Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002
27
i.
Sport
Meistarinn
byrjar vel
Öm Ævar Hjartarson, úr Golf-
klúbbi Suðumesja, ætlar að gera
sitt til að verja titilinn en hann lék
fyrsta hringinn best allra. Örn Æv-
ar fór hringinn á 66 höggum eða
fjórum undir pari. Fæstir áttu von á
Emi Ævari eins sterkum eins og
raun bar vitni en Öm sýndi það að
hann er engum líkur. Með því að
leika hringinn fjórum undir pari
jafnaði Öm Ævar vallarmetiö á
Strandarvelli sem Birgir Leifur Haf-
þórsson setti 1995 þegar Landsmótið
fór fram á sama velli.
Margir kylfmgar voru að spila vel
í gær og fóru 11 keppendur hringinn
á undir pari. Tryggvi Valtýr
Traustason, GSE, fór á þremur und-
ir pari en hann lék fyrri niu holurn-
ar á aðeins 30 höggum en fór síðan
seinni níu á 37 og því samanlagt 67
höggum. -Ben
Örn Ævar Hjartarson úr GS.
Ólöf María Jónsdóttir úr Keili.
Ólöf María var
með vallarmet
Ólöf María Jónsdóttir úr Keili sló
í gær vallarmet Ragnhildar Sigurð-
ardóttur á Strandarvelli á Hellu, lék
á höggi undir pari og náði tveggja
högga forustu á Herborgu Amars-
dóttur, GR, á fyrsta degi íslands-
móts kvenna en keppni verður fram
haldið í dag og um helgina.
Herborg byrjaði titilvömina frá-
bærlega, lék fyrstu tíu holurnar á
fjórum höggum undir pari en tapaði
þá funrn höggum á næstu flmm hol-
um. Þær tvær vora annars í
nokkrum sérflokki en í þriðja sæti
eftir fyrsta dag koma þær Þórdís
Geirsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir,
báðar úr Keili, sjö höggum á eftir
Ólöfu Maríu. í 5. til 8. sæti eru síð-
an þær Ragnhildur Sigurðardóttir,
GR, Nína Björk Geirsdóttir, GKJ, og
Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR, en
allar léku þær á níu höggum yfir
pari í gær. -ÓÓJ
Sigurveraarinn í tugþrautinni,
Roman Sebrle, hér hægra megin
ásamt Erki Nool frá Eistlandi sem
varö í öðru sæti meö 8438 stig en
Sebrle hafði nokkra yfirburði a EM
og endaöi með 8800 stig.
Tugþrautinni lauk í gær:
Jon Arnar varð fjórði
- Rússinn Lev Lobodin átti frábæran seinni dag og náði þriðja sætinu
Jón Amar Magnússon endaði í
fjórða sæti í tugþrautinni sem lauk
í gær. Jón Amar var að berjast um
þriðja sætið en varð að láta sér það
fjórða nægja og má vel við una. Jón.
fékk 8238 stig en Rússinn Lev
Lobodin varð í þriðja sæti með 8390
stig. Tékkinn Roman Sebrle var í
sérflokki og varð Evrópumeistari
með 8800 stig og var aðeins 11 stig-
um frá meti Daily Thompson frá
Bretlandi sem margir muna eftir frá
árum áður. Sebrle var klaufi að
bæta ekki metið en slæm frammi-
staða hans í 1500 m hlaupinu kom í
veg fyrir það.
Fyrir 1500 m hlaupið var ekki
langt á milli Jóns og Lobodins en
1500 m hlaup hefur aldrei verið sér-
grein Jóns og því voru ekki miklar
líkur á að hann færi upp fyrir
Lobodin.
„Vésteinn Hafsteinsson landsliðs-
þjálfari var ánægður með frammi-
stöðu Jóns á mótinu. „Jón átti ágæt-
is dag á meðan Lobodin átti frábær-
an dag. Það sást snemma hvert
stefndi. Jón stóð sig mjög vel í spjót-
kastinu og kastaði mun lengra en
hann hefur oft gert. Grindarhlaupið
var frekar lélegt. í heildina litið er
þetta mjög gott hjá honum.
