Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 Skoðun 30^ Spurning dagsins Ferðu oft í klippingu? Brynja BJörk Gunnarsdóttir nemi: Ég fer á tveggja mánaöa fresti. Karen Jónsdóttir nemi: Nei, ég er aö safna hári og lita mig sjálf en ef ég fer þá fer ég á Grímu, þaö er besta stofan. Davíö Andri Jakobsson nemi: Ég fer meö svona tveggja mánaöa millibili. Ari Jónsson nemi: Ég fer mjög sjaldan, kannski meö svona hálfs árs millibili. Davíð Arnar Jónsson nemi: Ég fer svona fjórum sinnum á ári. Þorvaldur Jónasson nemi: Ég myndi segja 3-5 sinnum á ári. Formaður húseigenda talaði um ýmsa leigutaka sem skrúðklætt hyski - fyrri grein: Uppáklætt hyski á lúxuskerrum Stefanía Þorgrimsdóttir skrifar:_________________________ Á neytendasíðu DV. 27. ágúst birtist umfjöllun um húsaleigu- markaöinn. Margt var þar fróðlegt fyrir byrjendur á þessum mark- aði, s.s. upplýsingar um verðlag og fleira. Sem leigjandi sl. 12 ár í Reykjavík las ég allan pakkann af athygli en þó einkum viðtal við formann Húseigendafélagsins, Sigurð Helga Guðjónsson. Mér er ekki ljóst hvort ummæli þess manns ber að skilja sem ósmekklegt grín, vanþekkingu, ellegar fordóma. Orðbragð hans var með þeim hætti að ég veigra mér við að hafa það eftir og kalla þó ekki allt ömmu mína í þeim efnum. Samheiti hans yfir okkur leigu- taka var „Skrúðklætt hyski“ og lái mér hver sem vill að vera ósátt við slíkan stimpil - sem kannski lýsir fremur innri manni stimpl- leyfilegt táldist að ber- hátta skrúðklcett fólk í þeim fróma tilgangi að ganga úr skugga um heið- arleik þess, og stingur upp á að slíkt verði tekið upp á nýjan leik ..." arans en þeim sem fyrir honum verða. í viðtalinu lýsir Sigurður átak- anlega hvernig uppáklætt hyski á lúxuskerrum, vopnað hátækni- búnaði ginnir grandalausa húseig- endur í vafasöm viðskipti. Vitnar hann síðan til Jónsbókar hvar leyfilegt taldist að berhátta skrúð- klætt fólk í þeim fróma tilgangi að ganga úr skugga um heiðarleik þess og stingur upp á að slíkt verði tekið upp á nýjan leik, þótt hann telji að spilla myndi ánægju þessa gjömings bann sömu lög- bókar þar sem tekur til kvenfólks. Nú er ég ekki löglærð persóna og e.t.v. af þeim sökum hulin ráðgáta hvemig slíkur spjaratætingur utan af fólki segi af eða á rnn heið- arleika þess, greiðslugetu eða ann- að þvíumlíkt. Ef undan er skilinn almennur perraháttur dettur mér helst i hug til skýringar uppástungu Sigurðar ummæli hans i lok viðtalsins: „Hyski er farið að ganga í skrúð- klæðum ..." og „Nú þykir sem sagt ekki tiltökumál að alls kyns lúðar séu flottir í tauinu. Það er bara nánast orðið löglegt." Af þessum orðum má ráða að einhvem tím- ann hafi varðað við lög að leigu- takar, þ.e. „hyski“ og „lúðar“ skv. orðabók Sigurðar, gengju sóma- samlega til fara. Seinni grein Stefaniu birtist á morgun. Hver stelur og hver ekki? Sigrióur Ólafsdóttir skrífar: Sem áhorfandi í verslun sá ég óskemmtilega sjón við afgreiðslu- borðið. Það var klappað á öxl 8 eða 9 ára polla og hann beðinn að afhenda það sem hann væri með í pokanum og í buxnavasa sínum. Hann var leiddur þama eins og lamb til slátrunar að mörgum ásjáandi. „Það var klappað á öxl 8 eða 9 ára polla og hann beðinn að afhenda það sem hann vœri með í pokanum og í buxnavasa sínum. “ Nú langar mig aðeins að spyrja: Segjum sem svo að í sporum stráksa hefði staðið pels- og purp- uraklædd frú. Hefði hún fengið sömu meðferð? Gæti ekki verið að hún hefði fengið aðeins létt klapp á öxl og bendingu um viðtal? Ég vona bara að drengnum hafi þetta verið áminning - en um leið minni ég á að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Eða ertu ef til vill að gabba mig? Garri gleðst yfir því að nafh hans var loks samþykkt af mannanafnanefnd. Tók hann sig því til með móður sinni á laug- ardaginn og lét skíra sig Garra eftir að hafa í þjóðskrá heitið Torfhildur Hólm frá fæðingu. Eftir skímina sem fór fram í Dómkirkjunni hemtaði mamman að fara með soninn á Kaffi París þar sem mæðginin fengu sér í glas. Garri er frekar hófstilltur í drykkju sinni og hefur í gegn- um tíðina aðallega einbeitt sér að bjór og léttvíni. Móðir hans er hins vegar annál- aður drykkjuvargur og gerði, eins og frægt varð á sínum tima, allt vitlaust