Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MzsgTgaaíi Fjárhagsvandræði Félög í ensku deildakeppninni eiga eins og kunngt er viö mikinn fjárhags- vanda að etja. Samkvæmt sérfræðing- um eru aðeins sjö lið, Arsenal, Black- burn, Liverpool, Manchester United, Middlesborough, Newcastle og Totten- ham, af liöunum 92 með tryggan fjár- hag. Önnur eru á gjaldþrotabrúnni og má nefna að Coventry skuldar 60 millj- ónir punda. -ósk keppm i hverju orði « I— umm tð *. Miklu slakari en ég bjóst við „Viö náðum aldrei að spila al- mennilega i þessum leik. Við náð- um einum fjóröungi gegn Snæfelli á heimavelli um daginn og það er eini leikhlutinn þar sem við höfum ver- ið að spila körfubolta það sem af er vetri,“ sagði Kári Marísson, aðstoð- arþjálfari Tindastóls. Spilum á fáum mönnum „Það merkilega við þennan leik er að þrátt fyrir að við værum aldrei að spila almennilegan körfu- bolta þá var þetta aldrei mikill mun- ur. Ef við hefðum átt eðlilegan leik hefðum við velgt þeim verulega undir uggum því þeir voru ekki að spila vel. Við erum að spila á fáum mönnum og það eru erfiðir tímar fram undan. Við getum samt ekki annað en stigið upp því við erum með góða leikmenn og getum ekki annað en orðið betri,“ sagði Kári sem varð fyrir vonbrigðum með meistaraefiiin í Keflavík. „Þeir voru miklu slakari en ég bjóst við,“ sagði Kári um Keflavíkurliöið. -ÓÓJ ur leikur sagöi Guöjón Skúlason, fyrirliði Keflavikur, um öruggan en ósannfærandi sigur á Tindastóli „Þetta var ljótur leikur hjá okkur. Við vorum að strögla í sókninni allan tímann og þetta snerist mikið um ein- staklingsframtak og það var ekkert flæði í sókninni," sagði Guðjón Skúla- son, fyrirliði Keflavíkur, eftir 92-78 sigur á Tindastóli. Keflavíkurliðið náði að vinna fyrsta sigur vetrarins en var samt langt frá því að rökstyðja spána um að hér væru meistaraefni vetrarins á ferðinni. Mikill doði og lítil stemning einkenndi liðið. Tindastólsliðið hélt sér inni í leikn- um á sóknarfrákösum (25 í leiknum) og auðveldum stigum úr hraðaupp- hlaupum sem komu oftast til vegna sofandaháttar í liði Keflavíkur. Sem betur fer fyrir heimamenn voru gest- imir ekki að spila vel heldur, þjálfar- inn Kristinn Friðriksson skoraði að- eins eina körfu og liðiö fékk ekki stig frá bekknum í þessum leik. Keflvíkingar geta þakkað Damon Johnson sigurinn en hann tók yfir leikinn í seinni hálfleik og skoraði þá 22 af 36 stigum sinum. Það er löngu Keflvíkingurinn Damon Johnson skorar hér tvö af 36 stigum sfnum meö því að troða f körfuna án þess að Axel Kárason hjá Tindastóli komi vörnum við. Þeir Damon og Axel voru bestu menn sinna liöa í gær. DV-mynd Víkurfréttir Keflavík-Tindastóll 92-78 4-0, 44, 7-4, 14-11, 19-13, 19-19, (21-19), 21-21, 24-24, 36-24, 36-34, 41-36 (43-36), 43-38, 53-43, 58-52, 58-56, 67-56, (69-60), 71-60, 75-65, 80-67, 86-73, 92-78. Stig Kgflavíkur: Damon Johnson 36, Kevin Grandberg 21, DavíO Þór Jónsson 7, Jón Nordal Hafsteinsson 7, Guðjón Skúlason 7, Gunnar Einarsson 6, Sverrir Þór Sverrisson 4, Hjörtiu- Harðarson 