Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 24
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002
Essen komið áfram
Þýska liöið Essen
með þá Patrek Jóhann-
esson og Guðjón Val
Sigurðsson innanborðs
komst í gær í 4. umferð
Evrópukeppni bikar-
hafa í handknattleik.
Liðið sigraði Bystrica,
29-25.
Altea, Barcelona,
Sandefjord og Winter-
thur voru á meðal liða
sem komast áfram í
Evrópukeppni bikar-
hafa, sömu keppni og
Haukar leika í. Dönsku
liðin Skjern og Álaborg
og Creteil frá Frakk-
landi voru meðal liða
sem komust áfram i
áskorendakeppninni,
þeirri sömu sem
Grótta/KR leikur í.
-JKS
'Í
NBA-DEIIDIN
Urslit aðfaranótt
laugardags:
Indiana-Milwaukee.......103-100
O’Neal 23 (16 frák.), Artest 22, - R.
Allen 24, Cassel 20.
Toronto-Denver.............84-79
Lenard 19, Davis 18, J. Williams 13 (9
frák.) - Posey 24 (12 frák.), Blount 14 (9
frák.).
Boston-Dallas..............86-97
Walker 22, Delk 19 - Nowitzki 32 (9
frák., 7 stoð.), Nash 14.
Detroit-Utah...............86-75
Hamilton 25, Billups 17 - Ostertag 11
(11 frák.), Malone 10 (5 frák.).
Miami-New Jersey...........84-93
C. Butler 18 (9 frák.), E. Jones 18 (9
frák.) - Kidd 33 (6 fráköst), Harris 14.
Memphis-Minnesota..........95-99
Giricek 25 (5 frák.), Gooden 18 (8 frák.)
- Gamett 28 (8 fráköst), Szczerbiak 22.
Charlotte-Chicago.........105-87
Davis 22 (12 stoðs.), Wesley 22 - Rose
23, Baxter 11.
Seattle-Sacramento........111-97
Payton 24 (9 stoðs.), Mason 20 (17
frák.) - Webber 24, Jackson 19.
Portland-LA Clippers .... 112-88
D. Andersson 28 (9 frák.), Weels 21 -
Miller 19, Jaric 12, Brand 10 (10 frák.).
Pheonix-Houston............88-87
Marion 27, Marbury 20 (11 stoðs.) -
Francis 16, Thomas 14, Taylor 14.
Golden State-LA Lakers . . 96-89
Jamison 25 (10 frák.), Dampier 19 (16
frák.) - Bryant 45, Walker 12.
Fjölmargir leikir í NBA-deildinni um helgina:
Dallas taplaust
eftir tíu leiki
Sigurganga Dallas Mavericks í
NBA-deildinni i körkuknattleik hélt
áfram um helgina og hefur liðið nú
unnið 10 fyrstu leiki sína. Á síðustu
15 árum hafa aðeins sex lið náð að
vinna tíu fyrstu leiki sina í riðla-
keppninni.
Dallas heimsótti New Jersey Nets
aðfaranótt sunnudagsins og sigraði
með átta stiga mun, 88-96. New
Jersey hefur spilað feikivel undan-
farið og hafði fyrir leikinn ekki tap-
að leik á heimavelli á tímabilinu.
En það virðast fá lið hafa eitthvað
að gera í lið Dallas, sem Steve Nash
leiddi í leiknum á sunnudag, en
hann skoraði 30 stig og þar af 11 i
fjórða og síðasta leikhlutanum, en
New Jersey var með 14 stiga forystu
fyrir fjórða leikhlutann.
Körfuboltaspekúlantarnir ytra
telja lykilinn að velgengni Dallas
vera þann að flestir ef ekki allir
leikmenn í byrjunarliði liðsins hafi
þann eiginleika að geta tekið af
skarið og það sé breiddin sem skilji
liðið að frá öðrum.
Stórleikur Jason Kidd dugði ekki
fyrir heimamenn en hann skoraði
22 stig og gaf 13 stoðsendingar.
„Það er ekki að ástæðulausu að
þeir hafa ekki tapað leik. I kvöld
var Nowitzki ekkert sérlega góður
miðað við venjulega en 1 staðinn
var það Nash sem spilaði frábær-
lega. Svo skilar Finley auðvitað
alltaf sínu. Þessa þrjá leikmenn geta
fá lið stöðvað og það sást berlega
hér í kvöld,“ sagði Jason Kidd eftir
leikinn.
