Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 Fréttir 131/" Fisksalar fullsaddir af umræðum um of hátt fiskverð: Okur stórmarkaða að drepa niður fisksölu - segir talsmaður hóps fisksala í Reykjavík DV-MYND HILMAR ÞÓR 990 krónur kílóló Eirfkur Auöunn Eiríksson fisksali segir samanburð á verði ýsuflaka og kjöts ósanngjarnan og bjagaðan. Ýsan sé langt í frá svo dýr að hana sé ekki hægt að kaupa. Heróubreið. Klrkjufell. Snæfellsjökull. Hekla. Fjallakosningin: Fjögur fjöll á toppnum Fjögur fjöll eru efst 1 vitund fólks I kosningum DV, Náttúru- fræöistofnimar íslands og Land- verndar um Þjóðarfjallið. Herðu- breið, Hekla, Kirkjufell við Grundarfjörð og Snæfellsjökull eru fjöllin sem hér um ræðir. Fjöl- mörg fjöll önnur hefur fólk svo til- nefnt sem sitt héraðsíjall, auk þess sem mörg önnur en áður- nefnd fjöll hafa fengið tilnefning- ar sem hið eina og sanna þjóðar- fjall. Úrslit verða kynnt á fimmtu- daginn - en að kvöldi þess dags er í Salnum í Kópavogi fundur á veg- um Landverndar þar sem fjallað verður um fjöll í ýmsu tilliti. Fimmtudagurinn 24. otkóber er dagur Sameinuðu þjóðanna - en þær tileinkuðu fjöllum líðandi ár. Frestur til að skila inn tilnefn- ingum rennur út í kvöld. Bæði er hægt að koma með tilnefningar til DV í Skaftahlíð 24 í Reykjavík en hinn möguleikinn er svo að greiða atkvæði á vefslóðunum www.dv.is og www.landvernd.is. Það þarf þá að gerast fyrir mið- nætti. -sbs Akureyri: Snjórinn kominn Jörð var alhvít á Akureyri í morgun - tíu sentímetra jafnfallinn snjór í bænum. Að sögn lögreglunn- ar á Akureyri hefur umferð gengið vel það sem af er og ökumenn hafa metið aðstæður rétt. Veður er gott fyrir norðan en spáð er snjókomu í nótt. -aþ „Þegar fólk kemur í stórmarkaði og sér ýsuflök á 1300 krónur fær það eðlilega sjokk og kaupir ekki fisk, heldur ekki hjá okkur fisksölum. En ýsan kostar bara ekki 1300 krónur hjá okkur heldur 990 krónur. Við erum alltaf að hlusta á aðfmnslur um að fiskurinn sé orðinn svo dýr að hann sé ekki kaupandi. En það eru stórmarkaðir, sem alltaf segjast vinna að hagsmunum neytenda, sem hafa hækkað fiskverðið, ekki fisksalar. Þetta okur stórmarkað- anna er aö drepa niður alla fisk- sölu,“ sagði Eiríkur Auðunn Auð- unsson, fisksali í fiskbúðinni Vör, í samtali við DV. Hópur fisksala i Reykjavík hefur tekið sig saman með það að mark- miði að hrekja þau almennu viðhorf að fiskur sé orðinn of dýr í saman- burði við kjöt og hann sé vart kaup- andi. Næstu vikur munu reglulega birtast heilsíðublaðaauglýsingar þar sem þeir vekja athygli á málstað sínum. Sú fyrsta birtist í DV í gær. Auðunn er ómyrkur í máli þegar talið berst að umræðu um fiskverð og hefur til þess fullan stuðning fé- laga sinna. „Við erum að leita eftir sann- gjamri umfjöllun um fiskverð. Við erum orðnir langþreyttir á að heyra að við kaupum fiskinn á 200 krónur kílóið og seljum hann síðan á 1300 krónur. Mismunurinn sé hreinn hagnaður í okkar vasa. Þetta er al- rangt. Algengt verð til okkar flsk- sala er 200-250 krónur fyrir heila óunna ýsu. En tilbúin, roðlaus og beinlaus i borðinu hefur bæst vinnslukostnaður á ýsuna og kosta flökin þá 700 krónur kílóið að lág- marki. Söluverðið er 990 krónur og álagningin því um 290 krónur á hvert kíló. Þá er eftir að reikna launagjöld. Einn stórmarkaðanna hefur hins vegar verið að.selja flök- in á 1279 krónur þrátt fyrir að kaupa inn á sömu mörkuðum og við.