4. Stig Tindastóls: Maurice Carter 21. Cliflon Cook 18, Michail Antropov 17, Axel Kárason 11, Kristinn Friðriksson 11. Dómarar (1-10): Sigmund- ur Már Herberts- son og Björgvin Rúnarsson (8). Gœði leiks (1-10): 4. Áhorfendur: 100. Maöur lelksins: Damon Johnson, Keflavfk Fráköst: Keflavík 30 (8 í sókn, 22 i vöm, Damon 8), Tindastóll 50 fráköst (25 i sókn, 25 í vöm, Axel 18, Antropov 12, Cook 9). Stoðsendingar: Keflavik 23 (Guðjón 5, Sverrir 5), Tindastóll 17 (Cook 8). Stolnir boltar: Keflavík 17 (Grandberg 4), Tindastóll 9 (Axel, Cook, Carter 2). Tapaðir boltar: Keflavik 13, Tindastóll 20. Varin skot: Keflavík 5 (Damon 3), Tindastóll 7 (Antropov 5). 3ja stiga: Keflavík 20/4, TindastóU 15/6. Vfti: Keflavík 22/14, TindastóU 32/22. ljóst að það er aðeins hægt að hægja á Damon en aldrei hægt að stoppa hann. Besti maður Stólanna, Axel Kárason, náði að hægja á Damon i fyrri hálfleik en var kominn í villu- vandræði í þeim seinni. Axel tók hins- vegar 11 sóknarfráköst og alls 18 frá- köst í leiknum og stóð sig vel. Auk Damons kom Kevin Grandberg sterkur inn af bekknum en aðrir fundu sig ekki og þá aðallega ekki körfuna en sem dæmi hittu Keflvik- ingar aðeins úr 4 af 20 þriggja stiga skotum sinum. „Við erum ennþá að rífa okkur upp úr bakslaginu sem við urðum fyrir í tapinu gegn Njarðvík. Við erum samt snemma í tímabilinu og höfum tíma til að laga þessa hluti. Það tapar ekk- ert lið fyrir okkur bara af því að við heitum Keflavík. Við höfum kannski verið of góðir fyrir þessa leiki en við þurfum að mæta af krafti í leikina eins og hin liðin," sagði Guðjón Skúla- son, fyrirliði Keflavikur, eftir leikinn gegn Tindastóli í gær. -ÓÓJ Grindavík-ÍR 110-85 0-3, 8-8, 14-13, 18-19, (32-22), 32-24, 36-28, 43-31, 50-35, (54-38), 60-38, 69-42, 72-48, 78-52, (87-58), 89-58, 100-62, 104-69, 106-74, 110-85.. Stig Grindavíkur: Darrell K. Lewis 29, Páll A. Vilbergsson 27, Helgi Jónas Guö- flnnsson 21, Guðmundur Bragason 9, Jó- hann Þ. Ólafsson 8, Davið P. Hermannsson 7, Pétur Guðmunds. 5, Bjami Magnússon 4. Stig ÍR: Eugene Christopher 23, Eirikur Önundarson 15, Ómar Sævarsson 13, Sigurður Þorvaldsson 13, Fannar Helgason 8, Benedikt Pálsson 5, Hreggviður Magnússon 4, Alexander Cumic 4. Dómarar (1-10): Kristinn Óskarsson og Eggert Þ. Aðal- steinsson (7). Gœöi leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 150. Maöur leiksins Helgi J. Guðfinnsson, Grindavík. Frákösí: Grindavík 40 (8 í sókn, 32 í vöm, Lewis 13), ÍR 48 fráköst (23 í sókn, 25 í vöm, Ómar 13). Stoósendingar: Grindavík 17 (Helgi 6), ÍR 11 (Eiríkur 4, Christopher 4). Stolnir boltar: Grindavík 18 (Lewis 4, Jóhann 4), ÍR 16 (Christopher 5). Tapaöir boltar: Grindavik 19, ÍR 23. Varin skot: Grindavík 5 (Lewis 3), ÍR 2 (Siguröur, Hreggviöur). 3ja stiga: Grindavík 22/10, ÍR 14/5. Víti: Grindavík 31/27, ÍR 31/24. INTERSPOR -deildin í körfubolta Staöan: Grindavík 2 2 0 220-145 4 Haukar 2 2 0 175-144 4 KR 2 2 0 186-161 4 Breiðablik 2 1 1 202-190 2 Keflavík 2 1 1 173-161 2 Snæfell 2 1 1 149-149 2 Tindastóll 2 1 1 164-176 2 Njarövík 2 1 1 148-165 2 ÍR 2 1 1 171-191 2 Skallagr. 