Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 23
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002
pv___________________________________________Sport
Ölfusá og Hvítá:
Stórtíðinda aö vænta af
netaveiði á næstunni
- segir Hilmar Hansson, formaður Landssambands stangaveiðifélaga
Nokkrar breytingar urðu á stjóm
Landssambands stangaveiðifélaga á
síðasta aðalfundi þegar tveir ágætir
stjórnarmenn hættu störfum fyrir
sambandið en í þeirra stað komu
fulltrúar úr sömu stangaveiðifélög-
um. Eins sætti það þó nokkrum tíð-
indum að í janúarlok víxluðu for-
maður og varaformaður sætum sin-
um þegar þáverandi formaður flutti
til Akureyrar.
Eins og sagt var frá á síðasta aðal-
fundi þá er það eitt af keppikeflum
Landssambandsins að efna til
keppna af ýmsu tagi í því augnamiði
að geta innan tíðar sótt um inn-
göngu í íþróttasamband íslands og
fengið sneið af Lottó-kökunni, eins
og Hilmar Hansson, formaður
Landssambands stangaveiðifélaga,
sagði í ræðu sinni á aðalfundi félags-
ins sem var haldinn sl. laugardag í
húsakynnum Stangaveiðifélags
Reykjavíkur.
„Þess vegna efndum við meðal
annars tO íslandsmeistaramóts í
fluguhnýtingum ásamt fleiri aðilum
og tókst keppnin vel í alla staði, þótt
keppendur hefðu mátt vera fleiri,
eins og árin þar á undan. Úrslitin
urðu sem hér segir: í meistaraflokki
sigraði Bjarni Róbert Jónsson, Jón
Bragi Gunnarsson varð í öðru sæti
og Bjarnfinnur Sverrisson í því
þriðja. í almennum flokki hafði Ás-
björn Jónsson sigur, Finnur Sig-
urðsson varð í öðru sæti og Brynjólf-
ur Magnússon í því þriðja. Loks er
það flokkur ungmenna en þar varð
Sigþór Steinn Ólafsson hlutskarpast-
ur, Vignir Már Lýðsson lenti í öðru
sæti og Þorgils Helgason hampaði
bronsinu. Dómarar í keppninni
voru, líkt og árið áður, Jan Idar Lön-
dal, fyrrverandi heimsmeistari í
fluguhnýtingum, ásamt þeim Kol-
beini Grímssyni og Svend Richter.
Lengi hefur staðið til að endur-
vekja gömlu kastkeppnina sem hald-
in var hér á árum áður, en það hef-
ur því miður ekki tekist enn sem
komið er. Hins vegar tókst okkur ár-
ið 2000 að efna til íslandsmeistara-
móts í silungsveiði í góðri samvinnu
viö Sportvörugerðina og Ásgeir
Halldórsson sem þar ræður ríkjum.
Keppnin var því miður blásin af
sumarið 2001 vegna gin- og klaufa-
veikinnar sem geisaði á írlandi það
sumar. Og einhverra hluta vegna
tókst mönnum ekki að taka upp
þráðinn síðasta sumar og því fór
sem fór. Engin keppni var haldin í
Brúará síðastliðið sumar en vonandi
tekst okkur að efna til hennar á því
næsta.
Og þar með er að mestu talið upp
það sem við höfum gert til að koma
okkur á blað sem alvöru keppnisfé-
lagi sem hugsanlega ætti heima inn-
an vébanda ÍSÍ. Og þó? Kannski fell-
ur líka undir þetta keppnin um
stærsta fluguveidda lax hvers sum-
ars, en fyrir hann er veittur hinn
svokallaði Hákonarbikar. Hann var
veittur öðru sinni á síðasta aðal-
fundi og það var Eyþór Sigmunds-
son sem hampaði honum þá. Hér á
eftir verður hann veittur i þriðja
skiptið og ég bið fundargesti að sýna
biðlund, það kemur í ljós innan tíð-
ar hver fær hann og fyrir hvað ...
Veiðidagur fjölskyldunnar
stendur alltaf fyrir sínu
Aö venju var veiðidagur fjölskyld-
unnar haidinn í júní, nánar tiltekið
þann tuttugasta og þriðja. Þátttaka
fjölskyldufólks viða um land var að
sögn nokkuð góð og nóg um að vera
á bökkum vatnanna. Hefð hefur
skapast fyrir þessum degi á umliðn-
um árum og víst er að margir
myndu sakna framtaksins ef hann
yrði sleginn af enda stendur ekkert
slíkt til. Það er mat okkar i stjóm
Landssambands stangaveiðifélaga
að veiðidagur fjölskyldunnar sé góð
hvatning til allra um að fara út í ís-
lenska náttúru, njóta þess sem land-
ið hefur að bjóða og kyrmast um leið
dásemdum veiðinnar. Margur hefur
eflaust stigið sín fyrstu spor á braut
stangaveiðinnar á þessum ágæta
veiðidegi íslenskra fjölskyldna.
Núna á haustdögum ákvað stjórn
LS að hverfa aftur af braut hrakn-
inganna og finna sér fast húsaskjól.
Eins og menn rekur líklega minni til
sögðum við fyrir fáeinum árum upp
skrifstofu sem við höfðum haft og
treystum á stangaveiðifélögin að
láta okkur í té húsnæði. Þetta var
gert í spamaðarskyni, enda sjóðir
Landssambandsins ekki digrir. Hins
vegar hefur reynst erfítt að vera
svona upp á aðra komnir og þess
vegna ákváðum við að leigja skrif-
stofu fyrir sanngjama upphæð að
Lynghálsi 4 og hafa sjálfir full lykla-
ráð. Líkast til var það heillaspor.
