Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 2
18 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002 Sport Mánudagurinn 18. návember 2002 Efhi DV- Sports í dag © Utan vallar, fréttir Hnefaleikar í Höllinni Liverpool-klúbburinn ísknattleikur og fl. Badminton/tennis Karlakarfan Karlakarfan © © © © EM í handbolta Essodeild kvenna Essodeild kvenna Essodeild karla © % ^ Enska knattspyrnan © Enska knattspyrnan © Enska knattspyrnan © Evrópuknattspyrnan Evrópuknattspyrnan © Evrópuknattspyrnan Unglingasport Unglingasport © © Sérsamböndin Veiðisíöa NBA-deildin Ólafur Stefánsson lék vel með Magdeburg í meistaradeild Evrópu um helgina, skoraði átta mörk þegar liðið vann Wisla Plock á heimavelli og hefur liðið unnið fyrstu tvo leiki sína í riðlinum. Ólafur sterkur Lærisveinar Alfreös Gíslasonar í þýska handknattleiksliðinu Mag- deburg standa vel að vígi í sínum riðli í meistaradeild Evrópu. Mag- deburg tók á móti pólska liðinu Wisla Plock um helgina og sigraði með 40 mörkum gegn 32. Ólafur Stefánsson lék mjög vel í leiknum og skoraði átta mörk og Sigfús Sig- urðsson gerði fjögur mörk af lín- unni. Magdeburg hefur unnið fyrstu tvo leiki sína en liðið vann sigur í þessari keppni á sl. vori. Vegna þátttöku þýsku liðanna á Evrópumótinu um helgina fóru að- eins fram fjórir leikir í þýsku úr- valsdeildinni. Sigurður Bjamason og Róbert Sighvatsson hjá Wetzlar töpuðu illa fyrir nýliðum Wilhelmshavener á útivelli, 31-25. Róbert skoraði fimm mörk og Sigurður þrjú mörk. Gylfa Gylfasyni tókst ekki að skora fyrir Wilhelmshavener. Wetzlar er komið í alvarlega fallbaráttu en liöinu hef- ur aðeins tekist að vinna þrjá leiki í ellefu umferðum. Ekki fór betur fyrir Gústafi Bjamasyni og félögum í Minden sem biðu ósigur fyrir Pfullingen, 26-24, á útivelli. Gústaf skoraði þrjú mörk í leiknum. Minden hefur að- eins unnið einn leik í vetur og situr í neðsta sætinu. Úrslit í öðrum leikjum urðu þau að Gummersbach sigraði Göpp- ingen, 37-25, og Grosswaldstadt sigraði Hamburg, 27-21. Efstu liðin léku ekkert um helg- ina en þar er Lemgo í efsta sæti með 22 stig, Flensburg hefur 20 stig og Magdeburg er í þriðja sæti með 18 stig. -JKS Beinn sími: ............... 550 5880 Ljósmyndir: ............... 550 5845 Fax:............................ 550 5020 Netfang:.............dvsport@dv.is Fastir starfsmenn: Henry Birgir Gunnarsson (henry@dv.is) Jón Kristján Sigurösson (jks.sport@dv.is) Óskar 0. Jónsson (ooj.sport@dv.is) Óskar Hrato Þorvaldsson (oskar@dv.is) Pjetur Sigurösson (pjetur@dv.is) HM í kraftlyftingum: ■■ + Auðunn i fjorða sæti Auðunn Jónsson varð að láta sér lynda fjórða sætið á heims- meistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fór í bænum Trencin í Slóvakíu um helgina. Auðunn keppti í -125 kg þyngd- arflokki og lyfti samtals 972,5 kg. Hann lyfti 250 kg i bekkpressu sem er hans besti árangur og 380 kg í hnébeygju sem er nokkuð undir hans besta. Ekki gekk betur hjá honum í réttstöðulyftu en þar lyfti hann 342,5 kg en best á hann 372,5 kg. Hugur Auðuns stefndi mun hærra á þessu sterka móti en þær áætlanir gengu ekki eftir. Sigurvegarinn lyfti samtals 1015 kg en þess má geta að brons- verðlaunahafinn lyfti 990 kg. -JKS Helgi og Atli kallaðir inn í landsliðið Atli Eðvaldsson, landsliðs- þjálfari í knattspymu, varð um helgina að gera tvær breytingar á liðinu fyrir vináttulandsleik- inn gegn Eistlendingum á mið- vikudaginn kemur. Breytingarn- ar eru komnar til vegna þess að ákveðið var að gefa þeim Arnari Grétarssyni og Arnari Þór Við- arssyni frí og í þeirra stað voru valdir Helgi Kolviðsson, Kámt- en, og Atli Sveinn Þórarinsson hjá Örgryte. Lokeren leikur mikilvægan leik gegn Anderlecht í belgísku 1. deildinni á fóstudag og óskaði belgíska