“ Þess má geta að Hagkaup auglýsti í gærdag lækkað verð á ýsuflökum og nam lækkunin um 30 prósentum. Kjötframleiöendur kynda undir Auðunn segir kjötframleiðendur hafa kynt undir umræðu um dýrt fiskverð i búðum. Hins vegar sé samanburðurinn sem þeir beiti ósanngjam og villandi. „Það er verið að slá ryki í augu neytenda með bjöguðum saman- burði. Kjúklingabændur tala um tæplega 400 króna kílóverð á kjúklingi en þá fylgir ekki sögunni að eftir er að draga frá bein og skinn. Bein- og skinnlausar kjúklingabringur kosta um 2000 krónur kílóið. Það er rétta viðmið- unin. Lambahryggur kostar kannski 998 krónur kílóið en þegar bein og fita eru dregin frá getur kílóverðið verið komið í 4000 krón- ur. Að auki hafa skattgreiðendur þegar greitt þetta kjöt niður. Svína- kótiletta kostar kannski 1100 krón- ur og stundum minna á tilboði. Þá er eftir að skera bein og fitu frá. Við það hækkar kílóverðið umtalsvert. Þegar allt þetta kjöt er unnið þannig að það verði samanburðarhæft við beinlaus og roðlaus ýsuflök verður það mun dýrara en verðmiðinn í búðinni segir til um.“ 20 kíló á mann Auðunn segir fisksala hafa mætt mikilli hækkun á innkaupsverði á fiski sl. 14 ár, úr 50 krónum kílóið í um og yfir 200 krónur, með hagræð- ingu og betri nýtingu sem geri þeim kleift að halda kílóverðinu undir 1000 krónum. Fisksalar benda á að beingreiðsl- ur til bænda árið 2001 jafngildi því að hver skattgreiðandi í Reykjavík fengi 20 kíló af ýsuflökum á ári. Samkeppnin sé því ójöfn í meira lagi. Þá bendir hann á að svín á fæti, tilbúið til slátrunar, verði sí- fellt ódýrara á fóðrum en þyngd svínanna hafi engu að síður aukist um 20 prósent. Þá sé nýtingin um 68% á móti 30-33 prósenta nýtingu á ýsu. Vinnsluferlar á fiski væru þannig mun dýrari. -hlh Samson ehf. um Landsbankann: Sókn er besta vörnin - hagræðing felst ekki endilega í að fækka starfsfólki Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Thor Björgóifsson og Björgólfur Guömunds- son segjast sjá fjölmörg sóknarfæri fýrir Landsbankann og nefna sérstaklega til sögunnar vel heppnuð kaup á Heritable Bank í Lundúnum sem hugsan- lega fyrirmynd aö því sem koma skal. Ein opnu bókanna í skápnum fyrir aft- an þá er „íslensk ævintýri" og þótti mörgum þaö viðeigandi. Eigendur eignarhaldsfélagsins Samson, sem samið hafa við stjóm- völd um kaup á 45,8% hlut í Lands- banka íslands fyrir 12,3 milljarða króna, segjast sjá fjölmörg sóknar- færi í rekstri Landsbankans, meðal annars á erlendri grundu. Hugur þeirra standi til að nýta þau sóknar- færi fremur en að draga úr umfangi rekstrarins hér á landi til að ná fram hagræðingu. „Það hefur orðið umtalsverð hag- ræðing í Landsbankanum á undan- fornum árum og það má segja að farið sé að þynnast um þá mögu- leika,“ sagði Magnús Þorsteinsson á blaðamannafundi sem Samson ehf. efndi til í gær. „En sókn er yfirleitt besta vömin og það er ekki endilega lögmál að hagræðing felist í því að fækka úti- búum eða fækka fólki. Því getur allt eins verið á hinn veginn farið. Við viljum sækja fram og þess vegna á ég ekki von á að slík fækkun verði.“ Erfiðir samningar Fram kom á fundinum að eignar- hlutur þremenninganna í Samson skiptist þannig að Björgólfur Thor Björgólfsson fer með 50% eignar- hlut, Björgólfur Guðmundsson 30% og Magnús Þorsteinsson 20%. Björgólfur Thor segir að samning- arnir við stjórnvöld hafi verið erfiö- ir; Samson greiði til dæmis talsvert meira fyrir hlutinn en þeir gerðu ráð fyrir í upphafi og ýmsar kvaðir hafi fylgt kaupunum. Ekki var tilgreint á fundinum hverjar þær væra en þó kom fram að engin skilyrði em um aö útibúum verði ekki fækkað. Björgólfur Thor segir engar ákvarðanir liggja fyrir um hver eða hverjir veröi fulltrúar Samson í stjóm Landsbankans. Gert er ráð fyrir að kaupin gangi í gegn fyrir jól en fyrst þarf að ljúka áreiðanleika- könnun á báða bóga. Að því loknu verði boðað til hluthafafundar. Sókn erlendis Þremenningarnir leggja áherslu á að hugsanlegar breytingar á rekstri bankans verði kynntar starfsfólki áður en þær verði ræddar í