Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Síða 8
24
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002
Sport
DV
Njarövík-Snæfell
3-0, 3-5, 13-18, 24-20, (20-24). 28-28, 35-28,
35-35, 43-37, (45-^40). 51-41, 50-52, 63-55,
70-58, (72-59). 77-61, 77-67, 87-67, 93-71,
93-78.
Stig Njarðvikur: G.J. Hunter 34, Ragnar
Ragnarsson 22, Páll Kristinsson 10, Friörik
Stefánsson 9, Teitur Örlygsson 7, Sigurður
Einarsson 6, Halldór Karlsson 5.
Stig Snœfells: Hlynur Bæringsson 24,
Clifton Bush 18, Georgi Bujukliev 9, Lýöur
Vignisson 7, Sigurbjörn Þórðarson 6, Helgi
Guömundsson 6, Jón Ó. Jónsson 6, Daði
Sigurþórsson 2.
Dómarar
(1-10): Rögn-
valdur Hreiðars-
son og Björgvin
Rúnarsson (7)
Gϗi leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur.
220.
Maöur leiksins:
G.J. Hunter, Njarövík.
Fráköst: Njarðvík 34 (12 í sókn, 22 í
vörn, Hunter 12), Snæfell 35 (12 í sókn, 23 í
vörn, Bush 11, Hlynur 10)
Stoðsendingar: Njarðvík 19 (Teitur 6),
Snæfell 10 (Helgi 3).
Stolnir boltar: Njarðvík 12 (Hunter 4),
Snæfell 9 (Hlynur 3, Bush 3).
Tapaðir boltar: Njarðvík 8, Snæfell 13.
Varin skot: Njarðvík 8 (Friörik 4),
Snæfell 2 (Hlynur).
3ja stiga: Njarðvík 33/10 (17%), Snæfell
25/7 (19%).
Víti: Njarðvík 19/17 , Snæfell 31/21.
Kefiavík-Grindavík 92-97
5-0, 7-8, 20-11, 28-17, (28-20). 23-26, 35-31,
35-39, 38-42, (41-41). 47-50, 59-50, 61-59,
(72-65). 78-65, 73-77, 80-34, 84-34, 84-90,
98-97, 92-97.
Stig Keflavikur: Damon Johnson 21, Jón
Hafsteinsson 16, Gunnar Einarsson 15,
Falur Harðarson 14, Guöjón Skúlason 12,
Kevin Grandberg 9, Magnús Gunnarsson 5.
Stig Grindavikur: Darrell Lewis 37, Páll
Axel Vilbergsson 22, Helgi Jónas
Guöfmnsson 16, Guölaugur Eyjólfsson 11,
Guömundur Bragason 8, Pétur
Guðmundsson 2.
Dómarar
(1-10): Leifur S.
Garðarsson og
Einar Skarphéð-
insson (8)
Gceöi leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur:
350.
Maöur leiksins
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Fráköst: Keflavík 36 (13 í sókn, 23 í vörn,
Jón H. 8), Grindavík 40 (10 í sókn, 30 í vörn,
Lewis, 10, Guðmundur 10.)
Stoðsendingar: Keflavík 21 (Hjörtur 4,
Magnús 4, Damon 4), Grindavík 17 (Lewis 6).
Stolnir boltar: Keflavík 12 (Damon 4),
Grindavík 9 (Helgi Jónas 3).
Tapaðir boltar: Keflavík 14, Grindavík
19.
Varin skot: Keflavík 4 (Damon 2),
Grindavík 2(Lewis2).
3ja stiga: Keflavík 30/12, Grindavík 25/10.
Víti: Keflavík 16/8 (50%), Grindavík 27/23
(85,2%).
Við eigum helling inni
- sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigurinn á Snæfelli
Njarðvíkingar sigruðu Snæfell í
Ljónagryfjunni á föstudagskvöld 93-
78. Þetta var fyrsti leikur G.J. Hunter
með UMFN og ljóst að kappinn kem-
ur til með að styrkja Njarðvíkinga í
baráttunni sem fram undan er.
