Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 7
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002
23
I>V
Sport
Byssan vel stillt
- hjá Kristni Friðrikssyni sem skoraði níu 3ja stiga körfur gegn Blikum
Tindastóll gerði góða ferö í bæinn
þegar liðið sótti Breiðablik heim í
Kópavoginn á fostudagskvöld og fóru
gestimir með 10 stiga sigur heim
með sér norður því þeir sigruðu gest-
risna heimamenn 102-112. Góður
leikur Stólanna í þriðja leikhluta
lagði grunninn að sigrinum en hittni
þeirra í seinni hálfleik var gríðarlega
góð.
Kári Marísson gegnir því hlut-
verki að stjóna liðinu í leikjum þar
sem þjálfarinn, Kristinn Friðriksson,
er að leika með liðinu og var Kári
mjög sáttur við sigurinn þegar DV-
Sport heyrði í honum eftir leikinn.
„Við vorum steindauðir í fyrri hálf-
leik en stigum upp í þeim seinni og
með smábaráttu kom þetta hjá okk-
ur. Við áttum ekkert svar við leik
Kenny Tate, erlenda leikmanni
Blika, og var hann okkur erfiður.
Greinilega frábær leikmaður sem
erfitt er að eiga við.
Fjögurra stiga leikur
Kristinn hjálpaði okkur mikið með
góðum 3ja stiga körfum og Michail
Andropov spilaði góða vöm.
Að mínu mati var þetta fjögurra
stiga leikur. Bæði lið eru að berjast í
þessum miðju pakka á eftir topplið-
unum og því var þetta afar mikilvæg-
í---------------------------------------------------------------------------------------'
46 stig og
17 fráköst
Kenny Tate, erlendi leik-
maöur Breiöabliks, fór mik-
inn í leiknum gegn Tinda-
stóli á föstudagskvöld og
var kappinn meö 46 stig og
17 fráköst. Paö dugöi þó
ekki til sigurs því Blikar
máttu sætta sig viö tap,
102-112. DV-mynd E.OI
ur sigur,“ sagði Kári.
Leikurinn var frekar líflegur
megnið af tímanum og sóknarleikur-
inn í fyrirrúmi hjá báðum liðum.
Liðin skiptust á að skora í fyrsta leik-
hluta og leiddu gestirnir með einu
stigi eftir hann, 28-29.
Blikar gerði siðan 15 stig í röð um
miðjan annars leikhluta og komust
12 stigum yfir en Stólamir náðu að-
eins að rétta sinn hlut fyrir hlé og
var staðan í hálfleik 58-51 fyrir
heimamenn.
Seinni hálfleikur eign gestanna
í seinni hálfleik snérist dæmið við.
Stólarnir náðu upp fínni stemningu
og fóru að hitta úr öllum skotum,
sama hversu erfið þau vora. Kristinn
gerði þrjár 3ja stiga körfur í þriðja
leikhluta en hann var kominn með
sex í fyrri hálfleik og því níu alls.
Maurice Carter vaknaði af værum
blundi eftir slakan fyrri hálfleik og
þegar leikhlutinn var allur vora gest-
irnir komnir níu stigum yfir, 75-84.
Það var ljóst að ef Blikar ætluðu
sér að eiga möguleika á að snúa tafl-
inu aftur sér í vil í fjóröa og síðasta
leikhluta þá yrði vörnin að stórlag-
ast. Sú varð ekki raunin og gestimir
vora ekki í vandræðum með að landa
sigrinum i lokin.
Tate skoraöi 46 stig
Varnarleikurinn var vandamál
Blika að þessu sinni og verður Jón
Arnar Ingvarsson, þjálfari liðsins, að
fmna lausn á því vandamáli ef Blik-
ar ætla sér að tryggja sér öruggt sæti
í úrslitakeppninni. Kenny Tate var
besti maður liðsins og skoraði 46 stig
ásamt því að taka 17 fráköst. Mirko
Virijevic var slakur að þessu sinni og
átti ekkert í An-
dropov sem varði
hvert skotið á eft-
ir öðra frá hon-
um. Mirko var
farinn að færa sig
utar í seinni hálf-
leik og taka lang-
skot sem ekki
rötuðu rétta leið.
Pálmi Sigurgeirs-
son átti ágætis
leik og Friðrik
Hreinsson skilaði
prýðilegu hlut-
verki.
