Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 6
22 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002 Sport DV Katrín Atladóttir: Ánægðar með að ná í úrslit „Ég spila venjulega meö Rögnu Ingólfsdóttur í tvOiðaleik en hún einbeitti sér að einliðaleiknum um helgina þannig að ég og Drífa spOuðum saman. Þrátt fyrir að hafa aldrei gert það áður náðum við bara vel saman og við erum rosalega ánægðar með að hafa náð í úrslitaviðureignina sjálfa," sagði Katrin Atladóttir í samtali við DV-Sport eftir að hún og Drífa Harðardóttir höfðu þurft að lúta í gras í úrslitum tvíliðaleiks kvenna. Ekki var búist við mddu af þeim stöllum á mótinu og voru þær ekki einu sinni settar í sæti fyrir mótið. „Þetta gekk mjög vel og við náðum að vinna stelpurnar sem spáð var sigri í 8- liða úrslitum. En ég er áfram félagi Rögnu og við erum að fara að keppa í Skotlandi í næstu viku,“ segir Katrín, sem æfir badminton af miklu kappi. „Ég æfi á hverjum degi og svo reyni ég að æfa tvisvar á dag svona u.þ.b. tvisvar tU þrisvar í viku.“ United og Valencia bítast um Cafu ítalskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að fram undan væri mikill slagur á milli Manchester United og Valencia um að klófesta brasUíska bakvörðinn Cafu sem spUar með Roma. Hann hefur ekki verið í náðinni hjá Fabio CapeUo, þjálfara Roma, að undanfömu og þurft að sætta sig við að verma varamannabekkinn í ófáum leikjum. Cafu hefur meira að segja sjálfur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann vUji hætta hjá Roma eftir þetta tímabU. ítölsku slúðurblöðin bættu því síðan við að öruggar heimUdir væru fyrir því að forráðamenn Manchester United ætluðu aUtaf að bjóða hærra en Valencia þar sem þeir þyrftu nauðsynlega á arftaka Gary NeviUe að halda, en hann gerði skelfileg mistök í granna- slagnum gegn Manchester City um síðustu helgi. -vig íslendingar náðu frábærum árangri á alþjóðlega badmintonmótinu um helgina: Katrín og Drífa kræktu í silfrið Katrín Atladóttir og Drífa Harðardóttir náöu bestum árangri íslensku keppendanna á alþjóölega badmintonmótinu um helgina þegar þær uröu í ööru sæti í tvíliöaleik kvenna. DV-mynd KÖ Drífa Harðardóttir og Katrín Atladóttir fengu silfurverðlaun í tvUiðaleik kvenna á alþjóðlega bad- mintonmótinu, Icelandic Inter- national, sem fram fór í TBR-hús- inu um helgina. Þær biðu lægr hlut fyrir Kirsteen McEwan og Yuan Wemyss frá Skotlandi i úrslitum, 11-3 og 11-4. Árangur Drífu og Katrínar er einkar glæsilegur þegar litið er til þess að þær stöllur hafa aldrei spU- að saman í tvíliðaleik áður. Á leið sinni í úrslitin slógu þær út mjög öfluga erlenda mótherja, m.a. aust- urískar stúlkur sem voru fyrir fram taldar sigurstranglegastar í mótinu. Ragna Ingólfsdóttir og Tómas Viborg stóðu sig einnig frábærlega í einliðaleiknum og féllu út í und- anúrslitum mótsins. Ragna vann Katerinu Zverevu frá Rússlandi með miklum yfir- burðum í 8-liða úrslitum, 11-3 og 11-0. Hún var siðan óheppin þegar hún dróst gegn Petyu Nedeltchevu frá Búlagaríu í undanúrslitum. Nedeltcheva var sterkasti keppandi mótsins og er í 23. sæti heimslist- ans en þess má geta að Ragna er í 95. sæti. Það er síðan skemmst frá því að segja að Ragna hafði lítið i Nedeltchevu að gera eins og við var búist og tapaði 11-4 og 11-2. Það fór síðan svo að Nedeltcheva sigraði í einliðaleik kvenna, lagði Susan Hughes frá Skotlndi í úrslitunum. Tómas Viborg mætti ofjarli sin- um í undanúrslitum mótsins þegar hann mætti Bobby Milroy, sem er fremsti badmintonspilari Kanada- manna og í 63. sæti heimslistans. Tómas, sem er í 374. sæti, lét þó Milroy hafa fyrir hlutunum en