Gestimir byrjuðu ágætlega með þá
Hlyn Bæringsson og Clifton Bush í
fararbroddi og leiddu 13-18 um miðj-
an fyrsta leikhluta. En Ragnar Ragn-
arsson og Hunter voru atkvæðamikl-
ir hjá UMFN, sem snéru leiknum
fljótlega aftur sér í hag og heima-
menn fóru með 45-40 forystu inn í
leikhléið.
Hunter var allt í öllu
Hunter var svo allt í öllu í upphafi
síðari hálfleiks og eftir 5 mínútur var
hann búinn að gera 12 stig, eða jafn-
mörg og hann hafði gert í fyrri hálf-
leiknum og 13 stiga forysta Njarðvík-
inga þegar fjórði og síðasti leikhlut-
inn fór af stað. í stöðunni 77-67 gera
Njarðvíkingar 10 stig í röð og gera
þar með út um leikinn og Friðrik
Ragnarsson gat leyft sér að gefa þeim
Jóhanni Árna Ólafssyni og Kristjáni
Rúnari Sigurðssyni eldskímina í
efstu deild á lokamínútunum, en þeir
eru báðir 16 ára gamlir.
G.J. Hunter komst mjög vel frá
sínum fyrsta leik með UMFN þó svo
að hittnin heföi getað verið betri.
Hann er greinilega góður alhliðaleik-
maður og Njarðvíkingar endur-
heimta sjáifstraustið með komu
hans. Ragnar Ragnarsson lék einnig
mjög vel og mætti hreinlega skjóta
meira, enda með frábæra nýtingu.
Hjá gestunum var Hlynur Bær-
ingsson duglegur og Clifton Bush átti
ágæta spretti.
„Ég er mun sáttari við spila-
mennsku okkar í kvöld heldur en
undanfarið. Við eigum þó helling
inni og útlendingurinn á eftir að
komast betur inn í hlutina hjá okk-
ur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálf-
ari Njarðvíkinga, eftir leik.
-EÁJ
Grindvíkingar unnu góðan sigur i Keflavík:
Komum alltaf
Darrel sterkur
Darrel Lewis skoraöi 37 stig, tók 10
fráköst og gaf 6 stoðsendingar í
sigri Grindavíkurliðsins í Keflavík á
föstudagskvöldið. Lewis hefur
Jeikið vel fyrir Grindavík í vetur og er
með 27,8 stig að meðaltali.
DV-mynd Sigurður Jökull
Grindvíkingar unnu glæsilegan
sigur, 92-97, á nágrönnum sínum í
Keflavík í viðureign liðanna í úrvals-
deildinni í körfuknattleik á föstu-
dagskvöldið var. Með sigrinum
komust Grindvikingar á topp deildar-
innar og virðast til alls vísir í deild-
inni í vetur með sama áframhaldi.
Heimamenn í Keflavík voru beittari í
byrjun og náðu ágætu forskoti í
fyrsta leikfjórðungi. í næsta leik-
hluta vöknuðu Grindvíkingar heldur
betur til lífsins, náðu að jafna og
komast yfir en i hálfleik var staðan
jöfn, 41-41.
Góöur endir hjá Grindavík
Eftir leikhléið var leikurinn í byrj-
un í járnum en enn á ný náðu Kefl-
víkingar góðum tökum á leiknum og
komust 13 stigum yfir. I síðasta leik-
hluta hrukku gestirnir svo um mun-
aði í gírinn, léku góða vörn og sókn-
in var að sama skapi mjög öflug með
þá Darrell Lewis og Pál Axel Vil-
bergsson í broddi fylkingar. Þeirra
þáttur lagði öðru fremur grunninn
að sigri Grindvíkinga í leiknum.
