Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 Tilvera DV Hálfrar aldar afmæll morgunsöngs í Laugarnesskóla Nemendur í Laugarnesskóla og fimm ára börn úr leikskólum hverfisins sungu í morgun viö hátíölega athöfn. Söngurinn skapar samkennd - segir Helgi Grímsson, skólastjóri Laugarnesskólans Nemendur í Laugamesskóla og fimm ára böm úr leikskólum hverfisins sungu í morgun viö há- tíðlega athöfn. Tilefnið var útgáfa á sönghefti skólans og meðfylgj- andi geisladiskum vegna háifrar aldar afmælis morgunsöngs í Laugamesskóla á síðasta ári. Sér- stakir gestir hátíðarinnar vora Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri, Stefán Jón Hafstein, for- maður fræðsluráðs, og Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri. Þrjú lög voru valin og flutt af nemendum skólans og fimm ára bömum af leikskólunum Hofi, Lækjarborg og Laugaborg. Söng- stjómin var í höndum hátíðar- gesta og skólastjóra en píanóund- irleik önnuðust tónmenntakenn- arar skólans. Helgi Grímsson, skólastjóri Bíógagnrýní Laugamesskóla, segir þessa hálfr- ar aldar gömlu hefð vera ómissandi þátt í starfsemi skól- ans. „Bömunum finnst þetta mjög skemmtilegt, þetta skapar einnig mikla samkennd. Þau læra að sjálfsögðu fjölmörg sönglög og einnig læra þau að koma fram í hópi og taka tillit til annarra. Auk þess er þetta yndisleg byijun á deginum," segir Helgi. Lögin í söngbókinni eru þau sömu og sungin era í morgun- söngnum og eru sambland af ætt- jarðarlögum, bamalögum og lög- um úr Disney-myndunum. Helgi segir bömin eiga sín uppáhaldslög sem þau taki jafnan undir fullum hálsi. Má þar nefna lög eins og Hittu naglann á höfuðið eftir Ólaf Hauk Simonarson, Vinalagið (Ég er vinur þinn) úr Leikfangasögu, í grænum sjó úr Litlu hafmeyjimni, Hafið bláa hafiö og öxar við ána. Morgunsöngurinn hófst, eins og áður segir, fyrir fimmtiu og einu ári. Að sögn Helga byrjaði þessi hefð fyrir tOstilli nefndar sem sett var á laggirnar 22. október 1951 og bar nafnið „Agi og venjur." Nefnd- in taldi að söngurinn væri eitt af því sem aukið gæti aga í skólan- um og þótti auk þess skemmtileg venja. Upphafsmaður morgun- söngsins var Ingólfur Guðbrands- son, tónlistar- og ferðafrömuður, en hann stjórnaði söngnum fyrstu árin. Þá lék Magnús Eiríksson undir og stjómaði oft morgun- söngnum frá upphafi og þar til hann hætti kennslu 1974. -BB Drepin úr leiðindum? Regnboginn - Killing me softly: i Sif Gunnarsdöttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Það verður að segjast eins og er að það besta við að fara að sjá kvikmyndina Killing me softly er að á undan henni er sýnt úr nýju Lord of the Rings-myndinni, The Two Towers, og nýjustu James Bond-myndinni. Lord of the Rings-framhaldið sýnist ætla að vera alveg jafnmikil kvikmynda- veisla og sú fyrsta og Bond virðist líka vera í finu formi, enda ekki ónýtt að hafa nýbakaða ósk- arsverðlaunaleikkonu, Halle Berry, til að leika aðalbondbeibið. En svo lauk sýnishomum úr næstu myndum og við tók kvik- mynd þar sem allt sameinaðist, vond saga, luraleg leikstjórn og verulega vondur leikur. Heather Graham leikur amer- isku stúlkuna Alice sem vinnur í London við að hanna tölvuforrit eða eitthvað - það var nú aldrei verulega mikilvægt hvað hún gerði í vinnunni. Hún býr með huggulegum strák sem drýgir þá höfuðsynd að vera ekki spennandi og þvi gerist það að þegar hún ýtir á hnappinn á gangbrautarljósi einn daginn