Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 10
10 Neytendur ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 DV Bílaumboðin kynna rekstrarleigu á bílum fyrir einstaklinga: Rekstrarleiga vænleg- ur kostur fyrir marga - föst mánaðarleg greiðsla í stað útborgunar, lántökukostnaðar og affalla „Síminn hefur ekki stoppaö. Ég hef trú á því að rekstrarleiga fyrir einstak- linga sé komin til að vera,“ sagði Pétur Bjömsson, sölustjóri notaðra bíla hjá Ingvari Helgasyni, í samtali við DV. Bílaumboð era, í samvinnu við f]ár- mögnunarfyrirtækin, byijuð að bjóða rekstrarleigu á bílum fyrir einstaklinga, nýjan valkost sem einstaklingum hefur ekki boðist fyrr hér á landi en er vel þekkt fyrirbæri erlendis. Hafa bæði Toyota og Ingvar Helgason auglýst rekstrarleigu fyrir einstaklinga undan- farna daga. í rekstrarleigu felst að viðkomandi leigir einfaldlega bílinn af umboðinu í tiltekinn tíma, t.d. 2 ár. I leiguverðinu er innifalin reglubundin skoðun og allt viðhald eða viðgerðir sem falla undir ábyrgðarskilmála. Kostnaður vegna við- halds á slitflötum eins og bremsukloss- um fellur á eigandann sem og trygging- ar en skylt er að tryggja bílinn í kaskó- tryggingu. Iðgjöldin ráðast þá af þeim kjörum sem hver og einn hefur hjá sínu tryggingafélagi. Þá greiðir leigutakinn einnig lögbundin bifreiðagjöld. Þurfi að skoða bílinn lögbundinni skoðun á leigutímabilinu greiðir leigutaki hana. Engin útborgun í fljótu bragði er kosturinn við þetta form á „bflaeign" sá að útborgun er eng- in, gíróseðill með mánaðarlegu leigu- gjaldi berst inn um lúguna í næsta mán- uði eftir að samningur hefur verið gerð- ur. Leigutaki er ekki að taka lán til kaupa á bil, er ekki að greiða lántöku- kostnað og vexti og þarf ekki að bera af- foll sem verða á verði bílsins. Við lok leigutímans þarf að setja bílinn i sölu- skoðun eins og um eigin bíl væri að ræða og verður leigutaki að greiða við- gerðir ef hann er beyglaður eða skemmdur á annan hátt. Einu skilyrðin fyrir rekstrarleigu- samningi eru að leigutakinn þarf að vera 30 ára eða eldri og vera skráður fasteignaeigandi. Þá þarf umsækjandi á aldrinum 25-30 ára að útvega einn ábyrgðarmann sem er skráður fast- eignaeigandi. Fyrstu skrefin Skúli Kr. Skúlason, framkvæmda- stjóri sölusviðs hjá Toyota, sagði um- boðin vera að taka fyrstu skrefm í rekstrarleigu fyrir einstaklinga og byij- unin lofaði góðu. „Fólk er farið að átta sig á því að bíll er eins og hver annar búnaður til heim- ilisins eða nauðsynjavara. Það geti ver- ið betra að leigja bílinn og vita nákvæm- lega hvar maður stendur í stað þess að kaupa kannski gamlan bil með tilheyr- andi lántökukostnaði og affóllum. í rekstrarleigu era kannski greiddar 22 þúsund krónur á mánuði og viðkom- andi er alltaf á nýlegum bíl. Markaður- inn hér er að færast í sama horf og ver- ið hefur í Evrópu í mörg ár. Þetta er góður kostur fyrir mjög marga. Fólki fmnst þetta mjög eðlilegur kostur þegar það hefur kynnt sér hann,“ sagði Skúli við DV. Breytt viöhorf Hér á landi er ekki hægt að rekstrar- leigja bíl nema hann hafi verið í rekstr- arleigu áður. Þar sem rekstrarleigu- markaðurinn hér er ungur hefur ekki verið mikið framboð af bílum sem upp- fylla þessi skilyrði. En eftir að bílaleig- ur uppgötvuðu rekstrarleiguna hefur markaður fyrir rekstrarleigu til einstak- linga smám saman verið að myndast. Annaðhvort er um bílaleigubíla að ræða eða bíla sem nýskráðir hafa verið sem rekstrarleigubilar. Þeir sem tekið hafa lán fyrir bílunum sínum og hafa þurft að fá stóran hluta bílverðsins að láni verða fljótt varir við að lítil eignamyndun verður í bílnum. Verðfallið getur verið hraðara en sem nemur lækkun eftirstöðva lánsins. Þeg- ar bíllinn er settur upp í annan blasir verðfallið við og eftirstöðvar af gamla láninu geta verið það miklar að fólk kann að standa í sömu sporum eftir end- umýjun og þegar eldri bíilinn var keyptur. í slíkri stöðu kann einhver að spyija sig hvort ekki sé skynsamlegra að leigja einfaldlega bíl. Aka alltaf um á nýlegum bíl. DV spurði bæði Pétur og Skúla hvort rekstrarleiga til einstak- linga færi ekki saman við breytt viðhorf til bíla. Þetta væra einfaldlega nytja- hlutir en ekki ijárfesting í hefðbundn- um skilningi, eignamyndunin væri tak- mörkuð. Fólk vildi einfaldlega farartæki sem