þurfti að játa sig sigraðan að lok- um, 15-9 og 15-11. Tómas mætti Pedro Yang frá Guatemala í 8- manna úrslitum mótsins og sigraði eftir aö hafa tapað fyrstu lotunni. Yang er í 53. sæti heimslistans og var talinn einn af sterkustu kepp- endum mótsins. Magnús Helgason komst einnig í 8-manna úrslit og beið lægri hlut fyrir Jurgen Kock frá Austurriki en hann var stigahæsti keppandinn á mótinu. Njörður Lúðvígsson og Vigdís Ásgeirsdóttir kepptu í tvenndarleik en féllu út í undanúrslitum gegn Peter Steffensen og Karinu Sören- sen frá Danmörku, 11-4 og 11-6. Það má með sanni segja að ár- angur íslendinganna hafi verið framar vonum og ljóst er að frammistaða Rögnu og Tómasar mun bæta punktastöðu þeirra á heimslistanum til muna. Tveimur úrslitaleikjum var frestað í gær vegna veikinda kepp- enda og fóru því aöeins fram þrír úrslitaleikir í gær. -vig Lleyton Hewitt fagnar hér sigrinum á Masters-tennismótinu i Shanghai í Kína í gær. Owen Hargraves til Middlesbrough? Steve McLaren, knattspymustjóri Middlesbrough, segist hafa mikinn áhuga á að kaupa enska landsliðs- manninn hjá Bayem Munchen, Owen Hargraves. McLaren, sem er aðstoðar- maður Svens Görans Erikssonar, landsliðsþjálfara Englands, og hefur því unnið nokkuð með Hargraves, ætlar að fylgjast mjög vel með gangi mála varðandi samskipti Bayem og leikmannsins, en Hargraves lenti upp á kant við forráðamenn Bayem i sum- ar þegar hann lýsti því yfir að hann vildi spila í ensku úrvalsdeildinni. Bayern Munchen vilja fá rúman einn og hálfan milljarð fyrir pilt og gæti það reynst banabiti fyrir McLaren, sem eyddi miklum pening í nýja leik- menn fyrir tímabilið. Samningur Hargraves við Bayem rennur þó út í lok þessa tímabils og er því líklegt að hann verði fáanlegur á útsöluverði þegar leikmannamarkaðir í Evrópu opnast að nýju um jólin. -vig Lokamót Alþjóða tennissambandsins: Hewitt sigrar í hörkuúrslitaleik Ástralinn Lleyton Hewitt sýndi það og sannaði að það er engin til- viljun að hann er efstur á styrk- leikalista Alþjóða tennissambands- ins með því að sigra annað árið í röð á lokamóti tennistímabilsins, Masters Cup í Shanghai í Kína. Hann lagði mótherja sinn, Spánverj- ann Juan Carlos Ferrero, í þremur lotum gegn tveimur í mjög spenn- andi viðureign. Allt benti til þess að Hewitt ætl- aði að valta yfir andstæðing sinn, en hann vann tvær fyrstu lotumar, 7-5 og 7-5, en Spánverjinn sem lék vel haföi ekki játað sig sigraðan og vann þær tvær næstu örugglega, 6-2 og 6-2. Það þurfti því að koma til fimmtu og oddalotunnar og framan af var Spánverjinn sterkari aðilinn, en mn miðja lotu náði Hewitt að brjóta varnir andstæðings síns á bak aftur og tryggja sér sigurinn. -PS Langt bann fyrir að kyssa dóm- arann Hollenskur knattspyrnumað- ur í áhugamannadeild þar í landi var á dögunum dæmdur í 8 leikja bann af aganefnd hol- lenska knattspymusambands- ins. Hlaut leikmaðurinn bannið fyrir að kyssa dómara beint á munninn eftir að hann sýndi honum rauða spjaldið fyrir að rífa kjaft. Atvikið átti sér stað í leik í bænum Hengelo í austurhluta Hollands nú fyrir skömmu en leikmanninum var vikið af velli eftir að hafa fengið tvö gul spjöld, bæði fyrir mótmæli við dómarann. Dómarinn kunni greinilega ekki að meta vinahótin og skilaði hann vel útilátinni skýrslu um athæfið til knatt- spymusambandsins eftir leik- inn. Aganefnd knattspymusam- bandsins segir að leikmaðurinn hafi fengið „refsingu viö hæfi“. Hann tók um höfuð dómarans og gaf honum einn rembingskoss beint á varimar í þakklætis- skyni fyrir rauða kortið áður en hann yfirgaf völlinn. -vig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.