Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 17
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002
33 t
Sport
Cudicini í
landsliðid
Þjálfari ítalska landsliösins í
knattspyrnu, hinn umdeildi Gio-
vanni Trappatoni, hefur kallað
til Carlos Cudicini í landsliðshóp
Itala sem mæta Tyrkjum í vin-
áttuleik á miðvikudag, en Italinn
snjalli hefur átt hvem stórleik-
inn á fætur öðrum með Chelsea.
Þá hefur hann einnig kallað til
framherja Empoii, Antonio Di
Natale, í hópinn, en hvorugur
þessara leikmanna hefur áður
leikið með ítalska landsliðinu.
Kaupir Líbía
stórlið Lazio?
Stjórnvöld í Líbíu eru nú að
skoða möguleika á að kaupa
ítalska stórliðið Lazio, en liðið á
nú í miklum fjárhagsörðugleik-
um. Al-Saadi Gaddafl, sonur
hins alræmda leiðtoga Líbíu,
hefur sent frá sér yfirlýsingu
þess efnis að hann sé, fyrir hönd
fóður síns, að skoða möguleik-
ana á að kaupa liðið.
Al-Saadi hefur að undanfornu
verið æ meira að einbeita sér að
ítalskri knattspyrnu en hann var
nýlega kjörinn í stjórn Juventus,
eins aðalkeppinautar Lazio í
ítölsku deildinni, en í þá stöðu
var hann kjörinn í krafti 7%
eignarhlutar Líbíu í félaginu. Þá
hefur hann fyrir hönd Líbíu ný-
lega gert samkomulag við Lazio
um samstarf á sviði knatt-
spyrnumála.
Soccernet:
Lið vikunnar
Enski vefurinn Soccemet vel-
ur vikulega lið vikunnar í ensku
úrvalsdeildinni og er það sem
hér segir:
Markvörður:
Jurgen Macho, Sunderland
Varnarmenn:
Igor Balis, WBA
Joseph Yobo, Everton
Andy Melville, Fulham
Celestine Babayaro, Chelsea
Miðvallarleikmenn:
Lee Carsley, Everton
Youri DjorkaefT, Bolton
Hugo Viana, Newcastle
Patrick Viera, Arsenal
Sóknarleikmenn:
Jermain Defoe, West Ham
Henrik Pedersen, Bolton
Framkvæmdastjóri:
David Moyes, Everton
Mikiö aö gerast í herbúðum Man. Utd:
Beckham meiddur og
Ferguson íhugar áframhald
- hyggst byggja upp nýtt Manchester-liö
Það berast ýmsar fréttir úr her-
búðum Man. Utd þessa dagana, en á
dögunum bárust fréttir af þvi að Rio
Ferdinand væri meiddur og myndi
ekki leika með liðinu næstu þrjár
vikumar. I gær bárust hins vegar
þær fréttir að David Beckham væri
meiddur, hann hefði rifbeinsbrotn-
að í leik gegn Southampton um síð-
ustu helgi og yrði jafnvel frá keppni
næstu þrjár til sex vikumar. Til við-
bótar berast nú þær fréttir að Alex
Ferguson, framkvæmdastjóri liðs-
ins, íhugi nú að hætta við að hætta
sem framkvæmdastjóri eftir tvö ár.
Eins og kunnugt er er ekki langt
siöan að Ferguson ætlaði að hætta
starfinu hjá Man. Utd og snúa sér að
öðrum störfum hjá félaginu, en
hann ákvað að halda áfram. Félag-
inu hefur ekki gengið eins vel að
undanfórnu og á árum áður, þrátt
fyrir að hafa á sannfærandi hátt
tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum
meistaradeildinnar. Nú lýsir hann
hins vegar yfir áhuga á að halda
áfram eftir að núverandi samningi
hans lýkur.
„Ég mun íhuga að halda starfí
mínu áfram og fresta þar með
starfslokunum. Þetta mun þó velta á
því hvernig mér mun líða hjá félag-
inu á næstu tveimur árum. Ég hef
miklar ástríður gagnvart félaginu
og þegar maður hefur byggt upp
eitthvað eins og þetta lið þá á mað-
ur erfítt með að kasta því frá sér. Ég
hef þrívegis þurft að byggja liðið
upp að nýju og næsta áskorun er að
byggja það upp i fjórða sinn,“ segir
Þeir Alex Ferguson og David Beckham
spilaö vegna meiösla
Ferguson.
Fréttir af meiðslum Rio Ferdin-
ands voru að öllum líkindum nægi-
lega slæmar fréttir fyrir Alex Fergu-
son, en Ferdinand er nýstiginn upp
úr meiðslum og hefur átt dálítiö
erfitt uppdráttar að fóta sig að nýju
á knattspymuvellinum, en meiðsli
Beckhams verða örugglega ekki til
voru báöir í fréttum um helgina. Annar vill helst ekki hætta en hinn getur ekki
að kæta Ferguson á þessari stundu.