flytti það frá A til B. Tóku þeir und- ir þetta en undirstrikuðu að þetta væri þó mjög einstaklingsbundið. -hlh Stór norræn matvælasýning í Danmörku: Skagfirska kindakæfan hlýtur enn eitt gullið - og laxinn fékk silfur Magnús Sverrisson, kjötiðnaðar- maður á Sauðárkróki, fékk 1. verð- laun fyrir Skagfirsku kindakæfuna á stórri norrænni matvælasýningu i Danmörku fyrir skömmu. Hann fékk auk þess silfurverðlaun fyrir reyktan lax. Á annað hundrað kjöt- iðnaðarmenn alls staðar af Norður- löndum tóku þátt í sýningunni. Magnús sagði að ferðin hefði verið afar ánægjuleg og vörumar sem hann var með vöktu athygli. „Þama voru stórar hallir fullar af margvislegum kjötvörum og við opnun sýningarinnar vora viðstadd- ir 20-30 þúsund gestir, þannig að þetta er klárlega góður vettvangur til þess að kynna íslenskar landbún- aðarvörur með útflutning á Evrópu- markað í huga. En þess má geta að sláturhús KS fékk nýverið leyfi til útflutnings á lambakjöti á þann markað. Ég tel að miðað við við- brögð þarna eigum við mikla mögu- leika á að ná markaði fyrir þessa vöruflokka á Norðurlöndunum og jafnvel víðar,“ sagði Magnús. Þess má geta að þetta er ekki fyrsta viðurkenningin sem Magnús fær fyrir kjötvörur. í fagkeppni ís- lenskra kjötiðnaðarmanna sem haldin var sl. vor í Smáranum í Kópavogi fékk Magnús gullverðlaun fyrir kindakæfuna, auk þess var hún valin sem besta afurðin í sínum flokki, og silfurverðlaun fyrir Haustskinku og Blóðpylsu en allt eru þetta vörur sem kjötvinnsla KS hefur framleitt. Þetta staðfesti raunar Ágúst Andr- ésson, framleiðslustjóri hjá Kjöt- vinnslu KS á Sauðákróki, og bætti við að vörur frá Kjötvinnslu KS hefðu fengið góða dóma í fagkeppnum og ekki síst hjá hinum almenna neyt- anda. Kjötiðnaður er vaxandi at- vinnugrein í Skagafirði en nú eru um 40 árs stöðugildi hjá kjötvinnslu KS og þar af eru 9 faglærðir kjötiðnaðar- menn. Nýlega var tekin í notkun flæðilína fyrir úrbeiningu, í nýrri og glæsilegri aðstöðu í kjötvinnslunni og nýtist sú aðstaða vel við snyrtingu og pökkun á fersku lambi fyrir ítaliu- markað, en sú vinnsla er nú komin á fullt og einnig er hafin útflutningur til Færeyja. -ÖÞ DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON Slgursæll Magnús Sverrisson kjötiönaöarmaöur meö hluta af þeim verölaunum sem hann hefur hlotiö á árinu. DV-MYND GS Frumkvöðull Guöjón D. Gunnarsson í verksmiöju á Reykhólum. Frumkvöðull á Reykhólum: Vítamín úr þara „Það era fjögur ár siðan ég byrj- aði að þróa þessa vöru og fyrstu tvö árin fóru eingöngu í að finna út rétt- ar efnablöndur og mæla árangur á lífríkið. Það er erfitt að byrja svona framleiðslu vegna þess hvað efna- greiningar eru dýrar en þær eru óhjákvæmilegar við verkefni sem þetta,“ segir Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum við DV en hann fram- leiðir Glæði, vítamín fyrir plöntur og annan gróður sem unnið er úr sjávarþangi. Guðjón hefur um árabil starfað við þörungaverksmiðjuna á staðn- um og er þvi vel kunnugur þeim möguleikum sem þangið býður upp á. Glæðir hefur verið notaður með góðum árangri jafnt á pottaplöntur sem garðagróður og segir Guðjón söluna hafa tvöfaldast í ár frá fyrra ári sem er langt umfram væntingar. „Stærstu pantanimar era á knatt- spyrnu- og golfvelli auk þess sem skógræktarmenn og gróðurhúsa- bændur hafa notað vökvann með góðum árangri. Helsti kostur efnis- ins er að það styrkir rætur gróðurs- ins og ver hann gegn sníkjudýrum." Guðjón býður vítamínið í neyt- endaumbúðum, í allt að 1000 lítra einingum. -GS Pepsi Blue á markað Nýr drykkur frá Pepsi, Pepsi Blue, er kominn á markað á íslandi. Pepsi Blue er blár drykkur með fersku kólabragði. Þessi drykkur fæst í hálfs lítra og tveggja lítra plastflöskum. Fyrst um sinn verður Pepsi Blue aðeins fáanlegt í tak- mörkuðu magni. Pepsi Blue kom fyrst á markað í Bandaríkjunum í sumar eftir að unnið hafði verið að þróun drykkj- arins frá því í ágúst 2001. ísland er eitt af fyrstu löndunum utan Banda- ríkjanna þar sem Pepsi Blue kemur á markað. í grundvallaratriðum er formúlan að Pepsi Blue hin sama og að Pepsi nema hvað Pepsi Blue er blátt á lit- inn. Kolsýruinnihald er aðeins hærra en í Pepsi en sætuinnihald lítið eitt lægra. Koffeinmagn Pepsi Blue er hið sama og í Pepsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.