Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 Skoðun DV Spurning dagsins Hver er uppáhaldshljómsveitin þín? Guðmundur Bjarni Kristinsson, nemi í Kvennó: „BMarnir. Þeir eru sleipir." Róbert Michelsen, nemi í Kvennó: „Pink Floyd, auóvitaö.“ Óskar Gíslason, nemi í Kvennó: „Þaö er engin í uppáhaldi hjá mér.“ Sunna Gunnars Marteinsdóttir, nemi í Kvennó: „Engin sérstök.“ Thelma Björgvins, nemi í Kvennó: „Erikah Badu er í uppáhaldi.“ Ásta María Karlsdóttir, nemi í Kvennó: „Erikah Badu er best. “ Reisn skal yfir lögum þjóðar Helgi Þórsson, Kristnesi, skrifar: Duglegur er sá maður talinn sem mokar mikið. Að sama skapi virðast þingmenn telja sig þeim mun dug- legri eftir því sem þeir setja fleiri lög. Þannig var eitthvað verið að ræða fyrirbrigði sem kallast bama- lög nýlega. Pétur Blöndal alþm. vildi hafa þar inni grein um að börn ættu að hlýða foreldrum sínum. Þá dettur mér í hug annað innan heim- ilis sem eftir er aö setja lög um; all- ir skulu baða sig einu sinni í viku, hið minnsta, lög um forgangsröðun á salemi sem og margt annað sem hefur verið látið viðgangast hömlu- laust til þessa. Annars kann vel að vera að ákvæði um þessi efni séu í samningum okkar við Evrópusam- bandið og verði því sjálfkrafa að lög- um hér. Hvað eru lög, og til hvers eru lög? Hverjum eiga þau að þjóna? Hver er virðing þjóðarinnar fyrir lögum þegar mörg þeirra eru útópía? Svo er til þess að líta, að það er lögreglu og dómstóla að reyna að fram- kvæma eftir öllum þessum lögum. Reisn á að vera yílr lögum. Þau eiga ekki að vera einhverjar tískubólur með bamalegum markmiðssetning- um. Þau eiga ekki að vera sett eftir pöntunum þröngra hagsmunahópa, og síðast en ekki síst - þau eiga ekki að gefa embættismönnum frjálsar hendur með reglugerðafargan. Ef þingmenn gera sér ekki betur grein fyrir tilgangi laga en sést af „Ef þingmenn gera sér ekki betur grein fyrir tilgangi laga en sést af þessari bamalaga- langloku þá ergreinilegt að eitthvað verður að gera. Lausnin er einföld; við tökum lögfrœði upp sem námsgrein í grunnskólanum strax.“ þessari bamalagalangloku þá er greinilegt að eitthvað verður að gera. Lausnin er einföld; við tökum lögfræði upp sem námsgrein í grunnskólanum strax. Þar verði lögð áhersla á að fólk jafni deilur i góðu. Þar verður lögð áhersla á að öll búum við yfir skynsemi og rétt- lætistilfinningu. Þar verði lögð áhersla á, að lög em aðeins sett til að leysa alvarlegan vanda. Þar verði bent á að lög skapa vanda. Þar verði rætt um höft, hömlur og frjálsan anda. Það mun ekki vefjast fyrir bömum að skilja þetta. Vonandi tekst þingmönnum að komast á sama plan innan tíðar. Einar K. og auðlindagjald hans Jóhann Arsælsson alþm. skrifar: Einar K. Guðfinnsson, sjálfstæðis- maður og fyrrverandi andstæðingur nú- gildandi kvótakerfis, skrifar í DV 17. okt. sl. - Harrn ásakar mig m.a.-fyrir að vilja ekki kannast við skoðanir þeirra sem börðust fyrir auðlindagjaldsleiðinni fyrir nokkrum árum. Ég var að vísu ekki í þeirra hópi en barátta þeirra var mikilvæg og hefur leitt til skilnings á því að sjálfsagt og eðlilegt sé að þeir sem fá að nýta sam- eiginlegar auðlindir þjóðarinnar greiði fyrir nýtinguna. Það hefur þó lítinn tilgang í umræð- unni í dag að eltast við stefnur eða skoð- anir frá fyrri tíð, hvorki Einars sem var á móti auðlindagjaldinu (en er með því núna) eða þeirra sem börðust fyrir auð- lindagjaldi en hafa sannfærst um að jafnframt þurfi að ríkja jafnræði til að nýta auölindina. Tillögur Samfylkingar- innar um að koma á atvinnufrelsi og jafnræði til að stunda útgerð liggja fyr- ir. Með þeirri leið verður þjóðinni færð auðlindin aftur í hendur og sjávar- byggðunum og fólkinu sem þar býr eðli- legt frelsi og umfram allt jafnræði til að nýta hana. - Fyrir þessum tillögum berj- „Til að lifa og dafna þarf fólkið í þessum sjávarbyggð- um atvinnufrelsi og jafnrœði til að nýta auðlindina. í þess- um andstœðum erfólginn sá reginmunur sem er á veiði- gjaldsleiðinni hans Einars og okkar tillögum.