Man. Utd á nú í erfiðri baráttu í
ensku deildinni þar sem þegar hafa
tapast þrir leikir og fram undan eru
16 liða úrslit i meistaradeildinni.
Beckham er eins og áður sagði rif-
beinsbrotinn og lék þannig gegn
Leverkusen í vikunni. Beckham lék
ekki með gegn West Ham í gær og
öruggt er talið að hann missi einnig
af leik gegn Newcastle um næstu
helgi og leik í meistaradeildinni
gegn Basel þann 26. nóvember.
Nú eru fjórir fastaleikmenn Man.
Utd-liðsins á sjúkralista en til við-
bótar við þá Ferdinand og Beckham
eru einnig meiddir þeir Roy Keane
og Nicky Butt. -PS
Martin O’Neil, stjóri Celtic:
Gerir allt til að
halda í Larsson
Martin O’Neill, framkvæmda-
stjóri Celtic, gerir nú allt sem hann
getur til að reyna að halda í aðal-
markaskorara iiösins, Henrik Lars-
son, en samningur leikmannsins
rennur út eftir 18 mánuði. Leikmað-
urinn hefur lýst því skýrt yfir að
hann ætli ekki að leika með liðinu
eftir að samningi hans lýkur og þá
hefur hann einnig sagt skiliö við
sænska landsliðið þrátt fyrir marg-
ítrekaðar beiðnir þar í landi um að
Larsson endurskoði þá ákvörðun
sína.
O’Neill gerir sér fulla grein fyrir
því hversu erfítt það verði að sann-
færa Larsson um að skrifa undir
nýjan samning við Celtic og verða
því áfram hjá félaginu. „Auðvitað
munum við halda áfram að tala við
hann. Átján mánuðir eru langur
timi í knattspyrnu. Það hefur verið
lagt hart að honum að koma aftur
til liðs við sænska landsliðið, en
hann hefur neitað því staðfastlega.
Það getur vel verið að sú verði
raunin hjá okkur einnig, en ég geri
allt sem ég get til að breyta ákvörð-
un hans,“ segir Martin O’Neill.
-PS
Tony Pulis, framkvæmdastjóri Stoke:
Vantar heppni
og sjálfstraust
Henrik Larsson, leikmaöur Celtic.
Islendingaliðið Stoke City tapaði
enn einum leiknum um helgina
þegar liðið mætti efsta liðinu
Portsmouth á útivelli. Liðið hefur
ekki enn unnið leik undir stjóm
hins nýja framkvæmdastjóra,
Tony Pulis, og sígur liðið neðar og
neðar á töfluna í ensku 1. deild-
inni.
Það er þó engan bilbug að finna
á Pulis og segir hann að það vanti
smá-heppni og sjálfstraust til þess
að snúa þessari þróun við. Varð-
andi leikinn gegn Portsmouth
sagði Pulis að i það heila hefði
hann verið nokkuð ánægður með
frammistöðu sinna manna.
„Það hefðu einhverjir sagt að við
hefðum átt að leiða í hálfleik, en
það eru alltaf þessi ef. Frá mínum
bæjardyrum séð þá voru mörk
þeirra ekki merkileg og við hefð-
um átt að koma í veg fyrir þau. Við
verðum að eignast leiðtoga í liðinu
til að leiða liðið áfram og með því
öðlast það sjálfstraust að nýju. Það
sem er mikilvægast er að reyna að
lyfta liðinu upp að nýju á næstu
vikum og vonandi komumst við að
nýju á sigurbraut gegn Millwall í
næstu umferð,“ sagði Tony Pulis.
-PS
Stam vill til City
Jaap Stam, leikmaður Lazio og
fyrrum leikmaður með
Manchester United, hefur lýst því
yfir að hann hafi áhuga á því að
leika aftur í ensku úrvalsdeildinni
og þar komi Man. City sterklega
til greina. Þetta kemur fram í
enskum fjölmiðlum rnn helgina.
Stam var seldur til Lazio fyrir
um 16 milljónir punda fyrir 14
mánuðum, en fjárhagsstaða
ítalska liðsins er meö þeim hætti
að það verður að selja sína besta
„bita“. „Ég veit að það er áhugi
hjá stóru liðunum á ítaliu, eins og
AC Milan, Inter og Juventus að fá
mig til liðs við sig, en hugur minn
stefnir til Englands og þá
sérstaklega hjá Man. City. Þaö
myndi sérstaklega höfða til mín,
frekar en að vera áfram á Ítalíu,"
sagði Jaap Stam. -PS
-7