Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 16
32 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002 Jurgen Macho, Sunderland uuigcu iviuLin; t;i u;ir\iiii:n;ur hGÍg- arinnar í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann nánast upp á sitt eins- dæmi náði að koma i veg fyrir að Liverpool næði að knýja fram sigur á Sunderland á Anfield Road í Liver- pool. Jurgen Macho er 25 ára gamall Austurríkismaður og hefur verið leikmaður með Sunderland síðan sumarið árið 2000. Það var fyrrum framkvæmdastjóri Sunderland, Pet- er Reid, sem náði í leikmanninn á fijálsri sölu og þurfti því ekki að greiða neitt fyrir hann. Hann hafði áður leikið með FC Vín frá Vínar- borg og var hann þar í þrjú keppnis- timabil. Hann hóf hins vegar feril sinn með liði að nafni Sportklub áð- Jurgen Macho Fæddur: 24. ágúst 1977 Heimaland: Austurríki Hæð/þyngd: 193 cm/88 kg Leikstaða: Markvörður Fyrri llð: FC Vín, Sportklub, Casino Vienna Deildarleikir/mörk: 10/0 Landsleikir/mörk: 13 U 21 árs Hrós: „... í dag sem og í síðustu þremur leikjum hefur hann verið frábær," Howard Wilkinson, framkvæmdastjóri Sunderland, um Jurgen Macho. ur en hann fór til Casino Vienna. Það var ekki fyrr nýlega að Macho fór að láta aö sér kveða hjá Sunderland og hefur hann nú staðið í markinu í nokkra leiki í röð. For- ráðamenn liðsins hafa þó haft tals- verðar áhyggjur af markvarðarstöð- unni, en Tomas Sörensen, aðalmark- vörður liðsins, hefur verið meiddur. Til að undirstrika áhyggjur þeirra var Mart Poom keyptur til liðsins fyrir helgina frá Derby. Fyrsti leikur Macho með Sunder- land var í fyrstu umferð á síðasta keppnistímabili, en þá kom hann inn á sem varamaður gegn Arsenal og hélt markinu hreinu. -PS Manchester United sótti ekki gull í greipar liðs sem er án sigurs á heimavelli: West Ham náði stigi - Bolton lagði lánlaust lið Leeds United á Elland Road og lyfti sér úr botnsætinu Hér eigast þeir viö Cisse, varnarmaöur West Ham, og Juan Sebastian Veron, miövallarleikmaöur Man. Utd. Þessir leikmenn ásamt félögum sínum uröu aö sættast á skiptan hlut í viöureign liöanna. Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Man. Utd, var ekki ánægður með aðstoðardómarann í leik liðs- ins gegn West Ham á Upton Park í London, en þeir síðamefndu hafa enn ekki unnið leik á heimavelli. Leiknum lyktaði með jafntefli, 1-1. Alex Ferguson vildi meina að jöfnunarmark Jermaine Defoe hefði verið rangstaða og áleit að sjón- varpsupptökur sönnuðu það. „Við lékum mjög vel í leiknum, en það er ekki gott að fá aðstoðardómara eins og þennan sem við fengum í dag. Hann átti ekki góðan dag,“ sagði Ferguson. Jafntefli þýðir að Man. Utd situr áfram í fimmta sæti deildarinnar niu stigum á eftir Arsenal sem er á toppnum og hefur liðið aðeins unn- ið einn leik á útivelli, gegn Charlton. „Ég tel þetta nú ekki al- varlegt. Einhver spurði mig á dög- unum hvort það væri ekki slæmt að eiga i svo miklum vandræðum í úti- leikjunum, en við þessu er ekkert að gera þar sem ákvarðanir dómara skipta þar svo miklu máli,“ Það var hins vegar ekki aðeins mark West Ham sem vakti efasemd- ir hvað rangstöðu varðar, því það var engu líkara en að Nistilrooy væri rangstæður í marki Man. Utd. „Var Nistilrooy rangstæður? Ef hann hafði ekki áhrif á leikinn í upphafi sóknar þá var hann ekki rangstæöur þegar hann skoraði," sagði Ferguson. Glenn Roeder, framkvæmdastjóri West Ham, hefur verið undir mikilli pressu að undanfórnu, en hann þakkaði Defoe fyrir stigið sem liðið náði í gær. „Þetta er örugglega búið að vera eitt erfiðasta tímabil í llfl Defoe. Mér hefur í raun aldrei dott- ið annað í hug en að láta hann leika þrátt fyrir markaleysið og þá hefur hann verið mjög andlega sterkur þó ekki hafi gengið vel. Ég hef aldrei misst trúna á leikmenn mína og ég vona að þeir hafi trú á mér. Bolton vann góðan útisigur á Leeds United, en heimamenn voru án margra af lykilleikmönnum sín- um. Terry Venables, framkvæmda- stjóri Leeds, á ekki náðuga daga fram undan en liðið