Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 16
16
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoöarritsfjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Þriðjungur þjóðar
Niðurstaða skoðanakönnunar
DV um afstöðu fólks til búsetu
litaðs fólks hér á landi er að
mörgu leyti óvænt og óþægileg.
Könnunin, sem birt var í blaðinu
í gærdag, sýnir mikla og afger-
andi andstöðu við varanlega bú-
setu fólks af öðrum kynþáttum en hvitum hér á landi. Nið-
urstaðan vekur upp áleitnar og erfiðar spumingar. Menn
spyrja hvað veldur. Nærri þriðjungur þjóðarinnar er
stærra hlutfall en svo að það verði sussað á þessa rödd
sem fer ekki hátt en fer greinilega viða.
Umræðan um innflytjendur á íslandi á síðustu árum
hefur tekið mið af því sem menn hafa haldið en ekki vit-
að. Þeir sem leitt hafa umræðuna af hálfu stjórnvalda,
stjórnmálaflokka og viðurkenndra félagasamtaka hafa í
ræðu og riti gefið sér að landsmenn séu almennt umburð-
arlyndir og viðsýnir í þessum efnum. Umræðan hefur ver-
ið á þann veg að andstaðan við fjölgun innflytjenda sé
bundin við fremur fámennan hóp rugludalla. Þegar að er
gáð er raunveruleikinn annar.
Aldrei fyrr hefur hugur landsmanna til innflytjenda
verið kannaður með álíka hætti og nú liggur fyrir i skoð-
anakönnun DV. Ástæðan er ef til vill ekki síst sú að
spurningin er viðkvæm og vandmeðfarin. Og það getur
verið óþægilegt að svara henni. Spurningin er hins vegar
fyllilega tímabær. Og mikilvæg. Það er rétt hjá Toshiki
Toma, presti innflytjenda á íslandi, að niðurstaða könnun-
arinnar er „mikilvæg fyrir umræðu um þessi mál“ eins og
presturinn komst að orði í blaðinu í gærdag.
Viðbrögð Páls Péturssonar félagsmálaráðherra við
könnuninni í DV í gær eru af sama meiði, en hann segir
að niðurstaðan valdi sér vonbrigðum og telur að „þessi af-
staða fólks til útlendinga sé órökstudd og ástæðulaus. Ég
hafði ekki gert mér grein fyrir að andstaðan væri þetta
mikil“, segir ráðherra. Og þetta er mergurinn málsins.
Loksins hefur þjóðin svarað spumingu sem óþægilegt hef-
ur verið að spyrja, loksins er vitað hversu stór hópur er á
móti búsetu litaðs fólks hér á landi.
Erfitt er að segja á hverju þessi breiði hópur lands-
manna byggir afstöðu sína til útlendinga. Ráðherra segir
afstöðuna vera „órökstudda og ástæðulausa". Það er lík-
lega rétt en í þessum tveimur orðum sem ráðherra nefnir
liggur ef til vill vandinn. Kynþáttahyggja hefur lítið sem
ekkert með rökhyggju að gera og veltir sjaldnast eða
aldrei fyrir sér ástæðum. Hún er oft á tiðum einhvers kon-
ar „af því bara tilfinning" og er rekin áfram af sleggju-
dómum. Hún er einföld sýn og auðlærð.
Útlendingar hafa auðgað land og þjóð á siðustu árum og
áratugum svo um munar. Auðvelt er að færa fyrir þvi
sterk rök að menningarstig þjóðarinnar væri ekki það
sama ef ekki hefði legið straumur útlendinga til íslands á
síðustu fimmtíu árum eða svo. Nægir þar að nefna tónlist-
arkennslu i landinu sem hefur verið borin uppi af útlend-
ingum og þá hafa íþróttir á siðustu árum náð nýjum hæð-
um sakir þátttöku útlendinga í knattspyrnu, handknatt-
leik og ekki síst körfuknattleik.
Það verður alltaf auðveldast að benda á þann sem sker
sig úr. Litað fólk á íslandi sker sig úr. Það er í afar litlum
minnihluta en það er partur af þjóðinni og verður svo um
alla framtið. Dæmin sýna að þær þjóðir sem leyfa allskon-
ar þjóðarbrotum að vinna saman og flétta saman ólíkar
hugsanir og venjur ná einna lengst í hagsæld og menn-
ingu. Bandarikin eru þar dæmi sem eftir er tekið. Það
kostaði að visu sitt að hrista fólkið þar saman en eftir
stendur stoltið í öllum sínum litum.
