Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 21
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002 DV Úrslit á íslands- mótinu í blaki Hér fyrir neðan er að fmna úr- slit á íslandsmóti yngri flokka í blaki sem fram fór á Neskaups- stað dagana 9.-10. nóvember. 5. flokkur blandaöur 1. deild: Þróttur Nes. B..............8 stig Þróttur Nes. A..................7 HK..............................4 Afturelding ....................2 KA..............................0 5. flokkur blandaður 2. deild: Þróttur Nes. C................8 stig Þróttur Nes. D....................6 Þróttur Nes. E ...................4 Afturelding ......................2 KA................................0 4. flokkur pilta Þróttur Nes...............7 stig HK...........................7 KA...........................1 4. flokkur stúlkna Þróttur Nes. A...............8 stig Þróttur Nes. B..................4 KA..............................0 3. flokkur pilta Þróttur Nes....................8 stig KA.................................0 Þróttur Nes (gestalið).............4 2. flokkur stúlkna Þróttur Nes. A................7 stig Þróttur Reykjavík ...............6 Þróttur Nes. B...................0 íþróttaferðir unglinga njóta sívaxandi vinsælda - segir Hörður Hilmarsson, framkvæmdastjóri ÍT-ferða Sport ■V;. íslandsmót yngri flokka í blaki í Neskaupstað: Heimamenn sýndu mikla yfirburði íþróttarhópar frá íslandi fara í enn meira mæli í æfingaferöir til útlanda en áöur. Hér er hópur nýveriö á feröalagi á Bretlandseyjum. Það er ótrúlegt úrvalið í íþróttaferðum sem stendur félög- um til boða hér á landi en ÍT- ferðir eru fremstar í flokki hér á landi í slíkum ferðum og á þeirra vegum fara hundruð íslendinga utan til þess að æfa og keppa. Hörður Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri ÍT-ferða, sagði í samtali við DV-Sport aö 500-1000 krakkar hefðu farið á þeirra veg- um á íþróttamót á þessu ári. Bobby Charlton vinsæll Fyrir utan knattspyrnuskóla Bobby Charlton stendur knatt- spyrnuliðum meðal annars til boða að fara á mót á Norðurlönd- unum og nægir þar að nefna mót eins og Norway Cup sem haldið er í Ósló og er fjölmennasta ung- lingamót í heimi. „Knattspyrnuskóli Bobby Charlton er afar vinsæll hjá okk- ur en einnig fer mikill fjöldi á Tivoli Cup í Danmörku sem og á Liverpool-mótið,“ sagði Hörður en knattspyrnuferðir ÍT-ferða hafa lengi notið mikilla vin- sælda. Karfan aö vaxa Körfuboltamönnum stendur einnig ýmislegt til boða eins og Göteborg Basketball Festival sem hefur verið haldið í 25 ár og nýt- ur ávallt mikilla vinsælda. „Mót- ið í Gautaborg er mjög skemmti- legt og við höfum verið að senda nokkur liö þangað árlega. Það eru mörg lið sem taka þátt í því og svo er gott að vera í Gautaborg því þar er allt til alls,“ segir Hörður en hann hefur einnig verið að senda lið í körfu- boltamót á Spáni. Handbolti á Spáni Handboltaferðir eru einnig vinsælar og Granollers Cup á Spáni er eitt þeirra móta sem hægt er að fara á en gömlu lands- liöskempurnar Atli Hilmarsson og Geir Sveinsson léku með liöi Granollers á árum áður. „Við sendum 160 manna hóp á mótið í Granollers í ár sem er mjög gott. Einnig erum við með nýtt mót í Þýskalandi sem er gríðarlega skemmtilegt og verður vonandi vinsælt i framtíðinni,“ segir Hörður en landsliðsþjálfarinn r - Guðmundur Guðmundsson mæl- ir með