Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Síða 32
Jt. ■2 V. •* v'm v > FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö t hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 1 1 Viðbótarlífeyrisspamaður Allianz (jíí) I FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ 1 - Loforð er íoforð I l FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 Sími: 533 5040 - www.allianz.is Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík: Geir stefnir á sæti Björns Bjöm Bjamason segist stefna á eitt af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik en Geir H. Haarde segist sækjast eftir öðru sæti. Stjórn fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík ákvað í gær að leggja til við almennan fulltrú- aráðsfund að skipan á lista í nýju Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ráðist í sameiginlegu prófkjöri sem haldið verði 22. og 23. nóvember. Fyrir síðustu þingkosningar skipaði Björn annað sæti á lista flokksins í Reykjavík og Geir þriðja sæti, en síðast fór fram prófkjör fyrir þingkosningar hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavik áriö 1994. „Ég er ráðinn í að sækjast eftir fyrsta sæti í öðru hvoru kjördæmanna, sem þýðir að ég óska eftir kjöri í annað sæti í sameiginiegu prófkjöri," segir Geir H. Haarde. Hann segist ekki sjá fyrir hvort það stefni í hörð átök Björn á eitt af efstu Gelr H. Haarde. Björn Bjarnason. um efstu sætin. „Ég veit það ekki. Auðvitað er alltaf eitthvað slíkt á ferðinni, það er ekki óeðlilegt, en nú er verið að raða upp á nýtt á nýjum forsendum þannig að mér finnst eðlilegt að flokkurinn stilli formanninum efstum í öðru kjördæminu og varaformanninum efstum í hinu,“ segir Geir. „Ég stefni á eitt af efstu sætunum," segir Bjöm Bjamason. Það er því ekki um beinan, yfirlýst- an slag um annað sætið að ræða. „Ég keppi að sem mestum stuðn- ingi,“ segir Bjöm. „Það er mjög mikils virði fyrir mig þegar ég er að takast á við þessi nýju verkefni í borgarstjóm. En ég hef aldrei boðið mig fram gegn neinum í prófkjöri í flokknum heldur fremur viljað styrkja samheldnina þar.“ Margeir Pétursson, formaður fulltrúaráðsins, segir að algjör sam- staða hafi verið um þessa niður- stöðu í stjóminni. Hann gerir ráð fyrir að framboðsfrestur verði til 20. október eða þar um bil en ákvörðun um það verður tekin á almennum fulltrúaráðsfundi eftir um hálfan mánuð. Samkvæmt reglum flokksins ræður hlutkesti því á lista hvors Reykjavíkurkjördæmanna sigurvegari í sameiginlegu prófkjöri tekur sæti. Sá sem hafnar í öðru sæti skipar fyrsta sæti í hinu kjördæminu og svo koll af kolli. -ÓTG Enn að brjótast inn Lögreglan í Reykjavík fékk í nótt tilkynningu um mann sem var að brjótast inn í bílageymslu. Var hann handtekinn en svo virtist sem hann hefði ætlað að brjótast inn í bíla. Þetta er sami maður og braust inn í Biskupsstofu fyrr i vikunni. Er þetta þriðja nóttin í röð sem hann er handtekinn vegna innbrota. Eftir síendurtekin brot getur komið að því að menn em vistaðir 1 síbrotageymslu en umræddum manni var sleppt eftir yfirheyrslur í nótt. -hlh Ráðist á mann Ráðist var á mann í Breiðholti í nótt. Fékk hann áverka í andliti. Að sögn lögreglu virtist maðurinn vita hverjir árásarmennimir voru en var ófús að segja til þeirra. Er talið líklegt að atvikið tengist fíkniefnaskuldum og að árásar- mennimir hafi verið handrukkarar. -hlh EINN EINN TVEIR NEYÐARLlNAN ^ LÖGREGLA SLÓKKVIUÐ SJÚKRALIÐ j Grímseyingar varaðir við jarðskjálftum: Ekki mikið sofið I nótt - hreppstjórinn kvíðinn út af fólkinu „Við komum saman, hrepps- nefiidin og ég, hringdum í alla eyjabúa fyrir mið- nætti og létum vita hvemig málin stæðu. Fólk kvaðst ætla að taka til hjá sér og hugsa vel fyr- ir börnunum. Ég viðurkenni að ég svaf ekki mikið í nótt. Ekki var ég kvíðinn út af sjálfum mér en var það gagnvart fólkinu í eynni og sérstak- lega börnunum," sagði Bjami Magn- ússon, hreppstjóri í Grímsey, við DV í morgun. Jarðskjálftar héldu áfram í nótt og færðu sig nær Grímsey. Upptökin eru nú um 15 km frá eynni. Ragnar