Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 20
20
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002
íslendingaþættir__________________________________________________________________________________________________________3Z>V
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
90 ára__________________________________
Sesselja Ásmundsdóttlr,
Melabraut 27, Seltjarnarnesi.
80 ár?__________________________________
Gunnlaugur Þ. Jónsson
rafvirki, Sjúkrahúsi Siglufjarðar, Siglu-
firði. Hann tekur á móti gestum í Skálar-
hlíð, dvalarheimili aldraðra, laugardag-
inn 26.10. kl. 15.00.
Jóhanna Jóhannsdóttir,
Grensásvegi 60, Reykjavík.
Sigríður Ingólfsdóttir,
Ánahlíð 18, Borgarnesi.
75 ára__________________________________
Valgerður Þ. Kristjánsdóttlr,
Skipholti 28, Reykjavík.
70 ára__________________________________
Guðmundur Ingi Guömundsson,
Hrauntúni 48, Vestmannaeyjum.
Kristjana Tryggvadóttir,
Furulundi 6p, Akureyri.
Ragnar Pálsson,
Skarðshlíð 40f, Akureyri.
60 ára__________________________________
Bryndís Guörún Kristjánsdóttlr,
Þórufelli 8, Reykjavík.
Eiríkur Sigfinnsson,
Hafnarnesi 2, Höfn.
Erna Vilbergsdóttir,
Leifsgötu 5, Reykjavík.
Júlíus Heiðar,
Breiðuvík 16, Reykjavik.
Ólafur Björgvinsson,
Sunnubraut 5, Garöi.
Ragnhelður Ólöf Pálsdóttir,
Gaukshólum 2, Reykjavík.
50 ára__________________________________
Birgir Slgurösson,
Dalbraut 3, Grindavík.
Birgitta Helgadóttir,
Sléttahrauni 27, Hafnarfirði.
Gerður Jóna Kristjánsdóttir,
Flyðrugranda 4, Reykjavík.
Guðrún Siguröardóttlr,
Dvergholti 9, Mosfellsbæ.
Hjörtur Sigurðsson,
Bergstaðastræti 68, Reykjavík.
Jón Gunnar Ásgelrsson,
Skaftárvöllum 4b, Kirkjubæjarklaustri.
Khanngoen Hoisang,
Viðarási 97, Reykjavik.
Kristrún Kristjánsdóttir,
Látraseli 9, Reykjavík.
Sonja Birna Jónsdóttir,
Unnarbraut 9, Seltjarnarnesi.
Stephen Róbert Johnson,
Höfðavegi 10, Höfn.
Þórdís Þorkelsdóttlr,
Barmahlíð 17, Sauðárkróki.
40 ára_________________________
Baldvin Kristjánsson,
Sogni meðfheimili, Selfossi.
Birna Jóna Hannesdóttir,
Brekkubyggð 69, Garðabæ.
Böðvar Bjarnason,
Litlagerði 8, Hvolsvelli.
Erna Snævar Ómarsdóttír,
Klukkubergi 14, Hafnarfirði.
Friðrika Hjörleifsdóttir,
Löngumýri 18, Garðabæ.
Gísll Sigurjón Samúelsson,
Eskihlíð 14, Reykjavík.
Guömundur Erlendsson,
Dverghömrum 16, Reykjavík.
Guðni Eðvarðsson,
Sólheimum 20, Reykjavík.
Inglbjörg S. Guðmundsdóttir,
Móholti 3, Isafirði.
Jón Halldór Gunnarsson,
Borgarholtsbraut 51, Kópavogi.
Karl Ólafur Erlingsson,
Hlíðarhjalla 61, Kópavogi.
María Michaelsdóttlr,
Urðargerði 4, Húsavík.
Reynir Jónsson,
Þórunnarstræti 115, Akureyri.
Sigurlaug Jónsdóttlr,
Dverghömrum 34, Reykjavík.
Sverrir Reynisson,
Háukinn 4, Hafnarfirði.
Thomas Bono,
Vesturlbr., Arnarholti, Reykjavík.
Ekta fiskur ebf
J S. 466 1016 J
Úti’atnaður saltfískur,
áti beina, til ao sjóða.
Sérútvatnaður saltfiskur,
án beina, tilað steikja.
Saltfisksteikur (Lomos)
fytrir veitingabús.
Fóík í fréttum
Matthías Sigurðsson
kaupmaður í Europris
Matthías Sigurðsson í Europris
Matthías hefur stundaö rekstur matvöruverslana allan sinn starfsferil. Hann
kynntist verslunarrekstri á barnsaldri, eins og börn margra dæmigerðra
kaupmanna á horninu, en Sigurður í Víði, faðir Matthíasar, var vel liðinn
kaupmaður og í hópi þekktustu matvörukaupmanna í Reykjavík á sinni tíð.
