Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 Fréttir DV Stjórnarformaður Geðhjálpar um trúarsöfnuði: Leggja líf margra geðsjúkra í rúst - hvetur stjórnvöld til að setja af stað rannsókn Það eru mörg dæmi um að geðsjúkt fólk ánetjist trúarsöfnuðum, sem ég vil kalla æsingarfélög, og fari mjög illa út úr því andlega og fjárhagslega," sagði Sigursteinn Más- son, stjómarfor- maður Geðhjálpar. „Ég hef persónu- lega kynnst fólki sem hefur algjör- lega verið á valdi slíkra æsingarfé- laga. Inn á borð til okkar koma dæmi um fólk sem lent hefur í klónum á þessum aðilum," sagði hann. DV greindi frá því í gær að fólk leit- Sigursteinn Másson aði til Öryrkjabandalags íslands um að- stoð eftir að það hafði komist í íjár- hagslegt þrot vegna framlaga til trúar- safnaða. Slíkar kvartanir höfðu einnig borist til Jóhönnu Sigurðardóttur al- þingismanns, sem hefur látið málefni öryrkja og bágstaddra mjög til sín taka. I blaðinu var rætt við fyrrverandi safn- aðarmeðlim Omega-safnaðarins sem hafði gefið aleiguna og meira til í söfii- uðinn, m.a. tU kaupa á jarðstöð fyrir sjónvarpsstöðina. Hann er öryrki og átti ekki orðið fyrir nauðþurftum. „Fólk með geðsjúkdóma og geðrask- anir á oft erfitt með að verja sig, það hefúr því miður stundum leitað tU þessara æsingamanna, sem síðan hafa kroppað af þeim peninga og haldið iðamóttaka Næturinngangur Geðdetld Gunnar Þorsteinsson í Krossinum: Margir fengið hjálp og stuðning Omega segir að upp geti komið „klúður“ Aftur og aftur „Ég veit um nokkur dæmi um einstaklinga sem hafa aftur og aftur lagst inn á geödeild í slæmu ásigkomulagi eftir aö hafa sótt þessar svokölluðu sam- komur," segir Sigursteinn m.a. Gunnar Þorsteinsson. „Margir sem eiga við geðrask- anir að stríða hafa leitað td trúarinn- ar og fengið mikla hjálp og stuðning," sagði Gunnar Þor- steinsson, for- stöðumaður Kross- ins i Kópavogi, um ummæli Sigur- steins Mássonar. Gunnar sagði að ef menn væru sjúkir þá væri sannarlega bent á leiðir. Ein þeirra væri að leita Guðs í bæn og trú. Síðan væru aðrar leiðir eins og með- ferð og læknishjálp. Krossinn for- dæmdi ekki þunglyndi fremur en aðra sjúkdóma, það væri í sama flokki og tannpína. „Ég veit að þeir söfnuðir sem eru í góðu lagi vilja frekar uppörva fólk og fá það til að trúa á sig sjálft, en ekki brotna niður í ótta og kvíða um að það sé hald- ið illum anda,“ sagði Eiríkur Sigur- bjömsson, framkvæmdastjóri sjón- varpsstöðvarinnar Omega, sem rekin er af söfnuðinum Samfélagi trúaðra. - En þið eruð með námskeið til að kenna fólki að reka út illa anda, eins og sagt var í blaðinu í gær? „Nei, nei, nei, það er ekki á mínum vegum.“ - Er það á vegum Samfélags trú- aðra? „Nei, nei, nei, það er alveg sjálf- stætt starf. Það var ákveðinn aðili sem kom tii íslands á eigin vegum. Hann hélt námskeið og kenndi út frá oröi Guðs. Þátttakendur voru einstak- lingar úr mörgum samfélögum. Síðan er þessu kannski rangsnúið. Þetta er ekkert nema til þess að hjálpa fólki.“ NOTAÐAR VINNUVELAR - Hefur þetta námskeið aldrei verið haldið í hús- næði Omega? „Einn af þess- um hópum fékk leyfl til að nýta sér húsnæði Omega en við erum algjörlega fyrir utan þetta.