Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 9
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002 25 DV Haukar-Conversano 26-18 1-í), 5-2, 9-3, 12-5, 14-8, (15-10). 16-10, 20-13, 22-15, 24-17, 26-18. Haukar: Mörk/viti (skot/viti): Aron Kristjánsson 8 (15), Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 (6), Halldór Ingólfsson 4/1 (8/1), Róbertas Pauzoulis 3 (8), Þorkell Magnússon 2 (3), Jón Karl Björnsson 2/2 (2/3), Pétur Magnússon 1 (1), Aliaksandr Shamkuts 1 (1), Birkir ívar Guömundsson 1/1 (1/1). Vítanýting: Skorað úr 4 af 5. Fiskuö víti: Halldór 3, Shamkuts í, Þorkell 1. Varin skot/víti (skot á sig): Birkir ívar Guö- mundsson 12/1 (30/1, hélt 3. Brottvisanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Kenneth Abraham- sen og Ame Kristi- ansen, Noregi. (8) Gœói leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 1100. Maöur Aron Kristjánsson, Haukum. Aron Kristjánsson: Frábær varnarleikur hjá okkur Aron Kristjánsson var besti maður vallarins og hann hafði þetta að segja: „Þetta var fráhær leikur hjá okkur og þvílík vörn, bæði i þessum leik og þeim fyrri. Markvarslan var góð og við vorum nokkuð skynsamir í sóknarleiknum og þetta er allt á réttri leið hjá okkur; allt annað og betra tempó en við höfum verið að sýna í deild- inni hér heima, miklu meiri læti og grimmd. Þeir eru með virkilega fint lið en við vorum staðráðnir í þvi að leggja þá að velli og fengum bara blóð- bragð í munninn að sjá þá í FH-búningnum,“ sagði Aron og hló, en Conversano leika í sauðalitunum eins og svart/hvítu hetjurnar frá Kaplakrika. -SMS Guömundur Hrafnkelsson: Lélegasti leikurinn í vetur Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður og leik- maður Conversano, var nið- urlútur í leikslok, eins og gef- ur að skilja en hann þarf ekk- ert að skammast sín fyrir sína frammistöðu: „Við vorum líklega að spila einn okkar lélegasta leik á þessu tímabili og það var bara til skammar að geta ekki sýnt almennilegan handbolta; þetta gekk bara ekki upp hjá okkur, því miður. Við náðum ekkert að stilla upp fyrir okkar aðalmenn, við eigum flnar skyttur og heimsklassa hornamann og eftir þetta þurfum við að skoða þennan leik vel og sjá hvað er að. Haukarnir voru hins vegar að spila virkilega góða vörn og þeir voru skyn- samir í sókninni og áttu bara skilið að vinna þetta,“ sagði Guðmundur Hrafnkelsson. Úrslitin voru ítalska liðinu mikið reiðarslag en Conversa- no ætlaði sér stóra hluti í Evr- ópukeppninni og batt góðar vonir um að komast áfram eft- ir að liðið dróst á móti Hauk- um. Þær vonir urðu að engu og liðið er úr leik. -SMS Sport Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik: Haukarnir áfram - eftir glæsilegan átta marka sigur á ítalska liðinu Conversano Haukar eru komnir áfram í fjórðu umferð Evrópukeppni bik- arhafa í handknattleik eftir glæsilegan sigur á ítalska liðinu Conversano, 26-18, á laugardag- inn var. Haukarnir fara því sam- anlagt áifram með átta marka mun því jafntefli varð í fyrri leiknum á Ítalíu. Eftir frekar dapurt gengi í deildinni hér heima er greinilegt að deildar- og bikarmeistararnir eru komnir á beinu brautina, það sanna þessir tveir leikir á móti Conversano, því þetta ítalska lið er mjög vel mannað. Haukarnir tóku hins vegar eng- um vettlingatökum á þeim og þeir sýndu flestar sínar bestu hliðar en sérstaklega var varnar- leikurinn sterkur og þá var Birk- ir ívar Guðmundsson góður í markinu. Þeir stilltu upp í 3-3 vörn sem gekk frábærlega upp því gestirnir náðu aldrei almennilega að stilla upp fyrir helstu kanónur sinar, menn eins og Zvonimir Bil- ic, Igor Vori og svo holdgerving sjálfrar Svíagrýlunnar, hinn frá- bæra hornamann, Pierre Thor- son, sem fékk úr litlu að moða. Þarna sannaðist enn einu sinni að stærðin skiptir ekki öllu máli því gestirnir voru flestir talsvert hærri en heimamenn en hjarta Haukanna sló svo sannarlega í rétta taktinum og það skiptir mestu. Hvað sóknina varðar voru þeir tilbúnir og þeir tóku frumkvæðið strax í byrjun og létu það aldrei af hendi. Einbeitingin og leikgleðin skein úr andlitum leikmanna sem skoruðu mörk af flestum gerðum. Fimm marka munur var í hálf- leik, 15-10, en eftir sex mínútna leik í síðari hálfleik var hann kominn í sjö mörk, 18-11. Gestun- um tókst aðeins einu sinni að minnka muninn í fimm mörk, 22- 17, sjö mínútum fyrir leikslok en Haukarnir gáfu þá bara í á nýjan leik og uppskáru frábæran sigur. Vörnin grunnurinn að sigrinum Eins og áður sagði var það varnarleikurinn