Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 DV 9 Fréttir Samruni fjögurra sjávarútvegsfyrirtækja í Bolungarvík: Bolfiskfyrirtæki styrkja stoðir rækjuvinnslunnar - einnig samið um hráefnisöflun við tengd fyrirtæki DV-MYND HKR. Úr rækjuvinnslu Bakkavíkur hf. í Bolungarvík Fyrirtækið var reist á rústum rækjuverksmiöju Nasco sem var eitt margra fyr- irtækja sem uröu til og hurfu eftir skamma viödvöi í bolvísku athafnalífi í kjöl- far hruns Einars Guöfinnssonar hf. í þessu fyrrum frystihúsi EG. hf. er nú ein tæknivæddasta rækjuverksmiöja landsins og þar mun einnig eftir sameining- una hefjast bolfiskvinnsla á ný eftir nokkurt hlé. Verið er að skjóta fleiri stoðum undir rækjuvinnslufyrirtækið Bakkavík hf. í Bolungarvík með sameiningu við þrjú önnur sjávar- útvegsfyrirtæki á staðnum. Agnar Ebenesersson framkvæmdastjóri segir að með sameiningunni sé verið að auka hagkvæmni fyrir- tækjanna auk þess að styðja við bakið á rækjuvinnslunni sem geti verið mjög sveiflukennd með bol- fiskvinnslu. Fyrirtækin þrjú sem nú sameinast Bakkavík eru Fisk- verkunin Vík ehf. ásamt dótturfé- lögunum Kálfavík ehf. og Útgerð- arfélaginu Voninni ehf. sem bæði eru hrein útgerðarfyrirtæki í smá- bátakerfinu. „Rækjuiðnaðurinn er sveiflu- kenndur eins og menn þekkja og þetta snýst um að vera ekki með allt í sömu körfunni. Starfsemi fyrirtækjanna mun fara undir nafnið Bakkavík, en það verður væntanlega ekki formlega fyrr en eftir mánuð. Það var skrifað undir samrunaáætlun sem þarf að aug- lýsa og síðan munu hluthafar taka þetta fyrir endanlega á hluthafa- fundi. Með sameiningunni er gert ráð fyrir að Fiskverkunin Vík, sem verður 16% eigandi í Bakkavík, flytji starfsemi sína í ónotað hús- næði Bakkavíkur sem áður var nýtt undir rækjuverksmiðju. Ekki er endanlega búið að taka ákvörð- un um áherslurnar í vinnslunni. Þó er búist viö að stefnt verði á frystingu samhliða ferskflaka- vinnslu, eða svokallaðan „flug- fisk“, sem sendur er nýunninn með flugvélum á markað erlendis. Fjölskyldur Guðmundar Einars- sonar og Hrólfs Einarssonar í út- gerðarfyrirtækinu Ósi sf. eru ásamt Völusteini aðilar í þessu sameiningarferli. Ós verður þó rekið sjálfstætt áfram, en það á þrjá báta með talsverðum afla- heimildum. Með sameiningunni nú verður tryggt að bátar Óss munu m.a. sjá Bakkavík fyrir hrá- efni til vinnslu. - Hvemig hefur gengið í rækj- unni? „Það hefur verið þokkalegur gangur, en við höfum mest verið að kaupa hráefni á heimsmarkaði. Það hefur gengið ágætlega að ná í hráefni frá Kanada, Noregi, Spáni og víðar. Síðustu þrjú til fjögur ár hefur verið lægð í úthafsrækju- veiðum hér við land og nánast ör- deyða á miðunum um tíma. Það er að breytast aftur og veiði hefur verið að aukast. Á þessu ári hefur rækjuveiðin verið þokkalega góð og þróunin verður sú að við sækj- um meira af rækju hér á heima- mið.“ Agnar segir afurðaverð á rækju vera frekar lágt um þessar mundir á mörkuðum, en hráefnisverðið sé líka lágt. „Niðurstaðan er því sú að þetta hefur sloppið," eins og Agnar orðar það, þetta rúma ár síðan Bakkavik hóf starfsemi. Bakkavík hefur verið með um 42 starfsmenn í vinnu við rækjuvinnslu að und- anfömu og við samrunann flytjast um 20 manns frá hinum fyrirtækj- unum þrem í bolfiskvinnslu og út- gerð Bakkavíkur. -HKr. Biöur meö hveraréttina Magnús Kristjánsson, rekstrarstjóri Hveraskálans, bíöur eftir útlendingunum. Heimsferðalang- ar í