Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 32
* -4 - Góð tónlist - Margrómaðar súpur í hádeginu - Hádegisréttir - Opið virka daga 10-23 laugardaga og sunnudaga 12-18 - Nœg bUastœði - CAFE P R ESTO Hlíðarsmári 15, simi 555-4585, sama húsi og Úrval/Útsýn SPORTVORUGERÐIN SKIPHOLT 5 562 8383 BÍLAMALUN RÉTTINGAR 0-0 .AKKHUSIÐ Smiöjuvegl 48 (Rauö gata) - Kópavogl Sfml 567 0790 - Fax 567 0798 (§) JÉL. si6»*£íMawekhak “— Tjónaskoöun VönduO vinna - aöeins unnin af fagmönnum ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 Sala Landsbankans í samhengi: Fjórðungur allrar einkavæðingar Samkomulag stjórnvalda við eignarhaldsfélagið Samson, um kaup þess á 45,8% hlut í Lands- banka íslands fyrir ríflega 12,3 milljarða króna, felur sem kunn- ugt er í sér umfangsmestu einka- væðingu sem ráðist hefur verið í hér á landi - en jafnframt er um að ræða fjórðung allrar saman- lagðrar einkavæðingar frá því að skipuleg einkavæðing hófst 1991. Áður en samið var við Samson höfðu rikisfyrirtæki verið seld fyrir samtals 36,6 milljarða króna á núvirði. Samkomulagið felur því í sér að samanlagt söluand- virði hækkar um þriðjung og hlutur Samson i samanlagðri einkavæðingu verður fjórðungur af þeim 48,9 milljörðum króna Jónína Ben: Vill til Svíþjóðar Jónína Benediktsdóttir íþrótta- frömuður og athafnakona er farin að hugsa sér til hreyfings af landi brott og horfir þá til Svíþjóðar. „Það verður einhvern tíma,“ sagði hún við DV í morgun, „en ég er með böm í skóla hér svo það verður ekki á næstu dögum." Sænskir blaðamenn voru í heimsókn hjá Jónínu á dögunum og hún kvaðst hafa slegið því fram, meira í gríni en alvöru, að hún væri að flytja til Svíþjóðar. Fréttir þess efnis birtust síðan í sænskum blöðum. „Mig langar til Helsingborg aft- ur,“ sagði hún við DV. „Það er af- slappaðra og rólegra samfélag.“-JSS SECURITAS VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 I www.securitas.is 112 EINN EINNTVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ BÆNDUR Á FELGUNNI! sem þar með hafa fengist fyrir rikisfyrirtæki. Langumfangsmesta einkavæð- ingin fram til þessa var þegar 51% hlutur ríkisins í Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins var seldur lífeyrissjóðum og fjölda annarra stofnfjárfesta fyrir 11,4 milljarða á núvirði. Næst kemur sala á 49% hlut í sama fyrirtæki til um ellefu þúsund einstaklinga fyrir tæpa 5,7 milljarða og þar á eftir sala á fimmtungshlut í Landsbankanum fyrr á þessu ári til nokkurra tuga fagfjárfesta fyrir 4,7 milljarða. Hæsta verð sem einn einstakur fjárfestir hafði greitt fyrir ríkis- fyrirtæki áður en til samninga kom við Samson ehf. var þegar Haraldur Haraldsson keypti 100% í Áburðarverksmiðjunni fyrir um 1,5 miUjarða 1999. -ÓTG Sjá einnig bls. 2 DV1VIYND GVA | Morgunsöngur í hálfa öld Nemendur í Laugarnesskóla tóku lagiö af krafti í morgun. Sá siöur hefur veriö viö lýöi í skólanum í rúmlega hálfa öld. í tilefni þeirra tímamóta mættu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Stefán Jón Hafstein, formaöur fræðsluráös, í skólann og tóku lagiö meö krökkunum. Maðurinn sem er í haldi grunaður um íkveikju: Virðist hafa verið að athafna sig í portinu - viðurlög við íkveikju 2ja til 6 ára fangelsi Maðurinn sem situr í gæslu- varðhaldi grunaður um íkveikju við Laugaveg sást koma út um inngang að porti við hús númer 40a stuttu áður en fyrst varð vart við eld. Eldurinn kom einmitt upp í umræddu porti en þar eru með- al annars ruslageymslur. I port- inu eru einnig bakinngangar í verslanir við hliðina, í verslunina Misty og Sjáðu. Auk þess er inn- gangur að stigagangi í húsið núm- er 40a. Brögð hafa verið að því gegnum tíðina að innbrotsþjófar hafi gert sig heimakomna í þessu porti, ekki