Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 12
12 ___________________________ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 Útlönd DV NOTAÐAR VINNUVÉLAR Tl-048 Massey Ferguson 865 traktorsgrafa,90 ha. skotbóma, 60 cm skófla,3700 vst. Ingvar Helgason hf. VÉLADEILD indverska hersins Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, notaði tækifæriö þegar hann hitti Atal Behari Vajpayeé, forsætis- ráðherra Indlands, á fundi á sveita- setri breska forsætisráðherrans i Chequers á laugardaginn til þess að þrýsta á sölu breskra Hawks-orrustu- þotna tO indverska hersins að verð- mæti allt að eins milljarðs breskra punda. Tiltækið þótti að vonum kaldhæðn- islegt þar sem friðarhorfur miili Indlands og Pakistans vegna Kasmír- deilunnar voru til umræðu en að sögn talsmanns breska utanríkisráðuneyt- isins er aðeins um æfingavélar að ræða og yrði hluti þeirra framleiddur í Indlandi. Bretar seldu sams konar vélar til Indónesíu en þar var þeim auðveld- lega breytt og síðar notaðar til hem- aðar. Tekist á um kostnaðinn við stækkun ESB Ekki er nú sopið Evrópukálið þótt í ausuna sé komið og írskir kjósendur hafi lagt blessun sína yfir Nice-sátt- málann um stækk- un Evrópusam- bandsins. Ráða- menn ESB í Brussel búa sig nú und- ir átök vegna kostnaðarins við inn- göngu tíu nýrra ríkja, aðallega fyrr- um kommúnistaríkja frá Austur- Evrópu, í sambandið 2004. „Atkvæðagreiðslan á írlandi hef- ur rutt einum steini úr veginum og hefur aukið vonir manna um að önnur vandamál verði einnig leyst,“ sagði Bertil Haarder, Evrópumála- ráðherra Danmerkur, þegar hann kom til Lúxemborgar í gær til að sitja fund utanríkisráðherra ESB. Anders Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, sagði að mikið verk væri fram undan og að hann ætti von á erfiðum samninga- viðræðum. Danir, sem fara með forystu í ESB þetta misserið, vilja að leiðtog- ar aðildarríkjanna fimmtán nái samkomulagi um landbúnaðar- styrki og önnur tjármál á fundi sín- um á fimmtudag og fostudag. Ella gæti orðið röskun á þeirri naumu tímaáætlun þar sem gert er ráð fyr- ir að lokið verði við aðildarviðræð- ur ríkjanna tíu á næsta leiðtoga- fundi sem veröur haldinn i Kaup- mannahöfn um miðjan desember. Tveir menn handteknir í leyniskyttumálinu í gær: Reyndust aðeins ólöglegir innflytjendur - lögreglan biður leyniskyttuna að hringja aftur Charles Moose, yfirmaður lögregl- unnar í Montgomery-sýslu í Maryland í Bandaríkjunum, sem stjórnar rann- sókninni og leitinni að leyniskyttunni dularfullu sem síðustu vikumar hefur skotið á allt að tólf manns á Was- hington-svæðinu, þar af níu til dauða, skoraði í gærkvöld á mann, sem hringt hafði til lögreglunnar og talinn er vera umrædd leyniskytta, að hringja aftur þar sem ekki hefði allt skilist sem hann sagði. Moose sendi frá sér þessa beiðni á fréttamannafundi nokkrum klukku- stundum eftir að tveir grunsamlegir menn höfðu verið handteknir í áhrifa- mikilli aðgerð lögreglunnar við bens- ínstöð í nágrenni bæjarins Richmond í gær en þeir reyndust aðeins ólögleg- ir innflytjendur frá Mexíkó og Gvate- mala og á engan hátt viðriðnir leyni- skyttumálið. Moose beindi máli sínu beint til leyniskyttunnar og sagði: „Sá sem þú hringdir til heyrði ekki allt sem þú Bíll hinna handteknu Bíll þeirra handteknu var fluttur á brott til frekari rannsóknar. sagðir. Hljóðgæðin voru léleg og við viljum endilega ná skilaboðum þínum réttum. Hringdu því í okkur aftur þannig að við getum náð því réttu sem þú sagðir," sagði Moose sem vildi ekkert annað segja á stuttum fundin- um. Leyniskyttan hringdi eftir að miði frá honum með símanúmeri haíði fundist á síðasta árásarstaðnum fyrir utan Ponderosa-veitingahúsið í Ash- land í Virginíu á laugardagskvöldið, þar sem hann særði 37 ára gamlan mann hættulegu sári á bílastæði veit- ingahússins. Miklar vonir voru bundnar við handtökurnar í gær um aö lögregl- unni hefði nú loksins tekist að hand- sama skyttuna og voru vonbrigðin mikil þegar annað kom í ljós. „Þeir voru aðeins á röngum stað á röngum tíma,“ sagði einn talsmanna lögregl- unnar en auk handtökunnar lagði lögreglan hald á hvítan sendibíl sem var fluttur brott til rannsóknar. REUTERSMYND Brúökaup í boöi Saddams Saddam Hussein íraksforseti viröist seint ætla aö hætta aö