snerta fingur hennar fingur dularfulls, myndarlegs manns, fjallgönguhetjunnar Ad- ams, sem horfir á hana brennandi augnaráði og áður en maður getur sagt popp og kók eru þau komin Kllllng Me Softly Heather Graham leikur konuna sem getur ekki gleymt manni sem hún rekst á. úr öllum fotunum að stunda villt kynlíf með glæsibrag - og halda því áfram með reglulegu millibili alla myndina, sennilega í hvert skipti sem handritshöfundur og leikstjóri voru komin í klemmu með söguna. Alice yfirgefur sinn óspennandi kærasta og fer að búa með Adam. En hver er Adam? Af hveiju er systir hans svona káfandi áköf og skrýtin? Af hverju er einn skápur- inn heima hjá honum alltaf læst- ur? Og hvemig dó eiginlega fyrr- verandi kærastan hans? Áður en nokkurri af þessum spumingum er svarað er okkur orðið nákvæm- lega sama um svörin því persón- umar eru svo frámunalega heimskulegar að því fyrr sem þær byrja að útrýma hver annarri því betra. Heather Graham er verulega vond í aðalhlutverkinu en afskap- lega lekker án klæða - sem hún er reyndar iðulega. Mér er eiginlega fyrirmunað að skilja hvers vegna hún heldur áfram að fá hlutverk út um allt, ég hef ekki enn séð hana leika vitundarögn betur en sæmilega og þótt hún sé bæði and- litsfríð og með bombulegan vöxt þá era þær það svo til allar. Jos- eph Fiennes er sömuleiðis af- spymulélegúr í hlutverki fjall- göngukappans færa, Adams - sem reyndar fer ekki upp á annað en Alice í myndinni. Það er eins og mig minni að hann hafi gert ágæt- lega á móti Cate Blanchett i stór- myndinni Elisabeth en leikstjór- inn Chen Kaige hefur haft lag á að fá það versta út úr aðalleikuran- um sínum um leið og hann gerir mynd sem er fyrirsjáanlegri en málverk sem er málað eftir núm- erum. Kllling me softly. Leikstjóri: Chen Kaige Handrit: Kara Lindstrom eftir skáldsögu Nicci French. Aðalleikarar: Heather Gra- ham, Joseph Fiennes, Natascha McElho- ne og Ulrich Thomsen Vínsæltistu kvikmyndimar Spennumyndir Ný mynd skaust á toppinn í Banda- ríkjunum um helgina. Það er myndin The Ring sem skaut Hannibal Lecter- myndinni Red Dragon niður í þriðja sætið. The Ring er hryllingsmynd af bestu gerð sem fjallar um undarlegt myndband sem hefur þann leiða fylgi- kvilla að hver sá sem horfír á mynd- bandið deyr innan viku. Það er svo ungur blaðamaður, leikinn af Naomi Watts, sem ákveður að rannsaka myndbandið og fer þangað sem talið er að uppruni myndbandsins liggi. The Ring er endurgerð af japanskri hroll- vekju sem er ein af vinsælustu mynd- um sem gerðar hafa veriö í Japan fyrr og síðar. Það er frekar óþekkt starfslið sem kemur að myndinni en leikstjór- inn, Gore Verbinski, gerði síðast myndina The Mexican með Juliu Ro- berts og Brad Pitt sem fékk mjög mis- jafna dóma. Naomi Watts leikur aðal- hlutverkið í myndinni en hún á að baki fjölmargar kvikmyndir, þó aðal- lega sjónvarpsmyndir. Spennumyndir eru vinsælar vestan- vinsælar vestra The Ring Fjallar um unga blaöakonu sem rannsakar undarlegt myndband. hafs og kemur myndin Abandon einnig ný inn á listann. Hún fjallar um Cat- harine Burke (Katie Holmes) sem er undir mikilli pressu í náminu. Hún er í prófum, þarf að klára lokaritgerð og verja hana. Með þetta allt hangandi yfir sér kemur tO skjalanna lögreglu- maður sem er að rannsaka hvarf fyrr- um kærasta hennar en sá hefur verið týndur í tvö ár. Minningin um týnda kærastann heltekur hana og ásækir á versta