liðið eftir því við KSÍ að þeim félögum yrði gefið fri frá umræddum landsleik og varð KSÍ við óskum liðsins. -JKS Ólafur og Inga unnu tvöfalt Fyrsta umferðin á íslandsmót- inu í glímu fór fram í íþrótta- miðstöðinni að Laugarvatni um helgina. Ólafur Oddur Sigurðs- son, HSK, og Inga Gerða Péturs- dóttir, HSÞ, unnu bæði sigra í sínum flokkum og eins í opnum flokki. Keppni í unglingaflokki var sérlega skemmtileg en þar voru 6 keppendur, sem er mikil fjölg- un frá fyrri árum. Greinilegt er að Úrvalshópur GLÍ sem stofnað- ur var fyrir skömmu er farinn að skila árangri. -JKS Solberg vann sinn fyrsta sigur Síðasta umferðin i heimsbik- arnum í ralli lauk í gær með breska rallinu. Norðmaðurinn Petter Solberg á Subaru kom fyrstur í mark og var þetta fyrsti sigur þessa efnilega öku- manns í heimsbikarnum til þessa en það eru margir sem spá honum glæstum frama í framtíðinni. Annar í rallinu var Markko Martin á Ford og Spánverjinn Carlos Sainz var í þriðja sæti. Finninn Marcus Gönholm hafði áður tryggt sér heimsbik- arinn en Solberg varð annar í stigakeppninni. -JKS Þaö er ekki ástæða til annars en að fagna góðri útkomu is- lensku félagsliðanna í handknatt- leik á Evrópumótunum um helg- ina. Haukar tryggðu sér sæti í 4. umferð Evrópukeppni bikarhafa eftir frábæran sigur á ítalska lið- inu Conversano og ekki var Grótta/KR neinn eftirbátur þeg- ar liöið sigraði portúgalska liðið Francisco de Holanda í áskor- endakeppni Evrópu. Liöiö af Sel- tjarnarnesi er því einnig komið áfram í 4. umferö en þetta er í fyrsta skipti sem Grótta/KR leik- ur í Evrópukeppni. Fyrir átökin gegn Conversano voru Haukgmenn ekkert of bjart- sýnir en í ítalska liðinu er valinn maður í hverju rúmi, þar á með- al Guðmundur Hrafnkelsson landsliðsmarkvörður. Góð úrslit í fyrri leiknum á Italíu gaf Haukamönnum byr í seglin og ljóst að liöið ætti fulla möguleika að komast áfram eins og kom á daginn um helgina á heimavelli. Haukarnir eru orðnir mjög sjóað- ir í Evrópukeppni en þeir héldu vallar lengi vel uppi heiðri íslensku fé- lagsliðanna meö þátttöku sinni en um fimm ára skeið lá þátttaka íslensku liðanna niðri af fjár- hagsvandræðum eins og sagt var. Haukaliðið hefur alla burði til að ná langt í þessari keppni. Það kostar sitt að taka þátt 1 Evrópukeppni en félögin, sem tekið hafa áhættuna, hafa lagt mikiö á sig til að ná endum sam- an. Ekki síst leikmennimir sjálf- ir hafa gert það að verkum að endar hafa náðst en þeir hafa lagt á sig ómælda vinnu til að láta drauminn rætast. Grótta/KR tók mikla áhættu með því að leika báða leiki sína í Portúgal um helgina. Sama var uppi á ten- ingnum hjá þeim og Haukamönn- um, þeir töldu sína möguleika ekki mikla, en sá ótti reyndist ástæöulaus og Grótta/KR sýndi frábæra frammistööu í Portúgal. Svo virðist sem íslensk félagslið séu sterkari nú en áður og árangurinn um helgina er glöggt vitni í því sambandi. Fulltrúar íslensks handbolta, N lón Kristján Sigurðsson íþróttafréttamaður á DV-Sporti Haukar og Grótta/KR, eru að uppskera laun erfiðisins og verður spennandi að sjá hvaða mótherja þau fá í næstu umferð. Það kemur í Ijós á þriðjudag þegar drátturinn fer fram en mörg firnasterk lið verða í hattinum og víst að róðurinn þyngist með hverri umferðinni. Þessi liðin eiga ekkert annað skilið en góðan stuðning og er vonandi að áhangendur þeirra flykkist um sín lið og styðji þau af öllu afli. íslenskur handbolti saup seyðið af því að vera ekki með á Evrópumótunum á sínum tíma og enn verður bið á því að íslenskt félagslið fái sæti í meistaradeildinni en þátttaka Haukamanna hin síðari ár er þó farin að skila sínu og er vonast til að það gerist á næsta tímabili. _____________________________J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.