Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 27
i
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002
27
Sport
Njarðvík-Haukar 65-84
Náðu 3. sætinu í Ungverjalandi
Jóhann Kristjánsson (á mynd fyrir neöan) og Hulda Pétursdóttir, úr
íþróttafélaginu Nesi á Suðurnesjum, höfnuðu í 3. sæti í sínum flokkum á
opna ungverska meistaramótinu í borðtennis fatlaðra um helgina.
Jóhann keppir í sitjandi flokki C2 en Hulda keppir í standandi flokki C10.
9-4, 9-9, 18-13, (22-19), 24-27, 29-29, 32-34,
(34-46), 38-48, 38-64, 42-62, (47-69), 59-71,
59-78, 61-82, 65-84.
Stig Njaróvíkur: Pete Philo 15, Ragnar
Ragnarsson 13, Páll Kristinsson 11, Friörik
Stefánsson 9, Siguröur Einarsson 8, Halldór
Karlsson 5, Agúst Dearborn 2, Egill
Jónasson 2.
Stig Hauka: Stevie Johnson 29, Marel
Guölaugsson 22, Predrag Bojovic 11, Ingvar
Guðjónsson 8, Ottó Þórsson 6, Þóröur
Gunnþórsson 4, Sævar Haraldsson 2,
Lúövík Bjamason 2.
Fráköst: Njarövík 27 (7 sókn, 20 vöm,
Páll, Friörik 9), Haukar 37 (13 sókn, 24 vöm,
Johnson 12).
Stoösendingar: Njarövík 15 (Philo 5),
Haukar 17 (Bojovic 4).
Stolnir boltar: Njarövík 10 (Friörik 3),
Haukar 15 (Johnson 6).
Tapaöir boltar: Njarövík 23, Haukar 13.
Varin skot: Njarövík 1 (Páll), Haukar 2
(Johnson og Lúövík).
3ja stiga: Njarövík 18/5, Haukar 22/6.
Víti: Njarövík 10/6, Haukar 16/14.
Haukamaðurinn Stevie Johnson átti
frábæran leik gegn Njarðvfk í gær-
kvöldi og var lykilmaður í öruggum
sigri Hauka. Hér skorar hann tvö af
stigum sínum án þess ab Pete Philo
hjá Njarövík komi nokkrum vörnum
við. DV-mynd Víkurfréttir
Dómarar
(1-10): Kristinn
Albertsson og
Bjarni Gaukur
Þórmundsson
(8).
Gœði leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur:
150.
Maöur leiksins:
Stevie Johnson, Haukum.
Það voru baráttuglaðir Haukar
sem höfðu stóran sigur gegn Njarð-
víkingum í Ljónagryfjunni í gær-
kvöld. Lokatölur urðu 65-84 eftir að
gestimir höfðu leitt, 34-46, í háif-
leik.
Heimamenn byrjuðu leikinn bet-
ur þó Haukamir væm aldrei langt
undan. Munurinn hélst í 4-6 stigum
lengst af en Marel Guðlaugsson
kveikti í sinum mönnum á lokasek-
úrtdu leikhlutans með 3ja stiga
körfu og staðan var því 22-19.
Annar leikhluti vendipunktur
Annar leikhluti var vendipunkt-
ur leiksins þar sem Haukarnir léku
á als oddi og spiluðu frábæra vörn á
meðan Njarðvíkingar töpuðu 9 bolt-
um. Á þessum kafla var Stevie
Johnson sjóðheitur og gerði 16 stig
og mörg hver úr hraöaupphlaupum.
Haukamir leiddu í hálfleik, 34-46,
og hafði Johnsön gert tuttugu stig,
tekið sjö fráköst og stolið sex bolt-
um.
í síðari hálfleik ætluðu Njarðvík-
ingar að saxa á forskotið jafnt og
þétt en títtnefndur Johnson ásamt
fyrirliðanum Marel Guðlaugssyni
gerðu heimamönnum lífið leitt hvað
eftir annað og munurinn varö mest-
ur 24 stig undir lok þriðja leik-
hlutans.
Pirringur heimamanna
Þetta fór mikið í taugarnar á
heimamönnum og Pete Philo fékk
um miðbik leikhlutans dæmda á sig
ásetningsvillu og tvær aðrar villur í
kjölfarið og var kominn með fjórar
villur og sat á bekknum seinni
fimm mínútur leikhlutans þegar
hans var kannski mest þörf.
Á síðustu tíu mínútum leiksins
náðu Njarðvíkingar að minnka
muninn í tólf stig en lengra komust
þeir ekki og öruggur, kannski
svolítið óvæntur en mjög sanngjam
sigur Hauka var staðreynd.
