Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Sigurbjartur Pálsson gagnrýnir orð Karls Ólafssonar kartöflubónda: Okkar sölusamtök taka ekki mikiö til sín - eitthvaö mikið að, hafa reynt að bregða fyrir mig fæti, segir Karl Slgurbjartur Pálsson, kartöflu- bóndi og stjómarmaöur í Kartöflu- verksmiöju Þykkvabæjar hf., segist ekki átta sig á hvað Karl Ólafsson, kartöflubóndi á Lyngási, sé að fara þegar hann tali um að það séu eigin sölu- fyrirtæki kart- öflubænda sem séu að drepa þá en ekki lágt verð frá stórmörkuð- unum. Karl sagði í samtali við DV á laugardag að það væru milliliðir bændanna sjálfra, eins og Sölufélag- ið og Ágæti, sem tækju alveg gríð- arlega mikið til sin. „Þarna er flöskuhálsinn kerfi bændanna. sagði Karl. Sigurbjartur segist standa við þau orð sín í DV í síðustu viku að smásöluverslunin taki æ stærri hluta af verðinu. „Það er ekki rétt að okkar sölusamtök taki þetta til sin því að þeirra hlutur hefur nær staðið í stað í íjölda ára.“ Sigur- bjartur segir aö það væri skrýtin hagræðing ef allir kartöflubændur færu að ráðum Karls. Þá væru þeir hver um sig að fjárfesta í öllu sem til þarf, einnig pökkun og bíium til að koma framleiðslunni til kaup- manna. Slíkt hljóti að vera dýrara en sú sameiginlega pökkun og dreif- ing sem bændur hafa nú með sínu fyrirtæki og taki um 12% í sinn hlut. „Ætli það myndi ekki horfa einkennilega við ef sextíu kartöflu- bændur kæmu hver á eftir öðram með vörur sínar í verslanir með öll- um þeim kostnaði sem slíku fylgir.“ Sigurbjartur segir það líka horfa einkennilega við að á sama tima og Karl tali um bruðl í stétt kart- öflubænda og þeir kaupi mikið af nýjum vélum í stað þess að samnýta þær, þá hafi samt enginn lagt í viðlíka fjár- festingar í tækjakaupum og Karl sjálfur upp á milljónir króna. Þá sé hann ekki að tala um nauðsyn á samnýtingu tækja. Karl Olafsson. Grjót úr glerhúsi Karl Ólafsson vísar öllum athuga- semdum Sigurbjarts á bug. „Hann svarar ekki spumingum með spum- ingu. Það var ekki ég sem var að væla heldur hann sjálfur í samtali við DV. Þetta er nú bara eins og að henda grjóti úr glerhúsi.“ Karl segir kartöflubændur í Þykkvabænum alla tíða hafa reynt aö bregða fyrir hann fæti. Hann seg- ir að bændur hafi m.a. reynt að bjóða viðskiptavinum hans mun lægra verð en þeir hafi treyst sér til að bjóða öðrum smásölum. Þetta strið hafi meira að segja gengið svo langt að framin voru skemmdar- verk á vélum hjá honum fyrir nokkrum árum. Sakaði Karl þá kollega sína um að standa fyrir þeim verknaði, en ekkert var þó Slgurbjartur Pálsson. sannað í þeim efnum þrátt fyrir rannsókn lögreglu. Taldi Karl sig þó vita hverjir hefðu verið þar að verki. Var m.a. skorið á dekk drátt- arvéla hans og sandur settur í olíu, vatns- og glussakerfi tækjanna. „Ég er öllu vanur í þessum bransa," segir Karl og segist ekki fara ofan af því að eitthvað verulega mikið sé að hjá kollegum sínum. Sölukerfi þeirra taki svo mikið til sin að þeir geti ekki keppt við hann um verð. Nefnir hann bökunarkart- öflur sem dæmi. „Ég sel þær á 90 krónur kílóið, en þeir eru með þær á 189 krónur í gegnum Ágæti. Þess vegna eru þeir fúlir. Þetta er ná- kvæmlega sama varan og svo ætla þeir að segja mér að þetta kerfi þeirra sé í lagi!“ -HKr. Verdið fyrir afuröii ar er handónýtt wc:. ****** b heirra eigin sölufyrir- tS/afitxzsx izzsæzæs: Úr DV 16. og 19. október Þorskeldið í Norðfirði: Þorskurinn þyngist um 3 kíló á ári Frá því í nóvember á síðasta ári hef- ur farið frarn tilraunaeldi á þorski I kvíum i Norðfirði á vegum Síldar- vinnslunnar hf. Þorskurinn var veidd- ur sérstaklega í þessu skyni, en Síldar- vinnslan fékk úthlutað þorskkvóta sem sérstaklega var ætlaður til þessa verk- efnis. Tilgangurinn með þessu tilraunaeldi var m.a. að fá vísbendingar um hvem- ig fiskurinn stendur sig yfir veturinn, en hitastig sjávar fór niður í eina gráðu sl. vetur. Kaldur sjórinn virðist ekki hafa mikil áhrif á þorskinn sem þrífst vel i Norðfirði. Meðalþyngdin á þeim þorski sem fyrstur var settur í kvíamar og veidd- ur var í nóvember-janúar 2001 er í dag um 5 kíló og hefur sá fiskur vaxið um 3 kíló að meðaltali. Fiskurinn sem veiddur var í sumar er meira blandað- ur og á öllum vaxtarstigum, en sá hluti sem lengst er kominn af sumarveiðinni hefur bætt á sig um 2 kilóum. Þessi þorskeldistilraun hefur gefist vel og ekkert sem bendir til annars en að í Norðfirði séu ágætar aðstæður til þoskeldis. Nú eru samtals um 70 tonn