Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002
Krislján í KR
Vamarmaðurinn sterki Kristján Sig-
urðsson, sem lék með KA í Símadeild-
inni i sumar, mun samkvæmt öruggum
heimildum DV-Snort leika með íslands-
meisturum KR á næsta keppnistímabili.
Samningur Kristjáns við KA rann út 16.
október síðastliðinn og kaus hann að
endumvia samnineinn ekki. -ósk
keppni i hveriu orði
Rafpostur: dvsport@dv.is
Árni Gautur Arason hefur verið í aöalhlutverki með Rosenborg og íslenska landsliöinu undanfarin þrjú ár og varö um helgina norskur meistari fimmta
áriö í röö. Árni Gautur sést hér hita upp fyrir landsleik íslands og Skotlands á dögunum. DV-mynd Hilmar Þór
Ámi Gautur Arason Noregsmeistari með Rosenborg fimmta árið í röð:
í meistaraliði í
8. sinn á 9 árum
Áma Gautur Arason hefur náð
einstökum árangri í íslenskri knatt-
spyrnusögu með norska knatt-
spyrnuliðinu Rosenborg en um helg-
ina varð hann meistari með liðinu
fimmta árið í röð.
Bætti met Arnórs
Enginn annar íslendingur hefur
fagnað meistaratitli oftar en þrisvar
sinnum á erlendri gmnd en Ámi
Gautur bætti met Amórs Guðjohn-
sen á síðasta tímabili. Ámi Gautur
er auk þess eini íslenski markvörð-
urinn til að verða meistari á er-
lendri grnnd.
Páll Guðlaugsson náði reyndar að
verða færeyskur meistari en það var
áður en Færeyjar urðu sjálfstæðir
aðilar í knattspyrnuheiminum.
Það má reyndar segja að Ámi hafi
kynnst lítið öðru en að spila með
meistaraliði á sínum ferli því á átta
af þeim níu ámm sem hann hefur
spilað í meistaraflokki hefur þessi
27 ára markvörður orðið meistari,
fyrst þrjú ár með Skaganum,
1994-96, og svo fimm síðustu árin
með Rosenborg.
Uppalinn á Akranesi
Árni Gautur gekk til liðs við
norska liðið frá Stjörnunni í ársbyrj-
un 1998 en hann er uppalinn á Akra-
nesi. Rosenborg var þá búið að
vinna titilinn sex ár í röð og var því
að vinna hann ellefta árið í röð
núna.
Ámi Gautur var varamarkvörður
fyrstu tvö árin og lék aðeins samtals
9 af 52 leikjum liðsins.
Sumarið 2000 breyttist þetta og
Ámi Gautur vann sér bæði sæti í
aðalliði Rosenborg sem og I marki
íslenska landsliðsins þar sem hann
hefur nú leikið 24 leiki á síðustu
fimm áram.
Árni Gautur hefur verið aðal-
markvörður Rosenborg síðustu þrjú
árin og leikið 70 af 78 leikjum liðsins
á þessum tíma og hefur verið meðal
efstu manna í einkunnagjöf norsku
blaðanna öll þessi þrjú tímabil. Auk
þessa hefur hann verið i aðalhlut-
verki í leikjmn liðsins í meistara-
deildinni.
Markvöröur ársins í fyrra
I fyrra var hann valinn markvörð-
ur ársins í Noregi og frammistaða
hans í ár hefur alls ekki verið síðri
en í ár reyndi verulega á lið Rosen-
borg í fyrsta sinn í mörg ár. Ámi
Gautur varði markið á meistaraleg-
an hátt á erfiðum tímum og bjargaði
mörgum stigum í hús en liðið vann
upp 11 stiga forskot Lyn og hafði síð-
an betur í baráttunni við Lyn og
Molde.