Matthías Sigurðsson, kaupmaður
í Europris, hefur af eigin raun
kynnst harðri og jafnvel stundum
siðlausri fákeppni á sviði matvöru-
verslunar hér á landi á síðustu ár-
um. Viðtal viö hann, m.a. um þessi
málefni, er að fmna í síðasta helgar-
blaði DV.
Starfsferill
Matthías fæddist í Reykjavík 13.7.
1952 og ólst þar upp, fyrst við Fjöln-
isveginn en lengst af í Hvassaleit-
inu. Auk þess dvaldi hann oft á
sumrin hjá móðursystkinum sínum
á Eyrarbakka fram á unglingsár.
Hann var í Laugarlækjarskóla og
Hlíðaskóla, lauk gagnfræðaprófi frá
verslunardeild Gagnfræðaskólans í
Vonarstræti 1969 og stundaði bók-
og verknám við danskan verslunar-
skóla 1969-70.
Matthías stundaði verslunarstörf
með námi frá unga aldri við verslun
foður síns. Hann hóf full störf við
Víðisverslanirnar 1970, í Starmýri,
Austurstræti 17 og síðan í Mjódd, en
faðir hans rak Víðisverslanirnar og
síðan Matthías, ásamt Eiríki, bróð-
ur sínum til 1988.
Matthías var verslunarstjóri
Miklagarðs er fyrirtækið opnaði
verslun sína í JL-húsinu 1988, var
verslunarstjóri Nóatúns í sama
verslunarhúsnæöi frá 1990 og síð-
ustu árin framkvæmdastjóri Nóa-
túnsverslananna í Reykjavík. Hann
stofnaði siðan, ásamt félögum sín-
um, Ottó og Lárusi Guðmunds-
sonum, verslunina Europris á þess-
u ári en þeir starfrækja nú tvær
Europris-verslanir í Reykjavík.
Matthías hefur sinnt trúnaðar-
störfum fyrir Kaupmannasamtök ís-
lands og fyrir hestamannafélagið
Fák.
Fjölskylda
Matthías kvæntist 1.4.1971 Selmu
Skúladóttur, f. 3.4. 1951, sölumanni
hjá Íslensk-Ameríska. Hún er dóttir
Skúla Eyjólfssonar, nú látinn, kaup-
manns í Lyngholti í Keflavík, og
k.h., Ragnhildar Ragnarsdóttur hús-
móður.
Börn Matthíasar og Selmu eru
Ragnhildur Matthíasdóttir, f. 19.10.
1970, verslunarmaður í Europris,
búsett í Reykjavík en maður hennar
er Leifur Arason hagfræðingur og
eiga þau einn son; Sigurður Vignir
Matthíasson, f. 17.7. 1976, starfræk-
ir, ásamt konu sinni, reiðskóla og
tamningar, búsettur í Reykjavík en
kona hans er Edda Rún Ragnars-
dóttir reiðkennari og eiga þau einn
son; Davíð Matthíasson, f. 3.1. 1981,
nemi í viðskiptafræði við HÍ en
unnusta hans er Rut Skúladóttir
nemi; Vigdís, f. 11.5. 1990, nemi.
Systkini Matthíasar eru Ásta Sig-
urðardóttir, f. 8.12. 1948, hár-
greiðslumeistari en maður hennar
er Árni Isaksson veiðimálastjóri;
Eiríkur Sigurðsson, f. 20.10. 1955,
framkvæmdastjóri, búsettur á Sel-
tjarnarnesi en kona hans er Helga
Gísladóttir framkvæmdastjóri.
Foreldrar Matthíasar: Sigurður
Matthíasson, f. 24.9. 1924, d. 17.7.
1977, kaupmaður í Víði í Fjölnisveg,
Starmýri og í Austurstræti 17, og
k.h., Vigdís Eiríksdóttir, f. 1.1. 1926,
húsmóðir í Reykjavík.
Ætt
Kjörforeldrar Sigurðar voru
Matthías Sigurðsson sjómaður og
k.h. Ásta G. Guðmundsdóttir hús-
móðir. Þau voru lengst af búsett á
Akranesi en síðustu árin í Reykja-
vík.
