskrar „rannsóknarblaða-
mennsku“. I öUu faUi voru afleiðing-
amar miklar: Útvegsbankinn var hf-
aður og síðan seldur á spottprís.
Hafskip var gert gjaldþrota og eign-
ir félagsins seldar Eimskipafélaginu
á spottprís. Hafskipsmenn voru
handteknir og Útvegsbankamenn
ákærðir. Fjölmiðlar voru helgaðir
málinu í mörg ár og margir stjórn-
málamenn léttu þung orð faUa um
hneykslið.
Nema hvað? Þegar málið loksins
fór fyrir rétt voru stjómendur Haf-
skips sýknaðir af flestum ákæruat-
riðum og Útvegsbankamenn af öU-
um. Raunveruleg rannsókn skOaði
ekki sama árangri og „rannsóknar-
blaðamennskan“ og eftir stóð gjald-
þrot sem var pínt fram af fjölmiðla-
hasar og röngum ákvörðunum opin-
berra aðOa. - Og síðan hefur verið
þögn um Hafskipsmálið.
Höndlað með uppreisn æru
SkyndOega er það hins vegar aftur
komið í fjölmiðla. Ekki vegna þess að
blaðamenn, stjórnmálamenn eða aU-
ur almenningur sem á sínum tíma
létu dólgslega, fögnuðu þegar Haf-
skipsmenn vom fangelsaðir og vildu
ekki heyra neitt annað en að hér
væri mikið fjármálahneyksli á ferð,
hafi haft áhuga á að taka málið upp.
Aðeins lifði einhver óljós kennd um
að gjaldþrot Hafskips væri óvenju-
legt að því leyti hvað mikið fékkst
upp í kröfur þó að eignirnar hefðu
verið seldar á versta tíma.
Sú sérkennflega staða hefur hins
vegar skapast að forstjóri Hafskips
er orðinn einn ríkasti maður Is-
lands, væntanlegur kaupandi Lands-
bankans og aðaleigandi Máls og
menningar. Hann og aðrir Hafskips-
menn hafa aldrei fengið uppreisn
æru og hún virðist raunar aðeins
fást keypt á íslandi. Það virðist ekki
vera réttsýni eða sektarkennd yfir
að hafa dæmt saklausa menn opin-
berlega sem opnar Hafskipsmálið
heldur breytt hlutfoU í íslensku við-
skiptalífi.
Þögn til hægri og vinstri
Árin eftir Hafskipsmálið voru vel-
mektarár „kolkrabbans" í íslensku
viðskiptalífi en þetta orð var notað
yfir Flugleiðir, Eimskip og tengd
fyrirtæki sem voru hér mjög áber-
andi í áratug eða svo en eru það
ekki lengur. Þessir aðUar högnuðust
á Hafskipsmálinu ásamt þeim sem
keyptu Útvegsbankann fyrir hálf-
virði og bjuggu tO íslandsbanka.
Ekki var viö þvi að búast að „kol-
krabbamenn" hefðu áhuga á að rifja
upp Hafskipsmálið og þaðan af síður
stjómmálamenn sem höfðu verið
iðnastir við að þyrla upp moldviðri
en þeir komu einkum úr Alþýðu-
flokki og Alþýðubandalagi sem þá
voru í stjórnarandstöðu. Þannig var
Hafskipsmálið skemmtflegt dæmi
um það hvernig ólíkir aðUar með
ólíka hagsmuni geta stundum sam-
einast í þögninni. Sem hefur ríkt
fram á þennan dag.
Umræðan sem aldrei varð
Hafskipshneykslið var látið gufa
upp. Enn hefur engin umræða farið
fram um réttmæti þess að Hafskip
var gert gjaldþrota eða hverjir réðu
því að sú ákvörðun var tekin. Enn á
eftir að fara yfir ferlið sem leiddi tU
sölu Útvegsbankans, og fjölmiðlar
og ýmsir starfandi stjómmálamenn
eiga svo sannarlega eftir að gera
upp sinn þátt í Hafskipsmálinu.
Þetta var alvarlegt mál þar sem
margir báru margt á saklausa. Er
ekki full ástæða tU að farið sé í
gegnum slík mál?
Hneyksli mega ekki gufa upp. Þó
að glæpirnir sem áttu að hafa verið
framdir hafi horfið er ekki þar með
sagt að enginn hafi hegðað sér
skammarlega.