Sigmundur Ernir
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002
17
ÐV
Skoðun
Beint lýðræði og væringar í Valhöll
Kjallari
Björgvin G.
Sigurösson
varaþingmadur
Samfylkingarinnar.
Sú ákvöröun landsfundar
Samfylkingarinnar að fara
með ákvörðun um framtíð-
armúsík flokksins í Evr-
ópumálum beint til flokks-
manna hefur valdið ofsa-
fengnum köstum hjá for-
sætisráðherra og fylgis-
mönnum hans.
Beint lýðræði heitir gjörningurinn
og kemur flatt upp á ráðamenn í Val-
höll og veldur þar væringum. Enda
Sjálfstæðisflokkurinn nýbúinn að út-
hýsa öllu úr stefnuskrám flokksins
sem heitir rafrænar kosningar og
framþróun í lýðræðismálum á lands-
fundi sínum.
Milliliðalaust lý&ræði
Þessa dagana eru félagsmenn í
Samfylkingunni að kjósa um það
hvort flokkurinn eigi að hafa um-
sókn að Evrópusambandinu á stefnu-
skrá sinni. Þessi aðferð brýtur blað í
sögu flokkslýðræðis sem fram að
þessu hefur verið ansi frumstætt og
af skomum skammti. Klíkur og
harðsoðin flokkseigendafélög hafa
hingað til ráðið ferðinni í flestum
flokkum og barið fram vilja sinn um
menn og málefni.
Ömurleg vinnubrögð sem eru að
ganga af stjómmálastarfmu dauðu.
Þessu verður að breyta og jafnaðar-
menn hafa fundið sér nýjar slóðir við
stefnumótun og val á forystufólki:
Flokksmenn fá sjálfir að ráða beint
og milliliðalaust. Vissulega nýstár-
legt í augum forystu Sjálfstæðis-
„Við eigum að stíga skref frá fulltrúalýðræðinu til þátttökulýðrœðis, þar sem íbú-
amir ráða málum sínum beint og milliliðalaust. “
flokksins sem stjómar með dylgjum
og hótunum.
Valhöll utangátta
Tími forræðis og fyrirgreiðslu á að
vera liðinn. Það á að innleiða nýja
tíma og ný vinnubrögð, innan flokka
og utan. íslenskt stjórnkerfi er staðn-
að, spillt og gamaldags og það er eitt
af forgangsverkefnum stjómmálanna
að breyta þvi og nútímavæða. Við
eigum að stíga skref frá fulltrúalýð-
ræðinu til þátttökulýðræðis, þar sem
íbúamir ráða málum sínum beint og
milliliðalaust. Til dæmis með þvi að
þróa rafrænt lýðræði samhliða. Þær
miklu breytingar sem hafa orðið á fé-
lagslegum og efnahagslegum aðstæð-
um á Vesturlöndum síðustu áratugi
bjóða upp á róttækar breytingar á
lýðræðisfyrirkomulaginu.
Almenn og góð menntun, mikil
tölvueign, meiri fritími en nokkurn
tíma áöur kallar allt á að fólk hafi
miklu meira um hagi sína að segja
en áður. Sá tími er liðinn að fulltrú-
ar almennings taki allar ákvarðanir
og tímabært að færa valdið i meira
mæli til fólksins. Þó þeir skilji það
ekki í Valhöll og séu utangátta þegar
talið berst að lýðræðinu og þróun
þess.
Viljinn til valdaleysis
Guömundur
Andri Thorsson
rithöfundur
Með EES-samningnum
eru íslendingar nánast í
sömu stöðu og þeir voru
þegar þeir heyrðu beint
undir danska kónginn,
þeir þiggja tilskipanir á
tilskipanir ofan - og
tuða.
Ólíklegustu mönnum virðist líka
þetta fyrirkomulag býsna vel og
telja að vel fari á því að reglugerðir
um vöruflutninga hér á landi séu
samdar einhvers staðar úti í Evrópu
svo að vörubílstjórar þurfi að standa
í ámóta skriffinnsku og þeir sem
daglega fara á milli" landa - svo að
nýlegt dæmi sé riíjað upp um vand-
ræðagang sem hlýst af EES-samn-
ingnum og samráðsleysi íslendinga
við þá sem setja þeim lög. Af þeim
sem þráfaldlega lýsa yfir ánægju
sinni með þetta linnulausa valda-
framsal fer sjálfur forsætisráðherra
landsins fremstur í flokki.
