Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 15
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002
31 *
Markahæstu menn
Gianfranco Zola, Chelsea ..........9
Michael Owen, Liverpool ..........8
Sylvain Wiltord, Arsenal........8
Alan Shearer, Newcastle.........7
Nicolas Aneika, Manchester City . 7
Thierry Henry, Arsenal ............7
Harry Kewell, Leeds.............6
James Beattie, Southampton......6
Kevin Campbell, Everton ...........6
Mark Viduka, Leeds..............5
Nwanwo Kanu, Arsenal .............5
Paolo Di Canio, West Ham ..........5
Ruud Van Nistilrooy, Man. utd . .. 5
Massimo Maccarone, Middlesbro . 4
David Dunn, Blackburn ............4
Danny Murphy, Liverpool..........4
Eiður Smári Gudjoh., Chelsea .... 4
Tomasz Radzinski, Everton........4
Shaun Goater, Man. City.........4
Youri Djorkaeff, Bolton..........4
Tölfræöin:
Hvaða lið
standa sig
best og verst í
ensku úrvals-
deildinni?
í eindálkmum hér til hægri
má sjá hvaöa lið ensku úrvals-
deildarinnar skara fram úr á
ákveðnum sviðum tölfræðinnar
en þessir listar eru uppfærðir
eftir leiki helgarinnar og verða
hér eftir fastur liður á ensku síð-
unum í mánudagskálfmum.
-ÓÓJ
„Efáað reyna að mæla bata okk-
ar að undanförnu þá setum við
bent á markvörsluna ogþá sérstak-
lega þennan markvörð. Fyrir
nokkrum vikum gat hann ekki grip-
ið strandbolta. “
Howard Wilkinson, framkvæmdastjóri Sunderland, var þokkalega
ánægður með markvörslu hins austuríska markvarðar sins, Jurgen
Macho, sem átti stórleik þegar Sunderland stal stigi af Liverpool.
Macho varöi allt sem að kjafti kom og þrátt fyrir óteljandi fjölda
tækifæra til að skora þá komu leikmenn Liverpool boltanum ekki fram
hjá hinum unga austurríska markverði. Það er ljóst að þrátt fyrir aö
Sunderland hafi nýlega keypt Mark Poom frá Derby, þá mun Macho að
öllum líkindum standa í marki Sunderland í næsta leik að minnsta
kosti. -PS
Liverpool náði ekki að knýja fram sigur á Sunderland:
Yfirburðir
- fjöldi færa en markvörður Sunderland lokaði markinu
Liverpool tapaði toppsætinu i
ensku úrvalsdeUdinni í knatt-
spymu, en liðið gerði 0-0 jafntefli
við Sunderland á heimavelli sín-
um, Anfield Road í Liverpool.
Yfirburðir Liverpool í leiknum
voru gríðarlegir og til marks um
það má geta þess að leikmenn
Liverpool áttu 22 skot að marki
andstæðinga sinna á meðan leik-
menn Simderland áttu ekkert
skot í átt að marki Liverpool. Það
gildir þó ekki heldur skoruð mörk
sem leikmönnum heimaliðsins
tókst ekki í gær.
Það var greinilegt á leik Sund-
erland að þeir voru ekki komnir
til að sækja nema eitt stig á An-
field og gengu leikmenn Liverpool
á lagið og sóttu látlaust. Ef ekki
hefði verið fyrir stórleik hins
unga markvarðar, Jurgen Macho,
í marki Sunderland hefði sigur
Liverpool getað orðið stór í leikn-
um. Vel má vera að Jurgen
Macho hafi hingað til verið talinn
þriðji markvörðurinn hjá Sunder-
land, en með frammistöðu sem
þessari er ljóst að þeir dagar eru
á enda. Hvað eftir annað varði
hann frá leikmönnum Liverpool
sem voru oftar en ekki í algjörum
dauðafærum.
Gerard Houllier bar sig þó
mannalega eftir aö hans menn
höfuðu tapaö tveimur stigum í
gær og þar með toppsætinu, í bili
að minnsta kosti. „Ég er mjög
ánægður og stoltur af leikmönn-
um mínum. Þeir lögðu allt í söl-
urnar sem var örugglega ekki létt
eftir vonbrigðin í meistaradeild-
inni. Mér fannst við eiga skilið að
vinna leikinn í dag því við lögð-
um það mikið á okkur en við vor-
um ekki heppnir upp við mark
Sunderland í dag,“ sagði Houllier
eftir leikinn.
