Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ VÍSIR__________________________________242. TBL. - 92. ÁRG. - ÞRIDJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK
Mildi þykir aö ekki urðu
slys á mönnum í höröum
árekstri á Vesturlandsvegi
á áttunda tímanum í morg
un. Bíll fór yfir á fan^n
vegarhelming, lenti í
árekstri og hafnaði á
staur. Vesturlandsvegur
var lokaöur í klukkustund
vegna slyssins.
DV-mynd Hilmar Þór
Skoðanakönnun DV um umfang eineltis:
32% heimila hafa orðið
fyrir barðinu á einelti
Um þriðjungur íslenskra heimila
hefur orðið fyrir barðinu á einelti.
Þessa niðurstöðu má lesa úr skoð-
anakönnun DV sem gerð var sl.
Fimmtudag. Spurt var: Hefur þú eöa
einhver á heimili þínu orðið fyrir
einelti? Af öliu úrtakinu svöruðu
30,5 prósent þessari spurningu ját-
andi, 65,7 prósent sögðu nei, 3,2 pró-
sent voru óákveðin og 0,7 prósent
neituðu að svara. Þannig tóku 96,2
prósent afstöðu í könnuninni sem
er mikið og kann að endurspegla ár-
angur af mikilli umræðu um einelti
á undanfómum misserum. Af þeim
sem afstöðu tóku svöruðu 32 pró-
sent spumingunni játandi en 68 pró-
sent sögðu nei.
Úrtakið í könnun DV var 600
manns, jafnt skipt á milli höfuð-
borgarsvæðis og landsbyggðar sem
og kynja. Ekki er marktækur mun-
ur á svörum karla og kvenna né
þeirra sem búa á höfuöborgarsvæð-
inu eða landsbyggðinni.
í þessu sambandi má geta aö i
nýrri könnun Vinnueftirlitsins á
líðan, vinnuumhverfi og heilsu
starfsfólks í útibúum banka og
sparisjóða kom fram að 15 prósent
starfsmanna höfðu oröið fyrir
áreitni af ýmsu tagi i tengslum við
starfið. Um 8 prósent höfðu orðið
fyrir einelti, 5 prósent fyrir hótun-
um, 2 prósent fyrir kynferðislegri
áreitni og innan við 1 prósent fyrir
likamlegu ofbeldi. Gerendur eineltis
og kynferðislegs ofbeldis voru að
miklu leyti samstarfsmenn eða yfir-
menn.
-hlh
Stefán Karl
Stefánsson.
Viöbrögð
viö könnuninni:
Kemur ekki
á óvart
„Þessar tölur
koma mér ekki
á óvart.
Reynsla mín og
tilfinning fyrir
þessum málum
segir mér að
hlutfallið í ykk-
ar könnun er
nálægt raun-
veruleikanum.
Það er örugg-
lega ekki of
hátt. Einelti tekur nefnilega á
sig ýmsar myndir og sumir hafa
hreinlega ekki gert sér grein
fyrir því að þeir hafi orðið fyrir
einelti,“ sagði Stefán Karl Stef-
ánsson, leikari og aðalhvata-
maðurinn að stofnun samtak-
anna Regnbogabama, sem m.a.
er ætlað að berjast gegn einelti.
Hann segir að frekari athuganir
gætu hæglega leitt í ljós hærra
hlutfall fómarlamba eineltis.
„Þetta er
svolítið há tala
en hún gæti al-
veg passað þeg-
ar tekið er mið
af þeim sterku
viðbrögðum
sem við feng-
um við herferð
okkar gegn
einelti á vinnu-
stöðum. Þau
urðu mun
meiri en við bjuggumst við. Það
verður líka að líta til þess aö þið
spyrjið um einelti hjá bæði ein-
staklingum og fjölskyldum og
þannig nær spumingin kannski
til 4-5 manns," sagði Gunnar
Páll Pálsson, formaður Verslun-
armannafélags Reykjavíkur, við
DV.
„Þetta er
mjög há tala
sem kann vel
að eiga við rök
að styðjast.
Það er vitað að
einelti er fyrir
hendi en mikil
umræða um
einelti undan-
farið hefur
kannski vakið
fleiri til vit-
undar um þetta vandamál,
Gunnar Páll
Pálsson.
Elríkur
Jónsson.
þá
sem kannski hafa verið sofandi
fyrir því til þessa,“ sagði Eirík-
ur Jónsson, formaður Kennara-
sambands íslands, við DV.
-hlh
ÓVyENT TAP NJARÐ-
VÍKINGA Á HEIMAVELLI:
Haukar
uppskáru eins
og þeir sáðu
27
TÖFRAMAÐURINN
BJARNI:
Afi sýndi
mér galdur
sem ég gat
ekki skilið
21
210/58 lítra
ÍSSKÁPUR.
H161 x B55 x D60.
Orkunýting A.
Heimilistæki
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
TILBOÐ 59.995
Verð áður 69.995
•
fTlMOMENTUM ■ B greiðslu- og innheimtuþjónustan örugg stýríng viðskiptakrafna