“ Eiríkur sagði enn fremur að hafl einhver gefið al- eiguna mætti lesa um það í Nýja testa- mentinu, um ekkjuna sem hefði gefið það eina sem hún átti og Jesús heföi hrósað henni. Söfnuðir væru til að hjálpa fólki. Hins vegar gætu komið upp „klúður“ og þau væri alltaf hægt að leysa. -JSS Eiríkur Slgurbjörnsson. þeim í heljargreipum í múgæsing- unni,“ sagði Sigursteinn enn fremur. „Ég veit um nokkur dæmi um einstak- linga sem hafa aftur og aftur lagst inn á geðdeild í slæmu ásigkomulagi eftir að hafa sótt þessar samkomur. Fólkið er varla komið út af geðdeildunum aft- ur fyrr en það er komið í þessa söfnuði þar sem þau verða fómarlömb rang- hugmynda og vitfirringar. Þannig verð- ur þetta vítahringur sem múgæsingar- mennimir nýta sér, að því er virðist, til fúllnustu." Sigursteinn sagði að þessu „safiiað- arstarfi" fylgdu mikil fjárútlát og stundum óhamingja og erfiðleikar. „Ég veit um tOtölulega nýleg dæmi þess að múgæsingarmennimir hafi reynt að telja fólki trú um að þegar það sé þunglynt þá sé það á valdi djöfúls- ins. Þannig hafa þeir reynt að koma í veg fyrir að fólkið leiti sér nauðsyn- legrar hjálpar og meðferðar. Þannig hafa veikindin orðið alvarlegri í safn- aðarstarflnu og stundum krónísk þannig að vart er aftur snúið. Ef tO vOl er þetta gert tO að halda áfram að fá tekjur af sjúklingunum. Þetta er alveg hörmulegt og þama em þessir múgæsingarmenn að leika sér að eldinum, að mannslífum. Þeir bera ábyrgð á því hvemig komið er fyr- ir mjög mörgum geðsjúkum sem hafa leitað sér skjóls hjá þeim, en sitja uppi með alvarlegar ranghugmyndir, sem mjög erfitt er að fá þá tO að hverfa frá. Þessir sjúku einstaklingar sitja uppi með milda vanlíðan árum og jafnvel áratugum saman á meðan að plokkað er af þeim fé.“ Sigursteinn kvaöst vOja hvetja yfir- völd tO að setja af stað rannsókn á um- ræddum trúarsöfnuðum. Þaö hlyti að vera einhver leið tO að stöðva það að líf fólks væri rústað kerfisbundið af gráð- ugum „múgæsingarmönnum". Þá væri erfitt að skOja hvers vegna geðlæknar, geðheObrigðisstéttir, t.d. yfirmenn geðsviðs Landspítala Háskólasjúkra- húss, skyldu ekki vera fyrir löngu vera búnir að gera alvarlegar athugasemdir við framferði sértrúarsafnaða og mú- gæsingarmanna gagnvart geðsjúku fóOti. Hann kvaðst jafhframt vOja hvetja Landlæknisembættið að láta þetta mál tO sín taka. -jss Truflun á flughraðamælum Boeing 757-þotu Flugleiða: Svipuð atvik hafa áður leitt til slysa dæmi um að límband hafi gleymst þegar vél var þvegin Massey Ferguson 3085 105 hö., 4WD frambúnaöur meö aflúttaki, 6100 vst. Ingvar Helgason hf. VÉLADEILD Orsakir atviksins er Flugleiðavél sem tók 4000 feta dýfu yfir Atlants- hafinu á leið frá Orlando tO Kefla- víkur um eUefu að kvöldi laugar- dags virðast síður en svo einsdæmi. BUun i hraðamæli vélarinnar virð- ist hafa sýnt of mikinn hraða sem oUi því að sjálfsstýring dró úr afli vélarinnar sem lækkaði snögglega úr 35 þúsund fetum í 31 þúsund fet á skömmum tíma. Það jafngildir um 1,2 kUómetra lækkun í flugi. Flug- stjóri vélarinnar náði þá stjóm á vélinni og lenti henni á næsta flug- veUi, sem var Baltimore. Málið er litið mjög alvarlegum augum ytra, enda eru dæmi um að vélar af þessari gerð hafi farist af sömu orsökum. Á vef AirDisast- er.Com er t.d. greint frá að vél frá BirgenairÝaf gerðinni Boeing 757- 225Ýfórst 6. febrúár 1996 við Puerto Plata, í Dóminíska lýðveldinu. AUir sem um borð voru, eða 189 manns, fórust. TUdrög slyssins voru þau að vélin fórst skömmu eftir flugtak vegna bUunar i svoköUuðu „pilot Boeing 757. systemi". Flughraðamælir sýndi meiri hraða en raunin var og leiddi það tU þess að dregið var svo mikið úr afli vélarinnar að hún ofreis og hrapaði. Höfðu flugmenn tekið eftir óeðlUegum skUaboðum um flug- hraða við flugtak en héldu