Bryant meö stórleik
Dirk Nowitzki var stigahæstur
heimamanna í 97-86 sigri á liði
Boston Celtics í leik liðanna aðfara-
nótt laugardagsins. Nowitzki skor-
aði 32 stig, það mesta sem hann hef-
ur skorað það sem af er tímabilinu.
Með sigrinum batt Dallas enda á sex
leikja sigurgöngu Boston.
„Við vorum svolitið vankaðir í
upphafi með Shawn Bradley veikan,
en það var góð vörn sem hélt okkur
inni í leiknum framan af. Við gerð-
um mjög vel í að halda Paul Pearce
niðri og það var lykillinn að sigri
okkar,“ sagði Nowitzki eftir leikinn,
en Pearce skoraði 9 stig og hitti úr
aðeins fjórum af tuttugu skottil-
raunum.
LA Lakers rétt marði sigur á
Golden State Warriors eftir fram-
lengingu og var það aðeins fyrir til-
stilli Kobe Bryants, sem skoraði 45
stig í leiknum, að Lakers náði i
framlengingu. í henni var það síðan
Robert Horry sem tryggði Lakers
sigur með þriggja stiga körfu
skömmu fyrir leikslok. Ljóst er að
lið Lakers saknar sárlega Shaquille
O’Neal, en tröllið er rétt byrjað að
æfa á ný eftir skurðaðgerð á tá. Fyr-
ir leikinn á fostudagskvöldið hafði
Lakers tapað fjórum leikjum í röð.
„Við þurftum einhvern til að taka
af skarið í lok venjulegs leiktíma og
Bryant brást okkur ekki. Hann gaf
okkur möguleikann á að vinna leik-
inn,“ sagði Phil Jackson, þjálfari
Lakers, eftir leikinn. -vig
NBA-DEILDIN
Úrslit aðfaranótt
sunnudags:
Philadelphia - New York . . .93-92
Iverson 17, Van Horn 15 (12 frák.) -
Esley 16 (10 stoðs.), Sprewell 16.
Detroit - Denver ..........74-53
Robinsson 19, Hamilton 15 - Howard
12
Washington - Miami ........95-65
Stackhouse 16, Brown 15 (11 frák.),
Jordan 8 (spilaði i 19 mínútur) -
Allen 14, James 13.
Atlanta - Charlotte .......89-82
Abdur-Rahim 27, Robinson 24 -
Mashbum 19, Wesley 18.
San Antonio - Cleveland . .90-77
Bowen 14, Parker 13 (9 stoðs.),
Robinson 12, Duncan 6 - Davis 22.
Indiana - Minnesota . . . .107-101
Mercer 22, O’Neil 20 (11 frák.) -
Gamett 27, Szczerbiak 19.
Chicago - Memphis ........111-93
Marshall 31 (17 fráköst), Rose 31 -
Williams 18, Gasol 14.
Milwaukee - Boston .......104-85
AUen 31, Cassel 25 - Pearce 28 (12
frák.), Walker 28.
Golden State - Orlando . . .135-92
Murphy 24 (12 frák.), Arenas 23,
Jamison 22, Richardson 18 -
McGrady 33.
New Jersey - Dallas........88-96
Kidd 22 (13 stoðs.), Kittles 21 - Nash
30, Finley 20 (13 frák.), Nowitzki 18
(12 frák.).
.^ÖÞAe^AHANDBÓK Dv
Jólagjafahandbók DV hefur verið
gefin út í yfir 20 ár. Nú í ár kemur
hún í stærra upplagi og flokkuð eftir
vörutegundum til hagræðingar fyri
lesendur, t.d. allur fatnaður á sama
stað, allt skart, leikföng o.fl.
Jólagjafahandbók
2002
Jólagjafahandbók DV 2002 verður
dreift frítt í 80 þús. eintökum
með Magasín þann 5. desember nk.
Jólagjafahandbók DV 2002 getur þú
skoðað á www.jol.is og prentað út
gjöfina sem þig langar í.
Við tökum á móti pöntunum til 22. nóv.
Síminn er 550 5000 eða á tölvupósti,
halldorasdv.is, ingaa>dv.is, katað>dv.is
rgadv.is, teiturað>dv.is.
jóiis