tíma. Stephen Gaghan leikstýrir myndinni en hann hefur m.a. gert myndirnar Rules of Engagement og Traffic. -HÞG ALLAR UPPHÆÐIR 1 ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA. SÆTl FYRRI VIKA TTT1LL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA O - The Rlng 15.015 15.015 1981 o 2 Sweet Home Alabama 9.559 98.472 3282 o 1 Red Dragon 8.763 77.810 3307 o 5 My Big Fat Greek Wedding 7.145 169.292 2014 o 3 Brown Sugar 5.215 18.502 1378 o 4 The Transporter 5.083 17.191 2610 o - Abandon 5.064 5.064 2341 o 6 The Tuxedo 4.122 43.149 2424 o 11 Jonah: A Veggle Tales Movie 3.906 16.025 1571 © 8 Tuck Everlasting 3.758 10.579 1448 0 7 White Oleander 3.146 10.748 1510 0 - Formula 51 2.817 2.817 1857 © 9 Knockaround Guys 2.455 9.411 1806 © 10 Barbershop 2.407 68.992 1540 © 23 Punch-Drunk Love 1.480 2.045 78 © 12 The Rules of Attraction 1.188 4.815 1430 © 13 The Banger Sister 749 28.720 841 © 14 Moonlight Mile 746 5.150 408 © 31 Bowling for Columbine 728 1.052 46 © 19 Spirited Away 519 3.424 151 Vínsælustu myndböndín Vængjaða veran flýgur hátt á listann Hástökkvari vikunnar er myndin The Mothman Prophecies sem er spennumynd um blaðamanninn John Klein (Richard Gere) og konu hans, Debra Messing, en þau finna húsið sem þau hefur alltaf langað í. Þegar þau eru á leið frá nýja heimilinu keyr- ir Debra á vængjaða veru og keyrir utan í kant. Hún rekur höfuðið harka- lega í og deyr á spítala stuttu seinna. John finnur nokkrar teikningar sem kona hans hafði rissað á dánarbeðin- um. Myndimar eru af vængjaðri veru sem samt líkist ekki engli á nokkum hátt. Tveimur árum seinna er John staddur, án þess þó að vita hvernig hann komst á staðinn, í smábæ í Vest- ur-Virginíu. Þar er stað- arlöggan að reyna að leysa úr málum þar sem í öllum tilfellum sams konar vængjuð vera hefur sést viðs vegar um bæinn. John telur að hann geti fundið nýjar vísbend- ingar um lát konu sinnar. Myndin fer beint í annað sætið. Harts War kemur ný inn á lista en hún fjall- ar um laganema, leik- inn af Bruce Willis, sem er foringi í banda- ríska hemum i seinni heimsstyrföldinni. Hann fær það verkefni að verja svartan fanga sem er ranglega ákærð- ur fyrir manndráp. All about the Benjamins er einnig ný á lista en hún er með rapparan- um Ice Cube í hlut- Hástökkvarl vlkunnar er myndln The Mothman Prophecles. verki manns sem eltir eftirlýsta flótta- menn og verður vitni að demanta- svindli. Hann og sá eftirlýsti ákveða að leggja til hliðar ágreiningsmál sín og vinna saman að lausn málsins. Á toppnum er enn þá grín/spennumynd- in Showtime með Eddie Murphy og Robert De Niro í aðalhlutverkum. -HÞG FYRRI VIKUR SÆTI VIKA TTTILL (DREIFINGARAÐILI) ÁUSTA O 1 Showtime (sam myndböndj 2 o ný The Mothman Propecies <sam myndbönd) 1 i o 2 Panic Room (skífan) 4 o 3 My Blg Fat Greek Wedding (myndform) 6 © 4 What's The Worst Thing... 3 : o ný Hart's War (skífanj - o 6 Don’t Say a Word (skífan) 1 o 5 K-Pax (sam myndbönd) 8 o ný Ali About the Benjamins (myndformj 4 © 7 Kate & Leopold iskífan) 1 0 9 Collateral Damage (sam myndbönd) 5 ! 8 We Were Soidiers (skífanj 6 © 10 Dragonfly (myndform) 6 © 12 Rollerball (skífanj 2 © 15 The 51st State (myndform) 2 © 16 A Beautlful Mind isam myndbönd) 9 J 0 11 The Time Machine (Sam myndböndj 8 © 17 Mulholland Drive (bergvík) 5 © 18 Mávahlátur (sam myndböndj 3 13 D-TOX (SAM MYNDBÖND) 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.