þakka þjóö sinni fyrir hundraö prósent stuöninginn í þjóö- aratkvæöagreiöslunni um áframhaldandi setu hans á forsetastóli um daginn. ígær létu rúmlega fimmtíu ungir írakar pússa sig saman í ijöldaathöfn í Bagdad, á kostnaö forsetans. Réttað yfir samverkamanni hryðjuverkamannanna: Marokkóbúi á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi í Þýskalandi Fyrstu réttarhöldin í Þýskalandi vegna hryöjuverkaárásanna á Bandaríkin í fyrra hefjast í dag þeg- ar 28 ára gamall Marokkóbúi, Mounir E1 Motassadeq, kemur fyrir rétt í Hamborg. Motassadeq, sem er fyrrum nemi í rafmagnsverkfræði, er grunaður um að vera félagi í samtökum harð- línumúslíma í Hamborg og um að hafa aðstoðað flugræningjana sem urðu meira en þrjú þúsund manns að bana í New York og Washington. Motassadeq var handtekinn í nóv- ember og á yfir höfði sér lífstíðar- fangelsi verði hann fundinn sekur. Fastlega er búist við því að réttar- höldin muni varpa ljósi á hryðju- verkasamtökin al-Qaeda og þátt Þýskalands í að hýsa alla helstu flugræningjana. Saksóknarar segja að sakboming- Áhugavert samband Búist er viö aö meint samband sak- bornings í Hamborg viö Ramzi Binalshib, foringja í ai-Qaeda, veki mikla athygli viö réttarhöldin. urinn hafi verið undirmaður Mo- hammeds Atta, þess sem flaug fyrri vélinni á World Trade Center. Tveir flugmenn til viðbótar úr hópi flugræningjanna voru einnig félag- ar í deildinni í Hamborg og stund- uðu þar nám. Motassadeq varð eftir í Hamborg þegar Atta og hinir fór til Banda- rikjanna. Saksóknarar segja að hann hafi annast bankareikning eins flugræningjanna sem sagt er að notaður hafi verið við undirbúning hryðjuverkanna. Þá mun Motassa- deq einnig hafa aðstoðað aðra úr hópi flugræningjanna fjárhagslega. Fréttamaður breska ríkisútvarps- ins BBC segir að ef Motassadeq verði sakfelldur geti það orðið tU að hvetja yfirvöld í öðrum Evrópulönd- um tU að höfða mál á hendur öðrum hryðjuverkamönnum. Stuttar fréttir Kallsberg vill halda fund Anfinn KaUs- berg, lögmaður Færeyja, hefur í hyggju að boða að- Ua vinnumarkaðar- ins tU fundar við sig tU að ræða ýmis þjóðþrifamál, meðal annars skipan eftir- launamála. Samtök atvinnurekenda hafa tekið vel í hugmyndina en stærsta verkalýðsfélagið er efins. Vill telja Kim hughvarf George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagðist í gær ætla að vinna að því með bandamönnum sínum að telja Kim Jong-U, leiðtoga Norður- Kóreu, á að hætta kjamorkuvopna- smíði landsins og afvopnast. Sex ákærðir í Buffalo Sex bandarískir ríkisborgarar af jemenskum uppruna voru ákærðir í Buffalo í gær fyrir að styðja hryðju- verkasamtökin al-Qaeda. Leiddur fyrir dómara Asískur maður sem hefur verið ákærður fyrir að drepa tvo náms- menn i háskóla í Melboume í Ástr- alíu var leiddur fyrir dómara í morgun og úrskurðaður í varðhald. Þorskveiði verði stöðvuð Alþjóða hafrannsóknarstofnunin ICES telur að stöðva eigi þorskveið- ar í Norðursjó þar sem stofninn sé nú minni en nokkm sinni. Júgóslavía á haugana Milo Djukanovic, forseti Svartfjalla- lands, sagði í gær að hann ætti von á því að innan skamms myndi nást samkomulag um að varpa júgó- slavneska sam- bandsríkinu fyrir róða og að í stað- inn yrði tekið upp lauslegt samband við Serbíu, hitt ríkið sem myndar leifamar af Júgóslavíu. Föngum skilað Bandaríkjamenn munu á næstu dögum skila fáeinum fóngum sem eru í haldi í herstöð þeirra á Kúbu aftur heim til Pakistans. Kosið í Hollandi í janúar Jan-Peter Balkenende, fráfar- andi forsætisráð- herra Hollands, til- kynnti í gær að þingkosningar yrðu haldnar í landinu þann 22. janúar næstkomandi. Stjóm Balkenendes sagði af sér í síðustu viku vegna valdabaráttu í einum stjórnarflokkanna. Sellafield fyrir rétt Vitnaleiðslur hófust í gær fyrir alþjóðlegum gerðardómi í Haag í Hollandi í máli írskra stjómvalda gegn Bretum vegna kjamorkuend- urvinnslustöðvarinnar í Sellafield. írar vilja að stöðinni verði lokað, svo og íslendingar og fleiri. Carla í Belgrad Carla Del Ponte, aðalsaksóknari við stríðsglæpadómstól SÞ í Haag, var í Belgrad í gær þar sem hún þrýsti á júgóslavnesk stjórnvöld að ákæra menn sem hún vill að verði handtekn- ir. Hún hét að klaga í Öryggisráðið ef steinn yrði lagður i götu hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.