Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 11 DV Utlönd Bandaríkjaforseti tilbúinn að fara einn inn í írak: Saddam biðlar til SÞ um að koma í veg fyrir árás REUTERSMYND Forsetafrúin með í barnatíma Laura Bush, húsfreyja í Hvíta húsinu í Washington, er hér í góöum fétagsskap þeirra Sydney Martinez, Siennu Jeffries og brúöu úr einhverjum frægasta barnaþætti í bandarísku sjónvarpi, Sesame Street. Forsetafrúin las upp fyrir nokkra krakka í New York í gær og var lesturinn tekinn upp fyrir þennan vinsæla þátt. Bandarík j amenn: Greina hryðjuverkastarf- semi í Jemen og Georgíu Varavamamálaráðherra Banda- ríkjanna, Paul Wolfowitz, segist hafa vitneskju um virka hryðju- verkamenn í arabalandinu Jemen og Kákasuslandinu Georgíu, sem séu að þjálfa sig fyrir og skipuleggja ilivirki á laun. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans fyrir bandarískri þingnefnd sem rannsakar hryðju- verkaárásina á Bandaríkin í fyrra. Óttast er að næsta kynslóð hryðjuverkamanna sé þar með fundin. Að sögn Wolfowitz eru Bandaríkin byrjuð að efla getu Ge- orgíu og Jemen til þess að buga hryðjuverkamenn. Bandaríkjamenn hafa ekki jafnít- arlegar upplýsingar um gerjun hvers kyns hryðjuverkastarfsemi í þessum tveimur löndum og þeir gerðu þegar árásunum í Afganistan var hleypt af stokkunum. Þykir Paul Wolfowitz Bandaríski varavarnamálaráöherr- ann segist vita um virka hryöjuverka- starfsemi í Georgíu og Jemen. þessi upplýsingaskortur benda til þess að þjálfunarbúðirnar séu nýtil- komnar. „En ef við höfum réttlæt- andi upplýsingar og löndin eru ekki tilbúin í slaginn verðum við að fmna út úr þessu sjálfir," sagði ráð- herrann. Spurður um hvort önnur hryðju- verkasamtök en al-Qaeda væru fær um árásir á Bandaríkin svaraði Wolfowitz því að hin palestínsku Hizbollah-samtök væru til alls lík- leg. Hins vegar hafi samtökin hing- að til takmarkað umsvif sín við Mið-Austurlönd og miðhluta Suður- Ameríku. Embættismenn innan bandaríska njósnageirans eru margir á þeirri skoðun aö mestu mistök síðasta ára- tugar hvað varðar al-Qaeda hafl ver- ið að ráðast ekki gegn þjálfúnarbúð- um þeirra með vopnavaldi. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hvatti þingmenn í Washington til að heimila hernaðaraðgerðir gegn írak og varaði jafnframt Sam- einuðu þjóðimar við því að hann væri reiðubúinn til að gripa til ein- hliða aðgerða. Saddam Hussein íraksforseti sakaði Bush á sama tíma um lygar til þess eins að koma höndum yfír olíulindir Mið-Austur- landa og hann biðlaði til SÞ um að samtökin kæmu i veg fyrir árás Bandarikjamanna á landið. Bush sendi þingheimi uppkast að ályktun þar sem forsetanum er gef- in heimild til að beita öllum þeim aðferðum sem hann telur viðeig- andi, þar á meðal valdi, gegn Saddam. Þá ítrekaði Bush það yfir- lýsta markmið sitt að steypa Saddam af stóli. Forystumenn í Bandaríkjaþingi sögðu i gær að þeir myndu þrýsta á að breytingar yrðu gerðar á orða- lagi ályktunar Bush og að aukin áhersla yrði lögð á samvinnu við aðrar þjóðir. Saddam Hussein sagði í bréfi til SÞ í gær að hann réði ekki yfir gjör- eyðingarvopnum og sakaði banda- rísk stjómvöld um að búa til afsak- anir til að geta ráðist á írak. Það var Naji Sabri, utanríkisráð- herra íraks, sem las bréfið frá Saddam á fundi Allsherjarþingsins. Eins og vænta mátti sögðu emb- ættismenn í Hvíta húsinu að yfir- lýsingin frá Saddam hefði valdið þeim nokkrum vonbrigðum. Hans Blix, yfirmaður vopnaeftir- lits SÞ, sagði fréttamönnum f gær að fyrstu flokkar eftirlitsmanna kynnu að geta farið til íraks undir miðjan næsta mánuð og taka til starfa fljótlega þar á eftir. Vopnaeftirlitsmenn eru undir miklum þrýstingi að hefja störf í írak sem allra fyrst til að hægt sé að ganga úr skugga um að írakar ætli að standa við yfirlýsingar sínar um að hleypa eftirlitsmönnunum aftur inn í landið. Tæp fjögur ár eru frá því vopnaeftirlitsmenn fóm þaðan. Ágreiningur er innan Öryggis- ráðs SÞ um afstöðuna til tilboðs stjórnvalda í Bagdad um að heimila vopnaeftirlit á ný. