Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002
Sport
r>v
Bland í noka
Skautafélag Akureyrar bar sigurorð
af liði Bjarnarins, 5-4, í íslandsmóti
kvenna á laugardaginn. Leikurinn var
jafn og spennandi en SA-stúlkur náðu
að draga sigurinn að landi. Þetta var
fyrsti leikur SA í mótinu en Bjöminn
vann Skautafélag Reykjavíkur i fyrsta
leik.
Forrádamenn Manchester United
renna nú hýru augu til úkraínska fram-
herjans Andriy Shevchenko sem leikur
með ítalska stórliðinu AC Milan. Enska
liðið á í miklum vandræðum þar sem
framherjahópur liðsins er þunnskipað-
ur og að auki hefur Úrúgvæinn Diego
Forlan ekki verið á skotskónum siðan
hann gekk til liðs við félagiö. Manchest-
er United vonast eftir að geta keypt
Shevchenko þegar leikmannamarkaö-
urinn opnar á ný í janúar. Það sem ger-
ir Shevchenko sérstaklega spennandi
fyrir Manchester United er að hann er
meiddur og hefur ekki enn spUað með
ACMUan í meistaradeUdinni. Hann
yrði því löglegur með United í meist-
aradeUdinni ef af kaupunum yrði.
Austurriski skíöakappinn Stephan
Eberharter, sem hefur titU að verja í
samanlagöri keppni í alpagreinum, seg-
ist aldrei hafa verið í betra formi held-
ur en fyrir þetta keppnistímabU sem
hefst á laugardaginn með stór-
svigskeppni í Sölden. Eberharter sagð-
ist búast við því að skæðustu keppi-
nautar hans yrðu Norðmaöurinn KjetU
Andre Ámodt og Bandaríkjamaðurinn
Bode MUler.
Það verður spilað á hinum glæsilega Grafarholtsvelli á alþjóðlega mótinu á næsta ári.
Opna Amstel Light mótiö á íslandi verður haldiö í júní á næsta ári:
Stórkostleg
landkynning
- kynningarherferð í fjölmörgum tímaritum í Bandaríkjunum
Hnefaleikagoösögnin Mohammad Ali
sagði á sunnudaginn að hann væri ekki
lengur besti hnefaleikakappi heims. Ali
hefur löngum þótt ansi drjúgur með sig
og lái honum það hver sem vUl en hann
hefur fundið arftaka sinn.
„Ég er ekki lengur sá besti. Lennox
Lewis er sá besti í dag og hann er verð-
ugur tU að taka við af mér,“ sagði Ali
við fréttamenn þar sem hann var stadd-
ur á góðgerðarsamkomu tU styrktar
Parkinson-sjúklingum en Ali þjáist
sjálfur af þeim sjúkdómí. Lennox Lew-
is, Larry Holmes og Evander Holyfield
voru einnig á staðnum tU að votta Ali
virðingu sína.
Stuöningsmenn argentínska liósins
River Plate voru ekki sáttir við
frammistöðu sinna manna í leik liðsins
gegn Banfield í argentínsku 1. deildinni
á sunnudagmn. Þeirra menn voru að
tapa fyrir botnliði Banfield, 5-0, þegar
rúmar tuttugu mínútur voru eftir og
gripu stuðningsmennimir tU þess ráðs
að ryðjast inn á vöUinn. Þeim tókst þó
ekki að komast fram hjá brynvörðum
lögreglumönnum og brutust út mikil
slagsmál. Dómari leiksins flautaði leik-
inn af og munu úrslitin standa.