eggjasuðu Fimmtíu farþegar úr skemmti- ferðaskipinu Atlantis komu við á hverasvæðinu í Hveragerði í liðinni viku þar sem Magnús Kristjánsson bauð ferðamönnunum leiðsögn um svæðið. Greinilegt var að útlending- unum fannst mikið til um að fá að sjóða egg í hverunum. Að lokinni gönguferð um svæðið fengu ferða- mennirnir að borða eggin sín skreytt með grænmeti ásamt ekta hverarúg- brauði og íslenskum osti. Herlegheit- unum var síðan skolað niður með gúrkusnaps, en þá er skorið innan úr gúrkubitum og bláum snafsinurn hellt í. Snafsuppskriftin er að sjálf- sögðu leyndarmál Magnúsar og Sirrýjar, sem reka veitingastaðinn i Hveraskáianum. -EH Tók ekki eftir lögreglubíl Lögreglan i Reykjavík stöðvaði 17 ára gamlan ökumann um helgina þar sem hann mældist á 120 kíló- metra hraða á Vesturlandsvegi í Ár- túnsbrekku. Ungi maðurinn hafði ekið fram úr lögreglubíl á fyrr- greindum hraða. Hann sagöist í samtali við lögreglumenn ekki hafa „tekið eftir" lögreglubílnum. -aþ DV-MYND E.ÓL Haustverkln Starfsmaöur Garöyrkjudeildar Reykjavíkurborgar vann aö því á dögunum aö grisja skóg og vinna önnur haustverk í Elliöaárdalnum. Mikil skolpmengun á Álftanesi Á síðasta hreppsnefndarfundi Bessastaðahrepps vöktu fulltrúar Álftaneshreyfmgarinnar i hrepps- nefnd athygli á því að við sýnatöku úr skurðum á íþróttasvæðinu við Álftanesskóla á liðnu vori, sem Álftaneshreyfingin gekkst fyrir, hafi veriö staðfest mikil skolp- mengun. Sýnatökur í sumar á öðr- um stöðum staðfestu einnig að mengunin væri víðtækari. Síðan segir m.a. í bókuninni: „Eftir um- ræður og tillöguflutning frá Álfta- neshreyfmgunni hefur meirihlut- inn tekið sinnaskiptum og sam- þykkt tafarlausar úrbætur á versta mengunarsvæðinu næst íþrótta- húsi og skóla og þessu ber að fagna. Eins hefur meirihlutinn samþykkt þá kröfu Álftaneshreyfmgarinnar aö hefjast handa um lokun hættu- legra skurða á svæðinu og þessum áformum þarf að flýta. Við gerð næstu fjárhagsáætlunar þarf að taka heildstætt á frárennslismálum í hreppnum og veita meira fé til þessara framkvæmda. „Skolpmeng- un eins og viðgengist hefur árum saman í Bessastaðahreppi, með til- heyrandi sýkingaáhættu, eru óvið- unandi í vaxandi bammörgu sveit- arfélagi sem leggur áherslu á um- hverfismál." Þetta var samþykkt. í upphafi fundar létu fulltrúar Á- lista bóka að vítur á oddvita, Guð- mund G. Gunnarsson, þar sem þeir telja að á næsta fundi hreppsnefnd- ar þar á undan hafi oddviti Bessa- staðahrepps misnotað vald sitt sem fundarstjóri er hann meinaði Álfta- neshreyfmgunni að færa til bókar stutta greinargerð með tillögu er fiallaði um málefni byggingarfull- trúa. Á-listi telur að við lestur fundargerða annarra sveitarfélaga komi fram að færðar eru til bókar tillögur, greinargerðir og aðrar at- hugasemdir frá sveitarstjómar- mönnum." Álftaneshreyfmgin' tel- ur yfirgang oddvita við fundar- stjóm honum til vansa og fer fram á að hreppsnefndarfulltrúar fái frið til að starfa án yfirgangs oddvita. Snorri Finnlaugsson varaoddviti taldi að oddviti hefði farið rétt að varðandi fundarstjórn á síðasta hreppsnefndarfundi og það væri skoðun D-listans. -GG í FÓKUSI Á FÖSTUDAGINN VERÐUR ÍTARLEG UMFJÖLLUN UM BÍLA UNGA FÓLKSINS. VIÐ SKOÐUM HVAÐA BÍLAR ERU VINSÆLASTIR, HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ EIGNAST ÞÁ OG FLEIRA TILHEYRANDI. FYLGSTU MEÐ Á FÖSTUDAGINN.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.