2 0 2 144-151 0 Hamar 2 0 2 194-219 0 Valur 2 0 2 126-200 0 Næstu leikir: Haukar-Keflavík.......fun. 24. okt. TindastóU-SkaUagrlmur fim. 24. okt. SnæfeU-Grindavík .... fim. 24. okt. Valur-Breiöablik .....fim. 24. okt. ÍR-KR.................fös. 25. okt. Hamar-Njarðvík........fös. 25. okt. Sprungum á limminu - sagði Eggert Garðarsson, þjálfari ÍR, eftir tap gegn Grindavík í gærkvöldi ÍR-ingar sóttu ekki gull í greipar Grindvíkinga í annarri umferð Intersportdeildarinnar í körfuknatt- leik í gærkvöldi þegar liöin mættust í Röstinni. Lokatölur urðu 110-85 og þær tölur endurspegla ekki alveg þá yfirburði sem heimamenn höfðu. Reyndar hófu gestimir leikinn af krafti og virtust einbeittir og vel stemmdir. Þeir náðu frumkvæðinu en Grindvíkingar voru ekki langt undan. Alger kaílaskil urðu undir lok fyrsta leikhluta en þá tók Helgi Jónas Guðfinnsson leikinn einfald- lega í sinar hendur. Kappinn setti niöur fjórar þriggja stiga körfur í röð og skoraði alls sautján stig í leikhlutanum. Þrátt fyrir að forskot Grindvíkinga eftir þessa sýningu Helga væri ekki nema tíu stig þá var það nóg til þess að slá þá alger- lega út af laginu og liðið missti all- an takt úr leik sínum sem og trú. í öðrum fjórðungi juku heimamenn forskotið jafnt og þétt og þar fór fremstur Páll Axel Vilbergsson, sem tók við stigaskoruninni af Helga og setti tuttugu stig í fyrri hálfleik. Segja má að seinni hálfleik- ur hafi byrjað mjög fljótlega að fjara hreinlega út. ÍR-ingar sýndu fá merki um lifsmark og forskot Grindvíkinga hélt áfram að aukast og stefndi í algeran stórsigur, svip- aðan þeim sem liðið vann á Val í fyrstu umferð. Þegar líða tók á sið- asta leikhlutann fóru gestimir að minnka muninn enda flestir lykil- manna Grindvíkinga löngu komnir á bekkinn og liðið slapp við niður- lægjandi burst. Hjá heimamönnum var Darrell K. Lewis mjög sterkur bæði í vöm og sókn og þetta er leik- maður sem spilar fyrir liðsheild- ina. Helgi Jónas fór hamfórum í fyrsta leikhluta en lét lítið fyrir sér fara eftir það og þá var Páll Axel mjög sterkur. Hjá gestunum var fátt um fma drætti og það var að- eins í byrjun og svo undir lokin sem eitthvað af viti sást til leikmanna liðsins. Helgi Jónas Guöfinnsson var ánægður með frammistöðu liðs sins: „Það var góður baráttuandi í þessu hjá okkur og mér persónu- lega tókst að komast í gírinn í fyrsta fjórðungi og liðið fylgdi síðan vel í kjölfarið. Byrjunin lofar góðu hjá okkur en við verðum að biða og sjá hvemig okkur gengur í jafnari leikj- um,“ sagði Helgi. Eggert Garðars- son, þjálfari ÍR-inga, sagði sína menn einfaldlega hafa sprungið á limminu eftir ágæta byrjun: „Menn mættu ákveðnir til leiks og virtust virkilega tilbúnir en eftir þessa rispu hjá Helga brotnaði liðið ein- faldlega saman. Við verðum að gjöra svo vel að þola mótlæti betur en þetta og ég ætla rétt að vona að sú verði raunin í komandi leikj- um,“ sagði Eggert. -SMS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.