Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 20
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002 Paö var mikil eftirvænting hjá strákunum þegar þeir fóru á Old Trafford og sáu David Beckham og félaga leggja Boca Allt umhverfi í kringum knattspyrnuskólann var mjög glæsilegt og Juniors aö velli. grasvellirnir góöir. - 3. og 4. flokkur Aftureldingar fór í knattspyrnuskóla Bobby Charlton á Englandi > Hluti af íþróttastarfi unglinga í dag er að fara utan á hin ýmsu mót sem og að fara í íþróttaskóla þar sem krakkar geta æft við bestu mögulegu aðstæður og það oftast í heitara loftslagi en er hér á landi. Afturelding er eitt af þeim félög- um sem fer í slíkar ferðir og i byrj- un ágúst fór frá þeim hátt í 50 manna hópur til Englands þar sem stefnan var sett á stað sem heitir Fleetwood og er í nágrenni Black- pool. Þar ætluðu strákamir, sem eru í 4. og 3. flokki félagsins í knatt- spymu, að læra fótbolta af færum þjálfurum i hinum virta knatt- spymuskóla Bobby Charlton en 'hann er ein helsta goðsögn í sögu Manchester United og var heims- meistari með Englendingum 1966. Gist var í gömlum glæsilegum heimavistarskóla og á svæðinu var aðstaða öll hin besta. Meðal annars 7 knattspymuveliir í fullri stærð, flóðlýstur gervigrasvöllur, inni- sundlaug, tennisvellir og fleira. Þar að auki var stórt tívolí ekki íjarri sem vakti mikinn áhuga strákanna. Mikiö æft Æft var 2-3 á dag og lærðu strák- amir, sem og þjálfaramir, nýjar æf- ingar sem vafalítið verða notaðar á æfingavellinum í Mosfellsbæ um ókomna framtíð. Þess á milli vom spilaðir leikir á milli félaganna sem voru í skólanum og til að mynda léku Mosfellingar tvo leiki gegn enska félaginu Bolton Wanderers en með þvi félagi leikur fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, Guðni Bergsson. „Þetta voru flottar aðstæður og gaman að strákamir skildu fá tæki- færi til að leika gegn liði eins og Bolton. En þrátt fyrir aö þetta hafi verið gaman var þetta líka mikið puð fyrir strákana því æfingamar vora allt upp í 2 tíma og slíkar æf- ingar 2-3 á dag taka augljóslega á,“ sagði Bjarki Már Sævarsson, þjáif- ari 4. flokks Aftureldingar. Fóru á Old Trafford . Strákarnir gerðu fleira sér til skemmtunar en að æfa fótbolta því boðiö var upp á dagsferð til Liver- pool og Manchester þar sem skoðaðir voru heimavellir Liver- pool og Man. Utd. Gátu strákamir valið um hvort þeir færu á Anfield Road eða á Old Trafford og var slíkt boð vel þegið því misjafnt með hvaða liði menn halda. Þar fengu strákarnir að sjá búningsklefa lið- anna, skoða bikarasöfnin, völlinn og svo að sjáifsögðu að versla i búð- inni sem er á vellinum. En þeir sem misstu af ferðinni á Old Trafford komust þó þangað á endanum því síðar í ferðinni var farið til Manchester þar sem fylgst var með vináttuleik Man. Utd. og argentínska liðsins Boca Juniors. Uppselt var eins og venjulega á Old Trafford en strákarnir fengu engu að síður frábær sæti á veflinum al- veg við hliðarlínuna þar sem þeir gátu virt fyrir sér stjömur á borð við David Beckham af stuttu færi. Mikil reynsla Ferðin var í alla staði vel heppn- uð og Bjarki er á því að slíkar ferð- ir séu mikilvægar fyrir félögin af ýmsum ástæðum. „Strákarnir skemmtu sér rosalega vel og koma heim reynslunni ríkari. Fyrir utan það að þeir læra að verða betri knattspymumenn þá eru slíkar ferðir ekki síðar mikilvægar upp- eldislega séð,“ segir Bjarki og bend- ir á að strákamir hafl þurft að vakna snemma á morgnana og að ekki hafi verið vel tekið í það þegar þeir voru of seinir á æflngasvæðið. „Svona ferðir eru einnig mjög jákvæð hvatning því slíkar gulræt- ur sem svona ferðir eru hvetja strákana til þess að halda áfram í íþróttum og iðka heilbrigt lifemi," sagði Bjarki að lokum og sagði að undirbúningur að næstu ferð í knattspymuskólann væri þegar haf- inn en stefnt er á að fara næst sumarið 2004. -HBG Bjarki Már þjálfari er mikill stuöningsmaöur Liverpool og honum leiddist ekki aö tylla sér þar sem Dietmar Hamann Strákarnir sem skelltu sér á Anfield Road stilltu sér að sjálfsögöu upp meö og Steven Gerrard sitja er þeir gera sig klára fyrir leiki á Anfield Road. sjálfum Bili Shankly. >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.