Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 22
38
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002
Sport
DV
Sundsamband íslands:
Takmörkun aðgangs að
. sundlaugarmannvirkjum
Stóru mál sundhreyfingarinnar
snerta aðstöðu til æfinga og keppni.
Aðstaða til sundæfinga er víða ótrú-
lega erfið. Flest sundfélögin hafa
mjög takmarkaöan tíma í sundlaug-
um og gömlu laugamar em þröngar
og um margt ófullkomnar. Að æfa í
vetrarroki og slyddu eða frosti í úti-
laugum er auðvitaö eitthvað sem
sundfólki í nágrannalöndunum þykir
ógnvekjandi. Satt að segja er það á
skjön við allt annað að sundkennarar
og sundþjálfarar skuli þurfa að vinna
við þessar aðstæður - og það gerir
sundfólkinu okkar margfalt erfiðara
að halda út við erfiðar æfingar í öll-
um veörum. Tíminn sem fer í sund-
þjálfun til afreksárangurs getur verið
yfir 20 klukkustundir á viku - og það
skiptir því auðvitað miklu að aðstað-
an vinni með mönnum en ekki á
móti þeim. Auk þess er ljóst sam-
kvæmt úttekt menntamálaráðuneyt-
isins á árinu 2000 að aðstaða til sund-
kennslu og sá tími sem varið er til
kennslunnar er víða langt undir skil-
málum námskrár - etv. meira en 30%
vantar upp á kennslutímann - jafn-
vel 50%.
Góður árangur Arnar
^ Samt sem áður hefur sundfólkið
okkar verið að standa sig vel og ár-
angur Arnar Arnarsonar hefur skil-
að honum á verðlaunapall á stórmót-
um margsinnis. Ungir sundmenn eru
að vinna að því hörðum höndum að
komast í fremstu röð innanlands - í
þeirri von að það
skili þeim tæki-
færum til að
keppa undir fána
íslands á alþjóð-
legum mótum.
Það var því sér-
stakt fagnaðar-
efni að áætlanir um innisundlaug í
Laugardal voru staðfestar á árinu og
hafist handa við jarðvegsvinnu. SSÍ
hafði leitað samstarfs við Reykjavík-
urborg um undirbúning Norður-
landameistaramóts unglinga (NMU) í
desember árið 2004. Samtal við for-
mann ÍTR á síðasta kjörtímabili var
fyrsta opnun á því verkefni og þess
vegna var gengið út frá því við Nor-
rænu sundsamböndin að unnt yrði
að halda mótið í Reykjavík.
Það veldur þess vegna áhyggjum
að hugmyndir skuli vera á kreiki um
að fresta framkvæmdum í Laugardal
- jafnvel þannig að við getum ekki
sóst eftir þeim áfanga að fá fjölþjóð-
legt meistaramót til okkar á fyrirhug-
uðum tíma.
Ástæða er til aö hvetja sundfólk og
forráðamenn félaga til að halda vöku
sinni og leggja fram skýrar óskir við
sveitarstjórnir og yfirvöld varðandi
þarfir sundfólksins. Við þurfum og
verðskuldum að fá fleiri en eina eða
tvær innisundlaugar til æfinga og
keppni.
Framundan
En þó aðstöðumál hafi þjakað
sundhreyfinguna í gegnum árin þá
gengur lífið sinn vanagang með öllu
tilheyrandi.
Um næstu helgi verður Bikar-
Sundhöllin í Reykjavík.
Benedikt
Siguröarson
formaóur skrifar:
keppnin í sundi haldin í Sundhöll
Reykjavíkur. Um er að ræða keppni í
1. og 2. deild og hefst mótið kl. 15.30 á
fóstudag og lýkur síðdegis á sunnu-
dag. Líkur eru á að sameinað félag
Keflavíkur og Njarðvíkur (ÍRB) verði
gífúrlega sterkt á mótinu og ef marka
má spá þjálfara og forráðamanna fé-
laganna í deildunum tveimur mun fé-
lagið sigra með yfirburðum í 1. deild.
Keppnin um 2. sæti gæti hinsvegar
orðið mjög spennandi á milli SH-inga
og Ægir-inga. í 2. deild er það Sund-
félagið Vestri sem kemur sterkast til
leiks ef marka má sömu spá. En fast
þar á eftir fylgja Óðinn frá Akureyri
og UMF-Laugdæla sem sendir nú lið
í Bikarkeppnina í fyrsta sinn.
Umgjörð Bikarkeppninnar verður
með skemmtilegra móti í ár, þar sem
sett verður upp stúka við enda laug-
arinnar. Þannig verður öll aðstaða
bæöi fyrir keppendur og áhorfendur
allt önnur en verið hefur undanfarin
ár.
í desember mun allt okkar besta
sundfólk standa í ströngu á mótum
erlendis. Þrír keppendur verða á
Norðurlandameistaramóti unglinga
7. og 8. des. í Malmö og 8 keppendur
munu taka þátt í Evrópumeistara-
móti í 25 m laug sem fer fram í Riesa
í Þýskalandi 12.-15. des. Mikiil hugur
er í sundfólkinu okkar og markmiðið
sett hátt á báðum vígstöðvum. Við
viljum benda fólki á að hægt er að
fylgjast meö fréttum af sundfólkinu á
http://www.swim.is/ssi
*
Körfuknattleikssamband Islands:
Framlög ekki styrkir
íslensk íþróttahreyfing býr við
þann misskilning samfélagsins að
hreyfingin sé á framfæri hins opin-
bera. Staðreyndin er sú að u.þ.b.