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að bandarísk stjórnvöld myndu finna leiðir til að koma í veg fyrir að vopnaeftirlitsmenn færu til íraks, nema Öryggisráðið sendi frá sér ályktun um málið. Powell sagði á fundi með þing- nefnd að Öryggisráðið yrði að gera íröskum stjómvöldum grein fyrir alvarlegum afleiðingum þess að vera ekki samvinnuþýð við vopna- eftirlitsmennina. Að sögn fréttamanns breska út- varpsins i Bandaríkjunum var Powell utanríkisráðherra með orð- um sínum í raun að setja Öryggis- ráðinu úrslitakosti. Naktir í skóm ekki allsnaktir Sjö karlmenn sem töldu sig hafa ekkert að fela í Gay Pride-göngu homma og lesbía í Toronto í Kanada hafa verið sýknaðir af ákæru um að spranga um allsnaktir á almanna- færi. Mennirnir vora nefnilega allir í skóm, og það gerði gæfumuninn. Sjömenningarnir, sem tilheyra hópi sem kallast Allsnaktir Torontokarlar sem líkar nekt, voru handteknir og ákærðir fyrir ósið- semi þegar þeir sprönguðu um göt- ur Toronto í skóm og sólaráburði einum fata. Saksóknarar ákváðu hins vegar að falla frá öllum ákærum þegar þeir geröu sér grein fyrir því að litl- ar líkur væru á sakfellingu, að sögn lögmanns hinna nöktu. REUTERSMYND Setur úrslitakosti Colin Powell, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, setti Öryggisráöi SÞ í raun úrslitakosti í gær þegar hann hótaöi aö koma í veg fyrir aö vopna- eftirlitsmenn færu til íraks. Anfinn Kallsberg Lögmaður Færeyja er sagður ánægöur meö samstarfsviljann milli Dana og Færeyinga. Sjálfstæði Fær- eyja ekki lengur efst á blaðinu Anders Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, hefur nú borist skýrsla frá umboðsmanni sin- um í Færeyjum þar sem fram kem- ur að sjálfstæði eyjanna sé ekki lengur efst á blaði hjá færeyskum stjórnmálamönnum. Birgit Kleis ríkisumboðsmaður segir í skýrslu sinni að Færeyingar leggi nú meiri áherslu á önnur mál, svo sem félags- og heilbrigðismál. Danska fréttastofan Ritzau segir að umboðsmaður upplýsi danska forsætisráðherrann um það að An- finn Kallsberg, lögmaður Færeyja, sé afskaplega ánægður með þann mikla samstarfsvilja sem nú riki í samskiptum stjómvalda í Þórshöfn og Kaupmannahöfn vegna yfirtöku Færeyinga á málaflokkum sem til þessa hafa verið undir stjórn Dana. m Arnoldo Aleman Er sagöur hafa stolið 9 milljöröum í forsetatíö sinni. Nikaragúa: Klofið þing rekur spilltan forseta Rétt rúmur helmingur þings Nik- aragúa var viðstaddur þegar sam- þykkt var að leysa þingforsetann Arnoldo Aleman frá störfum í gær. Brottreksturinn er liður í því að svipta Aleman þinghelgi, en hann er sakaður um að hafa stolið tæpum níu milljörðum króna úr opinberum sjóðum á meðan hann þjónaði landi sínu sem forseti frá árinu 1997 til 2002. Auk Alemans fengu flmm aðrir fylgismenn hans úr stjómsýslu- nefnd þingsins að fjúka, en forset- inn fyrrverandi hafði notað nefnd- ina til þess að koma í veg fyrir lýð- ræðislegar tilraunir meirihluta þingheims til að svipta hann þing- helgi. Enrique Bolano, núverandi for- seti Nikaragúa, leiðir sóknina gegn Aleman, en hann var varaforseti þess síðarnefnda. Sjálfur segir Al- eman aðgerðir þingsins vera póli- tískt samsæri. Sahara hopar fyr- ir gróðurþekjunni Nýjar gervihnattamyndir leiða í ljós að suðurhluti Sahara-eyðimerk- urinnar í Afríku hefur grænkað talsvert undanfarið. Um er að ræða belti allt frá Máritaníu í vestri tfl Eritreu við Rauðahaflð í austri. Svæði sem urðu undir sandflæminu fyrir áratugum siðan eru nú að grænka og hefur þetta verið stöðug þróun síðasta áratugs. Aukinni úrkomu og bættri rækt- unartækni hefur verið þakkað fyrir vöxtinn. Tekið hefur verið eftir að svæði í kringum ákveðin þorp hefur vaxið meiri gróður en annars staðar og kemur þar mannanna hjálp við sögu. íbúar í eyðimörkinni raða steinum í sandauðninni þar sem hún hallar sem veldur því að rign- ingarvatnið á auðveldara með að smjúga inn í jarðveginn og í kjölfar- ið fýkur efsta lag jarðvegarins ekki eins glatt á brott. Þar með eru svæði sem fyrir áratug siðan voru auðnin ein nothæf tfl landbúnaðarfram- leiðslu. Mnspjöld ...íemum wnurn! ■*' STAFRÆNA PRENTSTOfAN L E T U R Síðumúla 22 - Sími: 533 3600 Netfang: stafprentestafprent.is - Veffang: www.stafprent.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.