Stef- ánsson jarðskjálftafræðingur ræddi við Bjarna og Óttar Jóhannsson odd- vita í gærkvöld - varaði þá við hættu á stórum skjálfta, jafnvel að stærð- inni 5,5 til 6 á Richter - því væri var- inn góður og við hæfi að reyna að koma í veg fyrir aö hlutir færðust úr stað eða féllu á fólk ef „sá stóri" kæmi. Allir eyjabúar voru varaðir við og gripið var til aðgerða seint í gærkvöld og nótt. Mörgum hafði ekki orðið svefhsamt vegna hinnar yfirvof- andi hættu. Magnús sagði að skólastjórinn heföi ætlað að taka til í skólanum á þessum síðasta skóladegi vikunnar með tilliti til yfirvof- andi jarðskjálfta og tryggja að bömin verði ekki i hættu. „Þetta tók sig upp aftur í gærkvöld og hélt áfram í nótt. Upptökin eru nú 20-25 km sunnar en var á mánudaginn þegar stærsti skjálftinn kom,“ sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræð- ingur við DV. „Þessari hrinu gæti lokið nú en ég reikna með að skjálft- arnir haldi áfram. Upptökin hafa færst og þetta er farið að brjóta upp jarðskorpuna. Mín tilfmning er að skjálftarnir haldi áfram í nokkra sól- arhinga." - Hvað myndi skjálfti upp á 5,5-6 á Richter þýða fyrir Grímseyinga? „Slíkt myndi ekki brjóta hús og skemma. Fólk væri ekki í hættu ef það væri staðsett sæmilega innan- húss. Það er helst hætta ef lausamun- ir og þungir hlutir velta eða hreyfast. Þetta þarf ekki að vera hættulegt en það er aldrei of varlega farið,“ sagði Ragnar. Hann sagði engin merki um eldgos samfara jarðskjálftahrinunni þó svo að stöðugar brotahreyfmgar geti komið kviku upp á hafsbotn. -Ött Grímsey Jaröskjálftafræöingur varaöi eyjarbúa viö skjálftahættu. DV-MYND TEITIJR Með regnhlíf á Austurvelli Haustveöriö hefur veriö milt í höfuöborginni undanfarna daga, hægir vindar meö örlitilli vætu. Hiö sama var uppi á teningnum þegar borgarbúar vöknuöu í morgun og um helgina spáir Veðurstofan dálítilli súld eöa rigningu meö köflum. Þaö er því gott aö ganga úti en ekki sakar aö hafa meö sérgóöa regnhiíf aö hætti konunnar á Austurvelli. Tvíhöfði í Áslandsskóla Óbreytt ástand er í Áslandsskóla í Hafnarfirði en tveir skólastjórar mættu til vinnu við skólann í morgun, eins og reyndar í gær. Skólastjóri á vegum íslensku menntasamtakanna, Skarphéðinn Gunnarsson, hefúr aðset- ur á fyrstu hæð en Erla Guðjónsdóttir, sú er Hafnarfjarðarbær réð sem skóla- stjóra eftir uppsögn samninga við ís- lensku menntasamtökin, er á annarri hæð. Sunita Ghandi, formaður ÍMS, mætti einnig til vinnu við skólann í morgun. Að sögn starfsmanna er and- rúmsloftið sérkennilegt þar sem starfs- menn þurfa að gera upp við sig hverj- um yfírboðaranna eigi að hlýða. -hlh Kona sem er ákærð fyrir ólöglegan gróður í eigin húsnæði: Neitar að kannast við „eigin hassplöntuskóg" Kona sem ákærð er fyrir að hafa haft 270 kannabisplöntur í húsnæði sinu í desember á síðasta ári harð- neitar að kannast við hvaðan þær koma. í máli sem er til meðferðar fyrir héraðsdómi kveðst konan hafa leigt húsnæðið fyrir listastarfsemi. Einnig hefur komið fram að leigu- taka sé óheimilt að nota húsnæðið til annar en listastarfs. Þegar flkniefnalögreglan kom á staðinn voru hassplöntur á víö og dreif í húsnæðinu og það hreinlega undirlagt af hinum ólöglega gróðri. Við leit fundust einnig tölvuútprent- anir af Netinu þar sem skýrt var hvemig rækta ætti hið forboðna efni. Að auki fannst amfetamín í hljómflutningstækjum. Konan var fjarverandi þegar lög- reglan kom í húsnæðið og lagöi hald á góssið. Þegar hún var svo yfir- heyrð og spurð hverju þetta sætti kvaðst hún ekkert kannast við efn- in eða plöntumar og ekki vita hver hefði komið þeim fyrir. Þetta kæmi henni ekki við. Samt kom á daginn að engum öðrum var til að dreifa um lyklavöld að húsnæðinu sem hún leigir til listastarfseminnar. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík var óvenjumikið um að lagt væri hald á kannabis- plöntur á síðasta ári. Frá ársbyrjun 2001 hefur veriö lagt hald á meira en 1.500 kannabisplöntur. -Ótt Talaðu við okkur um Auðbrekku 14, sími 564 2141

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.