“ umst við samfylkingarmenn ótrauðir. Einar K. Guðfmnsson er formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis. Hann hafði forgöngu um það á Alþingi að koma á auðlindagjaldi í sjávarútvegi. Það virðist þó helst mega lesa það út úr skrifum hans nú að hann hafi gegn betri vitund og samvisku sinni tekið ákvarð- anir sem hann trúir að leiði aukinn vanda yfir veikburða sjávarbyggðir. Þetta má sjá á þvi að hann jafnar leið- inni sem hann valdi (veiðigjaldsleið- inni) og tiilögum okkar Samfylkingar- manna saman í skrifum sinum og segir á einum staö það einu gilda hvor leiðin hefði verið farin. En kallar á öðrum stað leið okkar „hina vitlausu fymingarleið“ og lýsir miklum hörmungum sem muni af henni leiða fyrir smærri fyrirtæki, einyrkja og veikburða sjávarbyggðir. Hann lýsir þama því hveijar hann telur verða afleiðingar eigin gerða en reynir að koma ábyrginni yfir á einhveija aðra. Ekki er þetta nú stórt í sniðunum. Hvorki hrátt eða soðið. Nei, Einar hefur við engan að sakast nema sjálfan sig og sína menn. En ég er ekki hissa á því þó að honum og þeim félögum hans sem andæfðu áður gegn kvótakerfmu líði illa yfir því að hafa tekið að sér forystu fyrir þeirri aðfór að sjávarbyggðunum sem felst í einokun fiskimiðanna. Þeir völdu þessa leið. Samfylkingin greiddi atkvæði gegn henni. Það lokaða einokunarkerfi með veiðigjaldi sem Ein- ar og félagar hans hafa ákveðið að koma á í útgerð á íslandi er versta starfsum- hverfi sem hægt er að kalla yfir veik- burða sjávarbyggðir einyrkja og smærri fyrirtæki. Til að lifa og dafna þarf fólkið í þessum sjávarbyggðum atvinnufrelsi og jafnræði til að nýta auðlindina. í þessum andstæðum er fólginn sá regin- munur sem er á veiðigjaldsleiðinni hans Einars og okkar tillögum. Garri Markaðsbrellur Omega Það verður seint sagt um Garra að hann sé trúrækinn maður. Hann mætti í skírnina sína, en gat að vísu ekki annað. Um það bil þrettán árum síðar klæddist hann hvítum kufli og lét ferma sig, enda myndarleg verðlaun í boði. Nú, svo fer Garri að sjálfsögðu í tilfallandi jarðar- farir og nú í seinni tíð í brúðkaup enda gömlu félagarnir flestir í óðaönn að handjárna sig. En sum sé, svona lítur kirkjusókn Garra út og lík- lega breytist hún ekki á næstunni. Brúðkaup- um fækkar en jarðarförum fjölgar að sama skapi. Kirkjan sækir þig heim En Guð hefur ráð undir rifi hverju. Ef þú mætir ekki í kirkju þá kemur kirkjan til þin. Það vill svo til að ef Garri ýtir á töluna sex á fjarstýringunni sinni fær hann innsýn inn í heim trúaðra og getur hlustað á fagnaðarerind- ið. Sjónvarpsstöðin Omega er í raun alveg stór- kostlegt sjónvarpsefni og allir ættu að geta fundiö eitthvað við sitt hæfi. Ef þú ert trúaður geturðu horft á Eirík Sigurbjömsson lýsa áliti sínu á Palestínumönnum og ef þú ert heiðingi geturðu hlustað á þennan sama álitsgjafa og skemmt þér konunglega því hann talar af svo miklum trúarhita og tilfinningu að Garri getur gleymt sér í marga klukkutíma. Og í kaupbæti, sem eykur gleði Garra margfalt, þá veistu að hann er ekki að grínast. Garri myndi samt ekki bjóða Eiríki að skemmta í brúðkaupinu sínu þó að hann sé fyndinn. Bein leiö ... En þeir hjá Omega eru ekki bara