sem lagði grunninn að sigrinum en í heild- ina séð spilaði liðið allt einfald- lega vel og allir leikmenn eiga hrós skilið. Þar fór þó fremstur Aron Kristjánsson og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Halldór Ing- ólfsson voru mjög góðir. Hjá Con- versano var Guðmundur „okkar“ Hrafnkelsson traustur í markinu og var besti leikmaður liðsins, sem spilaði í heildina séð eins og höfuðlaus her og átti engan mögu- leika í Haukana. Þjálfari þeirra, Viggó Sigurðs- son, var mjög ánægður með sína menn þegar DV-Sport kom að máli við hann eftir leik: Tveir bestu leikir okkar á tímabilinu „Þetta var glæsilegur sigur og vörnin var frábær og markvarsl- an góð og hraðaupphlaupin tókust mjög vel og þessir þættir gerðu gæfumuninn. Þeir eru með mjög góðan mannskap en voru illa skipulagðir og leikstjórnin var lé- leg hjá þeim. Þeir spila svona týpískan Júggahandbolta, treysta á einstaklingsframtakið og þegar það klikkar þá fer oft allt í hnút og við einfaldlega klipptum út lykilmenn þeirra, sóknarleikur- inn gekk síöan alveg ágætlega þrátt fyrir talsvert mörg mistök. Við spiluðum mjög agað og höfð- um þetta í hendi okkar og þetta var verðskuldað hjá okkur og þessir tveir leikir eru þeir bestu hjá okkur á tímabilinu og koma á réttum tíma og nú förum við að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til liðsins," sagði Viggó Sigurðsson. -SMS ítalirnir tóku Róbertas Pauzoulis engum vettlingatökum en hann leikur mikilvægt hlutverk í Haukaliöinu. Robertas skoraði þrjú mörk í leik liðanna að Ásvöllum á laugardag. Haukarnir eru komnir áfram en ítalska liðið situr eftir með sárt ennið. DV-mynd PÖK Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik: Stoltur af strákunum - Grótta/KR komið áfram eftir tvo frábæra sigra í Portúgal um helgina Grótta/KR er komið i 16-liða úr- slit í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik eftir frábæran sig- ur, 22-19, á portúgalska liðinu Francisco de Holanda I síðari leik liðanna í Portúgal. í hálfleik var staðan, 13-11, fyrir Gróttu/KR sem byrjaði leikinn af miklum krafti og komst um tíma í fyrri hálfleik í 9-3. Fyrri leikurinn fór fram í Portúgal á laugardag og þar fór Grótta/KR einnig með glæstan sigur af hólmi. Grótta/KR tók mikla áhættu að leika báða leik- ina í Portúgal en portúgalska lið- ið er mjög sterkt og er í öðru sæt- inu í deildarkeppninni þar í landi. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, sagðist í samtali við DV í gærkvöld vera í skýjunum með uppskeru helgarinnar. Hann sagði að varnarleikur og mark- varsla hefði lagt grunninn að þessum tveimur frábæru sigrum. Á engan óskamótherja í næstu umferð „Það léku allir framúrskarandi vel og viö vorum tvimælalaust aö leika okkar bestu leiki i vetur. Þeir gátu varla komið á betri tíma. Við gerðum Portúgölunum mikla skráveifu með því að vinna þá í fyrri leiknum og fyrir vikið þurftu þeir að taka nokkra áhættu í síðari leiknum. Ég er mjög stolt- ur af strákunum og þeir sýndu mikinn kartakter í báðum leikj- unum um helgina. Ég á enga sér- staka óskamótherja í næstu um- ferð, vona bara aö við þurfum ekki að ferðast langt og við mun- um stefna að því að leika okkar heimaleik í 16-liða úrslitunum," sagði Ágúst. Mörk Gróttu/KR í seinni leiknum: Alexanders Peterson 9, Dainis Rusko 7, Davíð Ólafsson 3, Alfreð Finnsson 2, Sverrir Pálma- son 1. Hlynur Mortens varði 21 skot. Grótta/KR vann góðan sigur í fyrri leiknum, 24-21, og kom sá sigur verulega á óvart því portú- galska liðið hefur þótt mjög erfitt heim að sækja. Grótta/KR kom Portúgölunum í opna skjöldu með geysilega öflugum vamarleik og við honum áttu heimamenn ekk- ert svar. Markvarslan var sömu- leiðis góð hjá Hlyn Mortens og sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari að þetta hefði verið besti leikur liðsins fram að þessu í vetur. Mörk Gróttu/KR í fyrri leiknum: Alexanders Petersons 7, Davíö Ólafsson 5, Dainis Rusko 4, Magnús Agnar Magnússon 3, Ingi- mar Jónsson 2, Sverrir B. Pálma- son 2, Alfreð Örn Finnsson 1. Hlynur Mortens varði 18 skot í markinu og Guðmundur Jóhanns- son kom inn á til að verja tvö víta- köst. Fylgst meö Petersons Lettinn Alexanders Petersons lék mjög vel með Gróttu/KR um helgina og vakti framganga hans mikla athygli. Útsendarar liða frá Spáni og Portúgal fylgdust með honum í leikjunum og hrifust enda fór leikmaðurinn á kostum á köflum og réðu leikmenn Francisco de Holanda stundum ekkert við hann. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.