Vigdís er systir Ingunnar, ömmu
Jónasar Haraldssonar, ritstjóra á
DV, og systir Gisla, fóður Gylfa
myndlistarmanns. Vigdís er dóttir
Eiríks, trésmiðs á Eyrarbakka,
bróður Ástgeirs, afa Guðna Ágústs-
sonar landbúnaðarráðherra. Eirík-
ur var sonur Gísla, b. í Bitru í Flóa,
bróður Guðrúnar, ömmu Vilhjálms
frá Skáholti. Gísli var sonur Guð-
mundar, b. á Löngumýri Ambjöms-
sonar, bróður Ögmundar, foður Sal-
varar, langömmu Tómasar Guð-
mundssonar skálds.
Móðir Vigdísar var Guðrún, syst-
ir Kristjóns, afa Jóhönnu Kristjóns-
dóttur rithöfundar, móður rithöf-
undanna Hluga, Hrafns og Elísabet-
ar Jökulsbarna. Guðrún var dóttir
Ásmundar, b. á Apavatni Eiríksson-
ar, b. á Gjábakka, bróður Jóns,
langafa Ólafs Ragnars Grímssonar
forseta. Eiríkur var sonur Gríms,
ættföður Nesjavallaættar Þorleifs-
sonar. Móðir Ásmundar var Guð-
rún Ásmundsdóttir. Móðir Guðrún-
ar var Helga, systir Álfheiðar,
langömmu Áma kaupmanns, afa
Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra
Morgunblaðsins. Önnur systir
Helgu var Rannveig, langamma
Kristjönu, ömmu Þráins Bertelsson-
ar, fyrrv. ritstjóra Þjóðviljans, en
systir Kristjönu var Gíslína,
langamma Össurar Skarphéðins-
sonar, fyrrv. ritstjóra Alþýðublaðs-
ins og DV. Móðir Helgu var Helga
Jónsdóttir, ættfóður Fremra-
Hálsættar Árnasonar.
Fimmtugur_____________________________________________ '
Vörður Leví Traustason
prestur Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu
Vörður Leví Traustason, prestur
Hvítasunnukirkjunnar Filadelfíu,
til heimilis að Barrholti 41, Mos-
fellsbæ, varð fimmtugur í gær.
Starfsferill
Vörður fæddist í Vestmannaeyj-
um og átti þar heima til 1964 er
hann flutti i Kópavoginn. Hann
lauk gagnfræðaprófi, iðnskólaprófi,
lærði bifvélavirkjun, lauk sveins-
prófi í þeirri grein og öðlaðist meist-
araréttindi, stundaði nám við Lög-
regluskóla ríkisins, lauk fyrri önn
skólans 1981 og einni önn 1983. Þá
hefur hann sótt endurmenntunar-
námskeið og ýmis námskeið á veg-
um lögreglunnar.
Vörður var bifvélavirki í Reykja-
vík 1969-72, bifvélavirki í Noregi
1973-77 og á Akureyri 1977-79, og
lögreglumaður á Akureyri 1979-93.
Vörður var forstöðumaður Hvíta-
sunnukirkjunnar á Akureyri
1981-97 en flutti þá til Reykjavíkur
og hefur verið forstöðumaður Hvíta-
sunnukirkjunnar Filadelfíu í
Reykjavík frá 1997.
Þá starfaði Vörður, ásamt eigin-
konu sinni, á meðferðarheimili fyr-
ir fíkniefnaneytendur i Noregi
1995-96.
Fjölskylda
Vörður kvæntist 22.7. 1972 Ester
Karínu Jacobsen, f. 28.7. 1951,
sjúkraliða sem vinnur við sálgæslu
í Hvítasunnukirkjunni. Hún er af
norskum ættum, dóttir Sigmund
Wessel Jacoobsen, f. 30.7. 1910, d.
8.2. 1968, trúboða á íslandi, og k.h.,
Mildu Jacobsen, f. 12.7. 1913, d. 19.3.
1988, trúboða.
Börn Varðar og Esterar Karínu
eru Erdna Ragnheiður, f. 17.7. 1974,
matartæknir í Reykjavík en maður
hennar er Guðbjöm Ólafur Zophon-
íasson og eru börn þeirra Ester
Sara, Davíð Leví og Eva Margrét;
Sigmund Leví, f. 21.9.1976, rafeinda-
virki í Reykjavík en kona hans er
Anna Rósa Pálmarsdóttir og er dótt-
ir þeirra Elma Þórdís Sindradóttir;
Karín Milda, f. 13.12. 1980, nemi í
Reykjavík en maður hennar er
Andri Jóhannesson; Rakel Kersti, f.
30.1.1984, nemi í foreldrahúsum.
Systkini Varðar eru Halldóra
Traustadóttir, f. 28.6.1939, ljósmóðir
í Reykjavík; Guðjón Traustason, f.