Árni Gautur hefur afrekað það að
halda hreinu í fyrsta leik hjá ÍA,
Stjömunni, Rosenborg og hjá ís-
lenska landsliðinu en hann lék
fyrstu 272 mínútumar í íslenska
landsliðsbúningnum án þess að fá á
sig mark og hefur haldið hreinu í
helmingi þeirra 24 landsleikja sem
hann hefur spilað til þessa.
Tvöfalt í Noregi í ár
Það er ekki nóg með að íslending-
ar eigi mann í meistaraliði Noregs í
karlaflokki, Katrín Jónsdóttir varð
einnig fyrsta íslenska konan til að
fagna meistaratitli á erlendri gmnd
þegar hún og félagar hennar í Kol-
botn unnu fyrsta meistaratitil fé-
lagsins. -ÓÓJ
Ferill Arna Gauts
Deildarieikir:
1994 ÍA . . 1 leikir/-0 mörk á sig (1)
1995ÍA . . 3/-2 (2)
1996ÍA . . 2/-4 (0)
1997 Stjarnan . 18/-39 (3)
Samtals á Islandi . 24/-45 (6)
1998 Rosenborg . . 3/-1 (2)
1999 Rosenborg . . 6/-13 (0)
2000 Rosenborg . 22/-22 (8)
2001 Rosenborg . 24/-29 (5)
2002 Rosenborg , 24/-29 (6)
Samtals í Noregi 79/-94 (21)
Landsieikir:
1998 ísland . . 1/-0 (1)
1999 ísland . . 3/-0 (3)
2000 ísland . . 5/-4 (3)
2001 Island . 8/-15 (1)
2002 ísland . . 7/-9 (4)
Samtals 24/-29 (12)
(Innan sviga leikir haldió hreinu)
Norska úrvalsdeildin:
Lyn klártí
Evrópukeppni
Norska liöið Lyn, sem Helgi Sig-
urðsson og Jóhann B. Guðmunds-
son spila með, tryggði sér í gær-
kvöldi þriðja sætið í norsku úrvals-
deildinni og jafnframt sæti í Evr-
ópukeppni félagsliða á næsta
keppnistímabili þegar liðið gerði
jafntefli, 1-1, gegn Odd Grenland á
útivelli. Odd Grenland komst yfir á
14. mínútu þegar Martin Wiig skor-
aöi en Lyn
jafnaði þrett-
án mínútum
fyrir leikslok
þegar Helgi
Sigurðsson
átti fallega
sendingu á
Kjetil Lovvik
sem skoraði.
Helgi og Jó-
hann spiluðu
Helgi Sigurðsson.
allan leikinn fyrir
Lyn og fengu báðir fimm í einkunn
hjá norska netmiðlinum Netta-
visen. Lyn mætir Viking í síðustu
umferðinni og getur með sigri kom-
ist upp fyrir Molde í annað sæti
deildarinnar svo framarlega sem
Molde tapar gegn Sogndal á heima-
velli þegar síðasta umferðin í
norsku úrvalsdeildinni verður spil-
uð næsta sunnudag. Með Molde
leika Islendingamir Andri Sigþórs-
son, Bjami Þorsteinsson og Ólafur
Stígsson en Ámi Gautur Arason og
félagar hans í Rosenborg tryggðu
sér titilinn um helgina eins og fram
kemur hér til vinstri. -ósk
Flestir meistara-
titlar leikmanna á
erlendri grund
Ámi Gautur Arason............5
(Rosenborg í Noregi 1998-2002)
Amór Guðjohnsen .............3
(Anderlecht í Belgíu 1985-87)
Jóhannes Eðvaldsson .........2
(Celtic í Skotlandi 1977 og 1979)
Teitur Þórðarson ............2
(Öster 1 Svíþjóö 1978 og 1980)
Sigurður Grétarsson..........2
(Luzem í Sviss 1989 og
Grasshoppers í Sviss 1991)
Eyjólfur Sverrisson..........2
(Stuttgart i Þýskalandi 1992 og
Besiktas i Tyrklandi 1995)