Hjá gestunum
var Kristinn sjóð-
andi heitur og átti sinn besta leik í
vetur. Clifton Cook spilaði virkilega
vel og Andropov var einnig mjög góð-
ur í vörn og sókn. Hann varði 10 skot
í vöminni og tók 11 fráköst. Þá bætti
hann við 23 stigum í sókninni. Cart-
er átti fínan seinni háifleik og Axel
Kárason var að berjast úti um allan
völl. -Ben
Michail An-
dropov var meö
þrefalda tvennu
gegn Blikum, 23
stig, 11 fráköst
og 10 varin skot.
Annar heimasigur Hamars
„Þetta var móralslega sterkt fyr-
ir okkur að sýna að við erum liðs-
heild og karakterinn er í góðu lagi.
Eins og sást á spilinu hér í kvöld
var enginn einn maður að vinna
þetta fyrir okkur heldur spiluðu
fyrir hver annan,“ sagði Daði
Steinn Amarson, aðstoðarþjálfari
Hamars, eftir sigurinn á Val á
föstudagskvöldiö í Hveragerði.
Dýrmætur sigur
„Þetta var mjög dýrmætur sigur
og algjör nauðsyn fyrir okkur.
Annars hefðum við verið í óþægi-
legri stöðu gagnvart Val því eins
og staðan er núna erum við í botn-
baráttunni með þeim. Við vissum
að þetta yrði erfiður leikur því
þeir eru með breytt lið frá því við
spiluöum við þá í Kjörísbikamum.
Þeir eru með finasta lið og þar af
leiðandi er enn þá skemmtilegra
fyrir okkur að vinna þá,“ sagði
Daði Steinn.
Gestimir frá Hlíðarenda fóru
mun betur af stað I leiknum og
vora komnir meö tólf stiga forskot
fljótlega en níu af tíu fyrstu sókn-
um Hamars fóra í súginn. Hamars-
maðurinn Lárus Jónsson fiskaði
fljótlega tvær villur á Laveme
Smith jr. og því var Smith hvíldur
mikið í fyrstu tveim leikhlutunum,
Þegar hann fór út af fór allt á
verri veg hjá Val auk þess sem
Hamar kom betra skipulagi á
vamarleik sinn. Annar leikhlut-
inn var afleitur hjá Valsmönnum,
þeir skoruðu aðeins 16 stig en
Hamarsmenn pressuðu þá stíft og
þar sem lítil hreyfing var á
Valsliðinu stal Hamar boltanum
hvað eftir annað. Hamarsmenn
juku forskotið jafnt og þétt og voru
komnir í ágætis mál undir lok
fyrri hálfleiks í stöðunni 49-39.
Hamar hleypti Valsliðinu strax
inn í leikinn í upphafi síðari hálf-
leiks. Hamarsmaðurinn Svavar
Páll Pálsson fékk sína fjórðu villu
og var því hvíldur og munaöi um
minna í vöminni.
Valsmenn sýndu góðan leik í
þriðja leikhluta og fóra þeir Bjami
og Smith á kostum. Valur haföi
framkvæðið en Hamarsmenn
fleyttu sér í gegnum leikhlutann
með fjórum þriggja stiga körfum.
Undir lok þriðja leikhluta náðu
Hamramir áttum aftur, eftir að
Valur hafði jafnað 64-64, og skor-
uðu 15 stig gegn 8.
Síðasti leikhlutinn hófst með
annarri loftárás frá Bjarna og
Smith og eftir rúma mínútu voru
Valsmenn komnir yfir, 79-81, eftir
að hafa skorað 9 fyrstu stigin í
leikhlutanum.
Spenna í lokin
Eftir það hófst æsispennandi
kafli þar sem heimamenn reyndu
hvað þeir gátu til að komast aftur
yfir. Það tókst ekki fyrr en 40 sek.
voru eftir þegar Lárus Jónsson
skoraði góða körfu, 98-97. Valur
misnotaði næstu sókn þar sem
fyrrum Hamarsmaður, Ægir Hrafn
Jónsson, brenndi af víti og Hamar
geystist upp völlinn. O’Kelley
braust í gegn, skoraði tveggja stiga
körfu og fékk víti að auki sem
hann hitti úr og tryggði heima-
mönnum langþráðan sigur.
-gks.
Hamar-Valur 101-97
0-4, 2-14, 16-16, 21-18, (24-23). 25-23, 30-26,
30-30, 43-30, 47-33, (49-39). 4941, 51-46,
53-49, 59-53, 62-59, 64-64, 75-66, 77-70,
(79-72). 79-73, 81-66, 92-92, 95-96, 101-97.