Hálfskrúfaður haus
Hjá Njarðvík var fátt um flna
drætti að þessu sinni og ljóst að
sóknarleikur liðsins, sem var
lengstum af mjög ráðleysislegur, má
batna til muna. Alla gleði vantaði í
leik liðsins og Njarðvíkingar höfðu
einfaldlega engan Stevie Johnson til
að taka af skarið þegar á þurfti að
halda.
„Það var hugarfarið sem varð
okkur að falli í kvöld. Hausinn var
hálfskrúfaður á alla leikmenn og
við fengum hreinlega á baukinn,"
sagði Friðrik Ragnarsson, hundóá-
nægður Njarðvíkurþjálfari, eftir
leikinn.
Þurftum góöan leik hjá öllum
Stevie Johnson, leikmaöur
Hauka, var aftur á móti kátur eftir
leik.
„Við ætluðum okkur að spila vel
gegn núverandi meisturum og við
vissum að það þyrfti góðan leik hjá
öllum hér í kvöld til að ná sigri og
það tókst. Hvað mig sjálfan varðar
þá þarf ég ekki að hugsa eins mikið
um að skora hér eins og ég þurfti til
dæmis í fyrra og ég get opnað meira
fyrir aðra og strákamir voru að
nýta sér það vel í kvöld.“
Haukamir vom greinilega komn-
ir til að berjast fyrir málstaðinn og
ljóst að Reynir Kristjánsson er að
gera fma hluti með þetta Haukalið
sem hefur innanborðs reynslubolt-
ann Marel, útlendingana tvo og bar-
áttuglaða unga Haukastráka. John-
son var frábær og sýndi það og
sannaði að hann er einn albesti út-
lendingur sem leikur hér á landi
um þessar mundir og þá átti Marel
einnig frábæran leik. Ánnars lögðu
allir Haukamenn eitthvað í púkkið
að þessu sinni og uppskeran eftir
því. Liðheildin var mjög sterk hjá
Haukum og það skilaði sér. í
frábærum sigri. -EÁJ
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu í gærkvöldi:
Dagar Taylors taldir?
- eftir sjötta tap Aston Villa í fyrstu tíu leikjunum
Graham Taylor, knattspyrnu-
stjóri Aston Villa, er kominn út á
hálan ís í starfi eftir tap Aston
Villa gegn Southampton, 1-0, á
heimavelli í ensku úrvalsdeildinni
í gærkvöldi.
Tapið var það sjötta í tíu fyrstu
leikjunum á þessu keppnistímabili
og leikurinn var sá sjöundi sem
Aston Villa tekst ekki að skora í.
Sóknarleikurinn er mikið vanda-
mál hjá liðinu og ljóst að leikmenn
eins og Darius Vassell verða að
fara í gang ef eitthvað á að ganga.
Það var James Beattie sem skor-
aði sigurmarkið fyrir Southampton
úr vítaspyrnu á fyrstu mínútu
seinni hálfleiks. Hún var dæmd eft-
ir að Peter Enckleman, markvörð-
ur Aston Vifla, braut á framherjan-
um Brett Ormerod innan teigs og
fékk að líta rauða spjaldið fyrir
vikið.
Leikmenn Aston Vifla spiluöu
því tíu allan seinni hálfleikinn og
náðu ekki að jafna leikinn. Leik-
menn Southampton, sem komust
með sigrinum upp í tólfta sæti
defldarinnar, unnu í gærkvöldi
sinn fyrsta sigur á útivelli síðan í
mars.
Gordon Strachan, hinn litríki
knattspyrnustjóri Southampton,
var ekki alveg sáttur þrátt fyrri
góðan sigur sinna manna.
„Við áttum að klára leikinn
strax eftir að við skoruðum mark-
ið. Við brenndum af fjórum dauða-
færum og það gengur ekki í þessari
deild. Ég er heldur ekki ánægöur
meö hvemig viö héldum boltanum
innan liösins. Sendingar á milli
leikmanna voru of ónákvæmar og
við þurfum að laga það,“ sagði
Strachan eftir leikinn.
Finnski markvörðurinn Antti
Niemi, sem átti stórleik í marki
Southampton, var jákvæðari en
Strachan.
„Allir útileikir í þessari deild
eru erflðir og það var frábært að
sigra hér á Villa Park. Mér fannst
Aston Villa spila betur eftir að
liðsmenn urðu tíu. Það var erfitt
en við náðum að klára leikinn og
tryggja okkur þrjú stig,“ sagði
Niemi eftir leikinn. -ósk
Óvænt tap íslandsmeistaranna á heimavelli í gærkvöld:
Uppskáru eins
og þeir sáðu
- Haukar voru miklu grimmari í Njarövik og unnu sanngjarnt