Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002
DV
Fréttir
11
, DV-MYND GVA
Islensk flugsaga er vörðuð fjölmörgum slysum
Samkvæmt samantekt Rannsóknarnefndar flugslysa hefur flugið tekið stóran toll og 392 hafa farist í slysum á
íslenskum loftförum frá upphafi.
69 flugslys á íslenskum loftförum frá upphafi:
392 einstaklingar hafa farist
- fjögur slys með 12 eða fleiri látnum
Flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst
2000 er Cessna flugvél ísleifs
Ottesen, TF-GTI, fórst með fjórum
innanborðs var 69. dauðaslysið á ís-
lenskum loftförum frá upphafi flugs
á íslandi. í nýrri ársskýrslu Rann-
sóknarnefndar flugslysa kemur
fram að í þessum sextíu og níu slys-
um hafa farist 392 einstaklingar.
Fyrsta fómarlamb í flugslysi vélar
sem skráð var hérlendis var barn
sem hljóp fyrir Avro flugvélina H-
2545 í flugtaksbruni í Vatnsmýrinni
í Reykjavík 27. júní áriö 1920.
Langflestir létust í einu slysi er
leiguflugvél Loftleiða, Douglas DC-8-
63 TF-FLA, fórst í lokaaðflugi að flug-
vellinum í Colombo á Sri-Lanka 15.
nóvember 1978. Með vélinni fórust
183.
Annað mannskæðasta flugslysið
varð er Douglas C-47A vélin TF-ISI
fórst í áætlunarflugi frá ReyKjavík til
Akureyrar 29. maí 1947. Þá fórust 25
manns er vélin flaug á Hestfjall í Héð-
insfirði austan Siglufjarðar i sjónflugi
inn Eyjafjörð.
Þriðja mannskceðasta flugslysið var
er Douglas-vélin TF-ISG fórst með 20
manns í áætlunarflugi frá Vestmanna-
eyjum til Reykjavíkur 31. janúar 1951.
Var vélin þá í aðflugi um radíóvita á
Álftanesi til Reykjavíkurflgvallar er
hún flaug í sjóinn út af Flekkuvík á
Vatnsleysuströnd.
Fjórða mannskæðasta flugslysið þar
sem tiu eða fleiri fórust var er
Vickers-V-759 vélin TF-ISU fórst með
12 mönnum við Fomebuflugvöll í Ósló
14. apríl 1963. Steyptist vélin til jarðar
á lokastefnu í aðflugi.
í einu tilviki hafa 8 farist í sama
slysinu, í einu tilviki fórust 7, í þrem
tilvikum fórust 5 og í tólf tilvikum fór-
ust fjórir í sama slysinu. Þá hafa 3
farist í fimm tilvikum, í tólf tilvikum
hafa 2 farist og í þrjátíu og einu tilviki
lést einn maður. -HKr.
Smiðjuvegi 32 - 34, s: 544 5000, Kópavogi • Fitjabraut 12, s: 421 1399, Njarðvík • Austurvegi 58, s: 482 2722, Selfossi
Græni
demanturinn
Umhverfisvæn harðkornadekk
- hafa gott veggrip \ hálku og bleytu
- eru hljóðlát og skaðlaus umhverfinu
- valda 14 sinnum minna vegsliti en nagladekk
Harðkornadekk fyrir öryggið, veginn,
lungun og eyrun
B09002
gæðastaðlar: CmVRmi
...með GSM áskrift
hjá Íslandssíma.
----------------------\
9.900 kr.
Nokia 3310 á 9.900 kr.
- með 12 mánaða áskrift.
Ekkert stofngjald ZAfjíFkr.
J
18.900 kr.
Nokia 3510 á 18.900 kr.
- með 12 mánaða áskrift.
Ekkert stofngjald 2r40íTkr.
14.900 kr.
Nokia 3410 á 14.900 kr.
- með 12 mánaða áskrift.
Ekkert stofngjald 2-40€Tkr.
Hringdu í 800 1111, komdu í verslun
okkar í Kringlunni eða líttu á islandssimi.is.
Með Íslandssíma hringir þú frítt í fjögur
númer innan kerfis og á þjónustusvæði okkar.
Íslandssími