5% veltu hreyfingarinnar kemur
frá rlkisvaldinu og framlög sveitar-
félaga eru einkum fólgin í reiknuð-
um afnotum af skólahúsnæði - sem
íþróttahreyfingin nýtir í sjáiíboða-
vinnu á kvöldin við félagsstörf ung-
menna, sem að öðrum kosti myndu
auka þann kostnað sveitarfélaga.
Breyting á hugarfari gagnvart
iþróttahreyfingunni er nauðsynleg,
og eitt mikUvægt atriði í því sam-
hengi er að líta á fiárveitingar tU
íþrótta sem framlög en ekki styrki.
Margvíslegir styrkir
Styrkir eru í eðli sínu fólgnir í
þvi að láta af hendi fé vegna neyð-
ar eða tU styrktar góðum málstað.
Ekki er æúast tU endurgjalds i
formi verðmæta, enda endurspegl-
ar styrkur fremur ímynd og góðan
vUja gefandans. Vissulega má tU
sanns vegar færa að íþróttahreyf-
ingin hafi hlotið margvíslega
styrki í gegnum tíðina, en á undan-
fornuin árum hefur orðið þar veru-
leg breyting á. Viðskiptalif nútim-
ans á íslandi gerir kröfur um við-
skiptasamninga en styrkir almennt
ekki lengur íþróttastarf. Viö þessu
þarf að bregðast, því íþróttahreyf-
ingin er samfélaginu nauðsynleg
og skUar margfalt tU baka hverri
krónu sem lögð er tU hennar.
Eitt megineinkenni umræðu á
pólitískum vettvangi undanfarin
misseri hefur
snúist um
hversu illa
gengur að
koma böndum
á aukningu op-
inberra út-
gjalda. GUdir
þar einu hvort
um er að ræða
menntakerfi
eða heUbrigðiskerfi, sveitarfélög
eða ríkisvald. Staðreyndin er sú að
sjaldnast er ráðist að rótum vand-
ans, heldur viröast útgjöld hins op-
inbera iðulega snúast um að
slökkva elda, að bregðast viö að-
steðjandi vanda í samfélaginu
fremur en að koma i veg fyrir að
vandinn myndist.
Útgjaldasparnaður
Ég myndi vUja sjá framkvæmda
faglega úttekt á framlagi hreyfing-
arinnar tU samfélagsins. Hversu
mikið spara íþróttir kostnað í heU-
brigðiskerfinu? Hversu mikið spar-
ar hreyfingin hinu opinbera í
formi minni útgjalda til félagslegra
málefiia? Hversu mikinn þátt á
íþróttahreyfingin i betri einstak-
lingum sem koma út úr mennta-
kerfinu - og vísa ég þá einkum tU
10 ára gamaUar rannsóknar dr.
Þórólfs Þórlindssonar um sam-
hengi íþróttaiðkunar við betri fé-
lagslegan árangur ungmenna.
íþróttahreyfingin sparar ekki
einungis útgjöld hins opinbera,
heldur skapar einnig tekjur, þvi
ekki má gleyma þeirri miklu veltu
sem fer í gegnum hreyfinguna og
skUar sér tU atvinnulífsins í ýmsu
formi og veltuskatta tU hins opin-
bera. Ég er sannfærður um að ef
það dæmi er reiknað þá haUar
verulega á íþróttahreyfinguna - og
þá er útgjaldaspamaðurinn ótal-
inn. Við slíka úttekt verður þó auð-
vitað að telja tU bæði kosti og gaUa.
Þannig verður einnig að taka tUlit
tU þess að íþróttaslys og meiðsli
kosta þjóðfélagið eitthvað, ríkis-
valdið tapar sannarlega tekjum
vegna minni tóbaks- og áfengissölu
(hversu kaldhæðnislega sem það
annars hljómar) o.s.frv.
Ólafur Rafnsson
formaöur skrifar:
Gegn fíkniefnum
Undirritaður er sannfærður um
að íþróttahreyfingin býr yfir afli og
lausnum sem samfélagið hefur
aldrei þurft jafn mikið á að halda
og einmitt i dag. Fíkniefni ilæða yf-
ir landið, agaleysi og skortur á fé-
lagslegum lausnum leiöa tU likams-
meiðinga og skemmdarstarfsemi,
heUbrigði þjóðarinnar fer hrakandi
með offituvandamálum strax á
barnsaldri og nýjum sjúkdómum
sem eru bein afleiðing þess
ástands.
Enginn skyldi þó lifa í þeirri
draumaveröld að íþróttahreyfingin
búi yfir einhverjum aUsherjar-
lausnum sem útrýma vandamálum
samfélagsins. Hins vegar býr hún
yfir tækjum og tólum sem eru stór-
kosUega vannýtt tU verulegrar
minnkunar þessara vandamála, og
hafa það auk þess fram yfir mörg
önnur úrræði hins opinbera að ráð-
ast að rót vandans í stað þess að
bregöast við núverandi vandamál-
um.
HeUdarframlög ríkisins tU
íþrótta nema lægri íjárhæð en
aukning miUi ára á risnu- og ferða-
kostnaði ríkisins. Hvað varð ann-
ars um miUjarðinn sem átti að fara
tU fikniefnaforvarna á kjörtímabUi
ríkisstjómarinnar sem nú lýkur í
vor?