Stig Hamars: Robert O'Kelley 30, Svavar
Birgisson 24, Lárus Jónsson 17, Pétur
Ingvarsson 13, Svavar Páll Pálsson 7, Ægir
Gunnarsson 4, Hallgrimur Brynjólfsson 4,
Marvin Valdimarsson 2.
Stig Vals: Laveme Smith 37, Bjarni
Gústafsson 25, Ragnar Níels Steinsson 10.
Ólafur Már Ægisson 9, Hinrik Heiðar
Gunnarsson 8, Ægir Hrafn Jónsson 7,
Bergur Már Emilsson 1.
Dómarar
(1-10): Einar
Skarphéðinsson
og Georg
Andersen (5)
Gœði leiks
(1-10): 6.
Áhorfendur:
231.
Maöur leiksins:
Lárus Jónsson, Hamri
Fráköst: Hamars 34 (8 í sókn, 26 í vöm,
Svavar Páll 13), Vals 41 (6 í sókn, 35 í vöm,
Hinrik 9)
Stoósendingar: Hamars 16 (Láms 6),
Vals 8 (Ragnar 4).
Stolnir boltar: Hamar 14 (Láms 4),
Valur 11 (Bjarni 4).
Tapaöir boltar: Hamars 15, Vals 16.
Varin skot: Hamar 1 (Johnson 3), Valur
0.
3ja stiga: Hamars 20/8, Vals 17/3 .
Víti: Hamar 29/25, Valur 35/26.
Breiðab.-Tindastóll 102-112
2-0, 7-5, 19-21, 25-29, (28-29), 31-34,
38-41, 53-41, 53-49, (58-51), 60-51,
62-62, 67-74, (75-84), 81-88, 86-92,
88-100, 95-106, 102-112.
Stig Breiðabliks: Kenny Tate 46,
Pálmi Sigurgeirsson 18, Mirko Viri-
jevic 14, Friðrik Hreinsson 10,
Þórólfur Þorsteinsson 6, Jón Arnar
Ingvarsson 3, Ólafur Guðnason 3..
Stig Tindastóls: Kristinn Frið-
riksson 31, Clifton Cook 28, MichaO
Andropov 23, Maurice Carter 18,
Einar Örn Aðalsteinsson 9, Axeí
Kárason 3.
Dómarar
(1-10): Kristinn
Óskarsson og
Erlingur Snær
Erlingsson (8).
Gœði leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur:
200.
Maöur
Kristinn Friöriksson, Tindastóli
Fráköst■ Breiðabliks 41 (15 í sókn,
26 í vöm, Tate 17), Tindastóls 38 (11 í
sókn, 27 í vöm, Andropov 11)
Stoósendingar: Breiðabíiks 23
(Pálmi 9), Tinaastóls 25 (Cook 11).
Stolnir boltar: Breiðabliks 10
(Pálmi 4), Tindastóls 9 (Óli Barðdal
3).
Tapaðir boltar: Breiðabliks 12,
Tindastóls 10.
Varin skot: Breiðabliks 2 (Pálmi
2), Tindastóls 12 (Andropov 10).
3ja stiga: Breiðabliks 17/7
(41%),Tindastóls 31/15 (19%).
Viti: Breiðabliks 23/19 (83%),
Tindastóls 20/14 (48%).
VINTERSPféRT
DEILOIN
Staöan:
Grindavik 6 5 1 552-456 10
KR 6 5 1 538-454 10
Keflavík 6 4 2 611-497 8
Haukar 6 4 2 522-480 8
Njarövík 6 4 2 477-466 8
IR 6 3 3 485-529 6
TindastóU 6 3 3 521-533 6
SnæfeU 6 2 4 460-481 4
Breiðablik 6 2 4 557-567 4
Hamar 6 2 4 579-654 4
Valur 6 1 5 436-526 2
SkaUagrimur 6 1 5 449-544 2
Næstu leikir:
Grindavík-KR ......í kvöld 19.15
SkaUagrím.-Breiöab. . 19. nóv .19.15
TmdastóU-Njarðvík . . 19. nóv 19.15
ÍR-Hamar........... 19.nóv 19.15
SnæfeU-Haukar.......19. nóv 19.15
Valur-Keflavík.....19. nóv 19.15