Hann er sjálfur svona mátulega
sáttur og íþróttamenn eru yfir höf-
uð aldrei sáttir því þeir vilja alltaf
gera enn betur. Það segir sig sjálft
að hann hefði frekar viljað bronsið
en fjórða sætiö. Hann hefur núna
verið í fjórða sæti á síðustu tveimur
Evrópumeistaramótum. í heildina
litið má hann vera sáttur við sitt,“
sagði Vésteinn.
Þórey Edda verður í topp átta
Hann sagðist bíða spenntur eftir
að sjá Þóreyju Eddu Elísdóttur í úr-
slitum stangarstökksins í dag og er
viss um að hún verði í einu af átta
efstu sætunum eftir daginn.
„Þórey Edda gerði frábæra hluti í
undankeppninni. Hún er frekar
meiðslagjöm, er há og grönn og
fyrrverandi fimleikastelpa. Það er
mjög algengt að fimleikastelpur séu
með í baki. Hún fékk i bakið í vetur
og var frá í hálft ár. Hún missti af
öllu innanhússtímabilinu út af því.
Hún hefur ekki náö að undirbúa sig
sem skyldi þar sem hún komst ekki
inn á þessi stóru mót og þvi er þessi
frammistaða hennar hér alveg frá-
bær. Hún var sjötta í Edmunton í
fyrra og fylgir því síðan eftir með að
komast í úrslit hérna. Ég er gríðar-
lega ánægður með hennar frammi-
stöðu og er allt plús sem hún kemur
til með að gera í úrslitunum," sagði
landsliðsþjálfarinn. -Ben
Bjóða áskrift að landsleikjum
Knattspyrnusamband íslands býð-
ur íslenskum knattspyrnuáhuga-
mönnum upp á sérstaklega gott tU-
boð gerist þeir áskrifendur að lands-
leikjum haustsins. íslenska A-lands-
lið karla mun spUa fjóra leiki á Laug-
ardalsvellinum á næstu tveimur
mánuðum rúmum, tvo vináttulands-
leiki og tvo leiki í undankeppni EM.
ísland leikur gegn Andorra 21.
ágúst, gegn Ungverjalandi 7. septem-
ber, gegn Skotlandi 12. október og
gegn Litháen 16. október. MikU að-
sókn er í Skotaleikinn og gæti sam-
bandið selt stóran hluta miðanna tU
skoskra áhangenda.
Dagana 10. tU 17. ágúst næstkom-
andi er hægt að gerast áskrifandi að
hagstæðu tUboði þar sem menn geta
keypt miða á aUa fjóra leikina í betri
sætin á 6000 krónur og í lakari sætin
á 4000 krónur. Væru sömu miöar
keyptir á leikdegi myndi það kosta
samtals 10.500 krónur í betri sætin og
8.000 krónur í þau lakari.
TU þess að gerast áskrifandi, en
um 3500 miðar eru í boði, þarf aö
kaupa miðann á Netinu með
greiðslukorti. Hægt er aö kaupa þá
bæði á www.ksi.is og á www.esso.is
en áskrifandi greiðir fyrir leikina og
fær miðana aíhenta fyrir hvern leik á
þjónustustöð Esso að eigin vali. Þess
má geta að ávallt er veittur 50%
afsláttur fyrir 16 ára og yngri.
-ÓÓJ
Bland í poka
Dikembe Mutombo, margfaldur
stjörnuleikmaður í NBA-deildinni,
er farinn til New Jersey i skiptum
fyrir Keith Van Horn og Todd
MacCulloch. New Jersey vonast
til að Mutombo geri gæfumuninn
næsta vetur og auki líkur liösins á
að vinna meistaratitUinn. í staöinn
fær Philadelphia 76ers tvo framtíö-
arleikmenn en Mutombo er orðinn
36 ára.
Hinn 40 ára gamli John Stockton
hefur ákveðið að leika áfram með
Utah Jazz á næstu leiktiö sem verð-
ur hans 19. tímabU i NBA. TU stóð
að Stockton myndi hætta eftir frá-
bæran ferU en hann segir að hann
hafi aUtaf jafn gaman af því að spUa
körfubolta og ætli að halda því
áfram. Stockton er einn besti leik-
stjórnandi NBA-deUdarinnar þrátt
fyrir nokkuð háan aldur fyrir
íþróttamann og því eru þetta mikU
gleðitíðindi fyrir Utah-liðið.