Þjóðverjinn Mario Basler, sem leikur
með Kaiserslautern, gæti átt yfir höfðí
sér bann eftir að hann lét þau orð falla
að dómari leiks Kaiserslautern og
Bayer Leverkusen um helgina hefði átt
skUið að vera barinn í andlitiö fyrir
frammistöðu sína í leiknum en Basler
vildi meina að dómarinn hefði gefið
leikmönnum Leverkusen mark á silfur-
fati sem reyndist vera eina mark
leiksins. Þýska knattspymusambandið
hefur hafið rannsókn á þessum
ummælum Baslers. -ósk
Á fostudaginn síðastliðinn var til-
kynnt að bandaríska fjölmiðlafyrir-
tækið Time4 Media hygðist standa
fyrir alþjóðlegu golfmóti á íslandi
dagana 23.-29. júní á næsta ári í
samstarfi við hollenska léttölsfram-
leiðandann Amstel. Time4 Media
hélt svipað mót í sumar á íslandi og
þótti það takast mjög vel.
Mótið verður spilað á tveimur
völlum, Grafarholtsvelli og Hvaleyr-
arholtsvelli í Hafnarfirði.
Friðrik Ásmundsson Brekkan
hefur haft veg og vanda af skipu-
lagningu mótsins fyrir hönd Banda-
ríkjamannanna og hann sagði í
samtali við DV-Sport að það væri
ekkert til sparað.
200 útlendingar
„Þetta mót verður stórglæsilegt í
alla staði. Við búumst við um 200 út-
lendingum á mótið í ár miðað við 40
í fyrra og það verður mikið til mun
meira sem erlendu kylfingamir
geta haft fyrir stafni heldur en í
fyrra. Það verður mikil kynningar-
herferð í gangi allan næsta vetur í
Bandaríkjunum og ljóst að þetta
mót er stórkostleg landkynning fyr-
ir ísland. Time4 Media gefur út blöð
sem ná til um átján milljóna lesenda
og þar verður lögð áhersla á ísland
og fegurð þess.
Fjórir atvinnumenn
Erlendu kylfingunum stendur til
boða að kynnast landinu nánar og
fara í skoðunarferðir um allt land.
Það verður spilað á tveimur völlum,
Grafarholtsvelli og Hvaleyrar-
holtsvelli, og það er Ijóst að fjórir at-
vinnukylfíngar, tvær konur og tveir
karlar, mimu koma til landsins á
meðan á mótinu stendur. Ég get
ekki geflð upp hverjir það eru að
svo stöddu þar sem samningavið-
ræður þess efnis eru á viðkvæmu
stigi en það eru stór nöfn,“ sagði
Friðrik Ásmundsson Brekkan, einn
af skipuleggjendum mótsins, í sam-
tali við DV-Sport I gær. -ósk
Undankeppni EM hjá U-19 karla:
Tap gegn Júgóslavíu
- þrír reknir af velli í baráttuleik
íslenska landsliðið í knatt-
spyrnu skipað piltum 19 ára og
yngri tapaði í gær fyrir
Júgóslaviu, 3—1, i fyrsta leik liðsins
í undankeppni EM sem fram fer í
Slóveníu. í hinum leiknum í riðlin-
um báru Skotar sigurorð af Slóven-
um, 2-1.
Júgóslavar urðu fyrir þvi áfalli
að missa mann af velli strax á
þriðju mínútu en það kom þó ekki
í veg fyrir að þeir kæmust yfir á
17. mínútu. Þeir juku siðan foryst-
una i 2-0 á 42. mínútu og komust í
3-0 í byrjun þess síðari. Þegar um
25 mínútur voru til leiksloka var
öðrum Júgóslava vikið af velli en
þrátt fyrir það tókst íslendingum
ekki að nýta sér liðsmuninn fyrr
en á lokamínútunum þegar Magn-
ús Már Þorvarðarson úr Leikni
skoraði og minnkaði muninn i 3-1.
Skömmu áður hafði Jóhann Helga-
son úr KA fengið að líta rauða
spjaldið hjá dómara leiksins.
Freyr Sverrisson, aðstoðarþjálf-
ari liðsins, sagði í samtali við DV-
Sport í gær að júgóslavneska liðið
væri gífurlega sterk.