hefur tapað fimm af síðustu átta leikjum liðsins. Þetta er að sama skapi jákvætt fyrir Sam Allardyce og lærisveina hans hjá Bolton þar sem liðið náði að lyfta sér úr botnsætinu. Birmingham náði i mikilvægt stig þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Fulham. Birmingham var þó óheppið að ná aðeins einu stigi, því tveimur leikmönnum Ful- ham, þeim Rufus Brevett og Steve Marlet, var vikið af leikvelli. Bre- vett fékk rauða spjaldið í fyrri hálf- leik fyrir að handleika knöttinn vilj- andi og Marlet í þeim síðari fyrir grófan leik. Það viriðst ekkert lát ætla að verða á góðu gengi Everton sem nú hefur unnið fimm leiki í röð. Það var Kevin Campbell sem gerði eina mark leiksins gegn Blackbum, sem situr í öruggu sæti rétt fyrir ofan miðja deild. -PS Okkar menn Lárus Orri Sigurösson lék allan leik- inn með WBA sem gerði markalaust jafntefli við Aston Villa á heimaveUi sínum í Birmingham Guöni Bergsson var ekki í leik- mannahópi Bolton gegn Leeds Utd en hann á við meiðsli að stríða. Eiöur Smári Guðjohnsen var í byrj- unarliöi Chelsea gegn Middlesboro, en hann var tekinn út af á 76. mínútu fyr- ir Jimmy Floyd Hasselbaink. Brynjar Gunnarsson, Bjarni Guö- jónsson og Pétur Marteinsson voru aUir í byrjunariiði Stoke sem tapaði illa fyrir Portsmouth í gær, 3-0. Brynj- ar var sá eini þeirra sem kláraði leik- inn því Pétri og Bjama var skipt út af á 84. mínútu. Heiöar Helguson spilaði aUan leikinn fyrir Watford í tapleik gegn Ipswich í ensku 1. deUdinni í gær. Hermann Hreiöarson lék sömuleiðis allan leikinnn með Ipswich sem sigr- aöi 2-0. Helgi Valur Daníelsson var í byrjun- arliði Peterboro sem tapaði fyrir Rochdale í ensku bikarkeppninni á laugardag. Helgi Valur var tekinn af leikvelli í hálfleik. Arnar Gunnlaugsson var i leik- mannahópi Dundee United sem sigr- aði MotherweU í skosku úrvalsdeUd- mni. Amar kom inná á 68. mínútu.' Jóhannes Karl Guöjónsson var ekki í leikmannahópi Real Betis sem mætti Celta Vigo í spænsku deUdinni. Þóröur Guöjónsson var í byrjunar- liði Bochum 1 2-0 tapleik liðsins gegn Schalke. Þórður fór af leikveUi á 77. mínútu. Eyjólfur Sverrisson var ekki í leik- mannahópi Herthu Berlin um helgina þegar liðið vann góðan sigur á Hannover á útiveUi. Helgi Kolviösson kom ekki við sögu þjá Kámten sem vann Bregenz, 3-0, í austurrísku 1. deUdinni á laugardag- inn. Stefán Gislason kom heldur ekki við sögu hjá GAKsem bar sigurorð af Ried, 2-0, í austurrísku 1. deUdinni. -PS Hetjan... Henrik Pedersen er hetja helgarinnar en hann geröi tvö mörk fyrir Bolton sem vann góðan sigur á Leeds Utd á El- land Road I Leeds. Með hjálp markanna tveggja ásamt mörk- um frá Ricketts og Djorkaeff náði liöið að vinna langþráðan sigur sem aðeins var sá þriðji í deildinni það sem af er. Með mörkunum tveimur tvö- faldaði hann markatölu sína þetta tímabilið, en hann hafði aðeins gert tvö mörk fyrir leik- inn og hvorugt þeirra í deild- inni. -PS ... skúrkurinn Terry Venables hlýtur þann vafasama heiður að vera skúrk- ur helgarinnar. Gengi Leedsliðs- ins hefur verið meö eindæmum að undanfomu og hefur nú tap- að fimm af síðustu átta leikjum sínum í úrvalsdeildinni, nú síðast fyrir Bolton. Liðið er þó enn í Evrópukeppni félagsliða og er þar komið 1 þriðju umferð, en féll með háðulegum hætti út úr deildabikamum með því að tapa fyrir Sheffield United. Það hefur verið mikil pressa á Vena- bles að undanförnu og háværar raddir á meðal stuðningsmanna um að hann verði rekinn, þrátt fyrir stuttan tíma í starfi. -PS Laugardagur 23. nóvember Man. Utd-Newcastle Aston Villa-West Ham Bolton-Chelsea Everton-West Brom Fulham-Liverpool Middlesbrough-Man. City Southampton-Arsenal Sunderland-Birmingham Sunnudagur 24. nóvember Tottenham-Leeds Utd Charlton-Blackbum Laugardagur 30. nóvember Arsenal-Aston Villa Birmingham-Tottenham Blackbum-Fulham Chelsea-Sunderland Leeds Utd-Charlton Man. City-Bolton WBA-Middlesboro Sunnudagur 1. desember Newcastle-Everton

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.