Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 21
21
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002
DV
Tilvera
Jeff Goldblum 52 ára
Leikarinn
Jeff Goldblum
er afmælisbarn
dagsins. Gold-
blum hefur leik-
ið í fjölda kvik-
mynda en þar
ber hæst mynd-
imar Jurassic
Park og The
Fly. Það eru ekki allir sem vita að
hann hefur verið tilnefndur til ósk-
arsverðlauna, reyndar ekki fyrir
leik heldur fyrir leikstjórn á stutt-
myndinni Little Surprises. Aðal-
áhugamái Goldblum er, fyrir utan
leiklistina, djass.
Gildir fyrir miövikudaginn 23. október
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l:
■ Ótti sem þú hefur bor-
ið í brjósti við niður-
stöðu ákveðins máls
reynist ekki á rökum
reistur og þú getur tekið gleði
þína á ný.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars):
Misskilningur kemur
I upp á vinnustað þínum
og á eftir að leiða af
sér leiðindi og það tek-
ur tíma að leiðrétta þau. Happa-
tölur þínar eru 8, 34 og 35.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
. Þú hugar að sumarfríi
' þínu og þar er um
marga kosti að velja.
Þú þarft að sinna
öldruðum og sjúkum og það tekur
töluverðan tíma.
Nautlð (20. april-20. maíi:
Þú lætur gamlan
draum rætast og sérð
ekki eftir því. í félags-
lífinu verður mikið um
að vera á næstunni. Happatölur
þínar eru 6, 9 og 35.
Tvíburarnir (21, mai-21. iúníi:
Þú tekur þátt í leik
’ sem gefur þér aukið
sjálfstraust. Þú verður
leiðandi í samskiptum
við viiu þína. Happatölur þínar
eru 7, 9 og 30.
Krabblnn (22. iúnt-22. iúii>:
Gamall vinur skýtur
i upp koliinum og á eft-
ir að hafa heilmikil
____ áhrif á gang mála hjá
þér á næstunni. Einhver biður þig
um greiða.
Ljánið 123- m- 22, áaísli:
, Þú ert mun bjartsýnni
en þú hefur verið lengi
og tilbúinn að takast á
við flókin verkefni.
Þér verður ágengt í heilsuræktar-
átaki þínu.
Mevlan (23. áeúst-22. sept.t
<4* Garðvinna tekur mikið
•‘\VtA af tíma þínum og ef þú
átt ekki garð þá ein-
, r hvers konar útivinna.
Náttúrubarnið í þér kemur upp á
yfirborðið.
Vogin (23. sept.-23. okt.i;
^ Þú þarft að vanda þig í
samskiptum þínum við
\f erfiða aðila og er samt
r j ekki víst að það dugi
til farsæUa samskipta. Sumir eru
bara svona.
Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.):
Þú kynnist einhveijum
sem á eftir að hafa
jimikil áhrif á þig. Ekki
er ólíklegt að ástin
komi verulega við sögu á næst-
unni.
Bogmaðurinn (22. nóv.-2l. des.):
.Þér gæti sinnast við
‘ástvin þinn, en með ró-
legum viðræðum verð-
j ur hægt að leysa úr
þeim vanda, enda er hann á mis-
skilningi byggður.
Stelngeltln (22. des.-19. ian.l:
Þú verðxu- beðinn að
ráðleggja vinum þín-
um í máli sem ekki er
auðvelt viðfangs.
Gættu þess að gleyma engu sem
þú þarft að gera.
Afi sýndi mér galdur -
sem ég gat ekki skilið
- segir Töframaðurinn Bjarni
DV-MYND E. ÓL.
Töframaðurinn og kanínan
„Þegar maður færgóðar undirtektir þá vill maður alltaf aftur upp á svið. Þetta verður fíkn, “ segir Bjarni sem stundum
hefur kanínu með sér þegar hann kemur fram.
Þótt hann stokki spilin hvað eftir
annað fyrir framan augun á manni
þá raðast þau samt upp í sortir frá
tvisti upp í ás og svo ef maður nefn-
ir honum eitthvert uppáhaldsspil þá
er það allt í einu efst í bunkanum -
og líka næstefst og ... Maðurinn er
greinilega göldróttur og á miðöldum
hefði hann ugglaust verið brenndur
á báli. Bjarni heitir hann og er Bald-
vinsson en gengur undir nafninu
Töframaðurinn Bjami. Ég fellst á að
skrifa Töframaður með stóru T þeg-
ar ég hef séð hvað hann er að gera -
eða öllu séð ekki - því auðvitað eru
þetta allt sjónhverfingar.