„Þetta júgóslavneska lið var al-
veg frábært. Þeir eru stórir, sterk-
ir og mjög fljótir og eitt besta lið
sem ég hef séð. Það má eiginlega
segja að við höfum farið á taugum
þegar þeir misstu mann út af strax
í byrjun. Við lögðum upp með að
liggja aftarlega og reyna að sækja
hratt en eftir að þeir urðu færri þá
lögðust þeir í vörn, þrumuðu bolt-
anum fram og pressuðu okkur síð-
an. Við náðum aldrei að leysa það
og í heildina var þetta mjög dapur
leikur hjá okkur. Tveir leikmenn
stóðu upp úr hjá íslenska liðinu,
þeir Davíð Þór Viðarsson og mark-
vörðurinn Jóhannes Kristjánsson.
Aðrir léku undir getu,“ sagði Freyr
en bætti við að það væri nóg eftir
af riðlinum og enn möguleiki á að
komast upp úr honum þar sem tvö
lið færu áfram. -ósk
Ný stórstjarna fædd í ensku knattspyrnunni:
Rooney sá yngsti
- sem hefur skoraö í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi
Lífið hjá enska táningnum Wayne
Rooney, sem leikur með Everton, á
eftir að breytast töluvert á næstu dög-
um. Rooney, sem verður 17 ára á
fimmtudaginn, varð um helgina
yngsti leikmaðurinn til að skora i
ensku úrvalsdeildinni frá upphafi
þegar hann skoraði sigurmark Ev-
erton gegn Arsenal með frábæru skoti
þegar komið var fram yfir venjulegan
leiktíma. Þar með batt hann enda á 30
leikja hrinu Arsenal án taps og kom
sér á forsíður allra enskra dagblaða.
Tífaldar launin
Rooney verður eins og áður sagði
17 ára á fimmtudaginn og þá má hann
skrifa undir sinn fyrsta atvinnu-
mannasamning. Everton hefur þegar
boðið honum þriggja ára samning
enda er þeim mikið í mun að halda
þessum efnilega dreng. Rooney fær nú
um sjö milljónir í árslaun en mun að
öllum likindum tífalda þau laun þegar
hann skrifar undir samninginn við
Everton. Flestir eru sam-
mála um að það sé ekkert of
mikið fyrir efni eins og Roo-
ney enda segir Arsene Wen-
ger, knattspymustjóri Ars-
enal, að Rooney sé sá efni-
legasti sem hann hafi séð á
undanfórnum árum á
Englandi. Ekki er þó búist
við að hann skrifi undir
samning við félagið fyrr en
í desember þar sem hann
var að skipta um umboðs-
mann.
Rooney er fæddur 24. október 1985
og komst fyrst á bekkinn í aðalliði Ev-
erton í aprO á þessu ári. Hann kom
ekki inn á leiknum en spilaði sinn
fyrsta leik gegn Tottenham 17. ágúst
síðastliðinn. Hann skoraði sitt fyrsta
mark fyrir aðalliðið gegn Wrexham í
enska deildabikarnum 1. október og
síðan kom markið glæsilega gegn
Arsenal um helgina.
Enskir fjölmiðlar kalla
hann Roonaldo og líkja hon-
um við brasilíska galdra-
manninn Ronaldo. Það er þó
ekki leiðum að líkjast fyrir
Rooney sem er ávallt borinn
saman við framherja Liver-
pool og enska landsliðsins,
Michael Owen. Rooney er
búinn að vinna fyrsta stríðið
við Owen því að hann var 16
ára og 360 daga þegar hann
skoraði sitt fyrsta mark en Owen var
149 dögum eldri þegar hann skoraði
sitt fyrsta mark gegn Wimbledon árið
1997. David Moyes, knattspymustjóri
Everton, reynir hvað hann getur til
að halda Rooney frá sviðsljósinu en
það getur orðið erfitt til lengdar ef
hann heldur áfram á sömu braut.
Wayne Rooney.