Það gætti hins vegar dálítillar
örvæntingar í máli hans eftir
leikinn. „Við fáum 22 tækifæri til
að skora á meðan þeir fengu ekk-
ert. Fólk hefur verið aö gagnrýna
okkur og sagt að við séum svo
leiðinlegir, en tölfræðilega erum
við í öðru sæti á eftir Man. Utd
hvað varðar skot á markið. 1 leikj-
um sem þessum og þar sem mað-
ur hefur svo mikla yfirburði þá
vinnur maður í níu af hverjum
tíu skiptum. Þeir voru heppnir
auk þess sem þeir vörðust vel.
Það eins sem vantaði hjá okkur í
dag er að skora markið sem við
áttum skilið fyrir að eiga öll þessi
færi. Þá hlýtur markvörðurinn að
vera maður leiksins.“
Howard Wilkinson, fram-
kvæmdastjóri Sunderland, var
ekki margorður. „Ef á að reyna
að mæla bata okkar aö undan-
fornu þá getum við bent á mark-
vörsluna og þá sérstaklega þenn-
an markvörð. Fyrir nokkrum vik-
um gat hann ekki gripið strand-
bolta. í dag, eins og í þremur síð-
ustu leikjunum, var hann frábær
og með smáheppni náðu hann og
félagar hans í liöinu að innbyrða
eitt stig. Það var frábært að ná
þessu stigi. Leikmennirnir gerðu
það sem fyrir þá var lagt og and-
lega voru þeir sterkir og sýndu
mikinn aga á vellinum, þrátt fyr-
ir aö hart væri sótt að þeim. Það
er ekki hægt að efast um vinnu-
semi þeirra í dag,“ segir Wilkin-
son. -PS
Michael Owen á hér í höggi viö Joachim Björklund, leikmann Sunderland. Owen haföi ekki, frekar en aörir leikmenn Liverpool, árangur sem erfiöi upp
viö mark andstæöinga sinna í leiknum á Anfield í gær.
Sport
Liðin sem standa sig
best og verst í
ensku úrvalsdeildinni
Besta gengið
Liverpool 19 stig af
síöustu 24 möguleg-
um, markatalan er
11-2 í leikjunum.
Með besta genginu er átt við
besta árangur liðs i síðustu
átta deildarleikjum
Flestir sigur-
leikir í röð
Everton, fimm.
Besta sóknin
Arsenal hefur skor-
aö flest mörk, eöa
31, f 14 leikjum, eöa
2,21 aö meöaltali.
Besta vörnln
Liverpool hefur
fengiö á sig fæst
mörk, 10 f 14 leikj-
um, eöa 0,72 mörk í
leik.
Bestir heima
Arsenal hefur náö f
21 stig af 24 mögu-
legum, hefur unnið 7
af 8 leikjum, marka-
talan er 19-7.
Bestir úti
Liverpool hefur náö í
13 stig af 18 mögu-
legum, hefur unniö 4
af 6 leikjum, marka-
talan er 10-5.
Bestir fvrir te
Arsenal hefur náö f
32 stig af 42 mögu-
legum og er meö
markatöluna 19-5 f
fyrri hálfleik.
Bestir eftir te
Liverpool hefur náð í
28 stig af 43 mögu-
legum og er meö
markatöluna 18-9 í
seinni hálfleik.
Versta gengið
WBA er meö 3 stig
af síöustu 24 mögu-
legum, markatalan
er 4-12 í leikjunum.
Versta sóknin
Sunderland hefur
skoraö fæst mörk,
eöa 8, í 14 leikjum,
eöa 0,58 aö meðal-
tali.
Versta vörnin
West Ham og Bolton
hafa fengiö á sig
flest mörk, 24 í 14
leikjum, eöa 1,7 f
leik.
Verstir heima
West Ham hefur náö
f 3 stig af 24 mögu-
legum, hefur tapaö 5
af 8 leikjum, marka-
talan er 7-13.
Verstir úti
Aston Villa hefur
náö f 3 stig af 21
mögulegum, hefur
tapaö 4 af 7 leikjum,
markatalan er 1-7.
Oftast haidift
hreinu
Liverpool hefur
haldiö átta sinnum
hreinu í 14 leikjum.
Oftast mistekist
að skora
Aston Villa hefur
ekki náö aö skora f
níu leikjum af 14.