Afgreiddi í Steiiubúð
Hver er hann svo þessi galdrakarl
og hvaðan er hann? „Föðurættina
rek ég til Stykkishólms en móður-
ættin er úr Hafnarfírði og ég ólst
upp á báðum þessum stöðurn," segir
Bjami og bætir því við að sem barn
hafi hann líka búið í Svíþjóð í nokk-
ur ár, bæði í Eskilstuna og Kungálv.
„Ég var mikið í Stykkishólmi á
sumrin hjá ömmu og afa. Amma átti
bókabúðina þar, Stellubúð, ég fékk
að hjálpa til að afgreiða og svo fór
ég á skak með afa eða á grásleppu.
Þetta var mjög skemmtilegt og lær-
dómsrlkt."
- Kenndu afi og amma þér
kannski að galdra. Snæfellingar
höfðu á sér orð fyrir fjölkynngi.
„Nei, en þegar ég var lítill sýndi
afi minn í Hafnarfirði mér einn
galdur sem ég gat ekki skilið og
pældi þó mikið i honum. Þá vaknaði
áhuginn.“
- Segðu okkur nú í trúnaði. Hver
er galdurinn við að galdra?
„Þetta er auðvitað ákveðin teg-
und af framkomulist sem byggist á
fingrafimi og hæfileikum. Það er
ekki nóg að kaupa eitthvert galdra-
dót, maður þarf að hafa ákveðna
hluti til að bera sjálfur. Þetta er
svona fint samspil milli leiklistar og
töfrahæfileika.“
- Hvenær uppgötvaðir þú þessa
hæfileika hjá sjálfum þér?
„Ég held ég hafi verið svona 17-18
þegar ég prófaði fyrst. Stuttu seinna
lánaði Baldur Brjánsson mér vídeó-
spólu með manni sem var að sýna
töfrabrögð en þar var engin
kennsla. Þegar ég skilaði spólunni
sýndi ég Baldri sömu töfrabrögð og
voru á henni. Þá komst ég að því að
þetta var tvöfaldur heimsmeistari
sem ég var að stæla. Baldur hvatti
mig til að halda áfram á þessari
braut. Þegar ég var 21 árs fór ég til
Bandaríkjanna í nám í þrívíddar-
grafík. Þá komst ég í kynni við
stærstu töframannasamtök í heimi
sem heita Intemational Brother of
Magicians. Þar voru menn mjög
hrifnir af því sem ég var að gera því
margar af þeim aöferðum hef ég al-
gerlega þróað sjálfur."
í mekka töframannanna
- Stefnir þú á heimsfrægð?
„Hver gerir það ekki? í fyrra fór
ég í litinn kastala í Los Angeles,
Magic Castel. Þar er mekka töfra-
mannanna og margir þeir stærstu
hafa byrjað þar. Þama eru ótal
gangar, lítil leiksvið og pínulitlir
salir hér og þar og alls staðar er eitt-
hvað í gangi. Þjónustan er þannig
að maður þarf aldrei að biðja um
neitt. Það kemur allt. Ég fór með fé-
laga mínum á þennan stað og þar
sem viö sátum og átum dró ég upp
spilin og fór að sýna honum galdra.
Fólkið á næsta borði spurði hvort
það mætti horfa á. Stuttu seinna
rétti maðurinn mér höndina og
kynnti sig. Þá var þetta eigandi
staðarins. Við félagarnir vomm
heiðursgestir það sem eftir var
kvölds og það var farið með okkur
eins og kónga. Nú er eigandinn bú-
inn að bjóða mér að koma út og
vera með fyrirlestur og halda sýn-
ingar. Þannig að ég má vera ánægð-
ur.“
- Hvenær fórst þú aö koma fram
hér á íslandi?
„Ég byrjaði að sprella á Sir Oliver
í Ingólfsstræti fyrir fimm árum. Fé-
lagi minn hringdi í mig og sagði.
„Heyrðu það vantar mann í keppn-
ina Fyndnasti maður Islands í
kvöld. Ég rauk af stað og flutti mitt *'
prógramm sem var sambland af
gríni og galdri og var mjög vel tekið
þó svo ég ynni ekki. Ég var ofboðs-
lega stressaður. Skalf allur og rödd-
in víbraði. En síðan hef ég haldið
áfram.
Núna er ég í frábærri sýningu á
Broadway sem heitir Le Sing. Þar
sýni ég töfrabrögð, grínast og syng.
Geng meðal annars milli borða með
spilin. Fólk er hrifið af því. Það er
ekki vant að sjá einhvem gera töfra-
brögð svona nálægt sér. Ég er líka
að hita upp fyrir Kaffibrúsakarlana
og koma fram hér og þar. Þegar
maður fær góðar undirtektir og
hlátur þá vill maður alltaf aftur upp
á svið. Þetta verður fíkn. Grínfíkn.