eigi að siður áfram. Vél Flugleiða, sem var af gerðinni Boeing 757, er talin ein sú öruggasta í heimi. Hún var fuUsetin þegar at- vikið átti sér stað og var með 191 farþega um borð, þar af tvö smá- böm. 140 farþeganna eru skoskir en aðrir eru flestir frá Norðurlöndun- um, þar á meðal Islandi. Frá öðru atviki er greint á Air- Disaster.Com þegar Boeing 757- 23AÝÝfrá flugfélaginu AeroperuÝ- fórst 2. október 1996 við Pasamayo í Perú. Með vélinni fórust aUir sem um borð voru eða 70 manns. Áhöfn- in tUkynnti um vandræði í tækja- búnaði fimm mínútum eftir flugtak og óskuðu eftir lendingu á ný. Þeg- ar vélinni var snúið við sýndu mæl- ar flugstjóra að flughraði og hæð væri of mikU og kviknuðu viðvör- unarljós. Á sama tíma sýndu mælar aðstoðarflugmanns að flughraðinn væri of lítiU sem oUi því að tölvu- kerfið framkaUaði það sem kaUað er „stick shaker," og vélin hrapaði. Rannsókn leiddi í ljós að á vinstri hlið vélarinnar hafði verið límt yfir „pUot“ lúguop meö límbandi á með- an vélin var þrifm. Gleymst hafði að taka límbandið af aftur. Þá eru einnig dæmi um að gleymst hafi að taka hlífar af lúguopum hraðamæla fyrir flugtak. -HKr. Hólmsá brýtur veg Kvísl úr Hólmsá á Mýrum i Horna- firði hefur rutt sér leið tU sjávar á móts við Skinneyjarhöfða og er komin þar vatnsmikU á sem lokar leiðinni um Suðurfjörur tU austurs. Ástæðan fyrir þessu vatnsrennsli er að vamar- garðar austan Hólmsár sunnan þjóð- vegarins rofnuðu í vatnavöxtunum á dögunum en þá var aUt kapp lagt á að verja varnargarðana við ána ofan við þjóðveginn og tókst að halda henni þar í skefjum. Vilja knattspyrnuhús Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur fjaliað um uppbyggingu íþróttamann- virkja sunnan Oddsskarðs og forgangs- raðað verkefnum. Bygging sundlaugar og knattspymuhúss em þar efst á lista en bæjarstjórn mun taka ávörðun um framhaldið á næstu mánuðum. Rætt var einnig um dagvistunarmál bama í Neskaupstað og samþykkt var að skipa starfshóp sem skUa á tUlögum tU bæjarstjómar um úrbætur í dagvist- armálum en nokkur biðlisti er eftir leikskólaplássi við leUcskólann SólveUi. Fjölmenning Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, og Gunnar Birgisson, þingmaöur og formaður þæjarráðs Kóþavogs, við oþnun alþjóöaviku. Alþjóðavika I Kópavogi Alþjóðavika í Kópavogi hófst í gær en í bæjarfélaginu býr um 1.500 manns af erlendu bergi brotið, með eða án rUc- isborgararétts, eða rétt um 6% íbú- anna. Sigurrós Þorgrímsdóttir, forseti bæjarstjómar Kópavogs, sagði við þetta tækifæri að aUir ættu að njóta sömu tækifæra. Alþjóðavika væri líka gott tækifæri tU þess að byggja brýr mUli menningarheima. Fram undan væri menningarveisla þar sem mann- eskjan fengi að njóta sín í samfélaginu. Mengchen Li, kínverskur skiptinemi sem býr i Kópavogi, flutti kinverskt ljóð fyrir þá sem sóttu opnun alþjóða- vikunnar, m.a. forseta íslands, ráð- herra, þingmenn og bæjarfuUtrúa. Dag- skráin stendur tU 24. október. -JI/-GG Jónas í ál Andstæðingar virkjanaframkvæmda noröan Vatnajökuls láta engan bil- bug á sér finna en þeir hafa staðið fyrir margs konar mótmælaaðgerð- um í Reykjavík á síöustu dögum þar sem andstaöan gegn jarðraski við Kárahnjúka hefur verið látin í Ijós með oft á tíöum frumlegum hætti. Hér sést skáldkonan Elísabet Jök- ulsdóttir lesa úr verkum sínum fram- an viö álkætt þjóöskáldiö í Hljóm- skálagaröinum í gærkvöld en skáld- ið hefur nú afklæöst álinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.