Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 3
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002
19
Sport
DV
Hinn 15 ára gamli Axel Borgarsson fékk mörg högg frá jafnaldra sínum, Gary Eyer, en sýndi mikla keppnishörku og
lauk bardagunum meö sæmd. DV-mynd ÞÖK
Tæplega 50 ára bið hnefaleikaunnenda á enda:
Frábær
skemmtun
Það var rafmagnað andrúmsloftið
í Laugardalshöllinni þegar fyrsti
„alvöru" hnefaleikabardaginn á ís-
landi í tæp 50 ár fór fram. Sá sem
fékk það erfiða hlutskipti að stíga
fyrstur í hringinn var 15 ára gamall
Keflvíkingur að nafni Ævar Öm
Ómarsson en hann mætti jafnaldra
sínum frá Bandarikjunum.
Þýskur dómur
Ævar var skiljanlega stressaður
og fór rólega af stað. Hann hristi þó
smám saman af sér stressið og þeg-
ar hann átti flottan hægri krók
beint í mark í 2. lotu ætlaði þakið af
húsinu. Kaninn var þó ívið sterkari
í bardaganum en þrír dómarar gáfu
þó Ævari sigurinn en tveir Banda-
rikjamanninum. Ævar var því
fyrsti sigurvegari kvöldsins þrátt
fyrir að Kaninn hafi verið ívið
sterkari. „Þýskur dómur“ sagði
Bubbi Morthens og glotti við tönn.
Simbi seigur
Annar bardagi kvöldsins var á
milli Simba Hjálmarssonar, 29 ára,
og Dan Schleinz, 25 ára.
Þessi bardagi var mjög jafn fram-
an af og Simbi sýndi flna takta.
Schleinz tók síðan smám saman
völdin og hann vann sanngjarnan 4-
1 sigur eftir aðeins þrjár lotur.
Simbi sýndi engu að síður góða
takta og mikla keppnishörku.
Hugrakkur Axel
15 ára Njarðvíkingur, Axel Borg-
arsson, atti kappi við jafnaldra sinn,
Gary Eyer, í þriðja bardaga kvölds-
ins. Það var ljóst strax í upphafi
þess bardaga að Eyer væri mun fær-
ari hnefaleikakappi og það hjálpaði
Axel ekki heldur að hann var aug-
Ijóslega mjög stressaður. Yfirburðir
Eyer í fyrstu tveim lotunum voru
miklir og það var ekki fýrr en að
Axel fékk blóðnasir í þriðju lotu
sem hann vaknaði. Þá tók hann fín-
an kipp og sýndi ótrúlegt hugrekki
er hann sótti fast að Eyer það sem
eftir lifði lotunnar. f fjórðu lotu fór
Axel niður í strigann en hann gafst
ekki upp og gaf allt sem hann átti
þaö sem eftir lifði bardagans. Eyer
vann öruggan 5-0 sigur en Axel
sýndi og sannaði að hann hefur gíf-
urlegt þor og risastórt hjarta sem
gæti komið honum langt í íþrótt-
inni.
Bardagi kvöldsins
Þá var komið að bardaga kvölds-
ins á milli Skúla „Tyson“ Vilbergs-
sonar, 18 ára, og John Jacko. Skúla
ætti kannski að kalla „Hamed" í
stað „Tyson“ í framtíðinni því inn-
koma hans í hringinn var svo sann-
arlega í anda „Prinsins".
Bardaginn fór rólega af stað og
augljóst að strákamir voru aö lesa
hvor annan. Skúli tók svo kipp í
lok lotunnar með mögnuðum leift-
ursóknum sem kveiktu í áhorfend-
um. Önnur lota var ekki ólík þeirri
fyrstu en Skúli var alltaf sterkari og
leiftursnöggar stungur hans hittu
margar í mark. Sjálfstraust Skúla,
sem var ekkert í molum fyrir bar-
dagann, var greinilega i botni í
þriðju lotu því hann lét höggin
dynja á Bandaríkjamanninum sem
átti ekkert svar og vann Skúli þá
lotu með yfirburðum. Þriðja lotan
hafði greinilega tekið sinn toll hjá
Skúla því hann tók því rólega í sið-
ustu lotunni. Niðurstaðan var afger-
andi 5-0 sigur Skúla. Það sem gerði
sigur Skúla enn glæsilegri er sú
staðreynd að hann er tvíökklabrot-
inn og með slitið liðband en hann
lét það ekki hafa áhrif á sig. Þar að
auki var andstæðingur hans enginn
aukvisi og hafði aldrei tapað bar-
daga áður.
Besti boxarinn
Næstir í hringinn vom Skúli Ár-
mannsson, 19 ára, og Zack Walters,
22 ára, en Walters er fjórfaldur
„gullhanska“-meistari í Bandaríkj-
unum sem er æðsta viðurkenning
sem áhugahnefaleikarar geta fengiö
þar í landi. Það er skemmst frá því
að segja að Skúli, sem er 28 kílóum
þyngri en Walters, átti aldrei roð í
Bandaríkjamanninn en hann sýndi
þó góð tilþrif inn á milli og var alls
óhræddur við Kanann öfluga. Walt-
ers vann öraggan 5-0 sigur.
Lokabardaginn
Síðastir í hringinn voru Þórður
Sævarsson, 24 ára, og Brett
Behrendt, 22 ára. Bardagi þeirra var
mjög jafn frá upphafi til enda og fór
nú svo að Þórður vann 4-1 sigur en
það var þó ekki tilkynnt fyrr en síð-
ar því ágætur hringmeistari kvölds-
ins, Sigmar Vilhjálmsson, fór með
úrslitin öfugt er bardaganum var
lokið. Þórður náði þó ekki að sýna
sínar bestu hliðar en þjálfarar lið-
anna voru sammála um það að um
væri að kenna þreytu því Þórður
hefði verið að toppa of snemma í æf-
ingaferlinu.