síst þegar Iðunnarapó- tek var þar sem Misty er nú. Þetta er ekki síst í því ljósi að hægt er að athafna sig án þess að sjást frá götunni, það er frá Laugavegi. Tvöföld hurð er á milli portsins og gangstéttarinnar við Laugaveg. Að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns er verið að kanna hvort eldurinn hafl komið upp á fleiri en einum stað á laug- ardagskvöldið. Að sögn íbúa sem rætt hefur verið við kom mikill eldur upp í portinu bak við húsin. Á laugardeginum var haldinn eins könar flóamarkaöur í port- inu. Maðurinn sem situr í gæslu- varðhaldi hefur ekki viðurkennt neitt tengdu íkveikju. Hann var Portið á Laugavegi 40a Hinn grunaöi sást koma út um þessar dyr. Lögreglumaður bar fólk á þurrt Bifreið hafnaði utan vegar um áttaleytið í gærkvöld við Auðólfs- stað í Langadal norðan Blönduóss. Lenti bifreiðin út í farvegi við Blöndu, en ekki ánni sjálfri. Sýndi Hermann ívarsson, lögreglumaður frá Hvammstanga þar harðfylgi er hann sótti fólkið sem í bílnum var. Óð hann þá drullu og leir upp í hné eins og hann orðaði það í dagbók Blönduóslögreglu. Alls voru fimm í bílnum og bar Hermann þá alla upp á þurrt land. Enginn mun þó hafa verið í mikilli hættu vegna þessa. -HKr. Söfnun hafin handtekinn á spilakassastaðnum Mónakó nokkru eftir að eldurinn kom upp. Vitni, sem gátu nefnt manninn með nafni, höfðu séð til hans koma út úr portinu áður en eldurinn kviknaði. Lögreglan hef- ur sagt að maðurinn verði að gefa skýringar á ferðum sínum á eða við þann stað þar sem eldurinn er talinn hafa komið fyrst upp. Sam- kvæmt heimildum DV hefur mað- urinn gert það en skýringarnar eiga ekkert skylt við íkveikju. Viðurlög við íkveikjum eru 2ja til 6 ára fangelsi. -Ótt Fcirin er af stað söfnun til styrktar þremur ungum konum sem misstu aOt sitt í eldsvoðanum á Laugavegi aðfaranótt sunnudagsins sl. Þar misstu þær heimUi sín, eigur, vinnu, tölvur og aUa persónulega muni. „Þær eru stónmdrandi á því að fólk skuli vera að hringja og bjóða þeim aUt miUi himins og jarðar," sagöi Lísa Kristjánsdóttir, sem stendur fyrir söfnuninni. Hún hefur sent tölvupóst til vina, vandamanna og annarra sem viðja styðja þær þrjár sem fyrir skaðanum urðu. Reikningsnúmerið er 1150 - 05 - 409500. Framlögin skulu merkt: Ásta, Gunna, Linda. -JSS Landeigendur og rjúpnaskyttur í hár saman: Hleypa ur dekkjum rjúpnaskyttna Bændur við ísafjarðardjúp og í Strandasýslu eru farnir að grípa sjálfir tU ráðstafana gegn rjúpna- skyttum sem aka utan vega og fara skjótandi um landareignir þeirra og heiðalönd án þeirra leyfis. Meðal annars hleypa þeir lofti úr dekkjum á bUum sem skytturnar hafa ekið utan vega eða vegslóða og skUið eft- ir þegar haldið er á veiðar. Á sunnudag fór rjúpnaveiðimaður frá ísafirði akandi upp veginn að Blæv- ardalsárvirkjun við Hólmavik og yfir stífluna við uppistöðulónið og inn á ósnortið land og skUdi bUinn þar eftir. Þegar skyttan kom tU baka var búið að hleypa úr öUum dekkjum. Sama hefur gerst á Steina- dalsheiði, sunnar í Strandasýslu. Bændur hyggjast ekki láta hér staðar numið í aðgerðum sínum gegn ágangi leyfislausra rjúpna- veiðimanna. Það mun vera staðfast- ur ásetningur þeirra að láta menn hugsa sig um tvisvar áður en þeir koma aftur á þessar slóðir tU akst- urs utan vega og óleyfUegra rjúpna- veiða að þeirra mati. Lögreglunni á ísafirði hafði i gær ekki borist nein kæra frá bifreiða- eigendum vegna lofUausra dekkja, en verknaður er saknæmur og Uokkast undir eignarspjöU. Bændur vUja fyrst og fremst að rjúpnaskytt- ur beiðist leyfis, eru þreyttir á að skyttumar hafi ekki samband, og telja að þeir fái þá leyfið í mögum tiIfeUum. Það gUdir þvi hið fom- kveðna, orð eru tU aUs fyrst. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.