Að vísu hefur hann kallað Evr-
ópusambandið versta skrifræðis-
bákn mannkynssögunnar og ein-
kennilegt til þess að vita að hann
treysti slíku skrýmsli einu fyrir því
að standa að lagasetningu um stórt
og smátt hér á landi án þess að svo
mikið sem hann sjálfur - og hvað þá
Alþingi íslendinga - komi þar nærri
öðruvísi en til að stimpla.
Kóngsins menn
íslendingar hafa löngum verið
kóngsins menn. í sjálfstæðisbarátt-
unni lögðu þeir ævinlega áherslu á
að þeir vildu heyra beint undir sinn
kóng og höfnuðu því þráfaldlega að
fá fulltrúa á danska þinginu, sem
þeim þótti svívirðileg hugmynd.
Þeir vildu heldur senda kóngi
bænaskrár um sín mál og treysta á
hans konunglega innræti, en þó
kannski fremur persónutöfra sína
sem þeir hafa alltaf talið æma, hæfi-
leika sína til að heilla kónginn, en
það var löngum talin þjóðaríþrótt að
smjaðra svo fyrir erlendum hátign-
um að maður fengi allt sem maður
vildi, allt frá því að íslensk skáld
sérhæfðu sig í því blygðunarlausa
skjalli sem kallast dróttkvæði, og
kvað svo rammt að þeirri fram-
leiðslu á sinni tíð að landið líktist
einna helst risastórri auglýsinga-
stofu að framleiða ímynd fyrir þjóð-
arleiðtogann.
Valdafælni
Og enn eru íslendingar kóngsins
menn. Þeir vilja hafa kóng frekar en
að ráða sjálfir einhverju um sín mál.
Eins og sá snjalli penni Jónas Krist-
jánsson sagði stundum í leiðurum
sínum: íslendingar vilja vera þegn-
ar. Frægur er vilji vinstri manna til
valdaleysis - það er að segja, þeir
„ Vilji íslenskra stjórn-
málamanna til valdaleys-
is nœr til þeirra verkefna
sem i rauninni œttu að
heyra undir þá. “ - Frá Al-
þingi.
vilja heldur að Davíð Oddsson leiki
kóng svo að þeir sjálfir geti tuðað og
haft rétt fyrir sér. En hitt er aftur
einkennilegra að sjálfur virðist sá
sem kónginn leikur - Davíð - alveg
jafn illa haldinn af þessari valda-
fælni og vinstri mennimir. Hann
vill að Brussel ráði öllu í raun. Svo
að hann sjálfur geti ýmist tuðað um
að „þeir í Brassel" vilji hafa þetta
svona eða hinsegin, eða komið og
sagt: „Ég talaði sjálfur við
Chirac/Blair/Schröder, hann ætlar
að kanna þetta, sjálfur...“ Eða:
„Berlusconi hefur mikinn skilning á
íslenskum hagsmunun, hann er vin-
ur minn, ég talaði sjálfur við hann,
hann ætlar að kanna þetta ...“
Viljinn til valdaleysis er það
ástand að eftirláta öðrum að móta
manns nánasta umhverfi með reglu-
gerðum og lagasetningum - eða
skorti á þeim. Viljinn til valdaleysis
birtist með skýrustum hætti í því nú
um stundir að neita sér um aðild að
Evrópusambandinu þar sem við
þyrftum að taka þátt í að taka
ákvarðanir sem varða okkur öll, í
stað þess að þiggja þær eins og nú
er.
Vilji íslenskra stjómmálamanna
til valdaleysis nær til þeirra verk-
efna sem í rauninni ættu að heyra
undir þá. Á meðan þeir eftirláta
Brussel að setja þær reglugerðir
sem móta líf almennings hér á landi
- og miðast oft við allt aðrar aðstæö-
ur en hér ríkja - þá geta þeir ein-
beitt sér að raunverulegum áhuga-
málum sínum. í tilviki Davíðs Odds-
sonar er það áhugamál afar sér-
kennilegt: hann notar sínar miklu
gáfur og kænsku til að berjast fyrir
eigin valdaleysi.