Frábær umgjörö
Kvöldið var frábærlega heppnað
sama hvert er litið og alveg ljóst að
mikil vinna hafði farið í undirbún-
ing svo allt mætti vera eins og best
verður á kosið.
íslensku strákamir sýndu og
sönnuðu að þeir kunna ýmislegt fyr-
ir sér í greininni og ef rétt verður
haldið á spilum geta nokkrir þeirra
sem kepptu þetta kvöld náð langt í
íþróttinni.
Þaö er ekki nokkur spuming að
íslenskir hnefaleikar hafa fengið
byr undir báða vængi eftir þetta
kvöld og ef sami metnaður og vinna
verður lögö í starfíð í framtíðinni
kemur þessi íþrótt til með að
blómstra á íslandi.
Það þarf enginn aö velkjast í vafa
um það að boxið er komið til að
vera.
-HBG
- sagði Guðjón Vilhelm hnefaleikaþjálfari
Það var augljóslega mikið
spennufall hjá Guðjóni VOhelm
hnefaleikaþjálfara þegar síðasta
bardaga kvöldsins var lokið og
mátti sjá að þar fór maður sem
hafði ekki sofið mikið undanfama
daga.
„Hjartslátturinn er aö komast
niður á núUið. Undirbúningur
þessa kvölds er búinn að standa síð-
an 11. febrúar þegar boxið var leyft
og það var svo sannarlega að skOa
sér. Þetta var frábært kvöld og alveg
á við gott atvinnumannakvöld. Þeir
eru margir, sem hafa farið utan og
séð atvinnumannabardaga, sem
hafa tjáð mér að þetta hafi verið
flottara," sagði Guðjón og hann var
ekki síður stoltur af strákunum sín-
um. „Ég er rosalega ánægður með
frammistöðu allra keppenda. Skúli
„Tyson“ er mikUl sýningarkaU og
hann blómstrar í svona aðstöðu.
Þetta átti fyrst að vera í júní og svo
júlí þannig að strákarnir hafa verið
að toppa í þrjá mánuði og það mátti
tO að mynda sjá á Dodda (Þórði
Sævarssyni) sem stóð engu að síður
vel,“ sagði Guðjón en hvemig er
framhaldið hjá þeim? „Mér finnst
að þeir sem standa að íþróttinni
ættu nú að setjast niður og ákveða
framhaldið. Það er búið að gefa tón-
inn og það ætti að verða tU þess að
við eigum auðvelt með að fram-
kvæma slíka hluti í framtíðinni.
Þetta gekk aUt vel sem var mikU-
vægt og það alvarlegasta sem gerð-
ist var að einn fékk blóðnasir.
Sænski dómarinn sem hefur dæmt
atvinnumannabardaga um aUan
heim sagði að þetta væri flottasta
áhugamannasýning sem hann hefur
séð og það era góð meðmæli," sagði
Guðjón að lokum himinlifandi.
-HBG
Simbi Hjálmarsson sýndi góö tilþrif gegn Dan Schieinz og þeir félagar sjást
hér fagna í lok bardagans. DV-mynd PÖK
Mikill efniviður
hér á landi
- segir Chuck Horton, þjálfari
bandaríska liðsins
Chuck Horton, þjálfari banda-
ríska liðsins, var agndofa yfir þvf
sem hann varð vitni að í HöUinni
á laugardaginn og stoltur að hafa
fengið að taka þátt í þessari sögu-
legu stund.
„Það að hafa tekið þátt hér í
kvöld er ein af stærstu stundum
míns ferUs. Ég vildi bara að ég
væri nógu ungur til að taka þátt í
henni. Ég hefði gjaman vUjað
keppa við mann eins og Skúla,
hann er maður að mínu skapi,“
sagöi Horton glaður í bragði. „Ég
hef átt frábært samstarf við Guð-
jón og strákana hans og ef það er
eitthvað sem ég get gert tU þess
að hjálpa íslenskum hnefaleikum
þá er bara að hafa samband,"
sagði Horton en hann segir að
mikilvægt sé fyrir framhald ís-
lenskra hnefaleika að menn
standi saman. „Það er mikU
pressa á þessum strákum og ef
þeir eiga að ná langt verða ís-
lensku þjálfaramir að vinna sam-
an. Þetta er viðkvæmur tími og ef
menn standa saman þá eru ís-
lendingar í góðum málum," sagði
Horton og benti á að ef menn fara
rétt að geti þessir strákar náð
langt.
„íslendingar eiga góða mögu-
leika á að verða Norðurlanda-
meistarar. Svíarnir hafa sagt það
sjálfir um ykkur. Þið getið
kannski ekki komið strax tU
Bandaríkjanna og lagt okkur að
velli en þið gætuð svo sannarlega
látið okkur hafa fyrir hlutunum.
íslensku strákamir stóðu sig aUir
vel en ég vU sérstaklega minnast
á tvo drengi. Skúli „Tyson“ er
sterkur nagli sem hefur farið
mikið fram og á framtíð fyrir sér.
Þórður er snUldarboxari en var of
þreyttur í kvöld og þarf að læra
að slaka á en þessir strákar geta
náð langt,“ sagði Horton að lok-
um.
Stoltur af
strákunum