Damon Johnson og Gunnar Ein-
arsson voru beittastir í herbúðmn
Keflvíkinga en liðið náði ekki að
halda út en ljóst er að mun meira býr
í liðinu en það sýndi í þessum leik.
Eins og áður sagði voru þeir Páll
Axel og Lewis góðir en enn fremur
komust þeir Helgi Jónas Guðfinns-
son og Guðlaugur Eyjólfsson vel frá
leiknum.
Héldum Keflavík niðri
„Ég er svona á heildina litið bara
sáttur með spilamennsku minna
manna en auðvitað komu kaflar í
leiknum sem ég var ekki ánægður
með. Við gerðum okkur grein fyrir
því að við yrðum að halda Keflvík-
ingum niðri en þeir höföu skorað
mikið í sínum leikjum fram að þess-
um. Þrátt fyrir að Keflvíkingar næðu
stundum góðu forskoti komum við
alltaf til baka og það var ég sérlega
ánægður með. Ég var ekki allt of
bjartsýnn fyrir leikinn en við höfum
átt við meiðsli að stríða en þetta
small sem betur fer saman í þetta
skiptið. Ég sé ekki ástæðu til annars
en að vera bjartsýnn á framhaldið en
mér sýnist samt breiddin í deildinni
vera góð í vetur. Öll liðin virðast
heppin með sína útlendinga og það
bætir upp brotthvarf sterkra leik-
manna úr deildinni eftir tímabOið á
sl. vori,“ sagði Friðrik Ingi Rúnars-
son, þjálfari Grindvíkinga, í samtali
viö DV.
við til ba
- sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvikin
Sex stiga forysta Keflavíkur
- eftir 85-53 sigur liðsins á ÍS og tap KR á heimavelli fyrir Grindavík
Keflavík náði sex stiga forskoti á
toppi 1. deildar kvenna í körfubolta
með 85-53 sigri á Stúdínum sem
máttu fyrir bragðið sætta sig við sjö-
unda tapiö í röð. IS-liðið byrjaði þó
leikinn af krafti og haföi yfir 11-14
þegar 2:53 voru eftir af fyrsta leik-
hluta og Anna María Sveinsdóttir,
þjálfari Keflavíkur, tók þá leikhlé.
Anna María brýndi leik sinna stelpna
sem skoruðu tíu síðustu stig leikhlut-
ans og höföu síðan góð tök á leiknum
það sem eftir'var. Keflavík leiddi
21-14 eftir fyrsta leikhluta og haföi
36-26 yfir í hálfleik.
Marin Rós Karlsdóttir átti bestan
leik í liði Keflavíkur, var með 18 stig
og 6 stoðsendingar og hitti úr 4 af 5
þriggja stiga skotum sinum. Auk Mar-
inar voru þær Rannveig Þorvaldsdótt-
ir og Kristín Blöndal að gera góða
hluti, Erla Þorsteinsdóttir byrjaði
leikinn af krafti og Bima Valgarðs-
dóttir kom sterk inn á lokakaflanum.
Hjá ÍS var Þórunn Bjamadóttir að
spila ágætlega en fyrir utan fyrstu sjö
mínútumar náðu Stúdínur sér ekki á
strik. -
Stig Keflavikur: Marín Rós Karlsdóttir 18
(6 stoðs., 3 stolnir), Bima Vaigarösdóttir 16
(6 fráköst), Kristín Blöndal 12 (4 stoðs.),
Erla Þorsteinsdóttir 11 (7 fráköst), Svava
Ósk Stefánsdóttir 9, Sonia Ortega 8 (9 frá-
köst, 5 stoðs., 4 stolnir), Rannveig Rand-
versdóttir 7 (5 stoðs.), Lára Gunnarsdóttir
2, Andrea Færseth 1, Vala Rún Bjömsdótt-
ir 1.