sjónvarps- stöð þvi þeir reka líka einhvers konar sjón- varpsmarkað. Þeir selja ekki bumbubana eða sérstök stykki til að koma í veg fyrir að maður renni á hausinn og reki hausinn í hrærivélar (eða þannig). Þeir selja hins vegar sérstök bænaglös, svipuð þeim sem maður notar til að sjóða egg á morgnana, eins og kom fram í DV í gær. Praktískt, ekki satt? Þetta kostar ekki nema fjörutíu þúsund krónur. Og strákarnir hjá Omega segja einfaldlega við þig; Ef þú ekki kaupir bænaglas eða aðrar úrvalsvörur þá ferðu beina leið til helvitis! Það vakti því furðu Garra þegar hann las í DV í gær að fólk færi líka til helvítis ef það keypti bænaglösin. Strákamir á Omega verða að hugsa sinn gang. Cypurrl Góðborgarar byggja Helga Þórðardðttir skrifar: Á að leyfa öllum allt? Ætlar skipu- lags- og bygginga- svið Reykjavíkur að verða viö kröf- um um að byggja þriggja eða fimm hæða blokk á úti- vistarsvæði Skóg- ræktarinnar í Foss- vogi? Drög að hinu nýja skipulagi hef- ur eðlilega vakið snörp viðbrögð minnihluta borgarstjómar, I landi Skógrækt- ar í Fossvogi Ekki fyrir blokkir sérhópa. þar sem þama á að breyta grónu svæði í bygg- ingarsvæði. Mér er rétt sama þótt þama sé um að ræða hópa með þekkta borg- ara innanborðs, svo sem fyrrverandi forseta og fyrrverandi sparisjóðsstjóra, þetta svæði á ekki að taka frá fyrir sér- hópa þjóðfélagsins. Nóg er búið að hlaða undir slíka hópa, bæði í launum og eft- irlaunum, þótt þeir ráðskist ekki líka með heilu landsvæðin. Akureyri enn í þróun? Sveinn Jðnsson skrifar: Ráðstefna enn og aftur á Akureyri: „Akureyri og atvinnulífið - öflug byggð, sameiginlegir hagsmunir." Þama var rædd stefiia atvinnuþróunar Akureyrar- bæjar - og aðgerðir ríkisstjómar (nema hvað!). Að ráðstefnunni stóðu þijár stofnanir: Skrifstofa atvinnulífsins á Norðurlandi, Atvinnumálanefnd Akur- eyrar og Atvinnuþróunarfélag Eyja- fjarðar. Því eru þessar stofnanir ekki sameinaðar í spamaðarskyni? - Frá því ég man eftir mér á Akureyri um og eft- ir 1960 hefur stanslaust verið fundað um þessi mál og enn þá hefur lítið sem ekk- ert komið út úr þessum ráðstefnum. Og enn er fundað og enn em ræddar „sam- ræmdar aðgerðir". Hvaða mgl er þetta svo um Akureyri, sem hefur fengið nán- ast allt sem beðið hefur verið um? - Era þetta fréttir? Farseðill aðra leiðina Ævar hringdi: Ég tek undir kvörtun til Flug- leiða vegna þess að ekki fékkst að kaupa farmiða aðra leiðina frá ís- landi nema greiða fyrir það okurverð í formi Saga Class- miða. „Alþjóðlegar reglur“ segja sölu- menn Flugleiða. Þó getur Flugfélag Is- lands selt miða aðra leiðina innanlands. Er það utan alþjóðareglna? Það er ekki furða þótt margir bíði nýrra flugfélaga sem hingað vilja fljúga með lægri gjöld- um en Flugleiðir bjóða okkur Islending- um. Eftirtektarvert er að Flugleiðir bjóða enga lækkun á Ameríkuftuginu, aðeins þar sem samkeppni er vænst, á Evrópuleiðum. Era fjölmiðlar sofandi yfir þessum málum? Hver á Fréttablaðið? Þórhallur hringdi: Ég las grein Óla Tynes fréttamanns í Mbl. sl. laugardag þar sem hann spyr ritstjóra Fréttablaðsins hver eigi blaðið. Þetta er alveg tímabær spuming, því það er með ólíkindum að áhrifaríkum fjölmiðli sé haldið úti án þess að nokk- ur grein sé gerð fyrir eiganda eða eig- endum. Þetta myndi hvergi vera viðun- andi í hinum vestrænu ríkjum. Þar sem Fréttablaðið átti við örðugleika að etja i upphafi er ekki síst ástæða til að skýra frá því hvaða félag, stofnun, hópur eða einstaklingar standi að útgáfu þess nú. Einfait fargjald? Aöeins til sölu innanlands. E3K. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.