Sandkom
Sakir bomar á þingmann Höfuðlausn
sandkorn@dv.is
Sjókvíalax Guöna Ágústssonar
Snörp orðaskipti urðu á milli Sól-
veigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra
og Lúðviks Bergvinssonar, þingmanns
Samfylkingarinnar, á Alþingi fyrir
helgi. Lúðvik taldi að menn myndu
helst minnast ráðherratíðar Sólveigar
fyrir pappalöggur, bætta salernisað-
stöðu í ráðuneytinu og útbólgið ríkis-
lögreglustjóraembætti. „Lúðvík er
alltaf jafn málefnalegur," sagði Sólveig og bað kjósendur að
taka vel eftir því hvaö hann hefði til málanna að leggja í
umræöunni. Þetta var Lúðvík ekki sáttur við og bað for-
seta þingsins að hleypa sér í pontuna til að bera af sér sak-
ir - en það er réttur hvers þingmanns sem sakir eru bom-
ar á í umræðum á þinginu. Þingforseti taldi hins vegar
ekki að Sólveig hefði sakað Lúðvík um neitt og varð því
ekki við beiðninni. Talsverö umræða varð um þetta á göng-
um þingsins siðar um daginn - menn veltu fyrir sér hvaða
sakir þetta hefðu verið sem Lúðvík vildi bera af sér. Davíð
Oddsson taldi svarið raunar liggja í augum uppi: Lúðvík
hefði auðvitað ekki getað setið þegjandi undir ásökunum
um að hann væri málefnalegur ...
Starfsmaður í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík, sem
er nú rétt að komast af léttasta skeiði, var allnokkuð
ósáttur við mjóa rúmdýnu sem honum var sköffuð til að
sofa á í verbúð sláturhússins á Húsavík. Til að eyða
ekki tímanum í óþarfa málalengingar sendi hann for-
stjóranum áminningu í bundnu máli:
Fyrir hartnær fimmtíu árum,
ég fór að vinna á fjallariðum.
Sá aðbúnaður sem upp við skárum,
ekki var hann stór í sniðum.
Á berri klöpp við bjuggum í tjaldi,
berskjölduð á veðra valdi.
En allt fékk þetta aumasta þý,
eitthvert rúm að sofa í.
Vart liðu nema nokkrar mínútur frá því þessi kurt-
eislega beiðni var sett fram þangað til forstjórinn sendi
starfsmanninum alvöru rúm til að sofa í.
Ummælí
Sáttarhönd
„Til sátta legg ég til að Merði verði boðið að gera
sjónvarpsþátt um hvemig gera megi ísland að fátæk-
asta landi í heimi. Hann og hans stuðningsmenn eru
mjög góðir í þvi. Ef þeir stjómuðu í Sahara yrði orð-
inn skortur á sandi þar eftir þijá mánuði."
Hannes Hðlmsteinn Gissurarson í Silfri Egils á Skjá einum,
vegna gagnrýni Marðar Ámasonar útvarpsráðsmanns á sjón-
varpsþætti Hannesar um hvemig ísland geti orðið rikasta land i
heimi.
Óspennandi tækni Rómverja
„Nei, ég held að [þekkingariðnaðurinnj standi miklu betur
heldur en fjármálamarkaðurinn hefur í raun og vem metið
hann. í dag standi hann miklu miklu betur og í raun og vera
akkúrat núna miklu meira spennandi heldur en hann var fyrir
2000 árum, nei árið 2000.“
Sæmundur Norðfjörö í Reykjavik síðdegis á Bylgjunní.
Slakar kröfur í landbúnaði
Svo virðist sem alifugla-, svína-, seiða-, fiskeldis-
og mjólkurframleiðendur hafi starfsleyfi sem kallar
á skipulagt innra og ytra eftirlit búanna og fram-
leiðslunnar. Hins vegar virðast ekki gilda neinar
svipaðar reglur um sauðftár-, hrossa-, nauta-, loð-
dýra- og garðyrkjubændur og þurfa þeir ekki að
starfa undir neinu reglubundnu eftirhti, ef frá er tal-
in svokölluð forðagæsla.... Af venjulegri skammsýni
forystumanna íslensks landbúnaðar, sem gera alltaf
kröfu til þess að landbúnaðurinn sæti sem vægust-
um kröfum, hafa þeir komiö í veg fyrir innleiðingu starfsleyfa
í greininni og hafa haft það í gegn að koma í veg fyrir eðlilega
framþróun greinarinnar. Þessi afstaða forystumannanna mun
halda greininni í þeirri spennitreyju sem hún hefur verið í um
langt árabil og ef fram heldur sem horfir þá mun þaö ganga af
henni dauðri sem og byggð í sveitum landsins.