Stig ÍS: Þórunn Bjarnadóttir 13 (7 fráköst),
Cecilia Larsson 8 (4 stolnir, 3 stoðs.), Jófríð-
ur Halldórsdóttir 8 (5 fráköst), Lára Rún-
arsdóttir 5, Kristín ðladóttir 5, Rós Kjart-
ansdóttir 4, Steinunn Dúa Jónsdóttir 4,
Guðrún Baldursdóttir 3, Svandís Sigurðar-
dóttir 3 (9 fráköst).
Grindavík vann KR öðru sinni
Grindavík gerði sér lítið fyrir og
vann íslands- og bikarmeistara KR
öðru sinni í vetur en þessi lið mætt-
ust í DHL-höllinni á laugardag.
Grindavík sigraði 55-66 eftir að hafa
leitt allan leikinn.
Munurinn var 17 stig i hálfleik,
24-41, en KR vann þriðja leikhluta
17-4 og minnkaði þar með muninn i
fjögur stig, 41-45. Lengra komast KR
ekki og Sólveig Gunnlaugsdóttir sá til
þess að halda KR í hæfilegri fjarlægð
í lokin með tveimur stómm 3ja stiga
körfum.
Ósvaldur Knudsen sagði að sitt lið
heföi ekki mætt tilbúið til leiks.
„Þessi leikur þróaðist eins og síðasti
leikur okkar á móti Njarðvík þar sem
við lendum undir. Grindavík er með
betra lið en Njarðvík og vorum við
búin að grafa okkur of djúpa holu til
að redda hlutunum í seinni hálfleik
eins við gerðum á móti Njarðvík. Við
hreinlega töpuðum þessum leik í fyrri
hálfleik. Samt sem áöur var alls ekk-
ert vanmat í gangi.
Leikur okkar er of sveiflukenndur
og verðum við að laga það. Við leik-
um mjög vel á köflum en síðan dettur
þetta niður hjá okkur í algjöra
meðalmennsku," sagði Ósvaldur.
Hjá Grindavík var Denise Shelton
grimm í fráköstunum og reif niður 27
talsins. Hún hitti þó illa í sókninni.
Sólveig steig upp í lokin og Ema Rún
Magnúsdóttir spilaði gríðarlega vel í
öðmm leikhluta. Hjá KR vom þær
Hanna Kjartansdóttir og Helga
Þorvaldsdóttir bestar.
Stig KR: Helga I>orvaldsdóttir 15 (7 fráköst),
flanna Kjartansdóttir 13 (12 fráköst), Hildur
Sigurðardóttir 13 (8 fráköst, 3 stolnir), Mar-
ía Káradóttir 5, Georgia Christiansen 5,
Guðrún Sigurðardóttir 4.
Stig Grindavlkur: Denise Shelton 22 (27
fráköst, 6 tapaðir, 6 stolnir, 7 stoðs.), Sólveig
Gunnlaugsdóttir 13, Erna Rún Magnúsdótt-
ir 11, Sigriöur Anna Ólafsdóttir 10, Guðrún
Ósk Guðmundsdóttir 4, Sandra Guðlaugs-
dóttir 3, María Anna Guðmundsdóttir 2.
1.DEILD KVENNA
Staðan:
Keflavík 7 7 0 544-404 14
Grindavík 7 4 3 486488 8
KR 7 4 3 444-422 8
Haukar 6 3 3 326-363 6
Njarðvik 6 2 4 372-395 4
Is 7 0 7 336436 0
Næstu leikir:
Haukar-KR ............Frm. 21. nóv.
Keflavík-Njarðvík .... fim. 21. nóv.
ÍS-Grindavík.......mán. 25. nóv
Njarðvík-Haukar........miö. 27. nóv
Njarðvík-Grindavlk . . . Miö. 4. des.
Haukar-Keflavík.......lau. 7. des.
KR-ÍS ................lau. 7. des.
Marín Rós
Karlsdóttir úr
Keflavík (til
hægri) hefur hitt
frábærlega fyrir
utan 3ja stiga
iínuna í vetur.
Marín hefur
skorað 2,1 þrist
í leik og nýtt
51,7% skotanna.