þessu móti eins og sjá má á heimasíðu fyrirtækisins. Gulrót fyrir krakkana Hörður segir enn fremur að þátttaka á slíkum mótum sé til þess gerð að halda krökkum í íþróttum því þetta sé mikil gul- rót fyrir þá og að sama skapi virkjar þetta krakkana á besta mögulegan hátt því þau þurfl að axla ábyrgð með því að safna fyr- ir þátttökunni. Undirbúningur fyrir svona v ferðir hefst venjulega ári áður þegar krakkarnir fara á stjá með fjáraflanir sem oftar en ekki eru í formi sölu á salernispappír og rækjum. -HBG íslandsmót yngri flokka í blaki fór fram í Neskaupstað helgina 9. og 10. nóvember og alls tóku 22 lið þátt á mótinu. Fimm félög sendu liö til þátttöku i mótinu en ásamt heimamönnum áttu Afturelding, HK, KA og Þróttur Reykjavík lið á mótinu. Heimamenn allsráðandi í 5. flokki léku blönduð lið með strákum og stelpum og i 1. deildinni vann lið B-lið Þróttar Nes. en A-lið heimamanna varð í öðru sæti. HK varð í þriðja sæti í deildinni en það voru KA-menn sem ráku lestina með ekkert stig en það vakti athygli hversu illa Akureyringum gekk á mótinu en þeir hafa oftar en ekki sent sterk lið tO þátttöku. í 2. deildinni í þessum flokki áttu heimamenn þrjú lið og röðuðu þau sér í þrjú efstu sætin. C-liðið efst, D- liðið í öðru og E-liðið í þriðja sæti. Mosfellingar lentu þar í fjórða sæti en Akureyringcir urðu að gera sér neðsta sætið að góðu einnig i 2. deildinni. Strákarnir sterkir Aðeins þrjú lið tóku þátt í 3. og 4. flokki pilta og þar var það sama uppi á teningnum og annars staðar aö heimamenn unnu öruggan sigur. HK-menn nældu sér í silfrið í 4. flokknum en KA-menn fengu brons- ið. KA-menn fengu aftur á móti silf- ur í 3. flokknum þar sem gestalið frá Þrótti Nes. varð í þriðja sæti. Öflugar stelpur Aðeins þrjú lið voru skráð til keppni í 4. flokki stúlkna og þar af tvö frá heimamönnum. Þau lið skip- uðu sér í efstu sætin en lið KA rak lestina með ekkert stig. Sama saga var í 2. flokki stúlkna að þar voru þrjú lið skráö til keppni, tvö frá heimamönnum og eitt frá Þrótti I Reykjavík. Þar fór A- lið heimamanna með sigur af hólmi en lið Þróttar frá Reykjavík náði öðru sætinu á kostnað B-liðs heima- manna. Mikil vakning Það virðist mikil vakning vera í blakinu um þessar mundir því fyrir tveim árum voru aðeins lið frá Þrótti Nes., Þrótti Reykjavík og KA með lið á þessu móti. Fyrir utan þau lið sem áttu þátt- takendur á þessu móti er farið að þjálfa yngri flokka hjá Fylki, Dímon á Hvolsvelli og hjá Hamar í Hvera- gerði. Svo hafa lið frá Siglufirði og Hellissandi verið að senda lið til leiks. Uppbygging hjá KA Þótt KA-mönnum hafi gengið illa á mótinu þá eru þeir bjartsýnir á framtíðina því um 60 börn og ung- lingar eru að æfa blak hjá félaginu um þessar mundir. En það er Þróttur í Neskaupstað sem hefur algjöra sérstöðu í ís- lensku blaki um þessar mundir eins og úrslitin á mótinu gefa til kynna. Mikil gróska er í blakinu þar og greinilegt að markviss uppbygging félagsins er að skila sér í nýjum og öflugum blökurum sem eiga vafalít- ið eftir að halda merki félagsins á lofti um ókomin ár. -HBG Stúlkur framtíöarmnar Eitt höfuövíqi blaksins, um alllangt skeiö hefur veriö í Nes- kaupstað. Af úrslitum Islandsmóts ynari flokka aö dæma er vel hlúö aö ungviðinu og Ijóst aö bfakmenn frá staönum veröa áfram í fremstu röö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.