Damon Stoudamire, leikstjórn-
andi Portland TraU Blazers, mun
ekki verða ákærður fyrir að hafa í
fórum sinum marijúana. Brotist
var inn á heimUi leikmannsins fyr-
ir skömmu og þegar lögreglan fór á
heimUi Stoudamire fann hún dópið.
Dómari ákvað það að ekki væri
hægt að nota efnið sem sönnun þar
sem engin leitarheimUd var til stað-
ar þegar efnið fannst.
Jason Kidd, leikstjómandi New
Jersey Nets, mun ekki leika með
bandaríska landsliðinu á HM í sept-
ember vegna meiðsla. Það á ekki að
koma að sök þar sem nóg er af frá-
bærum leikmönnum í NBA-deUd-
inni og óhætt að segja að maður
komi i manns stað. Stöðu Kidds tek-
ur Baron Davis sem leikur með
New Orleans Homets.
Arsenal-klúbburinn á íslandi ætl-
ar að hittast á Ölveri í kvöld og hita
upp fyrir leiktíðina sem í vændum
er í enska boltanum. Arsenal-klúbb-
urinn á einmitt 20 ára afmæli í ár
og er samkoman á morgun byrjun-
in á glæsUegri afmælisdagskrá sem
stendur í nokkrar vikur. Allir eru
velkomnir í kvöld og hefst fjörið kl.
20.30 og verður m.a. frumsýning á
mörkum Arsenal á síðustu leiktíð
og viðtölum.
Stuðningsmenn Leeds United hér á
landi ætla að hefja timabilið í
ensku knattspyrnunni með þvi að
halda golfmót á SetbergsveUi annað
kvöld. Leiknar verða níu holur og
verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu
sætin. Hægt er að skrá sig á heima-
síðunni ledds.is.
í umfjöllum blaösins af Ung-
lingalandsmótinu sem fram fór í
Stykkishólmi síðustu helgi var
rangt farið með sigurvegara í flokki
11-12 ára stúlkna en það voru
sprækar stelpur i SnæfeUi sem fóru
með sigur af hólmi. Þá sigraði
Hreiöar Hauksson í tölti 14-16 ára
en ekki Eva K. Kristjánsdóttir eins
kom fram.
Tveir leikir fóru fram í norsku bik-
arkeppninni i gær þar sem Ströms-
godset sigraði Hödd 2-1 og Moss og
Valerenga gerðu 2-2 jafntefli.
Heims- og ólympíumeistarinn Ro-
bert Korzeniowski frá Póllandi
gerði sér lítið fyrir og setti heims-
met í 50 km göngu i gær þegar hann
gekk leiðina á 3:36,39.
Christian Olsson frá Svíþjóð sigr-
aði í þrístökki í gær þegar hann
stökk 17,53 m. Annar varð Charles
Friedek frá þýskalandi en hann
stökk 17.33.
Olesya Zykina frá Rússlandi sigr-
aði í 400 m hlaupi á tímanum 50.45
sekúndur en Grit Breuer frá
Þýskalandi kom önnur í mark á
50.70 í þriðja sæti varð Lee
McConnell frá Bretlandi en hún
hljóp á 51.02.
í 800 m hlaupi var það Jolanda
Ceplak frá Slóveníu sem sigraði á
1:57,56 Önnur varð Mayte Mart-
inez frá Spáni en hún kom í mark
á tímanum 1:58.86 og bronsiö fékk
Kelly Holmes frá Bretlandi en hún
hljóp á 1:59.83.
MikU dramatík var í 1500 m hlaupi
karla en Mehdi Baala sigraði eftir
að hafa kastað sér fram þegar hann
kom að markinu og var rétt á und-
an Spánverjanum Reyes Esteves.
Fabio Cannavaro hefur verið seld-
ur frá Parma tU Inter Milan og
hefur leikmaðurinn samið við MU-
an-liðið. Gerður var 4 ára samning-
ur.
-Ben
r