Heimasíðumál okkar era í svolitl-
um ólestri núna. Óvíst er um fram-
tíð lénsins okkar á línu punktur is
og á eftir að taka ákvörðun um það
hvort yflrhöfuð verður haldið úti
heimasíðu eða hvort við reiðum
okkur á aðrar leiðir til að vera sýni-
legir á Internetinu.
Hér að framan hefur verið drepið
á ýmis praktísk málefni en það sem
hvílir auðvitað þyngst á hugum
stjórnarmanna eru baráttumálin,
sem eru þónokkur og flest erfið við
að eiga, ekki síst fyrir fjárvana
Landssamband sem hefur úr engum
sjóðum að moða og virðist eiga erfitt
með að finna sér nýjar leiðir til aö
styrkja fjárhagsgrundvöllinn.
Við báðum um heimild síðasta
fundar til að kanna forsendur þess
að koma á svokölluðum fiskikortum
hérlendis að erlendri fyrirmynd og
hefðu þau getað orðið drjúg tekju-
lind fyrir LS. Samþykki fundarins
fékkst eftir langt málþóf en þegar
málið var skoðað ofan í kjölinn kom
í ljós að það yrði okkur líklega of
erfitt viðureignar af ýmsum ástæð-
um. Málið er þó enn í skoðun en við
erum sannast sagna ekki bjartsýnir
um að nokkuð muni miða í nánustu
framtíð.
Eitthvaö aö gerast í neta-
veiöimálum i Ölfusá og
Hvitá?
Enn erum við að beijast gegn
netaveiðum á vatnasvæði Ölfusár og
Hvítár fyrir austan fjall. Nú loksins
virðist hilla undir einhvern árangur
og er það ekki síst félögum okkar í
Stangaveiðifélagi Selfoss að þakka.
Þeir hafa farið um víðan vöU, rætt
við bændur, beitt áróðurstækni af
bestu gerð og grasrótarstarfl sem er
vænlegt til árangurs. Auðvitað sjá
allir að það er algjör tímaskekkja að
hundruð ef ekki þúsundir laxa séu
teknir í net á svæöinu á hveiju
sumri, á sama tíma og stangaveiði
er að verða einn af stóra póstunum
í ferðamennsku hérlendis.
Nú höfum við beðið um skýrslu
frá Atvinnuþróunarsjóði Suður- ’•*
lands um þau áhrif sem það myndi
hafa á svæðinu, hvað varðar ferða-
mennsku og annað henni tengt, ef
netin yröu alfarið tekin upp úr Ölf-
usá og Hvítá. Von er á niðurstöðum
fljótlega og ég er ekki í nokkram
vafa um að þar mun ýmislegt afar
athyglisvert koma í ljós, ýmislegt
sem gæti jafnvel fengið okkar ágæta
landbúnaðarráðherra til að segja
eitthvað i þá veru að þar sem tveir
netabændur koma saman þar sé
bófaflokkur, eða jafnvel að staður ^
þeirra sé á bak við eldavélina. Við
skulum bíða og sjá hvað setur, en ég
á von á stórtíöindum og skýrslu sem
gæti nýst okkur afar vel í áróðurs-
stríði gegn því arðráni sem á sér
stað á þessu vatnasvæði.
Við sem nú sitjum í stjórn Lands-
sambands stangaveiðifélaga verðum
ekki í rónni fyrr en netin verða
komin upp úr Ólfusá og Hvítá fyrir
fullt og fast.
Annað helsta baráttumál okkar er
eftir sem áður, að koma í veg fyrir
að sjókvíum verði dritað niður allt í
kringum landið með norskættuðum
laxi sem flestir viti bomir menn
hafa viðurkennt að gæti valdið stór-
skaða á villtum íslenskum laxastofn-
um. Við munum aldrei geta sætt—
okkur við að haldið verði áfram á
villugötum fjárglæframanna sem
hafa ekki lært af reynslu fyrri ára
og vilja ana beint í eldinn þótt þeir
og forverar þeirra séu skaðbrenndir
af fyrri laxeldisævintýrum. Baráttan
gegn sjókvíaeldinu er eitthvað sem
allir íslenskir stangaveiðimenn
verða að sameinast um og það er
brýnt að við sofnum ekki á verðin-
um.
Að svo komnu máli vil ég þakka
ykkur öllum fyrir að koma á þennan
aðalfund og vona sannarlega að
hann verði bæði málefnalegur og ár-
angursríkur fyrir íslenska stanga-
veiðimenn,“ sagði Hilmar á aðal-
fundinum um helgina.
á v A Rjúpnaveiöimenn: Skjóta rjúpur við sumarbústaði
llggliliis „Það þjónar engum tilgangi að af rjúpum sem við birtum í vik- svæðinu. birta svona mynd af ijúpunum unni hefur ekki fallið öllum í Við höfum fundið skothylki við Gufuá í Borgarfirði, skot- geö. hérna viö bústaðina enda eru veiðimenn hafa skotiö við bú- „Þessar rjúpur sem voru á ekki alltaf einhverjir í þeim staðina hjá mér,“ sagði sumarbú- myndinni hafa verið hérna á hérna,“ sagði sumarbústaðareig- staðareigandi í samtali við DV- vappi í kringum minn bústað og andinn enn fremur. Sport í vikunni, en mynd okkar jafnvel fleiri bústaði hérna á -G. Bender