smáat- riðum í fjölmiðlum. Björgólfur Thor nefnir þó sem dæmi mögulega sókn bankans á erlendri grundu. Bank- inn hefði þegar keypt Heritable Bank í Lundúnum, sú fjárfesting hefði verið ákaflega arðbær og yrði hugsanlega fyrirmynd að því sem koma skal hjá bankanum. „Þetta er skýrt dæmi um sóknartækifæri sem hefur verið nýtt og við höfum áhuga á að leita að fleiri slíkum," segir Björgólfur Thor. Björgólfur Guðmundsson bendir lika á að rekstur banka gangi út á fleira en rekstur útibúa. Þótt þau séu vissulega undirstaðan megi ekki gleyma því að á íslandi búi að- eins um 280 þúsund manns og ekki geti allir slegist um sama hópinn. Lykilspurning er vitanlega hvers vegna fjárfestar með reynslu af við- skiptum víða um heim telja pening- um sínum og kröftum best varið við rekstur á íslenskum banka. Björgólfur Thor svarar því til að erfiðleikar séu á mörkuðum víða um heim en ísland sé eitt örfárra landa í heiminum þar sem markað- ir hafi verið á uppleið. Þess vegna hafi þeir ákveðið að taka sér frí frá umsvifum erlendis og beina kröft- um sínum hingað. -ÓTG HK Gervitunglasendingar Stöð 2 hefur und- anfarna daga gert til- raunir með sjón- varpssendingar um gervitungl sem ná til alls landsins. Til greina kemur að dreifa sjónvarpsefni Stöðvar 2 með þessum hætti i framtíð- inni. - Mbl. greindi frá. Lika Kínverjar Það voru ekki bara atkvæði Svía sem höfðu úrslitaáhrif á að íslending- ar fengu inngöngu í Alþjóðahvalveiði- ráðið að nýju á dögunum. Kínverjar greiddu líka atkvæði með inngöngunni en þeir höfðu ekki ætlað sér að mæta á fundinn. - Mbl. greindi frá. Eldur í Mosfellsbæ Eldur kom upp í einangrunarplasti í nýbyggingu við Þverholt í Mosfellsbæ um klukkan ellefu í gærkvöld. Slökkvi- lið höfuðborgarsvæðisins sendi einn bfl á vettvang en ekki var um mikinn eld að ræða en töluverður reykur var á staðnum. Jafnrétti í kirkjuráði Konur eru helm- ingur fulltrúa nýs kirkjuráðs sem kjör- ið var á kirkjuþingi á laugardag en áður var þar ein kona. Ráðið skipa: Sr. Daila Þórðardóttir, sr. Hall- dór Gunnarsson, Jó- og Sigríður M. Jó- Dagur kvenna í landbúnaði Fundur kvenna í landbúnaði fer þess á leit við ja&iréttisneM Bænda- samtaka íslands og stjóm Bændasam- taka íslands að þær beiti sér fyrir því að 15. október verði tekinn upp hér- lendis sem dagur kvenna í landbúnaði. - Mbl. greMi frá. Töf á uppbyggingu Árstöf hefur orðið á rannsókna- og ný- sköpunarhúsi Háskól- ans á Akureyri. Þor- steinn Gunnarsson, rektor segir auðlinda- deild skólans verða í uppnámi næsta haust vegna þessa. Ut af við Blöndu Fjölskyldufaðirinn missti stjóm á bifreið fimm manna fjölskyldu á leið frá Reykjavík til Sauðárkróks í gær- kvöld. Lenti bíllinn í krapa með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum og hatoaði í hnédjúpu vatni í gömlum árfarvegi Blöndu. Enginn slasaðist. Vilja erlent fjármagn Á aðalfundi Starfsgreinasambands íslands um helgina kom ffarn vilji til að leyfa útlendingum að fjárfesta í fisk- vinnslu. hann Bjömsson hannsdóttir. í rénun Skjálftahrina sem hófst norður af Öræfajökli vestan Esjufjalla um helg- ina virðist vera í rénun. Skjálftahrinan er sú mesta sem mælst hefúr á svæð- inu í meira en áratug. Hagræðingarhræðsla Svokölluð hagræðing hjá fyrirtækj- um vekur oft á tíðum ugg hjá starfs- fólki fyrirtækja á Akureyri samkvæmt nýrri lífskjarakönnun. Helmingur bæj- arbúa telur atvinnuöryggi i bænum slæmt og liðlega helmingur álítur að atvinnulífið sé fábreytt. - RÚV greindi frá. 16 vi||a Byggðastofnun Sextán sóttu um stöðu forstjóra Byggðastotounar en gerður var starfs- lokasamningur við fráfarandi forstjóra vegna ágreinings milli hans og for- manns stjómar stofnunarinnar. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.