23.4. 1943, vélvirki; Kornelíus
Traustason, f. 30.5.1946, húsasmiður
í Kópavogi; Simon Traustason, f.
1.8.1948, bóndi í Skagafirði; Sólveig
Traustadóttir, f. 12.7.1950, sjúkraliði
í Reykjavík; Inga Traustadóttir, f.
5.3. 1954, sjúkraliði í Reykjavík.
Foreldrar Varðar: Trausti Guð-
jónsson, f. 13.8. 1915, lengst af húsa-
smíðameistari í Vestmannaeyjum
og síðan í Kópavogi, og Ragnheiður
Jónsdóttir, f. 12.10. 1917, sauma-
kona.
Ætt
Foreldrar Trausta voru Guðjón
Hafliðason, skipstjóri í Skaftafelli í
Vestmannaeyjum, og k.h., Halldóra
Þórólfsdóttir frá Hólmaseli í Gaul-
verjabæjarhreppi. Guðjón var sonur
Hafliða, b. í Fjósum í Mýrdal Narfa-
sonar, b. í Dalskoti Jónssonar. Móð-
ir Guðjóns var Guðbjörg Jónsdóttir,
b. í Breiðuhlíð Amoddssonar. Móð-
ir Jóns var Guðbjörg Jónsdóttir, b.
á Hvoli í Mýrdal Eyjólfssonar og El-
ínar Sæmundsdóttur.
Ragnheiður er dóttir Jóns Theó-
dórssonar skrautskrifara og k.h., El-
ínar Magnúsdóttur frá Brekku í
Gilsfirði.
Vörður er að heiman á afmælis-
daginn.
Sigurgeir Guöjónsson rafvirkjameistari,
Hraunbæ 102H, Reykjavík, lést af
slysförum sunnud. 13.10. Jarðarför fer
fram frá Árbæjarkirkju miðvikud. 23.10.
kl. 13.30.
Lárus Sumarliöason, Garðvangi, Garði,
áöur Aðaigötu 5, Keflavík, verður
jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
miövikud. 23.10. kl. 14.
Smáauglýsingar
550 5000
Merkir íslendingar
Jón Jónsson Espólín, sagnaritari og sýslumaður,
fæddist á Espihóli í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði 22.
október 1769. Hann var sonur Jóns Jakobssonar, sýslu-
manns á Espihóli, og Sigríðar húsfreyju, dóttur Stefáns
Ólafssonar, prests á Höskuldsstöðum á Skagaströnd, og
f.k.h., Ragnheiðar Magnúsdóttur húsfreyju. Sigriður
var áður gift Þórami Jónssyni, sýslumanni á Grund í
Eyjafirði, og því ættmóðir Thorarensenættar.
Jón var i heimaskóla hjá Jóni Jónssyni lærða, presti
á Núpufelli í Eyjafirði og útkrifaðist frá sr. Þorkatli
Ólafssyni á Hólum 1788. Hann hóf nám við Kaupmanna-
hafnarháskóla sama ár og franska byltingin var gerð,
1789 og lauk lögfræðiprófi 1792.
Jón var sýslumaður í Snæfellsnessýslu frá 1792 og
bjó þar á Knerri, í Brekkubæ við Hellna og á Selvelli í
Breiðavíkurhreppi og loks á Fróðá í Fróðárhreppi.
Hann hafði sýsluskipti við Finn Jónsson, sýslumann
Jón Jónsson Espólín
Borgarfjarðarsýslu, tók við þeirri sýslu 1797 og bjó á
Þingnesi í Andakílshreppi. Loks hafði hann sýsluskipti
við frænda sinn, Jón Scheving, sýslumann í Skagaijarð-
arsýslu og fékk veitingu fyrir henni 1802. Þar var hann
sýslumaður þar til hann fékk lausn frá störfum að eig-
in ósk 1826 og sinnti eftir þar eingöngu fræðistörfum
sínum. í Skagafirði bjó Jón Espólín á Flugumýri í
Akrahreppi, í Viðvík i Viðvíkursveit og loks á Frosta-
stöðum til æviloka.
Jón er í hópi afkastamestu sagnaritara þjóðarinnar
þó einungis brot af verkum hans hafi verið prentað, s.s.
Árbœkur í sögu formi, tólf bindi, og Aldarháttur íslands
1832, útg. í Reykjavík 1975. Hann skráði annála, mann-
kynssöguþætti, tók saman íslenskt orðasafn og skráði
ógrynni efnis um íslenskar framættir enda er ættfræði-
forritiö Espólín kennt við hann.
Jón lést á ferðalagi nálægt Flugumýri 1. ágúst 1836.