Það er auðvitað ekkert grín að vera
svona!“ -Gun.
Hljómplötugagnrýni
Bubbi Morthens - Sól að morgni ★★★
Lætur ekki deigan síga
Verður það harður eða mjúkur
pakki frá Bubba Morthens í ár?
Altso, er innhaldið hart eða mjúkt?
Þetta árið er það frekar mjúka lín-
an; folk-rock myndu sumir kalla
það. Þýðir það rokktónlist fólksins?
Hér á landi er músíkin hans Bubba
Morthens örugglega ekki bara rokk
fólksins heldur músík fólksins. Eitt-
hvað hjá þessum tónlistarmanni
hefur hitt þjóðina í hjartastað. Það
bera sölutölur platna hans vott um,
aðsókn að konsertum og áhugi fjöl-
miðla á manninum. Fáir virðist
hafa áhuga á að gefast upp, hvorki
Bubbi, fjöimiðlafólkið né þjóðin. En
þetta eitthvað sem Bubbi hefur sem
aflar honum langlífis i poppheimum
er ekki bara þessi hressi og ákveðni
persónuleiki heldur röddin sem
hann hefur þjálfað svo vel að hún
„leikur í höndunum" á honum, text-
ar sem yfirleitt eru talsvert yfir
meðallagi, stundum verulega góðir
og lagasmíðar sem ansi oft ná að
snerta viðkvæma strengi í brjóstum
áheyranda.
Textar Bubba eru opnir, þeir eru
oft viðkvæmnislegir, stundiun kald-
hæðnir en ávallt hreinskilnir -
stundum kannski á kostnað hins
fagurfræðilega. Á það ber þó að líta
að söngtexti má vel vera frjálslegri
en ljóð. Það er að minnsta kosti
skoðun margra. Túlkun í söng getur
bætt það upp sem á vantar. Hægt er
að álykta sem svo að þegar andinn
kemur yfir þennan tónlistarmann
sé hann lítt fyrir að hika heldur láti
vaða.
Á hinn bóginn er það svo að þeg-
ar verið er að fást við snögga in-
spírasjón er hætta á að menn finni
sig allt í einu stadda á mjög svo
kunnuglegum slóðum og þá er
kúnstin að gera sitt svo einstakt að
það geti ekki verið frá nokkrum
öðrum komið. Þetta eru rokktónlist-
armenn alltaf að glíma við. Það er
svo margbúið að klína þessum fáu
hljómum saman á einn veg eða ann-
an. Auk þess skyldi maður ætla að
vart væri hægt aö fitja upp á nýjum
laglínum ofan á. En alltaf tekst að
búa til eitthvað nýtt í þessari líf-
seigu músík, jafnvel þótt sumt felist
aðeins í því að láta músíkina
hljóma aðeins öðruvísi en hjá hin-
um. Bubbi hefur, likt og svo margir
aðrir, stöku sinnum lent i gömlum
hjólfórum en það er áhættan sem
fylgir þessari tegund tónlistar.
Margir hafa hins vegar lent í því að
hljóma eins og Bubbi og ekki öllum
tekist að æfa sig burt frá honum.
Á þessum nýja diski er efnið svo-
lítið misjafnt að gæðum eins og
gengur. Fyrstu lög disksins eru í
mýkri kantinum hvað varðar lög og
sérstaklega texta. Um miðbikið
þyngist róðurinn aðeins þar sem
Bubbi lætur ekki deigan síga við
heimsósómakveðskapinn. í þeim
geira eru Fyrir löngu síðan, Hvað
kemur það mér við?, Þá verður
gaman að lifa og Þar sem gemsarn-
ir aldrei þagna. Gott mál enda bar-
áttusöngvar örugglega lifseigari en
ræður og dagblaðapistlar. Svo mýk-
ist þetta aftur undir lokin og diskur- 4
inn endar með afar fallegu lagi sem
nefnist Kveðja sem ásamt Við
Gróttu og Hvað kemur mér það við?
eru einna bestu lög disksins. Þau
tvö síðastnefndu eru reyndar í sams
konar takti.
Sjálfsöryggi og styrkur
söngvaskáldsins nær að snerta
hlustandann. Þarna er tónlistar-
maður sem veit hvað hann er að
gera og gerir það vel þótt einstaka
lag geti hugsanlega virkað sem upp-
fyllingarefni. Með Bubba leika Guð-
mundur Pétursson á gítar og orgel,
Jakob S. Magnússon á bassa og Am- *
ar Geir Ómarsson á trommur.
Einnig koma fram Kammerkór
Langholtskirkju og Jón Stefánsson
og Hreimur Heimisson. Bubbi og
hljóðmeistarinn Addi 800 stjómuðu
upptökum.
Ingvi Þór Kormáksson