í Tjarnarrétt í Kelduhverfi þegar hún klæddi sig úr að ofan og söng Those were the days my friends, I thought they’d never end. Power to the people Mamma Garra vildi fara á Paris af því hún vildi hitta Jörmund Inga, fyrrverandi allsheijar- goða. „Hann er svo mikið krútt,“ hafði mamma sagt og svipaðist um en sá hvergi Jörmund, bara nokkur gömul skáld. „Æi, fjandinn," dæsti kerla en ákvað samt að setjast. Það var heldur ekki á hverjum degi sem fullorðnir synir voru skírðir. Mamma var róttæk á sínum yngri árum. „Power to the people,“ var hún vön að arga þeg- ar hún hafði sporðrennt fjórum Gammeldansk og einum Jagermeister. Laugardagurinn varð engin undantekning. „Það sem við þurfum er bylting!" hrópaði sú gamla í enda fyrirlestrar sem hún hélt á borði þrjú og fjallaði um þróun í fjár- magnseign á íslandi síðustu árin og miðaði hún þar við tölur Hagstofunnar. Baugabrot „Við verðum að velta auðvaldinu úr sessi," hvislaði mamma að Garra. „Þessir nýju fjármagnseigendur eru ofboðslega pirrandi. Gamli kolkrabbinn er miklu krúttlegri. Þeir eru miklu fyrirsjáanlegri. Þeir eiga líka sinn eigin stjórnmálaflokk og því ekkert vesen á þeim.“ Mamma Garra reifaði söguþráðinn í Baugsmálinu í stórum dráttum og fór með viðeigandi fer- skeytlur á nokkrum stöðum í frásögninni. „Það sem við þurfum að gera, sonur sæll,“ sagði hún, „er að semja söngleik. Hann gæti heitið Baugabrot og hægt væri að flétta Laxdælu og persónum hennar saman við nútímann. í upphafi gæti kór í grísk- klassískum stíl stigið fram og sungið: Sjáöu hér er Baugur. Já það sé ég. Og gamall snekkjudraugur. Já hann er hér. Ertu nú alveg viss um? Já það er ég. Eöa ertu ef til vill aö gabba mig? CsPurrl Umönnun alzheimersjúklinga er erfiö. Takk fyrir, Nýtt líf og Friðbjörg! Guðrún Jðnsdðttir skrifar: Loksins er farið að tala eitthvað af viti um málefni þeirra sem eru með alzheimer-sjúkdóminn. Það hefur ríkt nánast alger þögn um þennan al- varlega sjúkdóm enda eiga alzheimersjúklingar fáa talsmenn. Það eina sem ég i raun hef séð af viti um málið var í frábæru viðtali í Nýju lífi við Friðbjörgu Óskarsdóttur. Friðbjörg á mann með alzheimer og þekkir af biturri reynslu hvað það er mikið álag að vera með svona mik- inn sjúkling inni á heimili. Mig lang- ar að þakka Nýju lífi og Friðbjörgu fyrir að hafa rutt brautina fyrir þessa umræðu. Pabbi minn er alzheimer- sjúklingur þannig að ég þekki þessi mál af eigin raun. Gata notuð sem lager og samastaður verktaka Jóhann Ólafsson skrifar: ístak hf. hefur í sumar unnið að því að skipta um lagnir í Akurgerði og Breiðagerði i Smáibúðahverfmu. Milli þessara gatna er Gundargerði sem lítið verður unnið í. Þrátt fyrir það finnst fyrirtækinu og gatnamála- stjóra fyrir hönd borgarinnar sjálf- sagt að nota Grundargerði sem lager- pláss og samastað. Er hluti götunnar nánast lokaður með gámum og tækj- um. En þó tók steininn úr þegar starfsmaður ístaks lagði flutninga- vagni framan við brunahana um kl. 16 á miðvikudaginn var og sagði hann verða þar smástund. Vagninn var svo fjarlægður um hádegisbilið á fimmtudag. Upplýsingaskilti um framkvæmdir er við gatnamót Breiðagerðis og Sogavegar. Heilagur andi betri heilsunni en vínið Grétar Rðbert Haraldsson skrifar: Þegar ég var fermdur í Fríkirkjunni 1954 fékk ég gefins stóra Biblíu hjá séra Jóni Thorarensen í Nessókn. Núna hef ég lesið Biblí- una í 48 ár. Ég átti lengi í baráttu við Bakkus, alveg frá 1956 til 1988, eða í 32 ár. Á þessu tímabili, árin 1977 til 1980, stundaði ég AA í Tjarnargötu 3c og 5c og víðar í borg- inni. Þar og í Biblíunni lærði ég að heilagur andi Guðs í okkur öllum er heilsunni betri en vín. Ég vona að drykkjusjúklingar finni sannindin í þessum orðum og vona að þau verði þeim til hjálpar í baráttunni. Neyðarblys valda vandræðum Kópavogsbúi hringdi: Ég las í DV frétt um neyðarblys yfir Kársnesi og sá það reyndar með eigin augum. Það sjá væntanlega all- ir hvert ábyrgðarleysi er að tendra slíkt blys. Því miður sér maður oft heOu flugeldasýningamar utan lög- legs sprengitíma um áramótin. Mér finnst þetta fremur hvimleiður ósiður en lögreglan virðist ekkert hafast að til að stöðva gauraganginn. wssnmsŒ: Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.