af þorski í eldinu og áformað að hefja slátrun úr kvíunum í desember. -Eg DV-MYND HILMAR ÞÓR Geflð í gogginn Haustblíöan hefur leikiö viö borgarbúa aö undanförnu og margir hafa notiö útivistar viö Reykjavíkurtjörn. Um 37% allra bruna vegna eldavéla - tjón vegna eldsvoða á árinu 2001 metið á 1,8 milljarða króna Á árinu 2001 vom rafmagnsbrunar taldir vera 887 talsins, um 8% þeirra verða vegna brana í heimilistækjum, s.s. eldavélum, brauðristum, þvottavél- um og þurrkurum, eða 73 brunar. Þetta er nokkuð meira en meðaltal áranna 1995 til 2001, en það eru að meðaltali 63 brunar sem eiga upptök sín í heimilis- tækjum. Um 37% allra rafmagnsbruna sem rekja má með óyggjandi hætti til heim- ilistækja eiga upptök sín til eldavéla. I yfirgnæfandi flestum tilfellunum er um ranga notkun eldavélanna að ræða. Gleymt er að slökkva á hellum, pottur skilinn eftir á hellu með einhverju í sem veldur siðan bruna, og slíkir brun- Húsbrunl í Grafarvogi nýlega Eldur kom upp í þurrkara. Aldrei er of variega fariö meö heimiiistæki og örugg- ast aö taka þau úr sambandi þegar þau eru ekki í notkun. Meöferö samkvæmt leiöbeiningum er einnig nauösynleg. ar byrja yfirleitt að næturlagi. Á þessu ári hefur slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins verið kallað út 485 sinnum, en var kallað út 1.309 sinnum á árinu 2001. Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu er um stöðuga aukningu að ræða ár frá ári, og segir hann aö fólk sé stöðugt sér betur meðvitandi um það að ráði það ekki við eld á allra fyrstu stigum hans sé affarasælast að hringja í slökkvilið. Hlutfallslega meiri aukning hefur orðið í sjúkraflutning- um á höfuðborgarsvæðinu. Á árinu 2001 var tjón vegna eldsvoða metið á 1,8 milijarða króna, árið 2000 var tjónið um 2 milljarðar króna, 800 milljónir króna árið 1999 og um einn milljarður króna árið 1998. -GG Átján innbrot um helgina Helgin var annasöm hjá lögregl- unni í Reykajvík. Tillkynnt var um átján innbrot, nítján þjófnaði og 26 sinnum um eignaspjöll. Flest eigna- spjöllin voru i formi rúðubrota. Þá var um helgina tilkynnt um 37 umferðaróhöpp. Lögreglumenn höfðu afskipti af tuttugu ökumönn- um vegna notkunar á farsímum án þess að hafa handfrjálsan búnað. Sextán ökumenn vora kærðir fyrir of hraðan akstur og fjórir voru kærðir fyrir að keyra fullir. Barist um spilakassa Lögregla var kvödd að öldurhúsi um helgina þar sem ósætti var kom- ið upp milli tveggja manna. Menn- imir deildu um aðgengi að spila- kassa á staðnum og fóru svo leikar að annar þeirra skallaði hinn svo að blæddi úr. Hinn skallaði tjáði lögreglu að hann hefði að líkindum verið rændur 80 þúsund krónum. Útivistartími ekki virtur Lögreglan í Hafnarfirði sinnti alls tíu kvörtunum um hávaða í umdæm- inu um helgina. í öllum tilvikum áttu unglingar í hlut, „óölvaðir og ölvaðir" eins og segir i dagbók lögreglunnar. Flestir unglinganna vom að brjóta útivistartíma og vekur það athygli lögreglunnar hversu kærulausir for- eldrar og forráðamenn bama og ung- lina eru varðandi útivistartíma. í nokkram tilvikum voru unglingarnir fluttir til síns heima. Að sögn lögregl- unnar í Hafnarfirði virðist nokkuð um heimatilbúið áfengi í fórum ung- linga um þessar mundir og er þeim tilmælum beint til foreldra og forráða- manna að vera á varðbergi gagnvart vímuefnanotkun barna sinna. Þjófnaöur eða ekki þjófnaður Aðeins fimmtungur netnotenda hér á landi lítur á það sem þjófnað að hlaöa niður tónlist af Netinu án greiðslu til höfunda og útgefenda. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar á heimasíðu ATV. Tæplega tvö hundruð manns svör- uðu spumingunni: Líturðu á það sem þjófnað að hlaða niður lagi af Netinu án greiðslu til höfunda og útgefenda? Tæplega 80% svöruðu neitandi og 20,3% játandi. Sextán sóttu um Alls bárust sextán umsóknir um stöðu forstjóra Byggðastofnunar. Umsækjendur eru eftirtaldir: Aðal- steinn Þorsteinsson, Sauðárkróki, Bjöm S. Lárusson, Akranesi, Jón- geir H. Hlinason, Hafnarfirði, Odd- ur Már Gunnarsson Noregi, Snorri Styrkársson Sauðárkróki, Vilhjálm- ur Wiium, Namibíu, Hallgrímur Ólafsson, Kópavogi, Valtýr Þór Hreiðarsson, Akureyri og Guðbjörg Ágústsdóttir, Hrönn Pétursdóttir, Jón Egill Unndórsson, Jónas Tryggvason, Steinar Frímannsson, Steinn Kárason, Svanur Guðmunds- son og Þorsteinn Veturliðason, öll úr Reykjavík. Það er iðnaðarráö- herra sem veitir stöðuna sem er til fimm ára. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.