Rafn Haraldsson á Kreml.is
„Verð á eldislaxi er ekki hátt á heimsmarkaðinum. Við erum áratugum of sein að
reyna að græða á þessu glapræði. Noregur er búinn að hertaka markaðinn fyrir
löngu og stinga aðrar þjóðir af og um leið að rústa vistkerfi ánna sinna. “
Fyrir nokkru síðan varð
umhverfisslys hjá laxeld-
isfyrirtæki í Mjóafirði.
Reynt var að fela hvað
hefði skeð, en það tókst
ekki betur en svo að
menn voru staðnir að því
að urða dauðan eldislax
svo til við vegarkantinn -
og það heiiu tonnin.
Forstöðumaður mengunardeildar
Hollustuverndar ríkisins sagði
Sæsilfur hafa brotið tvö ákvæði í
starfsleyfi sinu. En þá kom Guðni
Ágústsson fram fyrir skjöldu í sjón-
varpi og varði gjörðir þeirra, enda í
raun guðfaðir þeirra Mjóafjarð-
armanna hér á landi. Þegar frétta-
maður spurði Guðna hvort þama
hefðu ekki verið brotin lög svaraði
Guðni á þann veg að þessi úldna
laxakös sem blasti við mönnum yrði
úrvalsgróðurmold eftir nokkrar vik-
ur.
Svikin or&
Guðni er snillingur í að svara út í
hött og kannski fremstur meðal jafn-
ingja á þinginu í þeirri grein sem
lögfræðingar eru hvað þjálfaðastir í:
að toga og teygja orðið. Til eru á
prenti orö Guðna þar sem hann lof-
ar öllu fögru og talar um mikilvægi
þess að islenskir laxastofnar haldi
sínum hreinleika (kannast einhver
við málfarið?) - og að ekkert verði
gert sem gæti skaðað villta stofninn
og svo framvegis.
Allt sem Guðni hefur sagt í sam-
bandi við að veija villta laxastofn-
inn eru svikin orð. Það má búast við
slysi þegar haustlægðimar mæta og
þær koma til með að standa í röðum
við fjarðarmynnið og rífast um hver
á að bruna næst inn fjörðinn. Og
þegar þær skella á kvíamar þá má
búast viö aö djöfullinn verði laus.
Það er því bara tímaspursmál
hvenær eldismartröð númer tvö
veröur að raunveruleika.
Guðni hefur gefið í skyn að eldis-
laxar haldi sig heima við sínar kví-
ar og ef þeir sleppi þá muni þeir
hlýða óskum manna að vera ekki að
þvælast eitt eða neitt. En málið er
aö hvort sem Guðna líkar betur eða
verr, þá eru þessir ræflar með sporð
og fara þangað sem þá langar, hvort
sem það er suður fyrir, norður i
land eða barasta til Noregs, Færeyja
eða Skotlands án þess að spyrja
Guðna um leyfi.
Skrifað undir dauðadóm
Verð á eldislaxi er ekki hátt á
heimsmarkaðinum. Við erum ára-
tugum of sein að reyna að græða á
þessu glapræði. Noregur er búinn
aö hertaka markaðinn fyrir löngu
og stinga aðrar þjóðir af og um leið
að rústa vistkerfi ánna sinna.
Spurningin er ekki hvort það
skeöur, heldur hvenær það skeður,
aö þúsundir krypplinga synda upp í
ámar hér á landi. Landbúnaðarráð-
herra hefur hunsað allar ábending-
ar í þessu máli og sýnir enga dóm-
greind, en kannski er óréttlátt að
gera þá kröfu til hans eins og hann
er af guði gerður.
í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur
era hátt í þrjú þúsund manns og ég
hvet alla meðlimi að beita sér fyrir
því að Guðni verði ekki ráðherra
eftir næstu kosningar.
Framsóknarflokkurinn, sem ætti
í raun að standa vörð um ámar okk-
ar með Guðna í fararbroddi, hefur
skrifað undir mögulegan dauðadóm
þeirra vegna heimsku og skamm-
sýni. Guðni getur verið skemmtileg-
ur, en það hefur ekkert með hæfni
hans sem ráðherra að gera. Hún er
nánast engin - fyrir utan það að
hafa þor til að kyssa kýr.
(Vegna tæknilegra mistaka féli hluti
þessarar greinar burt í blaðinu í gær.
Hún er því endurbirt. - Beðist er vel-
virðingar á mistökunum).
+